Flóðahringurinn á Sólheimum
Starfsemi hófst á Sólheimum árið 1930 og hefur verið í stöðugri uppbyggingu síðan þá. Sesselja Hreindís Sigmundsdóttir stofnaði Sólheima.
Á Sólheimum eru tvær gönguleiðir sem eru mikið gengnar, Fjósahringurinn og Flóðahringurinn. Eins og nafnið gefur til kynna er Flóðahringurinn á frekar blautu svæði sem gerir það að verkum að gönguleiðin er að hluta til byggð upp með brettum. Starfsfólk Sólheima leggur metnað sinn í að halda gönguleiðinni góðri og mjög gaman að ganga allan hringinn.
Síðast uppfært 5. október 2023