Kerhóll
Seyðishólar í Grímsnesi eru gígaþyrping, öllu stærri en Tjarnarhólar með Kerinu. Þessir gígar eru jafngamlir Grímsneshrauninu (5000-6000 ára). Stærsta hraunið í Grímsnesinu er runnið frá þeim. Seyðishólar og Kerhóll eru hæstir gíganna og það er gaman að leggja leið sína upp á Kerhólinn á góðum degi og njóta útsýnisins.
Gjallið í gígunum er ákaflega litríkt og skrautlegt og mörg ljót sár í hlíðum þeirra bera merki um áratuga gjallnáms. Gjallið hefur verið notað líkt og vikur til holsteinagerðar og einnig sem ofaníburður á vegi í nágrenni gíganna. Kerhóll, sem stendur við hlið Seyðishóla, hefur sloppið við gjalltöku. Hraunin frá honum og Seyðishólum runnu nær samtímis og þekja u.þ.b. 23 km2.
Rauði liturinn í gjallinu hefur myndast við oxun járns í hraunkvikunni, einkum þegar hún kemst í sneringu við vatn (grunnvatn). Ofan af Kerhólnum er hægt að sjá inn í eina af námunum þar sem litirnir sjást vel.