Fara í efni

Snæfoksstaðir

Á Snæfoksstöðum hefur verið stunduð skógrækt síðan 1956 en Skógræktarfélag Árnesinga keypti jörðina 1954.

Á Snæfoksstöðum er mikil starfsemi, þar er ekki bara verið að rækta skóg heldur einnig verið að vinna afurðir úr skóginum og hægt að kaupa þar kurl, eldivið og planka í alls konar stærðum og þykktum.

Síðustu þrjár helgar fyrir jól er opin jólatrjáasala og ýmist handverk til sýnis og sölu. Kakó og lummur í boði fyrir þá sem eru að sækja sér jólatré fyrir jólin.

Heimasíða skógræktarfélags Árnesinga

Síðast uppfært 5. október 2023
Getum við bætt efni þessarar síðu?