Fara í efni

17.júní Hátíðarhöld

Í tilefni þjóðhátíðardags Íslendinga verður haldin skemmtileg og fjölskylduvæn hátíð á Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi þriðjudaginn 17. júní.

Hátíðarhöldin fara fram frá kl. 13:00 til 16:30 og eru íbúar og gestir velkomnir til að taka þátt í gleðinni!

Dagskráin hefst með glæsilegri skrúðgöngu frá bensínstöðinni að torginu við stjórnsýsluhúsið á Borg.

Þar tekur við hátíðardagskrá sem inniheldur:

  • Hátíðarræðu
  • Ávarp fjallkonunnar
  • Verðlaunaafhending
  • Skemmtiatriði frá Guðbjörgu Emmu og Halla Valla
  • Andlitsmálun og leikir á svæðinu
  • Hoppukastali frá skátunum fyrir börnin
  • Slökkviliðsbíl frá Brunavörnum Árnessýslu sem krakkarnir fá að skoða

Frá kl 14:00 verður kaffisala og kökuhlaðborð í Félagsheimilinu Borg, þar sem Kvenfélag Grímsneshrepps býður upp á ljúffengar veitingar gegn vægu gjaldi.

Getum við bætt efni þessarar síðu?