Fara í efni

Grunnur að góðubreytingarskeiði

Fyrirlestur með Halldóru Skúladóttur, markþjálfa og breytingarskeiðsráðgjafa  fimmtudaginn 26. janúar í Félagsheimilinu á Flúðum.

Breytingaskeiðið er meira er bara hitakóf og pirringur, margar konur finna fyrir lífshamlandi einkenkennum sem geta haft áhrif á sambönd, atvinnu, afkomu og framtíðarheilsu. Þær upplifa sig einar og fá oft lítinn skilning eða stuðning. Halldóra mun kafa ofan í allt sem tengist þessu óumflýjanlega skeiði í lífi allra kvenna sem lítið hefur mátt tala um - hvernig hormónarnir virka, hlutverk þeirra og afleiðingar þegar þeir hverfa.

Hvað er til ráða? Hvernig getum við stuðlað að betri lífsgæðum fyrir okkur allar?

Fyrirlestyrinn er í boði kvenfélaga Biskupstungna, Gnúpverja, Grímsneshrepps, Hrunamannahrepps, Laugdæla og Skeiðahrepps.

Frekari upplýsingar um Halldóru og breytingaskeiðið er á kvennarad.is 

Getum við bætt efni síðunnar?