Fara í efni

Kötlu jarðvangs hlaupið - Hjörleifshöfða

Hjörleifshöfðahlaupið (einnig þekkt sem Kötlu jarðvangshlaupið) fer fram laugardaginn 27. apríl 2019 kl 11:00 og er við jarðvættið Hjörleifshöfða sem er um 15-20 mínútna akstur austan við Vík (um 15 km).

Vegalengdir
Tvær leiðir eru í boði, 7 km og 11 km. Annars vegar er hægt að hlaupa 7 km hring um höfðann á flatlendi í sandi og graslendi með sama upphafs- og endapunkt. Þeir sem vilja meiri áskorun geta bætt 4 km við og fara þá upp á höfðann, 220m hækkun, og enda svo í rásmarki á flatlendi.

Flokkaskipting
Tími verður mældur hjá öllum og úrslit birt eftir aldursflokkum, sjá eftirfarandi lista:
• 14 ára og yngri
• 15-18 ára
• 19-39 ára
• 40-49 ára
• 50-59 ára
• 60 ára og eldri

Skráning
Skráning verður á hlaup.is. Forskráning á netinu er opin til kl. 20 miðvikudaginn 22.apríl.

Þátttökugjald
Þátttökugjald er 2.500 fyrir 15 ára og eldri og 1.500 kr fyrir 14 ára og yngri. Fæðingarár gildir. Að hlaupi loknu verða boðnar veitingar og frítt í sund. Nánari upplýsingar verða veittar á facebook síðu Kötluseturs.

Verðlaun
Allir sem ljúka hlaupinu fá viðurkenningarpening.

Upplýsingar
Hlaupaleiðin er virkilega falleg og er bráðskemmtilegt að hlaupa á þessu svæði. Í góðu veðri er gott útsýni til allra átta, að Mýrdalsjökli og Kötlu og einnig um svörtu sandana. Sagt er að yfirnáttúruleg öfl séu við Hjörleifshöfða sem gera það að verkum að andrúmsloftið þar er orkugefandi en jafnframt einstaklega afslappað og þeir sem koma þangað einu sinni, geta ekki beðið eftir að heimsækja staðinn á ný!

Frá Reykjavík til Víkur í Mýrdal er um 2,5 klukkustunda akstur. Fjölbreyttir gistimöguleikar eru á svæðinu og eru nánari upplýsingar um það að finna á www.visitvik.is og www.katlageopark.is .

Frekari upplýsingar veitir Kötlusetur í netfanginu info@vik.is

Getum við bætt efni síðunnar?