Fara í efni

Landbrotshólar-fræðsluganga

Fræðsluganga með landverði Vatnajökulsþjóðgarðs. Gangan er 9 km löng ganga um Landbrotshóla. 

Landbrothólar eru stærsta gervigígaþyrping á Íslandi. Hólarnir mynduðust þegar hraunstraumur rann yfir votlendi og þá mynduðust gjallhrúgur. Þessar gjallhrúgur mynda margskonar myndform og sumir eru holir að innan. Bændur hafa nýtt þessa hóla sem skýli fyrir sauðfé. 

Landvörður tekur á móti gestum klukkan 13 alla sunnudaga. Gengið verur hringur í Landbrotshólum þar sem verður stoppað verður á völdum stöðum og rætt um jarðfræði og jarðnytjar. Gangan er létt og átti að taka um 3 tíma. Það eru sjálfsögðu allir velkomir og dagskráin er gjaldfrjáls.

Getum við bætt efni síðunnar?