Fara í efni

Lokatónleikar: Skálholtsmessa

Skálholtsmessa var samin á vormánuðum árið 2000 að beiðni Helgu Ingólfsdóttur, stofnanda og listræns stjórnanda Sumartónleika í Skálholti og frumflutt á Ólafsvöku sama ár. Verkið hefur síðan verið flutt nokkrum sinnum og m.a. Skálholtshátíð 2010 með nýrri kynslóð söngvara og hljóðfæraleikara. Í framhaldi af þeim flutningi kviknaði sú hugmynd að útfæra verkið fyrir fjórar raddir eða einsöngvara og kór þar sem hægt væri að nýta möguleika þess til hins ítrasta. Sú útgáfa lítur nú dagsins ljós í fyrsta skipti með töluverðum breytingum í nokkrum köflum. Texti messunnar byggist á hinum hefðbundnu latnesku messuköflum og öðrum textum sem tengjast tilefninu, deginum og staðnum. Þeir textar eru fengnir úr gömlum íslenskum handritum m.a. Hymni scholares sem ritað var árið 1687 en tónskáldið gat ekki stillt sig um að bæta við einum kafla við ljóð Gyrðis Elíassonar „Englakórinn á kvöldæfingu“.

 
Getum við bætt efni síðunnar?