Fara í efni

Salomon Hengill Ultra Trail

Salomon Hengill Ultra Trail verður nú haldin í tíunda sinn 4-5. júní júní 2021. Þar taka þátt yfir 1300 keppendur og er þetta stærsta utanvegar hlaup Íslands og ein fallegasta hlaupaleið landsins.

Eins og í fyrra verður hlaupið í 5km, 10km, 26km, 53km og 106km. Nú í ár bætist við 160km braut sem er 100 mílur. Það er eitthvað fyrir alla, allt frá léttri 5km leið upp í 160km fyrir þau allra hörðustu!

Í ár verður í fyrsta sinn boðið upp á 100km liðakeppni sem er skipt upp þannig að fjórir keppendur hlaupa 25km hringinn, þannig gildir samanlagður tími þeirra í liðakeppni en að sjálfsögðu virkar tíminn þeirra líka sem einstaklings tími.

Byrjunarreitur allra vegalengda og mótsstjórn verður við Skyrgerðina veitingastað og gistiheimili í hjarta Hveragerðis. Styttri vegalengdirnar eru í kringum Hveragerði og upp að Hamrinum sem er gríðarlega fallegur hraunhamar yfir bænum. 25km vegalengdin er upp Reykjadalinn upp að Ölkelduhnjúk og í kringum hann. 50km hlauparar hlaupa hinsvegar áfram inn að Hengli, yfir fjallgarðinn, niður Sleggjubeinsskarð og þaðan til baka. Þeir sem hlaupa 106km fara þá leið tvisvar og þrisvar fyrir 160km leiðina. Útsýnið frá Hengli er algjörlega einstakt og er þessi hlaupaleið ein sú fallegasta sem hægt er að finna á Íslandi.

Á meðan Hengill Ultra er í gangi þá breytist Hveragerði í hlaupa Karnival með sölusýningu í íþróttahúsinu. Hveragerði ljómar öll og hefur nóg upp á að bjóða fyrir gesti.

Getum við bætt efni þessarar síðu?