Fara í efni

Þórsgata Volcano Trail Run

Laugardaginn 11. september árið 2021 fer fram í áttunda sinn utanvegahlaupið Þórsgata Volcano Trail Run í Þórsmörk. Hlaupið er opið öllu áhugafólki um utanvega- og fjallahlaup. Hlaupið er haldið í samstarfi við Hlaupár sem sér um hlaupastjórn.

Boðið er upp á tvær leiðir í ár, 12 km og 4,5 km og er styttri leiðin ný leið sem hefur ekki verið í boði áður.

12 km hlaupið

Ræsing 11. september 2021, kl. 13:00 við skála Volcano Huts í Húsadal í Þórsmörk. Hlaupið endar á sama stað.

Leiðin: Hlaupið er inn Húsadalinn áleiðis upp Laugaveginn. Þegar komið er upp úr Húsadal er beygt af leið til hægri í áttina að Langadal og farið af stígnum upp á Slyppugilshrygg og meðfram honum þar til stígurinn liggur niður í Slyppugilið. Þá er beygt til vinstri áleiðis að Tindfjallasléttu og svo niður Stangarháls að Stóraenda. Þaðan er hlaupið eftir Krossáraurum að Langadal og stefnan tekin upp Valahnúk (275 m hækkun) og niður aftur að vestanverðu að endamarki í Húsadal.

Kort af leiðinni er neðst á þessari síðu.

4,5 km hlaupið

Ræsing 11. september 2021 kl 13:15 við skála Volcano Huts í Húsadal í Þórsmörk. Hlaupið endar á sama stað.

Leiðin: Hlaupið er inn Húsadalinn og þaðan farið inn á stíg sem liggur að Langadal. Þegar komið er í Langadal þá er Haldið upp Valahnúk (275 m hækkun) og niður aftur að vestanverðu að endamarki í Húsadal.

Leiðin hentar jafnt þeim sem vilja fara hratt yfir og einnig þeim sem vilja taka létt skokk eða ganga.

Nánar upplýsingar hér: https://volcanotrails.is/boka/ferdir-vidburdir/thorsgata-volcano-trail-run/

Getum við bætt efni síðunnar?