Vetrarfrí fjölskyldunnar - Ölfus
SVEITARFÉLAGIÐ ÖLFUS
olfus.is
Sveitarfélagið Ölfus er í um 50km fjarlægð frá Reykjavík og fyrsta sveitarfélagið sem gestir koma í þegar keyrt er inn á Suðurland yfir Hellisheiði eða um Suðurstrandarveg. Í Ölfusi er fjölbreytt landslag með svörtum sandfjörum, klettabjörgum, hraunbreiðum, hellum og háhitasvæðum svo eitthvað sé nefnt. Frá Þorlákshöfn og sveitarfélaginu öllu er einstakt útsýni í allar áttir t.d. yfir Heklu, Eyjafjallajökul og til Vestmannaeyja. Lítil ljósmengun og víðáttumikið útsýni í Ölfusi gerir svæðið kjörið til norðurljósaskoðunar.
Upplýsingamiðstöð Ölfuss er staðsett á Bæjarbókasafni Ölfuss í Þorlákshöfn og er opin frá kl. 12:30 til 17:30 alla virka daga.
Söfn/sögustaðir/sýningar
Steinasafnið Ljósbrá býður gesti velkomna að skoða safnið og þá minjagripi sem eru framleiddir á staðnum. Safnið er staðsett í Fákaseli.
Útivist – opin áhugaverð svæði
- Gönguferð upp á Litla og Stóra Meitil í Þrengslunum
- Hafnarnesviti og klappirnar við Þorlákshöfn
- Selvogur, Selvogsviti og Strandakirkja
- Svarta strandfjaran í Þorlákshöfn
Afþreying
- Frisbígolf (frítt)
- Hellaskoðun í Raufarhólshelli
- Hestaferð með Sólhestum eða Eldhestum
- Orkusýningin í Hellisheiðarvirkjun
- Rib safari eða fjórhjólaferð með Black Beach Tours í Þorlákshöfn
Sund
- Sund í Þorlákshöfn(frítt fyrir 18 ára og yngri). Frábær innilaug fyrir börn með ýmsum leiktækjum.
Veitingar
- Hendur í Höfn kaffihús/bistró og glervinnustofa í Þorlákshöfn
- Meitilinn í Þorlákshöfn
- Café Sól bakarí og kaffihús í Þorlákshöfn
- Hafið Bláa við Óseyrarbrú
- Fákasel í Ölfusi
Gisting
- Black Beach gistiheimili í Þorlákshöfn
- Hjarðarból gistiheimili í Ölfusi
- Hótel Eldhestar í Ölfusi
- Núpar sumarhús í Ölfusi
TILBOÐ HJÁ FERÐAÞJÓNUSTUAÐILUM FYRIR FJÖLSKYLDUNA Í VETRARFRÍINU
Black Beach Tours - blackbeachtours.is
- Veita 20% afslátt af fjórhjólaferðum með kóðanum
VETRARFRI2020 ef bókað er á blackbeachtours.is til 8. mars.
Jarðhitasýning ON - jardhitasyning.is
- Fjölskyldum sem eru Vetrarfríi er boðið frítt að koma á Jarðhitasýninguna frá 25. febrúar - 8. mars.
- Börn fá frían ís eftir sýninguna.
Hendur í höfn - hendurihofn.is
- Súkkulaðibitakaka fylgir með öllum réttum af barnamatseðli.