Vetrarfrí fjölskyldunnar - Hvolsvöllur og nágrenni
15. feb - 8. mar
RANGÁRÞING EYSTRA
hvolsvollur.is
Í Rangárþingi eystra er að finna einstakar náttúruperlur, fallegar gönguleiðir og þekkta sögustaði. Áfangastaði eins og Seljalandsfoss, Skógafoss, Þórsmörk og Eyjafjallajökul má finna í sveitarfélaginu. Hvolsvöllur er þéttbýlis- og þjónustukjarni sveitarfélagsins, aðeins 100 km. frá Reykjavík og því tilvalin staðsetning fyrir fjölskylduna til að ferðast út frá um Suðurland.
Söfn/sögustaðir/sýningar
- LAVA centre er tæknileg, gagnvirk afþreyingar- og upplifunarmiðstöð til fræðslu um fjölbreytta eldvirkni og jarðskorpuhreyfingar á Íslandi og hvernig landið hefur orðið til á milljónum ára. www.lavacentre.is
- Skógasafn er víðtækt safn sem samanstendur af byggðasafni, húsasafni og samgöngusafni. Þar geta bæði ungir og aldnir fundið sér eitthvað skemmtilegt að skoða og fræðast um. www.skogasafn.is
- Á sumrin er Gestastofa Kötlu Jarðvangs við Þorvaldseyri opin, jarðfræðingur er á staðnum sem fræðir um jarðfræði svæðisins, veitir upplýsingar um jarðvanginn og gosið í Eyjafjallajökli, handverk og bækur til sölu og heitt á könnunni. www.katlageopark.is/
Útivist – opin áhugaverð svæði
- Hellar:
- Steinahellir er við þjóðveg 1 undir Eyjafjöllum: Skemmtilegt er að skoða hellinn og þá sérstaklega vegna burknategundar sem vex niður úr hellisloftinu. Hellirinn er friðlýstur. http://www.minjastofnun.is/gagnasafn-/ahugaverdir-stadir/steinahellir/
- Rútshellir er við þjóðveg 1 undir Eyjafjöllum: Búið er að endurgera hellinn að miklu leyti en hann er innan við gamalt fjárhús. Hellirinn er friðlýstur. http://www.katlageopark.is/afangastadir/hrutafell-rutshellir/
- Efra-Hvols hellar eru þrír manngerðir hellar, einn þeirra er um 42m langur og talinn næst lengsti manngerði hellirinn á landinu. Hægt er að ganga að hellunum en fara skal varlega í tröppum sem eru við enda göngustígsins ef blautt er eða frost. http://www.katlageopark.is/afangastadir/efra-hvolshellar/
- Hvolsfjall við Hvolsvöll: Auðveld ganga fyrir alla fjölskylduna. https://gonguleidir.is/listing/hvolsfjall/
- Margir fallegir fossar sem gaman er að heimsækja eru í sveitarfélaginu:
- Skógafoss er einn fallegasti og tignarlegasti foss landsins.
- Seljalandsfoss og Gljúfrabúi: þar er skemmtileg og stutt gönguleið á milli. Hægt er að fara bak við Seljalandsfoss og meðfram berginu að Gljúfrabúa en ávallt skal hafa aðgát með í för og sérstaklega þegar farið er að frysta.
- Gluggafoss er í Fljótshlíð, um 20 mínútna keyrsla frá Hvolsvelli. Hægt er að ganga upp að fossinum og aðeins bak við en sama á við og með aðra fossa að aðgát skal hafa og taka mið af veðurskilyrðum.
- Nauthúsagil: ganga inn gilið er stórskemmtileg og falleg og hentar flestum. https://gonguleidir.is/listing/nauthusagil/
- Skógar:
- Gaman að bregða sér í göngu um Tumastaða- og Tunguskóg sem eru í Fljótshlíð. https://gonguleidir.is/listing/tumastadaskogur/
- Völvuskógur: Skemmtileg gönguleið gegnum skóginn sem staðsettur er fyrir ofan Skógasafn. http://www.skog.is/index.php?option=com_content&view=article&id=792:voelvuskogur&catid=21&Itemid=100025
- Múlakot: þar er fallegt trjásafn sem gaman er að skoða og einn elsti garður landsins en verið er að rækta garðinn upp aftur sem og gera við gamla Múlakotsbæinn. https://www.skogur.is/is/thjodskogar/sudurland/mulakot
Afþreying
- 15 stöðva Heilsuhringur í og við Hvolsvöll. Fyrsta stöðin er við Íþróttamiðstöðina og þar er hægt að fá kort og rekja sig áfram gegnum stöðvarnar.
- Folfvöllur við Íþróttamiðstöðina á Hvolsvelli. Hægt er að leigja diska í Íþróttamiðstöðinni.
- Í Íþróttamiðstöðinni á Hvolsvelli er íþróttahús þar sem hægt er að leigja staka tíma fyrir t.d. badminton, blak, fótbolta eða annað skemmtilegt.
- Njáluhestar – hestaleiga.
- Skálakot – hestaleiga/hestaferðir.
- Golfvöllurinn á Hellishólum
- Golfvöllurinn á Strönd
- Í boði í sveitarfélaginu eru einnig stærri og minni jeppaferðir sem hægt er að sérsníða að hverri fjölskyldu, fjórhjólaferðir og margt fleira: www.midgard.is, www.southadventure.is og www.obyggdaferdir.is,
Sund
- Í Íþróttamiðstöðinni á Hvolsvelli er 25m löng sundlaug, heitir pottar, vaðlaug og rennibraut.
Veitingar
- Veitingastaði má einnig finna um allt sveitarfélagið og í boði er nærri allt sem hugurinn girnist. Allar upplýsingar má finna á www.hvolsvollur.is, www.south.is og https://www.south.is/en/inspiration/towns/hvolsvollur
Gisting
- Það er mikið framboð af gistingu í sveitarfélaginu og hægt að finna möguleika við hæfi allra. Í boði eru tjaldstæði, fjallaskálar, heimagisting, gistiheimili og nokkrar stærðir hótela. Allar upplýsingar má finna á www.hvolsvollur.is, www.south.is og https://www.south.is/en/inspiration/towns/hvolsvollur
TILBOÐ HJÁ FERÐAÞJÓNUSTUAÐILUM FYRIR FJÖLSKYLDUNA Í VETRARFRÍINU
Midgard Base Camp - midgardbasecamp.is
-
30% afsláttur á gistingu og hægt að bóka í gegnum heimasíðuna okkar með afsláttarkóðanum VETRARFRI2020 á midgardbasecamp.is
-
50% afsláttur á mat fyrir grunnskólabörn (drykkir eru ekki innifaldir). Þetta á að sjálfsögðu við í fylgd með fullorðnum.