Fara í efni

Vetrarfrí fjölskyldunnar - Vestmannaeyjar

VESTMANNAEYJAR

visitvestmannaeyjar.is

Ævintýraferð til Vestmannaeyja er kjörin fyrir fjölskylduna á ferð um Suðurland. Aðeins um 30 mínútur tekur að sigla til Vestmannaeyja í gegnum Landeyjahöfn. Í Vestmannaeyjum er mikil saga, stórbrotið landslag og magnað útsýni. Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi því fjölbreytt afþreying er í boði sem og gisting og veitingar.

Söfn/sögustaðir/sýningar

  • Eldheimar - Heimaeyjargosið 1973
  • Sagnheimar - byggðasafn - Saga Vestmannaeyja
  • Sea Life Trust - náttúrugripa- og fiskasafn með lifandi lunda og hvali.

Útivist – opin áhugaverð svæði

  • Flakkarinn - Hraunhóll með útsýni yfir Klettsvík
  • Herjólfsbær - Fyrsti landnámsbærinn í Vestmannaeyjum
  • Páskahellir - Fallegur hellir sem myndaðist í gosinu 1973
  • Skansinn - Gamla virkið með fallbyssu og útsýni yfir innsiglinguna
  • Stórhöfði - Syðsti punktur Eyjanna og veðurstöð
  • Urðaviti - Sérstaklega hannaður fyrir nýjahraunið

Afþreying

  • Leikfélag Vestmannaeyja og Eyjabíó, kynnið ykkur hvað er í boði og sýngartíma á www.visitvestmannaeyjar.is
  • Sprangan, Golf, Frisbee golf og fjölmargar gönguleiðir

Sund

  • Í Sundlaug Vestmannaeyja er innilaug, stökkbretti, barnalaug, klifurveggur, rennibrautir, gufubað og heitir pottar.

Veitingar

Veitingastaðir

  • 900 Grillhús, Canton, Einsi Kaldi, Fiskibarinn, Gott

Kaffihús

  • Bakarí Stofan, Eymundsson, Eyjabakarí, Kaffi Varmó

Skyndibiti

  • Joy, Kráin, Skýlið, Tvisturinn
Getum við bætt efni þessarar síðu?