Fara í efni

Vetrarfrí fjölskyldunnar - Vík

Mýrdalshreppur

Mýrdalhreppur einkennist af sterkum andstæðum í náttúrunni. Þar eru svartar strendur, jöklar og grænar hlíðar. Það er ævintýralegt að heimsækja Mýrdalinn með fjölskyldunni sem dæmi með því að fara út í Dyrhólaey, í Reynisfjöru, upp í Hjörleifshöfða, inn í Þakgil eða upp að Sólheimajökli og sjá hvað jökullinn hefur hopað síðustu ár. Mikil náttúruöfl takast á í Mýrdalnum og því minnum við alla á að gæta sín á öldum hafsins, jökulsprungum og bröttum fjallsbrúnum.

Söfn/sögustaðir/sýningar

  • Icelandic Lava show er nýr og spennandi afþreyingarkostur sem á engan sinn líkan um víða veröld. Með því að bræða hraun og hella því yfir ís í sýningarsal fullum af fólki verður til magnað sjónarspil sem er sannkölluð veisla fyrir skynfærin. Áhorfendur sjá hraunið renna inn í salinn, heyra það krauma og finna lyktina og hitann sem stafar frá því. Gestir eru fræddir um eldsumbrot í Mýrdalsjökli á persónulegan hátt og sýningargestum gefin innsýn í þær hamfarir sem íbúar svæðisins hafa þurft að upplifa í gegn um aldirnar. Magnþrungin og ógleymanleg sýning sem endurspeglar kraftinn sem býr í landi og þjóð.
  • Kötlusetur er menningarmiðstöð í hjarta Víkurþorps og gestastofa Kötlu jarðvangs. Aðal bygging Kötluseturs er hin sögufræga Brydebúð sem var byggð árið 1895. Þar er sýning um náttúru, jarðfræði og dýralíf á svæði Kötlu Jarðvangs. Frítt er inn á sýninguna.
  • Skaftfellingur er eikarskip frá 1918 sem stendur á safni Kötluseturs. Þar fá gestir að fræðast um skipsströnd og erfiða sjósókn á hinum hafnlausu ströndum Suðurlands. Áhugaverð stuttmynd er sýnd á safninu og ung börn geta klætt sig í flotta sjóara búninga. Aðeins 500 króna aðgangur fyrir fullorðna, 200 króna aðgangur fyrir 12-16 ára og frítt fyri börn yngri en 12 ára. Opið 11-18 alla virka daga og laugardaga í vetur.

Útivist – opin áhugverð svæði

  • Reynisfjall - Gönguferð á bæjarfallið Reynisfjall er í uppáhaldi á meðal heimamanna og mjög vinsæl á meðal ferðamanna. Styttri útgáfa er 2km upp að svokallaðri Lóransstöð(1-2 tímar) og lengri er í kringum allt fjallið eða 6 km(3-4 tímar). Magnað útsýni yfir Atlantshafið, svarta suðurströndina og Norður að Mýrdalsjökli.
  • Hjörleifshöfði – Gönguleiðin á Hjörleifshöfða er bæði fróðleg og skemmtileg. Leiðin liggur um rústir af torfbæ sem búið var í til ársins 1936 og á toppi höfðans er haugur þar sem Hjörleifur, bróðir Ingólfs Arnarsonar er sagður grafinn. Á suðurhlið Hjörleifshöfða er svo hellirinn Gígjagjá sem er tilvalinn nestis staður fyrir fjölskylduna.
  • Víkurfjara og Reynisfjara – Fíngerði svarti sandurinn í Víkurfjöru og Reynisfjöru er fyrir löngu orðinn heimsfrægur. Úr Víkurfjöru er frábært útsýni yfir Reynisdranga og í Reynisfjöru er fallegt stuðlaberg. Haldið öruggri fjarlægð frá öldunum.
  • Dyrhólaey er 30-metra hátt fuglabjarg á suður-odda Íslands og einkennist af stórum steinboga sem teygir sig út í hafið. Hægt er að skoða Dyrhólaey með stuttu stoppi eða fylgja göngustíg á milli Lág-eyjar og Há-eyjar til að virða bjargið betur fyrir sér.
  • Sólheimajökull er skriðjökull undan Mýrdalsjökli. Hægt er að ganga um 20-mínútna leið að jöklinum, virða hann fyrir sér og sjá hve hratt hann hefur hopað á síðustu árum. Þessi 20-mínútna gönguleið var öll undir ís fyrir rétt um 10 árum. Hægt er að bóka jöklagöngu á jökulinn sjálfan en aldrei skal fara á jökla nema með reyndum fjallaleiðsögumanni og réttum búnaði.

Afþreying

  • Zipline Iceland – Fjörug ferð fyrir alla fjölskylduna. 4 zipline brautir í fallegu landslagi og fróðleg ganga á milli brauta. Aldurstakmark 8 ára.
  • Fjórhjólaferðir og sleðaferðir – Arcanum og Íslenskir fjallaleiðsögumenn.
  • Hestaferðir - Vík Horse Adventure
  • Íshellir í Kötlujökli – Katlatrack og Tröllaferðir
  • Jöklagöngur – Íslenskir fjallaleiðsögumenn og Tröllaferðir  
  • Jeppaferðir – Katlatrack

Sund

  • Sundlaugin í Vík er góður kostur eftir ævintýri dagsins. 25 metra laug, heitur pottur, ísbað, barnalaug, barna rennibraut og sauna. Opnunartímar:
  • Mán-Fim: 14:35-20:00
  • Fös: 12:00-20:00
  • Lau: 11:00-20:00
  • Sun: 13:00-20:00

Golfvöllur

  • 9 holu golfvöllur í fallegu umhverfi í Vík

Veitingar

  • Lava Café - Kaffihús í verslunarmiðstöðinni Icewear Magasín. Þar er boðið upp á smoothies, samlokur, súpur, smákökur ofl.
  • Halldórskaffi - Pizzur, hamborgarar, fjölbreyttur matseðill, eitthvað fyrir alla.
  • Ice Cave  - Veitingastaður í verslunarmistöðinni Icewear Magasín. Fjölbreytt úrval af mat.
  • Smiðjan Brugghús - Hamborgar fyrir alla fjölskylduna og svínarif.
  • Súpufélagið - Allskonar súpur og panini.
  • Suður-Vík - Pizzur, Fjölbreyttur matseðill, eitthvað fyrir alla.
  • Svarta fjaran - Reynisfjöru - Fjölbreyttur matseðill, eitthvað fyrir alla.
  • Víkurskáli -Grillið - Gamla góða veganestið!
  • Fagradalsbleikja og Lindarfiskur eru úrvals fyrirtæki sem rækta bleikju í hæðsta gæðaflokki.
  • Hægt að fá bleikju á Halldórskaffi, Suður-Vík og Ice Cave.
  • Fáðu þér Fossís í eftirrétt! Ís sem er búinn til í héraði - fæst á nánast öllum stöðum.

Gisting

  • Yfir 1400 gistirými eru í Mýrdalshreppi, því eru gistimöguleikar mjög fjölbreyttir, hótel, gistiheimili, farfuglaheimili og tjaldsvæði. Finndu þína gistingu á www.visitvik.is

Hlökkum til að sjá þig í Mýrdalnum!

TILBOÐ HJÁ FERÐAÞJÓNUSTUAÐILUM FYRIR FJÖLSKYLDUNA Í VETRARFRÍINU

 Zipline - zipline.is

  • 50% afsláttur í zipline með kóðanum VETRARFRI2020 ef bókað er á www.zipline.is. Gildir frá miðjum febrúar og út mars.

Icelandic Lava show - icelandiclavashow.com

  • Icelandic Lava Show bíður börnum frítt á sína einstöku og fræðandi upplifun í Vík í Mýrdal í fylgd fullorðinna í vetrarfríinu.
  • Við bjóðum svo öllum sem koma (bæði börnum og fullorðnum) frítt í baksviðs skoðun eftir sýninguna þar sem bræðsluferlið er útskýrt og krakkar geta klætt sig upp í alvöru hraunbræðslu fatnað. Mikið stuð.

 

Getum við bætt efni þessarar síðu?