Fara í efni

TILBOÐ HJÁ FERÐAÞJÓNUSTUAÐILUM FYRIR VETRARFRÍ FJÖLSKYLDUNNAR

Afþreying

Black Beach Tours, Þorlákshöfn - blackbeachtours.is

  • Veita 20% afslátt af fjórhjólaferðum með kóðanum 

    VETRARFRI2020 ef bókað er á blackbeachtours.is til 8. mars.

Jarðhitasýning ON, Hellisheiðarvirkjun - jardhitasyning.is

  • Fjölskyldum sem eru Vetrarfríi er boðið frítt að koma á Jarðhitasýninguna frá 25. febrúar - 8. mars.
  • Börn fá frían ís eftir sýninguna.

Listasafn Árnesinga, Hveragerði - listasafnarnesinga.is

  • Komdu í heimsókn í Listasafn Árnesinga og lærðu að búa til skemmtileg og litríkt origami. Allt efni á staðum og þátttaka ókeypis.
  • Origami er japönsk list við pappírsbrot sem hefur öðlast vinsældir utan Japans og er eitt af listformum nútímans. 
  • Markmið origami er að móta skúlptúr úr flötum pappír með því að brjóta hann saman. Í origami er pappír hvorki klipptur né límdur.  
  • Einnig eru Manga teiknimyndabækur á safninu þar sem hægt er að læra að teikna eftir vissum reglum Manga-teiknimyndasögunnar sem sterk hefð er fyrir í Japan.

Hamarshöll, Hveragerði

  • Opið hús fyrir fjölskylduna í vetrarfríinu - frjáls leikur með foreldrum/forráðamönnum. Opið frá kl. 10 – 12 alla daga, aðgangur ókeypis fyrir fjölskyldur.
  • Dagana 2. og 3. mars nk. býður Íþróttafélagið Hamar uppá kynningu á fjölbreyttu starfi deildarinnar: fótboltaleikir, fimleikafjör, badminton fyrir fjölskylduna frá kl. 10 - 13. Allir velkomnir

Sundlaugin Laugaskarði, Hveragerði

  • Afsláttargjald fyrir fjölskylduna frá kl. 10 – 17
  • 2 fullorðnir og 2 börn kr. 1750.
  • Opið virka daga frá kl. 06:45 - 20:30 og um helgar frá kl. 10:00 – 17:30

Ljósafossstöð við Úlfljótsvatn - landsvirkjun.is

  • Gagnvirk orkusýning Landsvirkjunar er kjörinn viðkomustaður í vetrarfríinu!
  • Á sýningunni geta gestir:
    • leyst orku úr læðingi með því að nota eigin þyngd, styrk og afl.
    • kynnst því hvernig Landsvirkjun vinnur allt sitt rafmagn úr vatni, jarðvarma og vindi og virkjar þannig krafta náttúrunnar.
    • Fjölbreytt og fræðandi sýningaratriði veita orkuboltum á öllum aldri tækifæri til að safna saman rafeindum, dæla úr lónum, fanga vindinn og lýsa upp heiminn á 120 árum.
  • Ljósafossstöð er staðsett á Sogssvæðinu við Úlfljótsvatn og er í um 50 mínútna akstursfjarlægð frá Reykjavík. Opið alla daga frá kl. 10-17. Líttu við í Ljósafossstöð og upplifðu af eigin raun orkuna sem býr í öllum hlutum.

Fontana Laugarvatn - fontana.is

  • Bjóða 25% afslátt af aðgangi í böðin og 10% af hádegis- og kvöldverðahlaðborði.  Nánari upplýsingar á fontana.is/is/vetrarfri eða minnast á tilboðið í afgreiðslunni. 
  • Frítt fyrir 12 ára og yngri.

Mountaineers of Iceland, Gullfossi - mountaineers.is

  • Mountaineers of Iceland minnir á að krakkar á aldrinum 6-11 fá frítt á snjósleða og unglingar á milli 12-17 fá 30% afslátt. Þessi verð gilda þegar bókaður er fullorðinn aðili í ferð hjá okkur. 3 brottfarir alla daga frá Gullfossi, 4 klukkutíma ferð. Frábær afþreying fyrir þá sem eru staðsettir á Suðurlandinu í vetrarfríi. 

Fjallhalla, Reykholti –fjallhalla.com

  • Fjallhalla adventurers hvetja til meiri útivistar með því að bjóða upp á tveir fyrir einn í fjallgöngu á svæðinu með staðbundinni leiðsögn.

Vorsabær 2, Skeiðum - vorsabae2.is

  • Boðið er upp á hestaferðir sem hefjast inni í reiðhöll undir góðri leiðsögn. Einnig er í boði að skoða dýrin á bænum og fá að fræðast um þau og kynnast þeim.Tvenns konar tilboð verða í gangi:
    • Tilboð 1: Við bjóðum upp á að teyma hesta undir börnum inni í reiðhöll. ,,Reiðtúrinn" tekur 10 mínútur og í kaupbæti fylgir frítt að skoða hesta, geitur og kindur á bænum fyrir allt að 5 manna hóp sem kemur saman. Geitur eru mjög sérstakar og skemmtilegar að kynnast þeim. Kindurnar okkar eru í öllum sauðalitunum og þær eru ýmist hyrndar, kollóttar eða ferhyrndar og einnig er í hjörðinni að finna forystufé.
    • Tilboð 2: Hestaferð 1 klst. byrjar inni í reiðhöll og síðan er riðið út í fylgd 2 leiðsögufólks. Við höfum hesta við allra hæfi og börn og fullorðnir geta komið saman í þessa ferð, sem hentar fyrir 8 - 80 ára. Tilboðið felst í því að 3 manns borga fyrir verð sem kostar fyrir 2 manns (3 fyrir 2).

Kálfholt, Ásahrepp - facebook.com/kalfholt

  • Tveir fyrir einn tilboð á byrjendareiðtúr okkar í vetrarfríinu frá miðjum febrúar til 8.mars. Ferðin kostar kr 8000- og því fá núna tveir ferðina á kr 8000.
  • Kjörinn reiðtúr fyrir byrjendur og einstakt tækifæri til að kynnast eiginleikum íslenska hestsins. Við ríðum eftir þægilegum reiðgötum í næsta nágrenni við Kálfholt og förum fetið. Gangi vel látum við hestana kasta toppi og  ríðum tölt ef þannig liggur á okkur. Lengd 60 mínútur og þar af á hestbaki 50 mín. 
  • Best er að bóka þetta tilboð í gegnum email kalfholt@kalfholt.is eða í síma 892 5176 Steingrímur.

Hellarnir við Hellu - cavesofhella.is

  • Við ætlum að bjóða upp á Rannsóknarleiðangur fjölskyldunnar 29. febrúar kl. 15.00. 
  • Ferðinni er heitið í þrjá hella, Fjárhelli, Hlöðuhelli og Fjóshelli. Í hverjum helli eru sagðar sögur af hellunum, ýmsum spurningum velt upp og öðrum svarað. Yngri gestir fá vasaljós og stækkunargler. Ferðin tekur u.þ.b. 50 mínútur.
  • Miðsala á staðnum en einnig er hægt er að panta á fb síðunni Hellarnir við Hellu.  
  • Verð: kr.1500 fyrir börn yngri en 12 ára og 2000 fyrir fullorðna.

 Zipline, Vík - zipline.is

  • 50% afsláttur í zipline með kóðanum VETRARFRI2020 ef bókað er á www.zipline.is. Gildir frá miðjum febrúar og út mars.

Icelandic Lava show, Vík - icelandiclavashow.com

  • Icelandic Lava Show bíður börnum frítt á sína einstöku og fræðandi upplifun í Vík í Mýrdal í fylgd fullorðinna í vetrarfríinu.
  • Við bjóðum svo öllum sem koma (bæði börnum og fullorðnum) frítt í baksviðs skoðun eftir sýninguna þar sem bræðsluferlið er útskýrt og krakkar geta klætt sig upp í alvöru hraunbræðslu fatnað. Mikið stuð.

Glacier Adventure, Hornafirði - glacieradventure.is

  • Við bjóðum Crystal Ice Cave Adventure ferðina okkar á 50% afslætti fyrir þá sem vilja koma :) Einfaldlega hafa samband við okkur og við mundum bóka fjölskylduna.

Glacier Journey, Hornafirði - glacierjourney.is

  • Býður 35% afslátt af öllum íshellaferðum sínum meðan á vetrarfríum stendur ef bókað er með kóðanum VETRARFRI2020 á glacierjourney.is

Veitingastaðir

Hendur í höfn, Þorlákshöfn - hendurihofn.is

  • Súkkulaðibitakaka fylgir með öllum réttum af barnamatseðli. 

Friðheimar, Reykholti - fridheimar.is

  • Börn 5 ára og yngri fá tómatsúpuhlaðborðið frítt.
  • Börn 13 ára og yngri fá tómatsúpuhlaðborðið á hálfvirði.
  • Hægt er að skoða býflugurnar og ef bókað er borð er hægt að fá smá fræðslu um ræktunina, ávalt er opið fyrir spurningar.
  • Vegna aðsóknar er mikilvægt að bóka borð fyrirfram.

Midgard Base Camp, Hvolsvelli - midgardbasecamp.is

  • 50% afsláttur á mat fyrir grunnskólabörn (drykkir eru ekki innifaldir). Þetta á að sjálfsögðu við í fylgd með fullorðnum.

GISTING

Arctic Nature Hotel, Selfossi - arcticnaturehotel.com

  • Bjóða 3 nætur á verði 2 fyrir þá sem panta beint á reception@arcticnaturehotel.com
  • Það er einstaklega fjölskylduvænt að gista á Arctic Nature Hotel, þar sem við bjóðum rúmgóðar stúdíó íbúðir með gistimöguleika fyrir allt að 4 í íbúð og allar íbúðirnar hafa lítið eldhús og að sjálfsögðu baðherbergi.
  • Staðsetningin er líka frábær fyrir þá sem vilja taka nokkra daga í að skoða alla þá skemmtun sem Suðurlandið býður upp á með fjölskyldunni.

Reykjadalur gistiheimilið, Hveragerði - reykjadalurguesthouse.is

  • Býður upp á 20% afslátt af listaverði ef gist er í þrjár nætur eða meira. Bóka þarf í gegnum netfangið info@reykjadalurguesthouse.is og nefna tilboðið. 

Hótel Örk, Hveragerði - hotelork.is

  •  15% afsláttur af gistingu með kóðanum VETRARFRI ef bókað er á hotelork.is

Landhotel, Rangárþing Ytra - landhotel.is

  • 3 fyrir 2 á gistingu með kóðanum MA2020 á landhotel.is

Midgard Base Camp, Hvolsvelli - midgardbasecamp.is

Getum við bætt efni þessarar síðu?