Fara í efni

Framkvæmda- og veitunefnd

14. fundur 29. janúar 2024 kl. 08:30 - 10:30 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Nefndarmenn
  • Smári B. Kolbeinsson formaður
  • Þorkell Þorkelsson
  • Björn Kristinn Pálmarsson boðaði forföll
Starfsmenn
  • Ása Valdís Árnadóttir oddviti
  • Iða Marsibil Jónsdóttir sveitarstjóri
  • Ragnar Guðmundsson umsjónarmaður framkvæmda og veitna
  • Steinar Sigurjónsson umsjónarmaður umhverfismála
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Smári B. Kolbeinsson.

1. Fjárfestingar 2024 – 2027
Farið yfir fyrirliggjandi fjárfestingar fyrir árin 2024 - 2027 samkvæmt samþykktri fjárhagsáætlun. Verulegar fjárfestingar eru áætlaðar hjá sveitarfélaginu á þessu tímabili,
aðallega í eignasjóði, vatnsveitu og hitaveitu.
Lagt fram til kynningar.
2. Athafnasvæði:
a. Fundargerð dags. 19.12.2023 af 5. verkfundi athafnasvæðis við Sólheimaveg.
Fyrir liggur fundargerð af 5. verkfundi vegna verksins „Athafnasvæði við Sólheimaveg“.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
b. Fundargerð dags. 18.01.2024 af 6. verkfundi athafnasvæðis við Sólheimaveg.
Fyrir liggur fundargerð af 6. verkfundi vegna verksins „Athafnasvæði við Sólheimaveg“.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
3. Borgarteigur: Umsagnir við deiliskipulag og drög að viðbrögðum við umsögnum
a. Umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands
Í kafla 3.6 um hljóðvist kemur fram að viða skuli við viðmiðunarmörk 55dB skv. reglugerð um hávaða nr. 724/2008, en óljóst er við hvaða viðmiðunarmörk er átt.
Framkvæmda- og veitunefnd leggur til vegna athugasemdar um hljóðvist að breyta umfjöllun í greinargerð deiliskipulagsins svo að almennt sé vitnað í reglugerð um hávaða.
Í kafla 3.7 um veitur og sorp kemur fram að gert sé ráð fyrir að fráveita skuli leidd í rotþrær. Ekki er tekið fram hvort þær eigi að vera sameiginlegar með þyrpingum húsa eða sér rotþró á hverri lóð. Þá er leiðbeinandi staðsetning ekki sýnd á uppdrætti.
Framkvæmda og veitunefnd leggur til að gert verði ráð fyrir rotþró á hverri lóð. Lóðarhafi ákveði staðsetningu rotþróar innan lóðar.
Í kafla 3.2.1 um hesthús, reiðhöll og reiðvöll kemur fram að frárennsli úr stígum skuli veitt í fráveitukerfi þar sem kjallara/haughús tekur ekki við. Óvíst hvað er meint þegar átt er við
fráveitukerfi og þá hvort það sé sameiginlegt fyrir öll hesthúsin á lóðinni. Þá er ekki gerð grein fyrir því hvert skal leiða fráveitu frá kaffistofu og snyrtiaðstöðu sem heimilt er að gera ráð fyrir í hesthúsum.
Framkvæmda og veitunefnd leggur til að gert verði ráð fyrir rotþró á hverri lóð. Fráveita frá kaffistofu og snyrtiaðstöðu sem heimilt er að gera ráð fyrir í hesthúsum verði leidd í rotþró
innan lóðar.
b. Umsögn Vegagerðarinnar
Í umsögn sinni vekur Vegagerðin athygli á því að sýna skuli á uppdrætti allar nærliggjandi vegtengingar sem gætu haft áhrif á umsögn Vegagerðarinnar, þó svo að þær séu utan
skipulagssvæðis.
Framkvæmda- og veitunefnd telur að allar núverandi vegtengingar sem gætu haft áhrif á umsögn Vegagerðarinnar séu sýndar á uppdrætti. Séu óskir um nýjar vegtengingar að öðrum lóðum/jörðum þarf að mati nefndarinnar að skila inn formlegri umsókn um nýja vegtengingu ásamt uppdrætti og öðrum gögnum sem gætu skipt máli við afgreiðslu umsóknarinnar.
4. Verksamningur við Fossvélar ehf. vegna jarðvinnu við viðbyggingu íþróttamiðstöðvar.
Fyrir liggja drög að verksamningi milli Grímsnes- og Grafningshrepps og Fossvéla ehf. um jarðvinnu við íþróttamiðstöðina á Borg.
Framkvæmda- og veitunefnd gerir ekki athugasemd við samninginn.
5. Vesturbyggð 1. áfangi
a. Fundargerð dags. 19.12.2023 af 1. verkfundi.
Fyrir liggur fundargerð af 1. verkfundi vegna verksins „Vesturbyggð 1. áfangi“.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
b. Fundargerð dags. 11.01.2024 af 2. verkfundi.
Fyrir liggur fundargerð af 2. verkfundi vegna verksins „Vesturbyggð 1. áfangi“.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
6. Sameiginleg vatnsöflun úr Kaldárhöfða:
a. Minnisblað Ragnars Guðmundssonar dags. 08.12.2023 um verkstöðu.
Fyrir liggur minnisblað Ragnars Guðmundssonar dags. 08.12.2023 um stöðu framkvæmda við boranir í Kaldárhöfða.
Lagt fram til kynningar.
b. Fundargerð dags. 08.01.2023 af fundi starfshóps um sameiginlega vatnsöflun úr Kaldárhöfða.
Fyrir liggur fundargerð dags. 08.01.2023 af fundir starfshóps um sameiginlega vatnsöflun úr Kaldárhöfða.
Lagt fram til kynningar.
7. Minnisblað KPMG um endurskipulagningu hitaveitureksturs sveitarfélagsins.
Lögð er fram skýrsla KPMG um endurskipulagningu hitaveitureksturs sveitarfélagsins. Í minnisblaðinu er farið yfir þrjár sviðsmyndir á rekstrinum til framtíðar.
Framkvæmda- og veitunefnd leggur til að KPMG verði falið að taka vatnsveitu og fráveitu inn í greininguna og leggi mat á hagkvæmni þess að allar veitur sveitarfélagsins verði færðar inn í sjálfstætt veitufyrirtæki á vegum sveitarfélagsins.
8. Verksamningur við Borlausnir ehf. um borun á einni hitaveituholu í Vaðnesi.
Fyrir liggur verksamningur milli Grímsnes- og Grafningshrepps og Borlausna ehf. um borun á hitaveituholu í Vaðnesi.
Samningurinn lagður fram til kynningar.
9. Rannsóknarniðurstöður Matís ohf. á neysluvatni á Borg.
Fyrir liggja rannsóknarniðurstöður Matís ohf. á vatni úr Bjarkarveitu. Vatnið stenst gæðakröfur skv. reglugerð 536/2001.
Lagt fram til kynningar.
10. Uppsögn samnings um rekstur á tjaldsvæðinu á Borg.
Lögð er fram uppsögn frá Guðmundi Jónssyni um rekstur á tjaldsvæðinu á Borg. Þess er óskað að uppsögnin taki gildi frá og með 1. mars 2024.
Framkvæmda- og veitunefnd leggur til að sveitarstjórn staðfesti uppsögnina og feli sveitarstjóra að klára uppgjör við leiguhafa. Ljóst er að útfæra þarf ýmsa kafla samningsins betur áður en samningurinn verði boðinn út á ný.

Ekki fleira tekið fyrir og fundið slitið kl. 10:30

Getum við bætt efni síðunnar?