Fara í efni

Sveitarstjórn

242. fundur 04. júní 2009 kl. 09:00 - 12:10 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Ingvar Ingvarsson
  • Sigurður K. Jónsson
  • Ólafur Ingi Kjartansson
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Hildur Magnúsdóttir
  • Jón G. Valgeirsson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Jón G. Valgeirsson

1.   Fundargerð hreppsnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 7. maí 2009 liggur frammi á fundinum.

2.   Fundargerðir.
      a)   13. fundur skipulags- og byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps, 29.05.2009.
Fundargerðin lögð fram og staðfest.     
      b)  Fundargerð 113. fundar Félagsmálanefndar 07.04.2009.
Fundargerðin lögð fram og staðfest.  Sveitarstjórn fagnar hugmynd um öldungarráð uppsveita og felur félagsmálanefnd að kynna hugmyndina fyrir félagasamtökum í sveitarfélaginu. 
      c)  Drög að fundargerð leik- og grunnskólaráðs 06.05.2009.
Fundargerðin lögð fram. 

3.  Ársreikningur Grímsnes- og Grafningshrepps 2008.
Ársreikningur sveitarfélagsins fyrir árið 2008 lagður fram til seinni umræðu.  Helstu niðurstöður samantektar A og B hluta eru eftirfarandi:
Rekstrarniðurstaða A hluta                                        kr.    50.765.080
Rekstrarniðurstaða A og B hluta saman                     kr.     -7.463.453
Eigið fé                                                                        kr.   749.375.528
Skuldir                                                                         kr.   296.567.788
Eignir                                                                          kr.1.045.943.316
Veltufé frá rekstri                                                        kr.     41.803.022
          Ársreikningur samþykktur samhljóða og áritaður af sveitarstjórn.
Sveitarstjórn samþykkir að halda borgarafund um ársreikninga sveitarfélagins í félagsheimilinu Borg þann 15. júní nk. kl. 20:00. 

4.  Drög að endurskoðaðri fjárhagsáætlun 2009.
Lögð fram drög að endurskoðaðri fjárhagsáætlun 2009. 

5.  Afgreiðsla á auglýstri tillögu aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020.
Aðalskipulagið var auglýst samkvæmt 18 gr. skipulags- og byggingarlaga á tímabilinu  12. mars til 23. apríl 2009 og frestur til að gera athugasemdir var til 23. apríl sl. Athugasemdir Skipulagsstofnunar skv. 2. mgr. 17. gr. skipulags- og byggingarlaga, lágu frammi til kynningar ásamt tillögunni á auglýsingatímanum.  Alls bárust athugasemdir frá 8 aðilum. Auk þess hafa borist umsagnir og ábendingar frá þremur opinberum aðilum til viðbótar; Landsneti 19.02, Samvinnunefnd um miðhálendi Íslands 23.03, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands 15.05 (tölvupóstur).

 Sveitarstjórn samþykkir framlagða afgreiðslu athugasemda, við auglýsta tillögu að aðalskipulagi Grímsnes og Grafnings 2008-2020, og samþykkir jafnframt að tillagan verði send Skipulagsstofnun til lokaafgreiðslu, skv. 5. mgr. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.sbr., sbr. einnig lög um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Skipulagsráðgjöfum er falið að endurbæta skipulagsgögn í samræmi við afgreiðslu athugasemda og senda til Skipulagsstofnunar.

 6.  Kosning á oddvita og varaoddvita.
Leynilegar kosningar fóru fram um oddvita og varaoddvita Grímsnes- og Grafningshrepps og fóru þær fram í sitt hvoru lagi.  Ingvar Ingvarsson var kosinn oddviti með 3 atkvæðum, Gunnar Þorgeirsson hlaut 1 atkvæði og 1 atkvæði var autt.  Ólafur Ingi Kjartansson var kosinn varaoddviti með 3 atkvæðum en 2 atkvæði voru auð. 

7.  Skólaakstur.
Lögð eru fram niðurstaða verðkönnunar sem bárust í skólaakstur fyrir skólaárin 2009-2013.   Tilboð bárust frá Pálmari Sigurjónssyni ehf í leið 1, 237 kr/km, leið 2, 333 kr/km, leið 3, 269 kr/km, leið 4, 199 kr/km og leið 5, 199 kr/km og biðtíma. 3.500 kr/klst, frá Rúnu og Björgvin ehf í leið 1, 219,5 kr/km og biðtíma 1.950 kr/klst og frá Jóni H. Bjarnasyni í leið 4, 186 kr/km og leið 5, 186 kr/km með biðtíma 1.500 kr/klst. Samþykkt að fela sveitarstjóra að ganga til samninga við lægstbjóðendur fyrir hverja leið fyrir sig, Rúnu og Björvin ehf vegna leiðar 1,  Pálmar Sigurjónsson ehf vegna leiðar 2 og 3 og Jón H. Bjarnason vegna leiðar 4 og 5.

 8.  Útboð á sorphirðu.
Lögð fram niðurstaða sameiginlegs útboðs sem fór fram vegna sorphirðu í Bláskógabyggð og Grímsnes- og Grafningshreppi.   Eftirtaldir aðilar buðu í verkið en um er að ræða 6 ára samningstíma.  Gísli Þ. Einarsson kr. 490.454.000, Gámaþjónustan hf kr. 227.822.826, Íslenska gámafélagið ehf, kr. 285.310.200 og GT gámar ehf kr. 299.359.050.  Frávikstilboð gerðu Gámaþjónustan hf, kr. 168.556.458, Íslenska gámafélagið ehf, nr.1 kr. 278.728.200, Íslenska gámafélagið ehf, nr. 2 kr. 270.796.800 og GT gámar ehf, kr. 285.884.250.  Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á kr. 380.176.431.   Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga til samninga við lægstbjóðanda Gámaþjónustuna hf á grundvelli aðaltilboðs þeirra að fjárhæð kr. 227.822.826. 

9.  Sorpstöð Suðurlands-Umhleðslu og flokkunarstöð-.
Rædd eru málefni Sorpstöðvar Suðurlands og niðurstöðu aukaaðalfundar þann 3. júní sl.   Sveitarstjórn samþykkir niðurstöðu aukaaðalfundar um að fresta ákvörðun um  umhleðslu- og flokkunarstöð í Kirkjuferjuháleigu og að reynt verði að finna nýjan urðunarstað á Suðurlandi fyrir aðlildarfélögin.   Sveitarstjórn tilnefnir Ingvar Ingvarsson sem fulltrúa sveitarfélagsins í vinnuhóp til að finna nýjan urðunarstað.

 10.  Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs.
Lagt er fram erindi frá Sorpstöð Suðurlands þar sem beðið er um staðfestingu varðandi svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs.   Sveitarstjórn staðfestir svæðisáætlunina. 

11.  Sesseljuhús á Sólheimum.
Lagt fram erindi frá Styrktarstjóði Sólheima þar sem óskað er eftir því að Sesseljuhús á Sólheimum beri nafnið Sesseljuhús í fasteignaskrá og einnig vegna nýtingar Sesseljuhúss undir fræðslu- og skólastarfsemi verði húsið fært í B-flokk vegna álagningar fasteignagjalda.   Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að húsið beri nafnið Sesseljuhús í fasteignaskrá og að húsið flokkist undir B-flokk fasteigna vegna álagningar fasteignagjalda skv. 3. mgr. 3. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga.

 12.  Aðalskipulag Borgarbyggðar 2008-2020.
Lögð fram tillaga að aðalskipulagi Borgarbyggðar 2008-2010.   Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við aðalskipulagstillöguna. 

13.  Gjaldfrjálsar almenningarsamgöngur á höfuðborgarsvæðinu fyrir námsmenn.
Lagt fram erindi frá Stúdentaráði Háskóla Íslands um að bjóða námsmönnum frítt í strætó á höfuðborgarsvæðinu.   Sveitarstjórn hafnar erindinu. 

14.  Erindi Kerhrauns sumarhúsafélags vegna vegar að sumarhúsasvæðinu.
Lagt fram erindi frá Landsambandi Sumarhúsaeiganda f.h. Kerhauns sumarhúsafélags vegna vegar að sumarhúsasvæðinu (Hólaskarðsvegur).   Sveitarstjórn ítrekar fyrri afstöðu sínu að umræddur vegur sé ekki á forræði sveitarfélagsins en bendir á að hann nýtist fleiri sumarhúsasvæðum en Kerhrauni sumarhúsafélagi sem geta sótt um styrk vegna sumarhúsavega til sveitarfélagsins skv. reglum þess. 

15.  Minnkasíur.
Lagt er fram erindi Reynis Bergveinssonar um beiðni um áframhaldandi samning um minnkaveiðar með minnkasíur.   Sveitarstjórn samþykkir að gera samning við Reyni til næstu áramóta þannig að sveitarfélagið greiði einfalt viðmiðunargjald fyrir veidda minnka en ekki verði greitt sérstaklega fyrir akstur. 

16.  Samningur um vátryggingarvernd.
Samningur um vátryggingarvernd við VÍS lagður fram. 

17.   Verksamningur um vatnsveitustofn að Snæfoksstöðum.
Verksamningur um um vatnsveitustofn að Snæfoksstöðum lagður fram.
 

18.  Beiðni um takmörkun á umferðarhraða á Sogsvegi og gangbraut yfir veginn að Álftavatni.
Lagt er fram erindi félags sumarbústaðaeiganda við 5. Braut þar sem farið er fram á að ökuhraði bifreiða verði lækkaður milli 5. og 6. Brautar á Sogsvegi og sett verði upp gangbraut yfir vegin á móts við Álftavatn.   Sveitarstjórn getur ekki orðið við erindinu og bendir á að Sogsvegur sé stofnvegur sem óheppilegt sé að takmarka umferðarhraða eða setja aðrar umferðarhindranir á.  Auk þess sé það Vegagerðin og lögreglustjórisem hafi  á forræðinu sínu ákvörðun um takmörkun á umferðarhraða.  Sveitarstjórn tekur hins vegar undir það að þörf kunni að vera á að varúðarmerkingum verði komið upp á þessu svæði.
 
19.  Beiðni um styrk vegna skólahreysti.
Lagt er fram beiðni frá Icefittness ehf um styrk vegna skólahreysti 2009.    Sveitarstjórnar samþykkir að  styrkja verkefnið um kr. 50.000. 

20.  Unglingavinna.
Sveitarstjórn samþykkir í ljósi þess að erfitt kunni að vera fyrir unglinga að fá sumarvinnu að unglingar allt að 18 ára aldri, hafi möguleika á að komast inn í unglingavinnu sveitarfélagins.

 21.  Ósk um þátttöku ungmenna unglingavinnu í sumarátaki SAMAN-hópsins.
Lagt er fram beiðni SAMAN-hópsins um þátttöku ungmenna unglingavinnu í sumarátaki SAMAN-hópsins.   Sveitarfélagið samþykkir að taka þátt í átakinu. 

22.  Erindi frá stjórn sumarhúsafélaginu Selhóls í landi Hæðarenda.
Lagt er fram erindi sumarhúsafélagsins Selhóls í landi Hæðarenda m.a. varðandi frágang og umgengni á ákveðum sumarhúsum og lóðum í hverfinu.   Sveitarstjórn tekur undir áhyggjur sumarhúsafélagsins og ítrekar því fyrri beiðnir til Byggingar- og skipulagsfulltrúaembættisins að leita allra leiða til að þessum málum verði komið í viðunandi horf.    

23.  Aðild að rammasamningi Ríkiskaupa.
Sveitarstjórn samþykkir að sveitarfélagið verði aðili að rammasamningi Ríkiskaupa. 

 

24.  Rotþróarstyrkir.
Sveitarstjórn samþykkir að veittir verði áfram styrkir vegna rotþróa á nýjum lögheimilum á lögbýlum í sveitarfélaginu til 1. júní 2010.  Jafnframt er samþykkt að hámarksstyrkur á hverja rotþró sé kr. 100.000. 

 

25. Til kynningar
a) Ársskýrsla Sólheima vegna 2008.
b) Bókun sveitarstjórnar Bláskógabyggðar vegna samstarfssamning um samvinnu grunnskóla.
c) Ársþing SASS 2009.
d) Bréf frá Fornleifanefnd vegna deiliskipulags í landi Hlíðar.
e) Bréf frá Fornleifanefnd vegna deiliskipulags í landi Bíldsfells.
f) Ályktun aðalfundar FOSS 7. maí 2009.
g) Bréf frá Jöfnunarsjóði um framlag vegna sérþarfa fatlaðra nemanda í grunnskólum 2009.
h) Ályktun 69. Íþróttaþings ÍSÍ um stuðning sveitarfélaga við íþróttahreyfinguna.
i) Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um frumvarp til vegalaga og vegaskrá.
j) Héraðsnefnd Árnesinga.  Fundargerð 49 fundar, 12.05.2009.
k) Veiðifélag Árnesinga.  Fundargerð aðalfundar 2009, 21.04.2009.
l) Atvinnuþróunarfélags Suðurlands.  Fundargerð 284. stjórnarfundar 06.05.2009.
m) Skólaskrifstofa Suðurlands.  Fundargerð 114. stjórnarfundar, 11.05.2009.
n) SASS.  Fundargerð 423. stjórnarfundar, 07.05.2009.
o) Samband íslenskra sveitarfélaga.  Fundargerð 764. stjórnarfundar, 22.05.2009.
p) Sorpstöð Suðurlands.  Fundargerð 170. stjórnarfundar, 30.04.2009.
r) Sorpstöð Suðurlands.  Fundargerð 171. stjórnarfundar, 11.05.2009.
s) Sorpstöð Suðurlands.  Fundargerð 172. stjórnarfundar, 27.05.2009.

 

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl: 12:10

 

Getum við bætt efni síðunnar?