Fara í efni

Sveitarstjórn

333. fundur 02. október 2013 kl. 09:00 - 11:00 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Hörður Óli Guðmundsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Björn Kristinn Pálmarsson í fjarveru Gunnars Þorgeirssonar
  • Ágúst Gunnarsson í fjarveru Ingvars Grétars Ingvarssonar
  • Bjarni Þorkelsson í fjarveru Guðmundar Ármanns Péturssonar
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

 

 1.   Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 19. september 2013.  
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 19. september 2013 liggur frammi á fundinum.

 
2.   Fundargerðir.

a)     63. fundur Skipulags- og byggingarnefndar Uppsveita, 19. september 2013.

Mál nr. 1, 8, 11, 12, 14, 15, 16 og 20 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 63. fundargerð Skipulags- og byggingarnefndar Uppsveita, dags. 19. september 2013. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 1: Borgarbrún 12

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar um breytingu á aðkomu að lóðinni Borgarbrún 12 og samþykkir hana skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar fyrir eigendum lóða innan skipulagssvæðisins.

Mál nr. 8: Afgreiðslur byggingarfulltrúa.

Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa fram til 18. september 2013.

Mál nr. 11:  Ásgarður_Fljótsbakki 2 - skipting lóðar

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og hafnar skiptingu lóðarinnar.

Mál nr. 12: LB_Nesjar lnr. 170883 (Réttarháls 6) - lagf. Stærð

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir breytingu á stærð og heiti lóðarinnar með fyrirvara um samþykki aðliggjandi lóðarhafa á hnitsetningu lóðarmarka.

Mál nr. 14:  Klausturhólar lóð 52

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir að grenndarkynna umsóknina skv. ákvæðum 44. gr. skipulagslaga, þar sem ekki er til staðfest deiliskipulag fyrir svæðið.

 

Mál nr. 15:  Stærri-Bær – nautafjós mhl. 13

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir að falla frá grenndarkynningu skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga þar sem ekki eru taldir aðrir hagsmunaaðilar en umsækjandi og sveitarfélag.

Ágúst Gunnarsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Mál nr. 16:  Villingavatn

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og hafnar erindinu þar sem umsóknin samræmist ekki ákvæðum byggingarreglugerðar.

Mál nr. 20:  Askbr. Snæfoksstaðir - breytt notkun

Í skipulagsnefnd var lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi í landi Snæfoksstaða sem felst í breyttri afmörkun frístundabyggðarsvæðis, Rauðhólahverfi. Annars vegar er gert ráð fyrir að 6 ha lands við norðausturhluta svæðisins verði skilgreint sem landbúnaðarsvæði í stað frístundabyggðar og hinsvegar er gert ráð fyrir að svæði fyrir frístundabyggð stækki um 6 ha við suðvesturhluta svæðisins. Að hluta er um lagfæringu á gögnum að ræða þar sem gildandi deiliskipulag frístundabyggðar nær út fyrir skilgreint svæði fyrir frístundabyggð í aðalskipulaginu (suðvestur hluti). Það svæði sem verður að landbúnaðarsvæði nær yfir frístundahúsalóð með frístundahúsi sem ráðgert er að breyta í íbúðarhús með tilheyrandi breytingu á deiliskipulagi. Að mati sveitarstjórnar er um óverulega breytingu á aðalskipulagi að ræða þar sem breytingin hefur ekki í för með sér breytingu á leyfilegu byggingarmagni heldur eingöngu skráningu á mannvirki sem þegar hefur verið byggt. Breytingin er því ekki talin hafa áhrif á einstaka aðila eða hafa áhrif á stór svæði. Aðalskipulagsbreytingin er samþykkt skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 
b)    Fundargerð 18. fundar Velferðarnefndar Árnesþings, 25. júní 2013.
Fundargerðin lögð fram og hún staðfest.

 
c)     Fundargerð 19. fundar Velferðarnefndar Árnesþings, 28. ágúst 2013.
Fundargerðin lögð fram og hún staðfest.

 
d)    Fundargerð 20. fundar Velferðarnefndar Árnesþings, 25. september 2013.
Fundargerðin lögð fram og hún staðfest. Gerðar eru athugasemdir við upptalningu á fundarmönnum þar sem kemur fram að Hörður Óli Guðmundsson hafi setið fundinn sem hann hann gerði ekki og undir fundargerð ritar Birkir Sveinsson sem ekki er getið í upptalningu.

 
e)     Fundargerð nefndar um svæðaskipulag uppsveita, 9. september 2013.
Fundargerðin lögð fram og hún staðfest. Varðandi þá efnisflokka sem lagt er til að verði teknir fyrir í svæðaskipulaginu, gerir sveitarstjórn þá athugasemd að hugað verði að fjarskiptum.

 
3.   Fulltrúi á ársfund Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2013.
Tilnefna þarf fulltrúa sveitarfélagsins á ársfund Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem haldinn verður seinna í dag, þann 2. október. Samþykkt er að Gunnar Þorgeirsson, oddviti verði fulltrúi sveitarfélagsins á ársfundinn.

 

 
4.       Fulltrúar á aðalfund SASS.
Fulltrúar á ársþing SASS sem haldið verður á Brjánsstöðum, Skeiða- og Gnúpverjahreppi dagana 24. og 25. október 2013. Samþykkt er að Hörður Óli Guðmundsson, varaoddviti og Guðmundur Ármann Pétursson verði fulltrúar sveitarfélagsins á ársþinginu og Ingibjörg Harðardóttir og Ingvar Grétar Ingvarsson til vara.

 
5.       Vatnsveita í frístundabyggð í landi Bíldsfells/Tungu.
Fyrir liggur minnisblað frá Berki Brynjarssyni, dagsett 20. september 2013 um kaldavatnsveitu í frístundabyggð í landi Bíldsfells/Tungu. Áætlað er að heildarkostnaður við framkvæmdina verði um 8 milljónir og tengigjöld á núverandi tímapunkti um 3 milljónir. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að hefja lagningu vatnsveitu í frístundabyggðina Bíldsfell/Tungu þegar sýnt er að tengigjöld nái 50% af fyrirhuguðum kostnaði.

 
6.       Erindi frá Héraðssambandinu Skarphéðni.
Fyrir liggur bréf frá framkvæmdarstjóra Héraðssambandsins Skarphéðins, Engilbert Olgeirssyni, dagsett 25. september 2013 þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið bjóði um 100 þingfulltrúum í mat á 92. héraðsþingi HSK og að sveitarfélagið leggi til húsnæði endurgjaldslaust fyrir þinghaldið. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að verða við beiðni Héraðssambandsins Skarphéðins.

 
7.       Beiðni um styrk frá Ljósinu, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð.
Fyrir liggur beiðni um styrk frá Ljósinu, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þeirra. Styrkbeiðnin er í formi auglýsingar eða stuðningskveðju í fréttablaði samtakanna. Sveitarstjórn hafnar erindinu.

 
8.       Beiðni um styrk frá Þjónustumiðstöðinni „STOPP“ vörn fyrir börn.
Fyrir liggur beiðni um styrk frá Þjónustumiðstöðinni „STOPP“ vörn fyrir börn. Leitað er til sveitarfélagsins eftir frjálsu framlagi til að vera með í þjóðarátakinu „vörn fyrir börn“. Sveitarstjórn hafnar erindinu.

 
9.       Beiðni Atvinnuveganefndar Alþingis um umsögn á tillögu til þingsályktunar um hlutdeild sveitarfélaga í veiðigjaldi og tekjum af orkuauðlindum, 44. mál.
Þingsályktunar tillagan lögð fram.

 
10.    Beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um umsögn á tillögu til þingsályktunar um leikskóla að loknu fæðingarorlofi, 37. mál.
Þingsályktunar tillagan lögð fram.

 

 
Til kynningar 
Sorpstöð Suðurlands.  Fundargerð  228. stjórnarfundar 16.09 2013.
Skólaskrifstofa Suðurlands. Fundargerð 154. stjórnarfundar 18.09 2013.
SASS.  Fundargerð  469. stjórnarfundar 20.09 2013.
Samband íslenskra sveitarfélaga.  Fundargerð 808. stjórnarfundar, 13.09 2013.
Bréf frá fjárlaganefnd Alþingis, dagsett 26. september 2013 vegna funda sveitarstjórna með fjárlaganefnd Alþingis haustið 2013.
Bréf frá Umhverfisstofnun, dagsett 24. september 2013 um ársfund Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda sveitarfélaga 2013.
Bréf frá Fjármála- og efnahagsráðuneyti, dagsett 20. september 2013 þar sem óskað er eftir tilnefningu til  nýsköpunarverðlauna í opinberri þjónustu og stjórnsýslu.
Bréf frá Markaðsstofu Suðurlands um uppskeruhátíð Markaðsstofu Suðurlands 2013 ásamt nýja landshlutabæklingnum South Iceland – The offical tourist guide 2013-2014.
Bréf frá Velferðarráðuneyti, dagsett 25. september 2013 vegna áforma um sameiningu heilbrigðisstofnana innan heilbrigðisumdæma.
Bréf frá Innanríkisráðuneyti, dagsett 18. september 2013 þar sem vakin er athygli á að Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna hefur verið lögfestur á Íslandi og að í október verði
fræðsluþing víða um land.
Tölvupóstur frá Rannsóknum & Greiningu, dagsettur 26. september 2013 þar sem kynntar eru tvær skýrslur um stöðu og þróun vímuefnaneyslu ungmenna á Íslandi.
Bréf frá Þjóðskrá Íslands, dagsett 25. september 2013, um fasteigna- og brunabótamat 2013 ásamt skýrslu um fasteignamat 2014 og brunabótamat 2013.
-liggur frammi á fundinum-.

 

 

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 11:00

 

Getum við bætt efni síðunnar?