Fara í efni

Sveitarstjórn

336. fundur 20. nóvember 2013 kl. 09:00 - 12:20 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Hörður Óli Guðmundsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Halldór Bjarni Maríasson í fjarveru Gunnars Þorgeirssonar
  • Bjarni Þorkelsson í fjarveru Ingvars Grétars Ingvarsson
  • Ágúst Gunnarsson í fjarveru Guðmundar Ármanns Péturssonar
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

 

1.   Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 6. nóvember 2013.  
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 6. nóvember 2013 liggur frammi á fundinum.

 
2.     Fundargerðir.

a)     Fundargerð 21. fundar Velferðarnefndar Árnesþings, 6. nóvember 2013.
Fundargerðin lögð fram og hún staðfest. Varðandi lið 2, fjárhagsáætlun ársins 2014 ásamt kostnaðarskiptingu milli sveitarfélaga þá staðfestir sveitarstjórn áætlunina og skiptinguna. Gert hefur verið ráð fyrir hlut Grímsnes- og Grafningshrepps í fjárhagsáætlun ársins 2014. Varðandi lið 3, tillögu Velferðarnefndar Árnesþings að gjaldskrá fyrir árið 2014, þá samþykkir sveitarstjórn hana samhljóða.

 
b)    Fundargerð 4. fundar starfshóps um skólaþjónustu í Árnesþingi utan Árborgar,                   6. nóvember 2013.
Fundargerðin lögð fram.

 
c)     Fundargerð 8. fundar æskulýðs- og menningarmálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 8. nóvember 2013.
Fundargerðin lögð fram og hún staðfest. Varðandi lið 1, útilistaverk á Borg þá leggur nefndin til að uppsetning á listaverkinu og framkvæmdir við vist- og göngugötu haldist í hendur.

 
d)    Fundargerð 30. fundar fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 5. nóvember 2013.
Fundargerðin lögð fram og hún staðfest. Varðandi lið 2, leggur fræðslunefndin til að sveitarstjórn kaupi spjaldtölvur fyrir þá kennara sem ekki eru með spjaldtölvur og að keyptar verði 10 spjaldtölvur fyrir skólaárið 2014-2015 fyrir nemendur. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að verða við beiðni fræðslunefndar og verður gert ráð fyrir því í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2014.

3.       Samningur um sameiginlegt tæknisvið uppsveita Árnessýslu.
Fyrir liggja drög að samningi um sameiginlegt tæknisvið uppsveita Árnessýslu. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða samninginn fyrir sitt leiti og felur sveitarstjóra að undirrita samninginn.

 
4.       Bréf frá Yfirfasteignamatsnefnd þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins vegna kæru á endurmati fasteignamats á Gráholtsbraut 3, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur bréf frá Yfirfasteignamatsnefnd, dagsett 8. nóvember 2013 þar sem óskað er umsagnar sveitarfélagsins vegna kæru á endurmati fasteignamats á Gráholtsbraut 3, Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við endurmat Þjóðskrár Íslands á eigninni.

 
5.       Bréf frá Umboðsmanni Alþingis vegna kvörtunar á samþykki sveitarstjórnar á breytingum deiliskipulags Reykjaness.
Fyrir liggur bréf frá Umboðsmanni Alþingis, dagsett 31. október 2013 vegna kvörtunar á samþykki sveitarstjórnar á breytingum deiliskipulags Reykjaness. Vill Umboðsmaður beina því til sveitarstjórnar að auglýst skuli með áberandi hætti og að þar skuli tilgreina kæruheimildir. Sveitarfélagið auglýsir skipulagsbreytingar sýnar skv. þeim lögum og reglum sem gilda hverju sinni en varðandi kæruheimildirnar þá er þeirri athugasemd komið til skipulagsfulltrúa sem sér um auglýsingar skipulagsmála fyrir sveitarfélagið.

 
6.       Bréf frá Mannvirkjastofnun vegna gæðastjórnunarkerfis byggingarfulltrúa.
Fyrir liggur bréf frá Mannvirkjastofnun, dagsett 30. október 2013 þar sem stofnunin vill vekja athygli sveitarfélaga á skyldum byggingarfulltrúa til þess að koma sér upp gæðastjórnunarkerfi fyrir árið 2015 og faggildingu fyrir árið 2018.  Sveitarstjórn vísar erindinu til Helga Kjartanssonar, byggingarfulltrúa.

 
7.       Bréf frá Minjastofnun vegna umsagnar stofnunarinnar við lýsingu á skipulagsverkefni vegna breytingar á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020.
Fyrir liggur bréf frá Minjastofnun Íslands, dagsett 7. nóvember 2013 vegna umsagnar stofnunarinnar við lýsingu á skipulagsverkefni vegna breytingar á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020, sem fela í sér breytta landnotkun á Arnarnesi í landi Torfastaða. Minjastofnun gerir ekki athugasemdir við lýsinguna. Bréfið lagt fram til kynningar.

 
8.       Kynningarbréf vegna útgáfu bóka Brynjólfs Ámundasonar um Öndverðarnes.
Fyrir liggur kynningarbréf, dagsett 4. október 2013 vegna útgáfu bóka Brynjólfs Ámundasonar um Öndverðarnes. Verð bókanna er kr. 14.000 og er vonast til að Grímsnes- og Grafningshreppur sjái sér fært að kaupa nokkur eintök af bókunum. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að kaupa 5 eintök af bókunum. 

 
9.       Beiðni um styrk við Snorraverkefnið sumarið 2014.
Fyrir liggur beiðni frá Snorrasjóð um styrk til Snorraverkefnisins sumarið 2014 þar sem markmið verkefnisins er að veita ungu fólki af íslenskum ættum í Norður – Ameríku tækifæri til að kynnast rótum sínum á Íslandi í 6 vikna sumarverkefni. Sveitarstjórn hafnar erindinu.

 
10.    Beiðni um styrk frá Hollvinasamtökum Rangárbakka til að tryggja eignarhald og notkun á Rangárhöllinni til framtíðar á Rangárbökkum.
Fyrir liggur beiðni um styrk frá Hollvinasamtökum Rangárbakka til að tryggja eignarhald og notkun á Rangárhöllinni til framtíðar á Rangárbökkum. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita styrk að fjárhæð kr. 300.000.

 
11.    Beiðni um styrk frá Hjálparstarfi kirkjunnar til að veita skjólstæðingum sínum á Íslandi ráðgjöf, mataraðstoð og fleira.
Fyrir liggur beiðni um styrk, í formi auglýsinga, frá Hjálparstarfi kirkjunnar til að veita skjólstæðingum sínum á Íslandi ráðgjöf, mataraðstoð og fleira. Sveitarstjórn hafnar erindinu.

 
12.    Bréf frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands þar sem vakin er athygli á nýrri vefsíðu, www.hreyfitorg.is
Fyrir liggur bréf frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands, dagsett 5. nóvember 2013 þar sem vakin er athygli á nýrri vefsíðu, www.hreyfitorg.is  Lagt fram til kynningar.

 
13.    Beiðni um styrk frá Blátt áfram vegna forvarnarverkefnis gegn kynferðisofbeldi og misnotkun barna.
Fyrir liggur beiðni um styrk frá Blátt áfram, forvarnarverkefni gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum á Íslandi. Styrkurinn felst í því að Blátt áfram verði valið í stað jólakorta í ár. Sveitarstjórn hafnar erindinu.

 
14.    Beiðni Velferðarnefndar Alþingis um umsögn á tillögu til þingsályktunar um skráningu upplýsinga um umgengnisforeldra, 71. mál.
Þingsályktunartillagan lögð fram.

 
15.    Beiðni Velferðarnefndar Alþingis um umsögn á tillögu til þingsályktunar um jafnt búsetuform barna sem búa á tveimur heimilum (tvöfalt lögheimili), 70. mál.
Þingsályktunartillagan lögð fram.

 
16.    Beiðni Velferðarnefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um húsaleigubætur (réttur námsmanna), 72. mál.
Frumvarpið lagt fram.

 
17.    Beiðni Atvinnuveganefndar Alþingis um umsögn á tillögu til þingsályktunar um hlutdeild sveitarfélaga í veiðigjaldi og tekjum af orkuauðlindum, 14. mál.
Þingsályktunartillagan lögð fram.

 
18.    Afrit af bréfi frá Vegagerðinni til eigenda Miðengis 6 þar sem tilkynnt er um niðurfellingu Miðengisvegar 6 af vegaskrá.
Fyrir liggur afrit af bréfi frá Vegagerðinni til eigenda Miðengis 6 þar sem tilkynnt er um niðurfellingu Miðengisvegar 6 af vegaskrá. Bréfið lagt fram til kynningar.

 
19.    Bréf frá Brunavörnum Árnessýslu þar sem óskað er eftir heimild til lántöku vegna fasteignakaupa.
Á fundi sveitarstjórnar þann 6. nóvember s.l. var tekið fyrir bréf frá Brunavörnum Árnessýslu, dagsett 22. október 2013 þar sem óskað er heimild sveitarfélagsins til lántöku vegna kaupa á húsnæðinu að Árvegi 1 á Selfossi. Málinu var frestað þar sem óskað var eftir frekari gögnum sem hafa borist. Grímsnes- og Grafningshreppur samþykkir hér með að veita Brunavörnum Árnessýslu, sem sveitarfélagið á í samvinnu við önnur sveitarfélög, einfalda og hlutfallslega ábyrgð miðað við eignarhluti 1. janúar 2013 í Brunavörnum Árnessýslu vegna lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 300.000.000 kr. Er ábyrgð þessi veitt sbr. heimild í 1. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og veitir sveitarstjórnin lánasjóðnum veð í tekjum sínum til tryggingar þeirri ábyrgð, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Er lánið tekið til að fjármagna höfuðstöðvar félagsins, sem fellur undir lánshæf verkefni sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Sveitarstjórn skuldbindur hér með sveitarfélagið sem einn af eigendum Brunavarna Árnessýslu til að selja ekki félagið að neinu leyti til einkaaðila. Fari svo að Grímsnes- og Grafningshreppur selji eignarhlut sinn í Brunavörnum Árnessýslu til annarra opinberra aðila, skuldbindur Grímsnes- og Grafningshreppur sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta. Jafnframt er Ingibjörgu Harðardóttur, sveitarstjóra Grímsnes- og Grafningshrepps, kt. 020371-4639, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að staðfesta f.h. Grímsnes- og Grafningshrepps veitingu ofangreindrar veðtryggingar og til þess að móttaka, undirrita og gefa Rút, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast veitingu tryggingar þessarar.

 
20.    Samþykkt um stjórn og fundarsköp Grímsnes- og Grafningshrepps.
Drög að breytingum á samþykktum um stjórn og fundarsköp Grímsnes- og Grafningshrepps lagðar fram til fyrri umræðu. Málinu vísað til seinni umræðu.

 
21.    Álagning gjalda og gjaldskrárbreytingar fyrir árið 2014.
Fyrir liggja tillögur að gjaldskrám og álagningu gjalda vegna ársins 2014.

 
 Útsvarshlutfall árið 2014 verði lækkað úr 14,48% í 12,44%.

 
Fasteignaskattur A, 0,475% af fasteignamati á íbúðarhúsnæði, bílageymslur, geymsluhúsnæði, lönd og útihús í landbúnaði og sumarhús, allt með tilheyrandi lóðum.

Fasteignaskattur B, 1,32% af fasteignamati sjúkrastofnana skv. lögum um heilbrigðisþjónustu, skóla, heimavista, leikskóla, íþróttahúsa og bókasafna, að meðtöldum lóðum og lóðarréttindum.

Fasteignaskattur C, 1,60% af fasteignamati allra annarra fasteigna með tilheyrandi lóðum.

 
Afsláttur er af fasteignaskatti íbúðarhúsa til fasteignaeigenda sem eru 67 ára og eldri eða 75% öryrkjar eða meira og eiga lögheimili í viðkomandi fasteign. Afsláttur er hlutfallslegur og miðast við tekjur síðastliðins árs samkvæmt skattframtali. Til tekna teljast bæði launatekjur og fjármagnstekjur. Miðað er við sameiginlegar tekjur hjóna og samskattaðs sambýlisfólks.

Tekjumörk vegna afsláttar ársins 2014 eru eftirfarandi:

 

Tekjur einstaklinga                           Tekjur hjóna                                 Niðurfelling

Allt að 2.193.000                               Allt að 3.298.000                                       100%

Milli 2.193.001 – 2.560.000              Milli 3.298.001 – 3.797.000                           75%

Milli 2.560.001 – 2.925.000              Milli 3.797.001 – 4.299.000                           50%

Milli 2.925.001 – 3.291.000              Milli 4.299.001 – 4.800.000                           25%

 
Fjöldi gjalddaga fasteignagjalda:

Fjárhæðir að 25.000 eru með einn gjalddaga 1. maí, 25.001-90.000 eru með 5 gjalddögum með fyrsta gjalddaga 1. mars og síðasta 1. júlí og 90.001 og yfir verði með 7 gjalddögum með fyrsta gjalddaga 1. mars og síðasta 1. september.

 
Seyra, seyrulosunargjald vegna kostnaðar við seyrulosun/fráveitukerfi verði kr. 7.090 á hvert íbúðarhús, sumarhús og fyrirtæki sem ber samkvæmt byggingar­skil­málum að hafa rotþró eða vera tengt viðurkenndu fráveitukerfi.

 

Fráveitugjald skal greitt af öllum mannvirkjum sem tengd eru fráveitukerfum sveitarfélagsins og verður það 0,1% af fasteignamati húss.

 

Stofngjald fyrir tengingu og lagningu frárennslislagna frá lóðarmörkum við holræsakerfi sveitarfélagsins skal vera kr. 160.000.

 
Sorp, álagning vegna sorphirðu og sorpeyðingar vegna heimilissorp er:

 

Sorphirðugjald:

            Ílátastæðir                 Grátunna                    Blátunna

            240 L ílát                    14.027 kr.                     6.084 kr.

660 L ílát                   40.476 kr.                   18.624 kr.

1.100 L ílát                66.521 kr.                   30.104 kr.

 

Grátunna:      Hirðing á 14 daga fresti.

Blátunna:       Hirðing á 42 daga fresti.                              

 

Sorpeyðingargjald:

Íbúðarhúsnæði                       16.964 kr.

Frístundahúsnæði                  11.199 kr.

Lögbýli                                     7.466 kr.

Fyrirtæki                                14.932 kr.

 

Gjaldfrjálst verður á gámastöð fyrir allt að 3 m3 vikulega.

Umframmagn er gjaldskylt á móttökustöð, miðast við m3 þess úrgangsmagns sem afsett er. Allur úrgangur er gjaldskyldur við afsetningu nema brotamálmar og úrgangur sem ber úrvinnslugjald Úrvinnslusjóðs.

Móttökugjald á einn m3         4.000 kr.

 
Vatnsveita, vatnsskattur íbúðarhúsa verði 0,23% af fasteignamati eigna sem tengst geta vatnsveitum sveitarfélagsins. Hámarksálagning verði kr. 43.000 og lágmarksálagning verði kr. 23.000 á hús.  Vatnsskattur frístundahúsa verði 0,23% af fasteignamati eigna sem tengst geta vatnsveitum sveitarfélagsins. Hámarksálagning verði kr. 43.000 og lágmarksálagning verði kr. 23.000 á hús. Vatnsskattur fyrirtækja verði 0,23% af fasteignamati eigna sem tengst geta vatnsveitum sveitarfélagsins. Hámarksálagning verði kr. 155.000 og þau fyrirtæki sem safna vatni í eigin miðlun fá 30% afslátt af vatnsskatti. Tengigjöld vatnsveitu (stofngjöld) fyrir frístundahús og íbúðarhús verða kr. 388.390. Tengigjöld fyrir lögbýli að meðtöldu einu íbúðarhúsi verða kr. 585.538.  Á þeim lóðum sem ekki hefur verið byggt á en hafa tengst vatni er innheimt fast árgjald kr. 23.000. Fyrir ný skipulagða frístundabyggð sem tengjast skal vatnsveitu sveitarfélagsins skal landeigandi greiða kr. 43.000 fyrir hverja lóð á skipulagi fyrir lagningu stofnlagnar.

 

Gjaldskráin miðast við að heimtaug í sumarhús sé 20mm.  Velji menn 25mm heimtaug tvöfaldast tengigjaldið og semja verður sérstaklega um sverari heimtaugar.

 
6.   Hitaveita, 5. gr. A, B, C, D og E-liður gjaldskrá hitaveitu Grímsnes- og Grafningshrepps breytist þannig:

A. Hemlagjald (varmagjald):
Sumarbústaðir, snjóbræðslukerfi og notkun samkvæmt sérsamningum skal greiða fyrir hemlagjald. Lámarksstilling er 3,0 l/mínútu.

Hemlagjald fyrir hvern mínútulíter á mánuði hækkar úr kr. 2.117 í kr. 2.202.

B. Eldri samningar
Þar sem vatnið er keypt skv. hemli beint úr stofnlögn hækkar gjald fyrir hvern mínútulíter úr kr. 1.888 á mánuðií kr. 1.964.

C. Rúmmetragjald skv. mæli:
Almennt íbúðar- og iðnaðarhúsnæði og gróðurhús skal greiða varmagjald. Varmagjald fyrir hvern rúmmetra vatns hækkar úr kr. 100,70 í kr. 104,70.

Sumarbústaður sem er með mæli og greiðir skv. rúmmetragjaldi skal þó aldrei greiða minna en sem nemur 3,0 l/mínútu eða sem nemur kr. 6.606 á mánuði, sbr. A-liður 5. gr.

Mælagjald á mánuði:

            C1 Stærð mælis/hemils DN 15    1.050 kr.

            C2 Stærð mælis/hemils DN 20    1.500  kr.

            C3 Stærð mælis/hemils DN 25    1.856 kr.

            C4 Stærð mælis/hemils DN 32    2.212 kr.

C5 Stærð mælis/hemils DN 40    2.569 kr.

C6 Stærð mælis/hemils DN 50    3.516 kr.

           

 

D. Stofngjöld

            Íbúðarhús allt að 300m3 og gróðurhús allt að 200m3 kr. 560.572 og fyrir hvern rúmmeter/fermetra þar yfir skal greiða 213kr/m3. Vélageymslur og gripahús allt að 300m3 kr. 325.860 og fyrir hvern rúmmeter/fermetra þar yfir skal greiða 213kr/m3. Fyrir sumarhús er stofngjaldið kr. 560.572. Gjald fyrir auka mælagrind er kr. 83.638.

Auk stofngjaldsins sem að framan greinir skal greiða 4.188 kr. fyrir hvern lengdarmetra heimæðar frá stofnæð.

E. Önnur gjöld

Lokunargjald verður kr. 15.600 og auka álestur kr. 7.300.

 
7.   Lóðaleiga, verði 1% af lóðamati.

 
8.   Gjaldskrá Íþróttamiðstöðvarinnar Borg, verði eftirfarandi:

 

Sund:                fullorðnir, 17-67 ára                                     börn 7-16 ára

Stakt skipti                             600 kr.                                    300 kr.

            10 miða kort                        3.800 kr.                                  1.900 kr.

30 miða kort                        9.600 kr.                                 4.800 kr.

Árskort                                         28.000 kr.                                14.000 kr.

 

Börn 0-6 ára, ellilífeyrisþegar og öryrkjar fá frítt í sund.

 

Þreksalur:

Stakt skipti                          1.200 kr.

10 miða kort                        8.000 kr.

30 miða kort                      16.000 kr.

Árskort                                          28.000 kr.

 

Íþróttasalur:

Fullorðinn – 60 mín.              800 kr.

Barn – 60 mín.                       400 kr.

Hálfur dagur                       9.000 kr.

Heill dagur                        16.000 kr.

 

Sturta                                      500 kr.

Leiga á sundfatnaði               500 kr.

Leiga á handklæði                 500 kr.

 

Frá og með 1. janúar 2014 verður íbúum með lögheimili í sveitarfélaginu boðið upp á að kaupa árskort í sund, þreksal og íþróttasal á skrifstofu sveitarfélagsins.

Fullorðnir, 17-67 ára            8.000 kr.

Börn, 7-16 ára                                   3.500 kr.

 
9.   Gjaldskrá dagvistargjalda í leikskóladeild Kerhólsskóla, verði eftirfarandi:

4 klst. vistun               11.929 kr.

4,5 klst. vistun            13.422 kr.

5 klst. vistun               14.912 kr.

5,5 klst. vistun            16.404 kr.

6 klst. vistun               17.897 kr.

6,5 klst. vistun            19.387 kr.

7 klst. vistun               20.878 kr.

7,5 klst. vistun            22.369 kr.

8 klst. vistun               23.862 kr.

 
10.    Gjaldskrá mötuneytis, verði eftirfarandi:

Stakur hádegisverður í leikskóladeild                       162 kr.

Hádegisverður pr. mánuð í leikskóladeild             3.112 kr.

Stök hressing í leikskóladeild                                      84 kr.

Hressing pr. mánuð í leikskóladeild                                  1.851 kr.

Hádegisverður fyrir grunnskóladeild                        292 kr.

Mjólk pr. mánuð í grunnskóladeild                           433 kr.

Ávextir og brauð pr. mánuð í grunnskóladeild      1.082 kr.

Hádegisverður, eldri borgara                                  373 kr.

Hádegisverður, kostgangara                                    988 kr.

 
11.    Gjaldskrá fyrir Félagsheimilið Borg, verði eftirfarandi:

 
Veislur:

Fermingar – afmæli, dagveislur              55.000 kr.         

Brúðkaup – afmæli, kvöldveislur             78.000 kr.

Ættarmót, öll helgin                               120.000 kr.

Ættarmót, sólarhringur                            55.000 kr.

 
Fundir:

Kaffistofa                                          15.000 kr.     

Stóri salur                                        30.000 kr.

Allt húsið                                          45.000 kr.

Ráðstefnur, námskeið o.þ.h.             45.000 kr.

 
Annað:

Leiga fyrir innansveitarfólk            23.000 kr.      

Leiga á húsi pr.klst                           4.000 kr.  lágmarkstímar eru 5 klst.

Dansleikir                                        samningsatriði

 
Gisting:

Gisting í svefnpokaplássi fyrir 25 eða færri            35.000 kr.     

Gisting fyrir fleiri en                                                 1.400 kr. pr. mann

 
Æfingabúðir, félagsheimili og íþróttamiðstöð:

1 sólarhringur og ótakmarkaður aðgangur að sundlaug, íþróttahúsi og félagsheimili  kr. 2.100.-  gisting 1.400.-  sund 700.-

2 sólarhringar og ótakmarkaður aðgangur að sundlaug, íþróttahúsi og félagsheimili  kr. 3.500.-  gisting 2.300.-  sund 1.200.-

1 sólarhringur og ein sundferð  kr. 2.000.-  gisting 1.400.-  sund 600.-

 
Breytingar þessar taka gildi frá og með 1. janúar 2014.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögur um álagningu gjalda og gjaldskrárbreytingar.

 
Til kynningar
Heilbrigðisnefnd Suðurlands. Fundargerð 152. stjórnarfundar 23.10 2013.
SASS.  Fundargerð  473. stjórnarfundar 08.11 2013.
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands. Fundargerð  8. aðalfundar 24. október 2013.
Skólaskrifstofa Suðurlands. Fundargerð  8. aðalfundar 24. október 2013.
Sorpstöð Suðurlands. Fundargerð  32. aðalfundar 24. október 2013.
SASS.  Fundargerð  44. aðalfundar 24. og 25. október 2013.
Nýjar samþykktir Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga.
Varasjóður húsnæðismála. Könnun á leiguíbúðum sveitarfélaga 2012.

 

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 12:20

Getum við bætt efni síðunnar?