Fara í efni

Sveitarstjórn

337. fundur 04. desember 2013 kl. 09:00 - 11:40 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Hörður Óli Guðmundsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Ingvar Grétar Ingvarsson
  • Guðmundur Ármann Pétursson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

 

1.   Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 20. nóvember 2013.  
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 20. nóvember 2013 liggur frammi á fundinum.

 
2.     Fundargerðir.

a)     65. fundur Skipulags- og byggingarnefndar Uppsveita, 21. nóvember 2013.

Mál nr. 4 og 8 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 65. fundargerð Skipulags- og byggingarnefndar Uppsveita, dags. 21. nóvember 2013. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 4: Afgreiðslur byggingarfulltrúa.

Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa fram til 20. nóvember 2013.

Mál nr. 8: Askbr. Grímsnes- og Grafn. Seyðishólar – Kerbyggð.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu nefndarinnar og felur skipulagsfulltrúa að kynna málið skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og leita umsagnar Skipulagsstofnunar.

 
b)    Fundargerð 31. fundar fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 27. nóvember 2013.
Fundargerðin lögð fram og hún staðfest.

 
c)     Fundargerð nefndar oddvita/sveitarstjóra í yfirstjórn velferðarmála í Árnesþingi (NOS),   14. nóvember 2013.
Fundargerðin lögð fram. Gerð er athugasemd við 5. atriði 2. liðar þar sem nauðsynlegt er að umorða og skýra betur samanburðartölur sem fram koma í áðurnefndum tölulið.

   
d)    Fundargerð 16. fundar stjórnar Skipulags- og byggingarfulltrúa Uppsveita bs.,                  21. nóvember 2013.
Fundargerðin lögð fram og hún staðfest. Varðandi lið 2, fjárhagsáætlun ársins 2014 þá hefur verið gert ráð fyrir kostnaðarhlut Grímsnes- og Grafningshrepps í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins.

 
3.       Trúnaðarmál.
Málið er fært til bókar í trúnaðarmálabók.

 
4.       Samþykkt um stjórn og fundarsköp Grímsnes- og Grafningshrepps.
Breytingar á samþykktum um stjórn og fundarsköp Grímsnes- og Grafningshrepps lagðar fram til seinni umræðu. Þær breytingar sem gerðar eru:

Í 40. gr. samþykkta Grímsnes- og Grafningshrepps nr. 757/2013 breytast nokkrar greinar að hluta með eftirfarandi hætti undir kaflanum „Stjórnir og samstarfsnefndir“

 
B:  Stjórnir og samstarfsnefndir.

1. liður

 
Var:

     Yfirstjórn sameiginlegrar félagsþjónustu og Velferðarnefnd Árnesþings.  Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps kýs einn fulltrúa og annan til vara til setu í yfirstjórn sameiginlegrar félagsþjónustu sjö sveitarfélaga í Árnessýslu (NOS), samkvæmt samningi þar að lútandi.

      Fulltrúi Grímsnes- og Grafningshrepps í yfirstjórn (NOS) hefur umboð til að taka þátt í skipun tveggja fulltrúa af starfssvæði sveitarfélaganna í uppsveitum Árnessýslu og Flóa í fimm manna sameiginlega velferðarnefnd á starfssvæði félagsþjónustu sveitarfélaganna í samræmi við ákvæði samstarfssamnings og á grundvelli 2. mgr. 7. gr. laga nr. 40/1991, um félagsþjónustu sveitarfélaga.  Félagsþjónustusvæðið heitir Velferðarþjónusta Árnesþings og nefndin Velferðarnefnd Árnesings.

      Fulltrúar í Velferðarnefnd Árnesþings eru fimm auk jafnmargra varamanna og koma þrír af starfssvæði Sveitarfélagsins Ölfuss og Hveragerðisbæjar og tveir af starfssvæði sveitarfélaga í uppsveitum Árnessýslu og Flóahrepps.

      Velferðarnefnd Árnesþings fer með stjórn félagsþjónustu sveitarfélagsins skv. lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991, málefni aldraðra skv. lögum nr. 125/1999 og málefni fatlaðra skv. lögum nr. 59/1992.  Þá skipar nefndin fulltrúa í þjónustuhóp um málefni aldraða skv. 7. gr. laga nr. 125/1999 sem verður fulltrúi allra sveitarfélaganna sem að nefndinni standa.  Nefndin fer með jafnréttismál skv. lögum um jafnan rétt og jafna stöðu karla og kvenna nr. 10/2008, áfengisvarnir skv. lögum nr. 75/1998 og barnaverndarmál skv. barnaverndarlögum nr. 80/2002. Nefndin fer með önnur málefni skv. erindisbréfi sem henni er sett.

 
Verður:

 

     Yfirstjórn sameiginlegrar skóla- og velferðarþjónustu og Skólaþjónustu- og velferðarnefnd Árnesþings.  Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps kýs einn fulltrúa og annan til vara til setu í yfirstjórn sameiginlegrar skóla- og velferðarþjónustu sjö sveitarfélaga í Árnessýslu (NOS), samkvæmt samningi þar að lútandi.

      Fulltrúi Grímsnes- og Grafningshrepps í yfirstjórn (NOS) hefur umboð til að taka þátt í skipun í sjö manna sameiginlega skólaþjónustu- og velferðarnefnd á starfssvæði skóla- og félagsþjónustu sveitarfélaganna í samræmi við ákvæði samstarfssamnings og á grundvelli 7. gr. laga nr. 40/1991, um félagsþjónustu sveitarfélaga, 21. gr. laga nr. 90/2008 um leikskóla og 40. gr. laga nr. 91/2008 um grunnskóla.  Skóla- og velferðarþjónustusvæðið heitir Skóla- og velferðarþjónusta Árnesþings og nefndin Skólaþjónustu- og velferðarnefnd Árnesþings.

      Fulltrúar í Skólaþjónustu- og velferðarnefnd Árnesþings eru sjö auk jafnmargra varamanna og koma þeir úr Sveitarfélaginu Ölfuss, Hveragerðisbæ, Hrunamannhrepp, Bláskógabyggð, Skeiða- og Gnúpverjahrepp, Grímsnes- og Grafningshreppi og Flóahreppi.

      Skólaþjónustu- og velferðarnefnd Árnesþings fer með stjórn stjórn sérfræðiþjónustu leik- og grunnskóla og félagsþjónustu sveitarfélagsins skv. lögum um leikskóla nr. 90/2008, lögum um grunnskóla nr. 91/2008, félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991, málefni aldraðra skv. lögum nr. 125/1999 og málefni fatlaðra skv. lögum nr. 59/1992.  Þá skipar nefndin fulltrúa í þjónustuhóp um málefni aldraða skv. 7. gr. laga nr. 125/1999 sem verður fulltrúi allra sveitarfélaganna sem að nefndinni standa, fer með áfengisvarnir skv. lögum nr. 75/1998 og barnaverndarmál skv. barnaverndarlögum nr. 80/2002. Nefndin fer með önnur málefni skv. erindisbréfi sem henni er sett.

 
2. liður

 

Var:

 

     Sameiginlegt þjónustusvæði Suðurlands um þjónustu við fatlaða. Þrettán sveitarfélög á Suðurlandi mynda sameiginlegt þjónustusvæði á Suðurlandi um þjónustu við fatlaða í samræmi við lög nr. 59/1992 um málefni fatlaðs fólk, sem starfar skv. sérstöku samkomulagi.  Stjórn þjónustusvæðisins er skipuð þremur fulltrúum, þ.e. einum frá hverju félagsþjónustusvæði.  Yfirstjórn sameiginlegrar félagsþjónustu (NOS) skipar einn fulltrúa í  stjórn þjónustusvæðisins.    Framkvæmd þjónustusamningsins er í höndum þriggja manna þjónusturáðs og skipar NOS einn fulltrúa í þjónusturáðið sem skal vera félagsmálastjóri Velferðarþjónustu Árnesþings.

 
Verður:

 

     Sameiginlegt þjónustusvæði Suðurlands um þjónustu við fatlaða. Þrettán sveitarfélög á Suðurlandi mynda sameiginlegt þjónustusvæði á Suðurlandi um þjónustu við fatlaða í samræmi við lög nr. 59/1992 um málefni fatlaðs fólk, sem starfar skv. sérstöku samkomulagi.  Stjórn þjónustusvæðisins er skipuð þremur fulltrúum, þ.e. einum frá hverju félagsþjónustusvæði.  Yfirstjórn sameiginlegrar skóla- og félagsþjónustu (NOS) skipar einn fulltrúa í stjórn þjónustusvæðisins.    Framkvæmd þjónustusamningsins er í höndum þriggja manna þjónusturáðs og skipar NOS einn fulltrúa í þjónusturáðið sem skal vera forstöðumaður skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings.

 
Þessi grein fellur niður:

 
11. liður

 
„Aðalfundur Skólaskrifstofu Suðurlands. Tveir fulltrúar og tveir til vara.“

 
Ný grein bætist við 40. gr. samþykktanna undir kaflanum „Sveitarstjórn kýs í eftirtaldar nefndir, ráð og stjórnir“.

 
A:  Sveitarstjórn kýs í eftirtaldar nefndir, ráð og stjórnir.

10. Jafnréttisnefnd.  Sveitarstjórn  fer með jafnréttismál skv. lögum um jafnan rétt og jafna stöðu karla og kvenna nr. 10/2008.

 
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi breytingar á samþykkt um stjórn og fundarsköp Grímsnes- og Grafningshrepps.

 
5.       Beiðni um styrk vegna námsvistar utan lögheimilissveitarfélags.
Fyrir liggur beiðni um styrk frá Guðmundi Inga Kristinssyni vegna námsvistar tveggja barna þeirra í Malasíu skólaárið 2013 - 2014. Sveitarstjórn hafnar erindinu.

 
6.       Brennu- og skoteldaleyfi.
Fyrir liggur beiðni frá Hjálparsveitinni Tintron um brennu- og skoteldaleyfi fyrir áramótabrennu og flugeldasýningu á Borg þann 31. desember n.k. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita brennu- og skoteldaleyfi.

 
7.       Brennuleyfi.
Fyrir liggur beiðni frá Sólheimum um brennuleyfi fyrir þrettándabrennu á Sólheimum þann 6. janúar n.k. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita brennuleyfið.

 
8.       Samstarfssamningur um skóla– og velferðarþjónustu.
Fyrir liggur samstarfssamningur milli sveitarfélaganna, Bláskógabyggðar, Hrunamannahrepps, Grímsnes- og Grafningshrepps, Skeiða- og Gnúpverjahrepps, Flóahrepps, Sveitarfélagsins Ölfus og Hvergerðisbæjar um starfrækslu sameiginlegrar skóla- og velferðarþjónustu. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða samninginn fyrir sitt leiti og felur oddvita / sveitarstjóra að undirrita samninginn.

 
9.       Beiðni frá Sýslumanninum á Selfossi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II í Höfða, Öldubyggð 11, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur beiðni frá Sýslumanninum á Selfossi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II í Höfða, Öldubyggð 11, Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að leyfið verði veitt en óskar jafnframt eftir afriti af rekstarleyfi þegar það er gefið út.

 
10.    Beiðni um styrk frá Héraðssambandinu Skarphéðni.
Fyrir liggur beiðni um styrk frá Héraðssambandinu Skarphéðni að fjárhæð 270 kr. á hvern íbúa sveitarfélagsins. Greiddur er styrkur til Héraðssambands Skarphéðins í gegnum Héraðsnefnd Árnesinga. Sveitarstjórn hafnar erindinu.

 
11.    Bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga þar sem sveitarstjórnir eru upplýstar um að nefndin hafi sent endurskoðendum bréf um áhersluatriði við endurskoðun ársreikninga sveitarfélaga.
Fyrir liggur bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, dagsett 25. nóvember 2013 þar sem sveitarstjórnir eru upplýstar um að nefndin hafi sent endurskoðendum bréf um áhersluatriði við endurskoðun ársreikninga sveitarfélaga. Bréfið lagt fram til kynningar.

  
12.    Bréf frá Jóni Þór Harðarsyni vegna stofnunar á lóðinni Sel 1, lóð 2 úr landi Sels 1.
Fyrir liggur bréf frá Jóni Þór Harðarsyni, dagsett 15. október 2013 þar sem óskað er afturköllunar á stofnun lóðarinnar Sel 1, lóð 2 úr landi Sels 1. Sveitarstjórn óskar eftir áliti lögmanns sveitarfélagsins.


 
13.    Bréf frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála vegna kæru á deiliskipulagsbreytingu í landi Reykjaness.
Fyrir liggur bréf frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, dagsett 15. nóvember 2013 vegna kæru á deiliskipulagsbreytingu í landi Reykjaness. Skipulagsfulltrúa falið að taka saman gögn málsins.

 
14.    Bréf frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands um að taka þátt í heilsueflingu stofnunarinnar.
Fyrir liggur bréf frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands, dagsett 25. nóvember 2013 þar sem óskað er eftir þátttöku sveitarfélaganna á þjónustusvæði HSU um að taka þátt í heilsueflingu starfsfólks stofnunarinnar. Þátttakan felst í að styðja starfsfólk stofnunarinnar sem starfar í viðkomandi sveitarfélagi með hagstæðum kjörum til að sækja sundlaugar, heilsuræktarstöðvar og aðra slíka þjónustu sem er í boði hjá sveitarfélaginu. Erindið lagt fram.

 
15.    Bréf frá Securitas hf. um innkomuvöktun Securitas með myndavélum sem stuðningur við löggæslu.
Fyrir liggur bréf frá Securitas hf., dagsett 18. nóvember 2013 þar sem óskað er eftir fundi með fulltrúum sveitarfélagsins til að fara yfir öryggismál almennt og útfærslu og kostnað við innleiðingu á „Innkomuvöktun Securitas“. Erindinu hafnað.

 
16.    Beiðni Velferðarnefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um barnaverndarlög (rekstur heimila fyrir börn), 186. mál.
Frumvarpið lagt fram.

 
17.    Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um náttúruvernd (brottfall laganna), 167. mál.
Frumvarpið lagt fram.

 
18.    Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um sveitarstjórnarlög (eignarhlutir í orkufyrirtækjum), 152. mál.
Frumvarpið lagt fram.

 

19.    Beiðni Velferðarnefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um lífsýnasöfn (söfn heilbrigðisupplýsinga og leitargrunna), 160. mál.
Frumvarpið lagt fram.

  

20.    Beiðni Velferðarnefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði (heildarlög), 159. mál.
Frumvarpið lagt fram.

 
21.    Námsferð til Skotlands í september 2013.
Fyrir liggur greinargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga um námsferð sambandsins til Skotlands í september s.l.

 
22.    Fjárhagsáætlun 2014-2017, seinni umræða.
Fyrirliggjandi tillaga að fjárhagsáætlun fyrir árið 2014 var tekin til lokaafgreiðslu. Niðurstöður áætlunarinnar eru eftirfarandi í þúsundum króna:

Rekstrarniðurstaða A-hluta tekjur umfram gjöld                                              135.210

Rekstrarniðurstaða samstæðu A og B-hluta tekjur umfram gjöld                       98.203                                                                                                               

Handbært fé frá rekstri A-hluti                                                                    123.857

Handbært fé frá rekstri samstæðu                                                                125.823

 
Fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum er áætluð samtals 125,2 millj. kr.  Helstu liðir í fjárfestingu eru í eignasjóði.  Ekki er gert er ráð fyrir lántöku vegna fjárfestinga en gert er ráð fyrir sölu eigna sveitarfélagsins að fjárhæð 150 millj. kr.

 
Einnig liggur fyrir 3ja ára fjárhagsáætlun og eru helstu lykiltölur samstæðureikningsins í þúsundum króna:

                                                2015                         2016                           2017

Tekjur                                694.613                   702.957                     712.135

Gjöld                                 592.565                    594.934                     598.232

Fjármagnsgjöld                  46.255                       46.264                        45.132

Rekstrarafgangur                          55.793                      61.759                         68.771

Eignir                            1.743.312                  1.779.618                    1.820.532

Skuldir                         1.020.940                      995.487                       967.629

Eigið fé                           722.372                      784.131                      852.902

Fjárfestingar (nettó)       106.500                      102.500                         97.500

 
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi fjárhagsáætlun fyrir rekstrarárið 2014 og framlagða 3ja ára áætlun Grímsnes- og Grafningshrepps fyrir árin 2015-2017.

 
23.    Staða fjárhagsáætlunar 2013.
Farið var yfir stöðu rekstrar eftir 11 mánuði ársins í samanburði við fjárhagsáætlun.

 

 

 
Til kynningar
Heilbrigðisnefnd Suðurlands. Fundargerð 153. stjórnarfundar 22.11 2013.
Skólaskrifstofa Suðurlands. Fundargerð 158. stjórnarfundar 26.11 2013.
Samband íslenskra sveitarfélaga.  Fundargerð 810. stjórnarfundar, 22.11 2013.
Bréf frá Ungmennafélagi Íslands, dagsett 15. nóvember 2013 þar sem stjórn UMFÍ vill vekja athygli á tillögum sem samþykktar voru á 48. sambandsþingi UMFÍ dagana 12. - 13.
október s.l.
Hjálparsveitin Tintron, ársreikningur 2012.
Bréf og skýrsla frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu um niðurstöður úr æskulýðsrannsókninni Ungt fólk 2013 í 5., 6. og 7. bekk grunnskóla.
-skýrslan liggur frammi á fundinum-

 

 

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 11:40

Getum við bætt efni síðunnar?