Fara í efni

Sveitarstjórn

338. fundur 18. desember 2013 kl. 09:00 - 11:50 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Hörður Óli Guðmundsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Ingvar Grétar Ingvarsson
  • Guðmundur Ármann Pétursson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

Oddviti leitar afbrigða.

a)     Hluthafafundur Háskólafélags Suðurlands.
b)     Bréf frá Hannesi G. Ingólfssyni vegna hitaveitu að Litla-Hálsi.
c)     Trúnaðarmál.

 
1.   Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 4. desember 2013. 
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 4. desember 2013 liggur frammi á fundinum.

 
2.     Fundargerðir.

a)     Fundargerð 22. fundar Velferðarnefndar Árnesþings, 9. desember 2013.
Fundargerðin lögð fram og hún staðfest.

 
b)    Fundargerð byggingarnefndar Kerhólsskóla, 3. desember 2013.
Fundargerðin lögð fram og hún staðfest.

 
c)     Fundargerð byggingarnefndar Kerhólsskóla, 10. desember 2013.
Fundargerðin lögð fram og hún staðfest.

 
3.       Fulltrúi í nefnd skóla– og velferðarþjónustu Árnesþings.
Tilnefna þarf fulltrúa sveitarfélagsins í nefnd skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fullrúi sveitarfélagsins verði Hörður Óli Guðmundsson og til vara verði Guðmundur Ármann Pétursson.

 

  
4.       Beiðni um styrk frá Hjálparsveitinni Tintron vegna flugeldasýningar á Borg þann                  31. desember n.k.
Fyrir liggur beiðni um styrk frá Hjálparsveitinni Tintron vegna flugeldasýningar á Borg þann                  31. desember n.k. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita styrk að fjárhæð kr. 50.000 í flugeldasýninguna.

 
5.       Beiðni um styrk frá Ferlir vegna heimasíðunnar www.ferlir.is
Fyrir liggur beiðni um styrk frá vefsíðunni www.ferlir.is að fjárhæð kr. 3.900 til að viðhalda vefsíðunni. Sveitarstjórn hafnar erindinu.

 
6.       Beiðni um styrk frá Landgræðslu ríkisins vegna samstarfsverkefnisins „Bændur græða landið“.
Fyrir liggur beiðni um styrk frá Landgræðslu ríkisins til verkefnisins „Bændur græða landið“. Óskað er eftir framlagi að fjárhæð kr. 6.000 á hvern þátttakanda fyrir árið 2014 eða samtals kr. 30.000. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita umbeðinn styrk.

 
7.       Hitaveita Bjarkarborga, yfirtökusamningur.
Fyrir liggur samningur um yfirtöku Hitaveitu Grímsnes- og Grafningshrepps á Hitaveitu Bjarkarborga. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða samninginn fyrir sitt leiti og felur oddvita / sveitarstjóra að undirrita samninginn.

 
8.       Greinargerð vinnuhóps um safnamál í uppsveitum Árnessýslu.
Fyrir liggur greinargerð vinnuhóps um safnamál í uppsveitum Árnessýslu. Samþykkt er að senda greinagerðina til Héraðsnefndar Árnesinga.

 
9.       Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn á tillögu til þingsályktunar um könnun á hagkvæmni þess að draga úr plastpokanotkun, 102. mál.
Þingsályktunar tillagan lögð fram.

 
10.    Beiðni Velferðarnefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um húsaleigubætur (námsmenn), 147. mál.
Frumvarpið lagt fram.

 
11.    Beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um umsögn á tillögu til þingsályktunar um seinkun klukkunnar og bjartari morgna, 197. mál.
Þingsályktunar tillagan lögð fram.

 
12.    Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um meðhöndlun úrgangs (verndun umhverfis og heilsu, EES-reglur), 215. mál.
Frumvarpið lagt fram.

 
13.    Beiðni um styrk frá foreldrafélagi Kerhólsskóla vegna jólaballs.
Fyrir liggur beiðni um styrk frá foreldrafélagi Kerhólsskóla að fjárhæð kr. 30.000 vegna jólaballs þann 20. desember n.k. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita umbeðinn styrk.

 
14.    Bréf frá Kjartani Helgasyni þar sem óskað er eftir framkvæmdarleyfi fyrir efnistöku við Brúará.
Fyrir liggur bréf frá Kjartani Helgasyni, dagsett 15. desember 2013 þar sem óskað er eftir framkvæmdarleyfi fyrir efnistöku við Brúará. Jafnframt liggur fyrir jákvæð umsögn Fiskistofu, dagsett 9. desember 2013. Þar sem um óverulegt magn er að ræða og einungis til einkanota felur sveitarsjórn skiplagsfulltrúa, Pétri Inga Haraldssyni að gefa út framkvæmdarleyfið.

Hörður Óli Guðmundsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

 
15.    Umsögn á stofnun lögbýlis á Bjarnastöðum II, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur beiðni frá eigendum Bjarnastða II um umsögn á stofnun lögbýlis á Bjarnastöðum II, Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins og felur sveitarstjóra að afla frekari gagna.

 
16.    Staða fjárhagsáætlunar og viðauki við áætlun 2013.
Farið var stöðu fjárhagsáætlunar 2013 og lagði sveitarstjóri fram tillögu að viðauka við samþykkta fjárhagsáætlun 2013. Um er að ræða  útgjaldaaukningu í sorpmálum að fjárhæð kr. 6.000.000, lækkun á öðrum tekjum í eignasjóði að fjárhæð kr. 57.000.000 og lækkun á fjármagnsgjöldum í eignasjóði að fjárhæð kr. 103.700.000. Rekstarniðurstaða ársins, samantekinn A og B hluti fer úr því að vera tap að fjárhæð kr. 2.061.000 í að vera hagnaður að fjárhæð kr. 38.638.000. Að auki fellur niður sala eigna að fjárhæð kr. 150.000.000 og langtímalán hækka um fjárhæð kr. 130.000.000. Handbært fé í árslok fer úr kr. 78.618.000 í kr. 52.618.000. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun fyrir rekstrarárið 2013.

 
17.    Næsti fundur sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fella niður næsta reglulega fund sveitarstjórnar þann 1. janúar n.k.  Næsti fundur sveitarstjórnar verður þann 15. janúar 2014, kl. 9:00.

 
18.    Önnur mál.

a)     Hluthafafundur Háskólafélags Suðurlands.
Sveitarstjórn óskar eftir að haldinn verði hluthafafundur í Háskólafélagi Suðurlands fyrir lok þessa árs þar sem farið verði yfir stöðu mála vegna Kötlu geopark verkefnisins á grundvelli upplýsinga um IPA styrki Evrópusambandsins.

 
b)    Bréf frá Hannesi G. Ingólfssyni vegna hitaveitu að Litla-Hálsi.
Fyrir liggur bréf frá Hannesi G. Ingólfssyni, dagsett 28. nóvember 2013 þar sem óskað er eftir skriflegu svari sveitarstjórnar við beiðni um hitaveitu að Litla-Hálsi. Litli-Háls er ekki á skilgreindu þjónustusvæði Hitaveitu Grímsnes- og Grafningshrepps. Bent er á að Orkuveita Reykjavíkur rekur hitaveitu á þessu svæði.


 c)     Trúnaðarmál.

Málið er fært til bókar í trúnaðarmálabók.

 
Til kynningar
SASS.  Fundargerð  474. stjórnarfundar 28.11 2013.
Ungmennafélagið Hvöt, ársreikningur 2012.
Bréf frá Kennarafélagi Suðurlands, dagsett 3. desember 2013 með ályktunum frá aðalfundi félagsins þann 3. október s.l.
Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 5. desember 2013 með ályktunum sveitarstjórnarvettvangs EFTA um endurskoðun evrópskra reglna um úrgangsmál og tilskipun um endurnýtingu opinberra upplýsinga.
Börn með krabbamein, tímarit Krabbameinssjúkra barna , 2. tbl. 19. árg. 2013.

-liggur frammi á fundinum-.
 

 

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 11:50

Getum við bætt efni síðunnar?