Fara í efni

Sveitarstjórn

244. fundur 02. júlí 2009 kl. 09:00 - 10:55 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Ingvar Ingvarsson
  • Ásdís Ársælsdóttir
  • Ólafur Ingi Kjartansson
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Hildur Magnúsdóttir
  • Jón G. Valgeirsson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Jón G. Valgeirsson

 Oddviti leitaði afbrigða
a)        Beiðni um ferskvatnsveitu í  sumarhúsabyggð Vatnsholtsbyggðar.
b)    Deiliskipulag iðnaðarsvæðis/gámaasvæðis við Seyðishóla.
c)     Tvöföldun suðurlandsvegar. 

1.   Fundargerð hreppsnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 18. júní 2009 liggur frammi á fundinum. 

2.   Fundargerðir.
      a)   13. fundur skipulags- og byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps, 25.06.2009.
Fundargerðin lögð fram og staðfest. 

3.  Endurskoðuð fjárhagsáætlun 2009.
Sveitarstjóri lagði fram drög að endurskoðaðri fjárhagsáætlun fyrir árið 2008, fyrir A-hluta sveit­arsjóðs, þ.e. aðalsjóð, eignasjóð og þjónustumiðstöð ásamt B-hluta sem er vatns­veita, hitaveita, félagslegar íbúðir, leiguíbúðir og fráveita. Endurskoðuð áætlun gerir ráð fyrir eftirfarandi breytingum og er eftirfarandi í millj. kr.
                                                          Áætlun I            Áætlun II                Breyting

         Aðalsjóður                                  61.970                65.656                     3.686

         A-hluti                                         74.502                73.356                     1.146

         Saman tekinn A og B hluti            6.850                     525                     6.325

         Fjárfesting                                114.000                90.875                   23.125
Samkvæmt yfirliti um sjóðstreymi er gert ráð fyrir að velutfé frá rekstri nemi 61,5 millj. kr., fjárfesting nemi 90.8 millj. kr., lántöku að fjárhæð 50,0 millj. kr., afborgun langtímalána 18,5 millj. kr. og lækkun á handbæru fé um 4,1 millj. kr.

 Ekki er gert ráð fyrir miklum breytingum á tekjum eða útgjöldum sveitarfélagsins en búið er að setja forsendur ársreiknings 2008 inn í endurskoðaða fjárhagsáætlun en niðurstaða hans var verri en eldri áætlun gerði ráð fyrir.   Dregið hefur verið úr framkvæmdum skv. nýrri framkvæmdaáætlun sem lögð hefur verið fram.   Sveitarstjórn telur að gæta verði ýtrasta aðhalds í rekstri sveitarfélagsins og leita leiða til að ná fram sem mestum sparnaði við alla útgjaldaþætti þar sem mikil óvissa sé um rekstrarumhverfi sveitarfélaga á þessu sem og næstu árum.   Það feli í sér að skoða verði hagræðingu í öllum stofnunum sveitarfélagsins.  Skoða verði launakostnað sveitarfélagsins, draga verði úr yfirvinnu eins og kostur er, draga úr afleysingum í veikindaforföllum, draga úr akturskostnaði, gæta hagkvæmi og mikils aðhalds í innkaupum sveitarfélagsins.   Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að endurskoða aftur fjárhagsáætlun sveitarfélagsins í haust.  Sveitarstjórn samþykkir áætlunina.

4.  Samrekstrarsamningur vegna dæluhúss í Vaðnesi.
Lögð eru fram drög að samrekstrarsamningi milli sveitarfélagsins og Orkubús Vaðnes ehf um rekstur dæluhús í Vaðnesi og uppgjör vegna kostnaðar vegna framkvæmdanna við dæluhúsið og sameiginlega hitavatnslögn að Vaðnesi, ásamt fylgiskjölum.   Í uppgjöri vegna framkvæmdanna kemur fram að Orkubú Vaðnes ehf greiði til sveitarfélagsins kr. 22.534.685 vegna framkvæmdanna.   Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi samningsdrög og felur sveitarstjóra að undirrita samninginn.  Ólafur Kjartansson víkur sæti við afgreiðslu málsins. Fulltrúar C-listans sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

5.  Trúnaðarmál.
Málið er fært til bókar í trúnaðarmálabók.  

6.  Skipurit og starfsmannamál sveitarfélagsins.
Sveitarstjórn ræðir hvort nauðsynlegt sé að skoða hvort setji eigi upp nýtt skipurit vegna stofnanana og starfmanna sveitarfélagins vegna þeirra miklu breytinga sem hafa orðið á starfssemi sveitarfélgsins á síðustu árum.  Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að koma með fyrstu drög að heildarskipuriti sveitarfélagsins.  

7.  Fasteignamat 2009.
Lagðar eru fram upplýsingar frá Fasteignamatsskrá um breytingar á fasteignamati fyrir árið 2009 en þar er gert ráð fyrir að heildarmat fasteignagjaldsstofn sveitarfélagsins lækki um 3,2%. 

8.  Úrskurður í stjórnsýslumáli nr. 84/2008.
Lagður er fram úrskurður Samgönguráðuneytisins í stjónsýslumálinu 84/2008 Pálina Erlendsdóttir gegn Grímsnes- og Grafningshreppi vegna ferðaþjónustu fatlaðra.   Sveitarstjórn felur sveitarstjóra, félagsmálastjóra og lögmanni sveitarfélagins að fara yfir forsendur úrskurðarins og kynna á næsta fundi.

 9.   Önnur  mál.
a)     Beiðni um ferskvatnsveitu í  sumarhúsabyggð Vatnsholtsbyggðar.
Lögð er fram beiðni frá sumarhúsafélagi Vatnsholtsbyggðar þar sem farið er fram á að sveitarfélagið leggi ferskvatnsveitu í félagssvæðið.  Sveitarfélagið hefur ekki gert ráð fyrir í framkvæmdaáætlun næstu þriggja ára að fara með kalt vatn inn á þetta svæði.

b)    Deiliskipulag iðnaðarsvæðis/gámaasvæðis við Seyðishóla.
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 19. júní 2009 þar sem gerð er athugasemd við að auglýst verði samþykkt deiliskipulag iðnaðarsvæðis/gámasvæðis við Seyðishóla í B-deild stjórnartíðinda. Fram kemur að stofnunin telur að deiliskipulagið sé ekki í samræmi við gildandi aðalskipulag þar sem svæðið sé eingöngu fyrir aðalmóttökustað sorps en ekki aðra starfsemi. Þá liggja einnig fyrir tölvupóstsamskipti milli skipulagsfulltrúa og starfsmanns Skipulagsstofnunar.

 Að mati sveitarstjórnar er umrætt deiliskipulag í fullkomnu samræmi við gildandi aðalskipulag svæðisins þar sem það er innan skilgreinds iðnaðarsvæðis. Í greinargerð aðalskipulags kemur fram að þetta sé aðalmóttökustaður fyrir sorp en ekki að önnur iðnaðarstarfsemi sé óheimil. Ennþá er gert ráð fyrir að svæðið verði aðalmóttökustaður fyrir sorp, en það ætti ekki að koma í veg fyrir að gera megi ráð fyrir iðnaðarlóð með starfsemi sem samræmist ákvæðum skipulagsreglugerðar um iðnaðarsvæði. Í aðalskipulagi er almennt ekki þörf að tilgreina öll þau not sem heimil eru innan hvers landnotkunarreits fyrir sig, enda er gert ráð fyrir að ákveðinni stigskiptingu á nákvæmni upplýsinga í annarsvegar aðalskipulagi og hinsvegar deiliskipulagi. Aðalskipulag markar almenna stefnu sem er síðan nánar útfærð í deiliskipulagi.  Sveitarstjórn óskar eftir að Skipulagsstofnun taki deiliskipulagið fyrir að nýju skv. 3. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga.

c)     Tvöföldun Suðurlandsvegar.
Sveitarstjórn skorar á samgönguráðherra að láta kanna möguleika á gerð jarðgangna í gegn um Hellisheiði í aðdraganda tvöföldunar Suðurlandsvegar sem er brýnt hagsmuna- og öryggismál allra landsmanna.

10. Til kynningar
a) Bréf frá Samgönguráðuneyti vegna óskar um styrk vegna ADSL tengingar.
b) Bréf frá Sólheimum vegna bréfs Félags- og tryggingarmálaráðuneytisins um ferðaþjónustu fatlaðara.
c) Bréf frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands vegna viðauka við starfleyfisskilyrði Orkuveitu Reykjavíkur vegna Hellisheiðavirkjunar.
d) Bréf frá Menntamálaráðuneytinu um undirbúning viðbragðsáætlana vegna inflúensufaraldurs.
e) Heilbrigðiseftirlit Suðurlands.  Fundargerð 119. stjórnarfundar 02.06.2009.
f) Sorpstöð Suðurlands.  Fundargerð 172. stjórnarfundar 27.05.2009.
g) Sorpstöð Suðurlands.  Fundargerð 173. stjórnarfundar 02.06.2009.
h) Aukaaðalfundur Sorpstöðvar Suðurlands.  Fundargerð 03.06.2009.
i) SASS.  Fundargerð 424. stjórnarfundar 12.06.2009.
j) Fulltrúaráð Brunavarna Árnessýslu.  Fundargerð 77. fundar. 11.06.2009.

 

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl: 10.55.

 

Getum við bætt efni síðunnar?