Fara í efni

Sveitarstjórn

357. fundur 20. nóvember 2014 kl. 12:00 - 13:35 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Hörður Óli Guðmundsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Guðmundur Ármann Pétursson
  • Sigrún Jóna Jónsdóttir
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

1.   Álagning gjalda og gjaldskrárbreytingar fyrir árið 2015.

Fyrir liggja tillögur að gjaldskrám og álagningu gjalda vegna ársins 2015.

 
 Útsvarshlutfall árið 2015 verði óbreytt 12,44%.

 
Fasteignaskattur A, 0,475% af fasteignamati á íbúðarhúsnæði, bílageymslur, geymsluhúsnæði, lönd og útihús í landbúnaði og sumarhús, allt með tilheyrandi lóðum.

Fasteignaskattur B, 1,32% af fasteignamati sjúkrastofnana skv. lögum um heilbrigðisþjónustu, skóla, heimavista, leikskóla, íþróttahúsa og bókasafna, að meðtöldum lóðum og lóðarréttindum.

Fasteignaskattur C, 1,65% af fasteignamati allra annarra fasteigna með tilheyrandi lóðum.

 
Afsláttur er af fasteignaskatti íbúðarhúsa til fasteignaeigenda sem eru 67 ára og eldri eða 75% öryrkjar og eiga lögheimili í viðkomandi fasteign. Afsláttur er hlutfallslegur og miðast við tekjur síðastliðins árs samkvæmt skattframtali. Til tekna teljast bæði launatekjur og fjármagnstekjur. Miðað er við sameiginlegar tekjur hjóna og samskattaðs sambýlisfólks.

Tekjumörk vegna afsláttar ársins 2015 eru eftirfarandi:

 
Tekjur einstaklinga                           Tekjur hjóna                                 Niðurfelling

Allt að 2.240.000                               Allt að 3.365.000                                       100%

Milli 2.240.001 – 2.610.000              Milli 3.365.001 – 3.875.000                           75%

Milli 2.610.001 – 3.020.000              Milli 3.875.001 – 4.385.000                           50%

Milli 3.020.001 – 3.365.000              Milli 4.385.001 – 4.900.000                           25%

 

                      
Fjöldi gjalddaga fasteignagjalda:

Fjárhæðir að 25.000 eru með einn gjalddaga 1. maí, 25.001-90.000 eru með 5 gjalddögum með fyrsta gjalddaga 1. mars og síðasta 1. júlí og 90.001 og yfir verði með 7 gjalddögum með fyrsta gjalddaga 1. mars og síðasta 1. september.

 
Seyra, seyrulosunargjald vegna kostnaðar við seyrulosun/fráveitukerfi verði kr. 7.586 á hvert íbúðarhús, sumarhús og fyrirtæki sem ber samkvæmt byggingar­skil­málum að hafa rotþró eða vera tengt viðurkenndu fráveitukerfi.

 

Fráveitugjald skal greitt af öllum mannvirkjum sem tengd eru fráveitukerfum sveitarfélagsins og verður það 0,1% af fasteignamati húss.

 

Stofngjald fyrir tengingu og lagningu frárennslislagna frá lóðarmörkum við holræsakerfi sveitarfélagsins skal vera kr. 175.000.

 
Sorp, álagning vegna sorphirðu og sorpeyðingar vegna heimilissorp er:

 
Sorphirðugjald:

            Ílátastæðir                 Grátunna                    Blátunna

            240 L ílát                    14.518 kr.                     6.297 kr.

660 L ílát                   41.893 kr.                   19.276 kr.

1.100 L ílát                68.849 kr.                   31.158 kr.

8.000 L ílát               153.243 kr.

 

Grátunna:      Hirðing á 14 daga fresti.

Blátunna:       Hirðing á 42 daga fresti.                              

 

Sorpeyðingargjald:

Íbúðarhúsnæði                       17.558 kr.

Frístundahúsnæði                  12.879 kr.

Lögbýli                                     8.586 kr.

Fyrirtæki                                17.172 kr.

 

Gjaldfrjálst verður á gámastöð fyrir allt að 3 m3 vikulega.

Umframmagn er gjaldskylt á móttökustöð, miðast við m3 þess úrgangsmagns sem afsett er. Allur úrgangur er gjaldskyldur við afsetningu nema brotamálmar og úrgangur sem ber úrvinnslugjald Úrvinnslusjóðs.

Móttökugjald á einn m3         4.000 kr.

 
Vatnsveita, vatnsskattur íbúðarhúsa verði 0,25% af fasteignamati eigna sem tengst geta vatnsveitum sveitarfélagsins. Hámarksálagning verði kr. 45.000 og lágmarksálagning verði kr. 25.000 á hús.  Vatnsskattur frístundahúsa verði 0,25% af fasteignamati eigna sem tengst geta vatnsveitum sveitarfélagsins. Hámarksálagning verði kr. 45.000 og lágmarksálagning verði kr. 25.000 á hús. Vatnsskattur fyrirtækja verði 0,25% af fasteignamati eigna sem tengst geta vatnsveitum sveitarfélagsins. Hámarksálagning verði kr. 160.000 og þau fyrirtæki sem safna vatni í eigin miðlun fá 30% afslátt af vatnsskatti. Tengigjöld vatnsveitu (stofngjöld) fyrir frístundahús og íbúðarhús verða kr. 403.925. Tengigjöld fyrir lögbýli að meðtöldu einu íbúðarhúsi verða kr. 608.960.  Á þeim lóðum sem ekki hefur verið byggt á en hafa tengst vatni er innheimt fast árgjald kr. 25.000. Fyrir ný skipulagða frístundabyggð sem tengjast skal vatnsveitu sveitarfélagsins skal landeigandi greiða kr. 45.000 fyrir hverja lóð á skipulagi fyrir lagningu stofnlagnar.

 
Gjaldskráin miðast við að heimtaug í sumarhús sé 20mm.  Velji menn 25mm heimtaug tvöfaldast tengigjaldið og semja verður sérstaklega um sverari heimtaugar.

 

6.   Hitaveita, 5. gr. A, B, C, D og E-liður gjaldskrá hitaveitu Grímsnes- og Grafningshrepps breytist þannig:

A. Hemlagjald (varmagjald):
Sumarbústaðir, snjóbræðslukerfi og notkun samkvæmt sérsamningum skal greiða fyrir hemlagjald. Lámarksstilling er 3,0 l/mínútu.

Hemlagjald fyrir hvern mínútulíter á mánuði hækkar úr kr. 2.202 í kr. 2.279.

B. Eldri samningar
Þar sem vatnið er keypt skv. hemli beint úr stofnlögn hækkar gjald fyrir hvern mínútulíter úr kr. 1.964 á mánuðií kr. 2.033.

C. Rúmmetragjald skv. mæli:
Almennt íbúðar- og iðnaðarhúsnæði og gróðurhús skal greiða varmagjald. Varmagjald fyrir hvern rúmmetra vatns hækkar úr kr. 104,70 í kr. 108,40.

Sumarbústaður sem er með mæli og greiðir skv. rúmmetragjaldi skal þó aldrei greiða minna en sem nemur 3,0 l/mínútu eða sem nemur kr. 6.837 á mánuði, sbr. A-liður 5. gr.

Mælagjald á mánuði:

            C1 Stærð mælis/hemils DN 15    1.087 kr.

            C2 Stærð mælis/hemils DN 20    1.553  kr.

            C3 Stærð mælis/hemils DN 25    1.921 kr.

            C4 Stærð mælis/hemils DN 32    2.289 kr.

C5 Stærð mælis/hemils DN 40    2.659 kr.

C6 Stærð mælis/hemils DN 50    3.639 kr.

D. Stofngjöld

            Íbúðarhús allt að 300m3 og gróðurhús allt að 200m3 kr. 580.192 og fyrir hvern rúmmeter/fermetra þar yfir skal greiða 220kr/m3. Vélageymslur og gripahús allt að 300m3 kr. 337.265 og fyrir hvern rúmmeter/fermetra þar yfir skal greiða 220kr/m3. Fyrir sumarhús er stofngjaldið kr. 580.192. Gjald fyrir auka mælagrind er kr. 86.565.

Auk stofngjaldsins sem að framan greinir skal greiða 4.335 kr. fyrir hvern lengdarmetra heimæðar frá stofnæð.

E. Önnur gjöld

Lokunargjald verður kr. 16.600 og auka álestur kr. 7.600.

 
7.   Lóðaleiga, verði 1% af lóðamati.

 
8.   Gjaldskrá Íþróttamiðstöðvarinnar Borg, verði óbreytt frá fyrra ári:

 

Sund:                fullorðnir, 17-67 ára                                     börn 7-16 ára

Stakt skipti                             600 kr.                                    300 kr.

            10 miða kort                        3.800 kr.                                  1.900 kr.

30 miða kort                        9.600 kr.                                 4.800 kr.

Árskort                                         28.000 kr.                                14.000 kr.

 

Börn 0-6 ára, ellilífeyrisþegar og öryrkjar fá frítt í sund.

 

Þreksalur:

Stakt skipti                          1.200 kr.

10 miða kort                        8.000 kr.

30 miða kort                      16.000 kr.

Árskort                                          28.000 kr.

 

Íþróttasalur:

Fullorðinn – 60 mín.              800 kr.

Barn – 60 mín.                       400 kr.

Hálfur dagur                       9.000 kr.

Heill dagur                        16.000 kr.

 

Sturta                                      500 kr.

Leiga á sundfatnaði               500 kr.

Leiga á handklæði                 500 kr.

 

Íbúum með lögheimili í sveitarfélaginu er boðið upp á að kaupa árskort í sund, þreksal og íþróttasal.

Fullorðnir, 17-67 ára            8.000 kr.

Börn, 7-16 ára                                   3.500 kr.

 

 


9.   Gjaldskrá dagvistargjalda í leikskóladeild Kerhólsskóla, verði óbreytt frá fyrra ári:

4 klst. vistun               11.929 kr.

4,5 klst. vistun            13.422 kr.

5 klst. vistun               14.912 kr.

5,5 klst. vistun            16.404 kr.

6 klst. vistun               17.897 kr.

6,5 klst. vistun            19.387 kr.

7 klst. vistun               20.878 kr.

7,5 klst. vistun            22.369 kr.

8 klst. vistun               23.862 kr.

 
Systkinaafsláttur reiknast eingöngu af grunngjaldi og verður 50% fyrir annað barn og 100% fyrir þriðja og fjórða barn. Önnur afsláttakjör verða óbreytt.

 
10.    Gjaldskrá mötuneytis, verði óbreytt frá fyrra ári:

Stakur hádegisverður í leikskóladeild                       162 kr.

Hádegisverður pr. mánuð í leikskóladeild             3.112 kr.

Stök hressing í leikskóladeild                                      84 kr.

Hressing pr. mánuð í leikskóladeild                                  1.851 kr.

Hádegisverður fyrir grunnskóladeild                        292 kr.

Mjólk pr. mánuð í grunnskóladeild                           433 kr.

Ávextir og brauð pr. mánuð í grunnskóladeild      1.082 kr.

Hádegisverður, eldri borgara                                  373 kr.

Hádegisverður, kostgangara                                   988 kr.

 
11.    Gjaldskrá fyrir Félagsheimilið Borg, verði óbreytt frá fyrra ári:

 

Veislur:

Fermingar – afmæli, dagveislur              55.000 kr.         

Brúðkaup – afmæli, kvöldveislur             78.000 kr.

Ættarmót, öll helgin                               120.000 kr.

Ættarmót, sólarhringur                            55.000 kr.

Fundir:

Kaffistofa                                          15.000 kr.     

Stóri salur                                        30.000 kr.

Allt húsið                                          45.000 kr.

Ráðstefnur, námskeið o.þ.h.             45.000 kr.

Annað:

Leiga fyrir innansveitarfólk            23.000 kr.      

Leiga á húsi pr.klst                           4.000 kr.  lágmarkstímar eru 5 klst.

Dansleikir                                        samningsatriði

 
Breytingar þessar taka gildi frá og með 1. janúar 2015.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögur um álagningu gjalda og gjaldskrárbreytingar.

 

2.   Drög að fjárhagsáætlun 2015-2018, fyrri umræða.
Fyrir liggja drög að fjárhagsáætlun Grímsnes- og Grafningshrepps fyrir fjár­hags­árið 2015 og fyrir árin 2016, 2017 og 2018 sbr. 62. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Sveitarstjórn vísar áætluninni til annarrar umræðu.

 
3.   Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 5. nóvember 2014. 
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 5. nóvember 2014 liggur frammi á fundinum.

 
4.     Fundargerðir.

a)     79. fundur Skipulags- og byggingarnefndar Uppsveita, 6. nóvember 2014.

Mál nr. 1, 5, 8, 9, 15, 16 og 17 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 79. fundargerð Skipulags- og byggingarnefndar Uppsveita, dags. 6. nóvember 2014. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 1: Borgarbrún 4 - rotþróarmál, fyrirspurn
Að mati sveitarstjórnar samræmist það ekki deiliskipulagi svæðisins að vera með stakar rotþrær á lóðunum. Erindinu hafnað.

Mál nr. 5: Afgreiðslur byggingarfulltrúa.
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 30. september til 5. nóvember 2014.

Mál nr. 8: Neðra-Apavatn lóð 169300
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að falla frá grenndarkynningu skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga og vísar málinu til afgreiðslu hjá byggingarfulltrúa.

Mál nr. 9: Tjarnholtsmýri 11
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu nefndarinnar og telur að ekki sé hægt að afgreiða umsókn um byggingarleyfi fyrr en aðalskipulagið hefur verið endurskoðað.

Mál nr. 15: Askbr. Grímsnes-og Grafn. Seyðishólar - Kerbyggð
Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins og óskar eftir áliti lögmanns sveitarfélagsins í ljósi nýfallins hæstaréttardóms.

Mál nr. 16: Dsk_Bíldsfell 6 land 5 lnr. 220399
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu nefndarinnar og frestar afgreiðslu málsins.

Mál nr. 17: Dskbr. Seyðishólar - Kerbyggð
Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins.

 
b)    Fundargerð 22. fundar stjórnar Skipulags- og byggingarfulltrúa Uppsveita bs., 6. nóvember 2014.
Fundargerðin lögð fram og hún staðfest.

 
c)     Fundargerð 5. fundar Héraðsnefndar Árnesinga bs., 14. október 2014.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 
d)    Fundargerð 20. fundar Almannavarnarnefndar Árnessýslu, 16. október 2014.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 
e)     Fundargerð 19. fundar Almannavarnarnefndar Árnessýslu, 6. október 2014.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 
f)      Fundargerð 9. fundar stjórnar þjónustusvæðis um málefni fatlaðs fólks á Suðurlandi, 16. október 2014.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 
g)     Fundargerð haustfundar um þjónustusvæði málefna fatlaðs fólks á Suðurlandi, 22. október 2014.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 
5.       Beiðni um styrk frá Landgræðslu ríkisins vegna samstarfsverkefnisins „Bændur græða landið“.
Fyrir liggur beiðni um styrk frá Landgræðslu ríkisins til verkefnisins „Bændur græða landið“. Óskað er eftir styrk að fjárhæð kr. 30.000. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita umbeðinn styrk.

 
6.       Bréf frá Ólafi Laufdal, f.h. Hótels Grímsborga ehf. vegna tilboðs um samvinnu og aukna markaðshlutdeild í formi auglýsinga.
Fyrir liggur bréf frá Ólafi Laufdal, f.h. Hótels Grímsborga ehf., dagsett 2. nóvember 2014 vegna tilboðs um samvinnu og aukna markaðshlutdeild í formi auglýsinga. Sveitarstjórn hafnar erindinu.

 

7.       Minnisblað frá Berki Brynjarssyni, Tæknisviði Uppsveita, vegna tilboðs frá Loftmyndum.
Fyrir liggur minnisblað frá Berki Brynjarssyni, Tæknisviði Uppsveita Árnessýslu, dagsett 5. nóvember 2014 vegna tilboðs frá Loftmyndum fyrir rotþróarskráningar í stað núverandi kerfis. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að taka fyrirliggjandi tilboði.

 
8.       Minnisblað frá lögmanni sveitarfélagsins, Óskari Sigurðssyni hrl. vegna dóms Hæstaréttar frá 6. nóvember s.l. í máli nr. 82/2014.
Fyrir liggur minnisblað frá lögmanni sveitarfélagsins, Óskari Sigurðssyni hrl., dagsett 12. nóvember 2014 vegna dóms Hæstaréttar frá 6. nóvember s.l. í máli nr. 82/2014. Minnisblaðið lagt fram.

 
9.       Minnisblað frá Gunnlaugi Júlíussyni, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, vegna þjóðhagsspár Hagstofu Íslands.
Fyrir liggur minnisblað frá Gunnlaugi Júlíussyni, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 14. október 2014 vegna þjóðhagsspár Hagstofu Íslands. Minnisblaðið lagt fram til kynningar.

 
10.    Afrit af bréfi frá framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, Karli Björnssyni, vegna umsagnar á frumvarpi til breytingar á vegalögum, 157. mál.
Fyrir liggur afrit af bréfi frá framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, Karli Björnssyni, dagsett 12. nóvember 2014 þar sem kynnt er umsögn sambandsins á frumvarpi til breytingar á vegalögum ásamt greinargerð um endurskoðun vegalaga. Erindið lagt fram til kynningar.

 
11.    Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn á tillögu til þingsályktunar um millilandaflug um Hornafjarðarflugvöll, 32. mál.
Þingsályktunartillagan lögð fram.

 
12.    Beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um umsögn á tillögu til þingsályktunar um endurskoðun laga um lögheimili, 33. mál.
Sveitarstjórn leggst gegn þingsályktunartillögunni á grundvelli þjónustustig sem felst í skráningu lögheimilis s.s. húsaleigubóta, skólavistar og félagslegrar þjónustu.

 
13.    Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn á tillögu til þingsályktunar um stofnun Hofsjökulsþjóðgarðs, 26. mál.
Þingsályktunartillagan lögð fram.

 
14.    Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um tekjustofna sveitarfélaga (afnám lágmarksútsvars), 29. mál.
Frumvarpið lagt fram.

 
15.    Bréf frá Samkeppniseftirlitinu ásamt áliti stofnunarinnar nr. 1/2014, samkeppnishömlur við meðhöndlun úrgangs og afrit af bréfi til Gámaþjónustunnar hf., dags. 5.nóvember 2014.
Fyrir liggur bréf frá Samkeppniseftirlitinu, dagsett 5. Nóvember 2014 ásamt áliti stofnunarinnar nr. 1/2014, samkeppnishömlur við meðhöndlun úrgangs. Jafnframt liggur fyrir afrit af bréfi frá Samkeppniseftirlitinu til Gámaþjónustunnar hf., dags. 5.nóvember 2014. Erindið lagt fram til kynningar.

 

 

Til kynningar
Heilbrigðisnefnd Suðurlands. Fundargerð 160. stjórnarfundar 14.11 2014.
Sorpstöð Suðurlands.  Fundargerð  235. stjórnarfundar 10.11 2014.
SASS.  Fundargerð  484. stjórnarfundar, 23.09 2014.
SASS.  Fundargerð  486. stjórnarfundar, 20.10 2014.
SASS.  Fundargerð  487. stjórnarfundar, 14.11 2014.
Sorpstöð Suðurlands.  Fundargerð  aðalfundar 22.10 2014.
SASS.  Fundargerð aðalfundar 21. og 22. október 2014.
Samband íslenskra sveitarfélaga.  Fundargerð 821. stjórnarfundar, 31.10 2014.
 

 

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 13:35

Getum við bætt efni síðunnar?