Fara í efni

Sveitarstjórn

245. fundur 20. ágúst 2009 kl. 09:00 - 11:35 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Ingvar Ingvarsson
  • Sigurður Jónsson
  • Ólafur Ingi Kjartansson
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Hildur Magnúsdóttir
  • Jón G. Valgeirsson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Jón G. Valgeirsson

 Oddviti leitaði afbrigða
a)        Beiðni um styrk vegna þátttöku í torfærukeppni Nordic Cup 2009. 
b)        Endurgreiðslur ríkisins vegna greiðslu húsaleigubóta.

1.   Fundargerð hreppsnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 2. júlí 2009 liggur frammi á fundinum. 

2.   Fundargerðir.
      a)   15. fundur skipulags- og byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps, 13.08.2009.
Varðandi lið nr. 6, sumarhús neðan Sogsvegar 40A telur sveitarstjórn að liggja verði fyrir deiliskipulag fyrir lóðina.  Skipulagsfulltrúa falið að ræða við lóðareiganda.
Varðandi lið nr. 15, Stærribær-landskipti samþykkir sveitarstjórn að fresta málinu til frekari skoðunar.
Fundargerðin að öðru lagi lögð fram og staðfest. 

3.  Aðalskipulag Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020.
Tillaga að aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020 lögð fram að nýju, sbr. bréf Skipulagsstofnunar frá 1. júlí sl. Lagt fram minnisblað skipulagsráðgjafa dagsett 15.ágúst sl. Sveitarstjórn samþykkir þær breytingar á aðalskipulagstillögunni sem lagðar eru til í minnisblaðinu og samþykkir að tillagan verði send að nýju til Skipulagsstofnunar til lokaafgreiðslu, skv. 5. mgr. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/199, sbr. einnig lög um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Skipulagsráðgjöfum er falið að endurbæta skipulagsgögnin í samræmi við minnisblað dagsett 15. ágúst og senda til Skipulagsstofnunar. Minnisblað skipulagsráðgjafa dagsett 15. ágúst ásamt eldra minnisblaði dagsett 1. febrúar 2009 verði send Skipulagsstofnun, sbr. bréf stofnunarinnar frá 1. júlí sl.

4.  Beiðni Fasteignaskrá Íslands um umsögn vegna fasteignamats á Kjalbraut 5b.
Lögð er fram beiðni Fasteignaskrár Íslands um umsögn vegna beiðni eiganda frístundahúss við Kjalbraut 5b að fasteignamat eignarinnar verði leiðrétt til lækkunar.  Sveitarstjórn telur að það verðmat sem Fasteignaskrá Íslands leggur til grundvallar sé eðlilegt og endurspegli markaðsverð eignarinnar. 

 5.  Beiðni Allsherjanefndar Alþingis um umsögn um frumvarp til laga um kosningar til sveitarstjórna.
Lögð er fram beiðni Allsherjarnefndar Alþingis um umsögn um frumvarp til laga um kosningar til sveitarstjórna er varðar persónukjör.  Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við frumvarpið.

 6.  Forstöðumaður Íþróttamiðstöðvarinnar á Borg.
Lögð er fram uppsögn Kristínar Ólafsdóttur sem forstöðumaður Íþróttamiðstöðvarinnar Borg.  Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa stöðuna lausa til umsóknar þegar búið verður að útbúa nýja starfslýsingu fyrir forstöðumann.  Þangað til verði Rut Guðmundsdóttir staðgengill forstöðumanns ráðin tímabundið í starfið og Bragi Sævarsson í afleysingar í starf Rutar.  Sveitarstjórn þakkar Kristínu fyrir mjög góð störf við uppbyggingu Íþróttamiðstöðvarinnar.

 7.  Beiðni um styrk vegna landsliðsæfinga Steinars Sigurjónssonar.
Lögð er fram beiðni um styrk vegna ferða á landsliðsæfingar vegna Steinars Sigurjónssonar en hann hefur verið nokkrum sinnum valinn í U-16 ára landslið Íslands í fótbolta en hann hefur æft með UMF Selfoss.   Sveitarstjórn samþykkir að veita kr. 50.000 í styrk vegna ferðarkostnaðar í tenglsum við landsliðsæfingar.

 8.  Úrskurður í stjórnsýslumáli nr. 80/2008.
Lagður er fram úrskurður í stjórnsýslumáli nr. 80/2008. Kristján Sigurðsson gegn Grímsnes- og Grafningshreppi sem varðar innheimtu vatnsskatts á óbyggðar lóðir.   Sveitarstjóra er falið að ganga frá málinu.

 9.  Umsókn rekstrarleyfi vegna skammtímaleigu á íbúðarhúsum vegna Ásborga 3 og 5.
Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti fyrirhugaðan afgreiðslutíma skv. umsókninni og staðfestir að staðsetning íbúðarhúsana í Ásborgum 3 og 5 sé skv. reglum sveitarfélagins en mælist þó til þess að rekstrarleyfið verði ekki gefið út lengur en til 2 ára og umsækjandi kynni reksturinn fyrir íbúum í hverfinu.

 10.  Hitaveita í Hraunborgum, dreifikerfi í Þerneyjarsundi.
Lögð er fram niðurstaða tilboða á lagningu dreifikerfis hitaveitu í Þerneyjarsundi í Hraunborgum.  Eftirfarandi tilboð bárust.  Ólafur Jónsson kr. 2.475.050, Sigurður K. Jónsson kr. 3.002.000, Kristján Ó. Jónsson, kr. 2.073.950, Sigurjón Á. Hjartarson, kr. 4.651.750 og Fugl og Fiskur ehf, kr. 1.756.000.  Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á kr. 4.028.800. Samþykkt að fela sveitarstjóra að ganga til samninga við lægstbjóðanda Fugl og Fisk ehf.  Sigurður K. Jónsson víkur sæti við afgreiðslu málsins. 

11.  Ábúðarmál á Nesjavöllum.
Lögð fram gögn vegna stöðu ábúðarmála á Nesjavöllum.

 12.  Breyting á borsvæðum og niðurrennslissvæði á Nesjavöllum.
Lagt er fram erindi frá Skipulagsstofnun þar sem óskað er umsagnar sveitarfélagsins um hvort og á hvaða forsendum breytingar á borsvæðum og niðurrennslissvæði á Nesjavöllum skuldi háð mati á umhvefisáhrifum.  Sveitarstjórn telur að umræddar framkvæmdir Orkuveitu Reyjavíkur séu ekki háðar mati á umhvefisáhrifum.

 13.  Ástand girðinga meðfram vegum í sveitarfélaginu.
Lagt er fram bréf Fjallskilanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps þar lýst er áhyggjum yfir ástandi girðinga meðfram stofn- og tengivegum.   Sveitarstjóra falið að óska eftir fundi við Vegagerðina um lausnir á málunum.

 14.  Beiðni um ferskvatnsveitu fyrir sumarhúsabyggð í Vatnsholti.
Lagt fram erindi frá sumahúsafélaginu Vatnsholtsbyggð í Vatnsholti um að sveitarstjón endurskoði afstöðu sína að Vatnsholtsbyggðin geti tengst kaldavatnsveitu sveitarfélagsins.   Sveitarstjórn ítrekar fyrri afstöðu sína að ekki séu áætlanir um að fara í þessar framkvæmdir.

 15.  Hundahald í sveitarfélaginu.
Lagt er fram bréf sumarhúsaeiganda að Víðibrekku 36 þar sem kvartað er yfir lausagöngu hunda í sveitarfélaginu.   Sveitarstjórn samþykkir að kláruð verði vinna við gildistöku á reglum um hundahald í sveitarfélaginu.

 16.  Fjárhæð húsaleigu í húsnæði sveitarfélagins.
Rædd er fjárhæð húsaleigu í húsnæði sveitarfélagsins á Borg  Sveitarsjórn samþykkir að samræma húsaleigu á íbúðarhúsnæði í eigu sveitarfélags á Borg þannig að grunnleiguverð verði kr. 780 á m2 fyrir Borgarbraut 22 og 24 en kr. 680 á m2 fyrir Borgarbraut 2, 4, 12 og 26.  Ofan á grunnleiguverð reiknast síðan vísitala skv. húsaleigusamningum.

 

17. Önnur mál.
a)     Beiðni um styrk vegna þátttöku í torfærukeppni Nordic Cup 2009.
Lögð er fram beiðni Jóns Arnar Ingileifssonar um styrk vegna þátttöku í torfærukeppni í Nordic Cup 2009 en hann er ríkjandi heimsmeistari.     Sveitarstjórn samþykkir að veita kr. 100.000 í styrk vegna þátttöku í keppninni.  Sigurður Jónsson víkur sæti við afgreiðslu málsins.

 b)     Endurgreiðslur ríkisins vegna greiðslu húsaleigubóta.

Rætt er um endurgreiðslur ríkisins til sveitarfélaga vegna húsaleigubóta en fyrir liggur að ríkið hefur tilkynnt að endurgreiðsluhlutfall ríkisns vegna ársins 2009 verði 51,5% í stað 60%.   Sveitarstjórn krefst þess að ríkið standi við gerða samninga gagnvart sveitarfélögunum enda hefur sveitarfélagið gert ráð fyrir 60% endurgreiðslum í sinni fjárhagsáætlun.

 

18. Til kynningar
a) Ársskýrsla Byggðasafns Árnesinga liggur frammi á fundinum.
b) Beiðni um gjafsókn fyrir Hæstarétti í máli 184/
c) Bréf frá Lögmönnum Árbæ vegna fésektarkröfu á Júlíus Þorbergsson vegna sumarbústaðar á lóð nr. 8 í landi Norðurkots.
d) Bréf frá Þjóðkirkjunni vegna þinglýsingar kirkna.
e) Bréf frá AFS skiptinemasamtökum vegna starfssemi samtakanna.
f) Bréf frá Félagi fagfólks í frítímaþjónustu vegna frítímastarfs barna og unglinga.
g) Bréf frá Menntamálaráðuneytingu um framlag til námsgagnasjóðs.
h) Bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga um framlög ársins 2009.
i) Bréf frá Skattstjóra Suðurlandsumdæmis um álögð opinber gjöld 2009.
j) Bréf frá Menntamálaráðuneytingu um úthlutun úr námsgagnasjóði.
k) Bréf frá UNICEF á Íslandi vegna velferðar íslenskra barna.
l) SASS.  Fundargerð 425. stjórnarfundar 14.08.2009.

 

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl: 11.35.

 

Getum við bætt efni síðunnar?