Fara í efni

Sveitarstjórn

362. fundur 18. febrúar 2015 kl. 09:00 - 11:30 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Hörður Óli Guðmundsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Guðmundur Ármann Pétursson
  • Sigrún Jóna Jónsdóttir
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

Oddviti leitar afbrigða

a)     Aðalskipulagsbreyting Grímsnes- og Grafningshreppur, Seyðishólar-Kerbyggð.
b)     Deiliskipulagsbreyting, Seyðishólar-Kerbyggð.

 

1.   Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 4. febrúar 2015.  
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 4. febrúar 2015 liggur frammi á fundinum.

 
2.     Fundargerðir.

a)     84. fundur Skipulags- og byggingarnefndar Uppsveita, 12. febrúar 2015.

Mál nr. 1, 2, 9, 10, 11 og 16 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 84. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dags. 12. febrúar 2015. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 1: Landsskiplagsstefna 2015-2026 – 1501017
Fyrir liggur umsögn skipulagsnefndar við Landskipulagsstefnu 2015-2026. Sveitarstjórn staðfestir umsögn Skipulagsnefndar.

Mál nr. 2: Reglugerð um hollustuhætti: Ákvæði 24. gr. um fjarlægð – 1502041
Í gildandi reglugerð um hollustuhætti nr. 941/2002 er ákvæði um að óheimilt sé að hafa loðdýrabú, alifuglabú og svínabú nær mannabústöðum, matvælafyrirtækjum eða vinnustöðum annarra en sjálfs búsins en sem nemur 500 metrum (4. mgr. 24. gr.). Ekki eru neinar skýringar á því hvers vegna miða skuli við þessa ákveðnu fjarlægð og ekki er tekið tillit til fjölda dýra eða hvernig starfseminni er háttað s.s. í tengslum við meðhöndlun á úrgangi.

Það er mat sveitarstjórnar að ofangreint ákvæði reglugerðar um hollustuhætti þurfi endurskoðunar við í ljósi þess að miklar breytingar hafa orðið á t.d. meðhöndlun úrgangs frá minka-, alifugla- og svínabúum sem hefur m.a. leitt til minni lyktarmengunar en áður var. Sveitarstjórn tekur undir áskorun Skipulagsnefndar til Umhverfis- og auðlindarráðuneytisins um að endurskoða ákvæði 24. gr. reglugerðar um hollustuhætti nr. 941/2002.

Mál nr. 9: Hraunbraut 35 og 41-43: Borg: Deiliskipulagsbreyting – 1502030
Fyrir liggur beiðni frá Birgi Leó Ólafssyni f.h. Borgarhúsa ehf. um deiliskipulagsbreytingu á lóðum við Hraunbraut nr. 35 og 41-43. Óskað er eftir að breyta einbýlishúsalóð og parhúsalóð í raðhúsalóðir. Sveitarstjórn felst ekki á fyrirliggjandi breytingu vegna of marga íbúða. Oddvita falið að ræða við skipulagshönnuð og skipulagsfulltrúa.

Mál nr. 10: Miðengi: 5 stjörnu gisting: Fyrirspurn – 1502034
Lögð fram fyrirspurn um hvort heimilt verði að stækka núverandi hús á lóð við 5. braut í landi Miðengis þannig að nýtingarhlutfall lóðar verði um 0,07 í stað 0,03 eins og gildandi skipulag gerir ráð fyrir og hvort leyfi þurfi fyrir smíði þyrlupalls. Jafnframt er spurt um útleigu húss á lóðinni, hvort nægjanlegt heitt vatn sé á svæðinu auk upplýsinga um frárennslismál.

Það samræmist ekki ákvæðum gildandi aðalskipulags sveitarfélagsins að gera ráð fyrir hærra nýtingarhlutfalli á frístundahúsalóðum en 0.03 og hefur það ekki verið leyft til þessa. Ekki er fallist á byggingu þyrlupalls inn í miðju frístundahúsahverfi vegna mögulegs ónæðis fyrir nágranna. Varðandi önnur atriðið að þá er líklega nóg heitt vatn á svæðinu og væntanlega fengist heimild til að leigja hús á lóðinni á sambærilegan hátt og gildir almennt um útleigu frístundahúsa. Sveitarfélagið sér um tæmingu rotþróa í frístundahúsahverfum en lóðarhafar sjálfir þurfa að sjá um hönnun fráveitukerfis í samráði við heilbrigðiseftirlit Suðurlands.

Mál nr. 11: Bjarkarbraut 5: Umsókn um byggingarleyfi: Viðbygging – 1501054
Fyrir liggur umsókn um viðbyggingu við sumarhús að Bjarkarbraut 5, Bjarkarborgum. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir samhljóða að grenndarkynna umsóknina skv. 44. gr. skipulagslaga.

Mál nr. 16: Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 15-01 – 1501001F
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 10. febrúar 2015.


b)    Fundargerð 3. fundar húsnefndar Félagsheimilisins Borgar,   26. janúar 2015.

Mál nr. 1 og 3 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 3. fundargerð húsnefndar Félagsheimilisins Borgar, dags. 26. janúar 2015.

Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 1: Ásýnd.
Sveitarstjórn felur Tæknisviði Uppsveita að gera kostnaðaráætlun um viðhald hússins að utan.

Mál nr. 3: Húsvörður.
Sveitarstjórn samþykkir að breyta fyrirkomulagi á húsvörslu og felur sveitarstjóra að útfæra fyrirkomulag starfsins í samráði við skólastjóra.


c)     Fundargerð 2. fundar ferðamálaráðs uppsveitanna, 3. febrúar 2015.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 
3.       Ráðgjafasamningur við Concello ehf.
Málinu frestað.

 
4.   Kauptilboð í golfvöllinn að Minni-Borg.
Fyrir liggur kauptilboð frá Örvari B. Hólmarssyni f.h. óstofnaðs hlutafélags í golfvöllinn að Minni-Borg. Sveitarstjórn hafnar fyrirliggjandi kauptilboði.

 
5.       Bréf frá Kvenfélagi Grímsneshrepps ásamt ársskýrslu og ársreikningi sem liggur frammi á fundinum.
Fyrir liggur bréf frá Kvenfélagi Grímsneshrepps, dagsett 1. febrúar 2015 ásamt ársskýrslu og ársreikningi. Spurt er hvort sveitarfélagið, e.t.v. í samstarfi við önnur sveitarfélög á Suðurlandi, verði með einhverja viðburði tengda þeim merku tímamótum að í ár eru liðin 100 ár frá því að konur fengu kosningarétt. Sveitarstjóra falið að vera í sambandi við forsvarsmenn kvenfélagsins.

 
6.       Minnisblað frá skipulagsfulltrúa, Pétri Inga Haraldssyni um stefnumörkun um vindmyllur – kynnisferð til Skotlands og/eða Noregs.*
Fyrir liggur minnisblað frá skipulagsfulltrúa, Pétri Inga Haraldssyni, dagsett 30. janúar 2015 um stefnumörkun um vindmyllur – kynnisferð til Skotlands og/eða Noregs með fulltrúum frá Skipulagsstofnun í lok mars eða byrjun apríl vegna þeirrar vinnu sem framundan er varðandi stefnumörkun sveitarfélaganna um staðsetningu vindmylla. Gert er ráð fyrir einum fulltrúa frá hverju sveitarfélagi. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að oddviti sveitarfélagsins sem jafnframt er fulltrúi sveitarfélagsins í skipulagsnefnd, fari í umrædda kynnisferð fyrir hönd Grímsnes- og Grafningshrepps.

 
7.       Beiðni um styrk frá Kór Menntaskólans á Laugarvatni vegna ferðar kórsins til Danmerkur.
Fyrir liggur beiðni um styrk frá Kór Menntaskólans á Laugarvatni vegna ferðar kórsins til Danmerkur. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita styrk að fjárhæð kr. 15.000 til ferðarinnar.

 
8.       Beiðni um styrk frá NKG-verkefnalausnum til innleiðingar á nýsköpunarmennt í grunnskólum.
Fyrir liggur beiðni um styrk að fjárhæð kr. 45.000 – 250.000frá NKG-verkefnalausnum til innleiðingar á nýsköpunarmennt í grunnskólum. Sveitarstjórn hafnar erindinu.

 
9.       Bréf frá Landgræðslu ríkisins vegna afgreiðslu umsóknar Grímsnes- og Grafningshrepps til Landbótasjóðs 2015.
Fyrir liggur bréf frá Landgræðslu ríkisins, dagsett 2. febrúar 2015 þar sem Grímsnes- og Grafningshreppi hefur verið úthlutað styrk að fjárhæð kr. 310.000 úr Landbótasjóði Landgræðslunnar. Bréfið lagt fram til kynningar.

 
10.    Beiðni Velferðarnefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um húsaleigubætur (námsmenn), 237. mál.
Frumvarpið lagt fram.

 
11.    Beiðni Velferðarnefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga (skilyrði fjárhagsaðstoðar), 416. mál.
Frumvarpið lagt fram.

12.    Beiðni Velferðarnefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum og málefni fatlaðs fólks (aukin vinnuvernd og notendastýrð persónuleg þjónusta), 454. mál.
Frumvarpið lagt fram.

 
13.    Beiðni Atvinnuveganefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um náttúrupassa (heildarlög), 455. mál.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps lýsir yfir miklum vonbrigðum að á því tæpa ári sem liðið er síðan málið var síðast til efnislegrar meðferðar hafi ekki meira áunnist og að ekki hafi tillit verið tekið þeirra sjónarmiða sem þá komu fram. Sveitarstjórn hefur sannfærst enn frekar um að hafna beri náttúrupassanum enda verður það fyrirkomulag erfitt og flókið í framkvæmd. Nauðsynlegt er að sett verði lög um gjaldtökuna sem nái til allra ferðamannastaða til að koma í veg fyrir það „gullgrafara“ ástand sem hefur skapast. Einnig þarf að tryggja sanngjarna dreifingu tekna til þeirra sem veita grunnþjónustu á ferðamannastöðum. Sveitarstjórn leggur höfuðáherslu á að tekjur sem fást renni óskiptar til þjónustu, verndar og uppbyggingar ferðamannastaða og að eins lítið fari í yfirbyggingu og hægt er. Það er mikið áhyggjuefni að ekki virðist vera til langtímaáætlun um uppbyggingu og verndun ferðamannastaða, listi yfir ferðamannastaði og að gerð laga um landsáætlun um uppbyggingu innviða fyrir ferðamenn hafi ekki farið fram meðan unnið var að gerð frumvarps um gjaldtöku.

 
14.    Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um stjórn vatnamála (gjaldtaka fyrir vatnsþjónustu, EES-reglur), 511. mál.*
Samþykkt er að óska eftir fresti til að skila inn athugasemdum til 4. mars n.k.

 
15.    Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um meðferð elds og varnir geng gróðureldum (heildarlög, strangari reglur), 512. mál.
Frumvarpið lagt fram.

 

16.    Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um uppbyggingu innviða fyrir ferðamenn til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum, (heildarlög), 427. mál.
Frumvarpið lagt fram.

 
17.    Önnur mál.

a)     Aðalskipulagsbreyting Grímsnes- og Grafningshreppur, Seyðishólar-Kerbyggð.
Lögð fram að nýju að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga tillaga að breytingu á aðalskipulagi á um 20 ha spildu við Seyðishóla þar sem gert er ráð fyrir að landnotkun breytist úr frístundabyggð í svæði fyrir verslun- og þjónustu. Tillagan var auglýst 21. ágúst sl. með athugasemdafresti til 3. október. Tvö athugasemdabréf bárust, frá eigendum sumarhúss á lóðinni Kerengi 39 og eigendum sumarhúsalóðarinnar Klausturhólar 1. Athugasemd frá þáverandi eigendum Kerengis 39 fellur niður þar sem þeir hafa selt hús sitt og eiga því ekki lengur hagsmuna að gæta í málinu. Afgreiðslu málsins var frestað, fyrst á fundi sveitarstjórnar 5. nóvember 2014, síðan á fundi 20. nóvember og aftur á fundi 17. desember 2014. Nú er lagt fram bréf Jónasar Arnar Jónassonar frá Lögmönnum Sundagörðum dags. 16. janúar 2015, f.h. umsækjenda, þar sem fram kemur rökstuðningur fyrir ofangreindri breytingu. Þá er lögð fram tillaga svari við fyrirliggjandi athugasemdum.

Sveitarstjórn samþykkir ofangreinda aðalskipulagsbreytingu óbreytta ásamt fyrirliggjandi tillögu að svari við athugasemdum. Skipulagsfulltrúa er falið að senda málið til staðfestingar Skipulagsstofnunar.


b)   
Deiliskipulagsbreyting, Seyðishólar-Kerbyggð.
Lögð fram að nýju að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillaga að breytingu á deiliskipulagi Seyðishóla í landi Klausturhóla. Um er að ræða 20 ha svæði sem nefnist Kerbyggð þar sem samkvæmt gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir 28 frístundahúsalóðum sem flestar eru rúmleg 0,5 ha að stærð þar sem heimilt er að reisa allt að 150 frístundahús og 25 fm aukahús. Tillagan var auglýst samhliða breytingu á aðalskipulagi svæðisins þann 23. ágúst sl. með athugasemdafresti til 3. október. Tvö athugasemdabréf bárust, frá eigendum sumarhúss á lóðinni Kerengi 39 og eigendum sumarhúsalóðarinnar Klaustuhólar 1. Athugasemd frá þáverandi eigendum Kerengis 39 fellur niður þar sem þeir hafa selt hús sitt og eiga því ekki lengur hagsmuna að gæta í málinu. Eins og um aðalskipulagsbreytingu svæðisins að þá var afgreiðslu málsins frestað, fyrst á fundi sveitarstjórnar 5. nóvember 2014, síðan á fundi 20. nóvember og aftur á fundi 17. desember 2014. Nú er lagt fram bréf Jónasar Arnar Jónassonar frá Lögmönnum Sundagörðum dags. 16. janúar 2015, f.h. umsækjenda, þar sem fram kemur rökstuðningur fyrir ofangreindri breytingu. Þá er lögð fram tillaga að svari við fyrirliggjandi athugasemdum.

Sveitarstjórn samþykkir ofangreinda deiliskipulagsbreytingu óbreytta ásamt fyrirliggjandi svari við athugasemdum. Skipulagsfulltrúa er falið að senda málið til afgreiðslu Skipulagsstofnunar.

 

Til kynningar
Sorpstöð Suðurlands.  Fundargerð  238. stjórnarfundar 02.02 2015.
Samband íslenskra sveitarfélaga.  Fundargerð 824. stjórnarfundar, 30.01 2015.
Bréf frá Ungmennaráði UMFÍ, dagsett 3. febrúar 2015 þar sem sagt frá ráðstefnunni „Ungt fólk og lýðræði“ 2015, dagana 25. – 27. mars n.k.
Bréf og skýrsla frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu um niðurstöður úr æskulýðsrannsókninni Ungt fólk 2014 í 8., 9. og 10. bekk grunnskóla.
-skýrslan liggur frammi á fundinum-

 

 

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 11:30

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?