Fara í efni

Sveitarstjórn

373. fundur 19. ágúst 2015 kl. 09:00 - 10:40 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Hörður Óli Guðmundsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Björn Kristinn Pálmarsson í fjarveru Gunnars Þorgeirssonar
  • Sigrún Jóna Jónsdóttir
  • Guðmundur Ármann Pétursson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

1.    Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 1. júlí 2015. 

Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 1. júlí 2015 liggur frammi á fundinum.

 
2.      Fundargerðir.
a)      93. fundur Skipulagsnefndar Uppsveita, 9. júlí 2015.

Mál nr. 10, 11, 12 og 18 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 93. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dags. 9. júlí 2015. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 10: 1504035 - Rimahverfi: Frístundasvæði: Klausturhólar: Deiliskipulag.
Fyrir liggur að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Klausturhóla, Rimahverfi. Tillagan var auglýst 13. maí 2015 með athugasemdafrest til 25. júní. Ein athugasemd barst auk þess sem borist hefur ný umsögn frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða deiliskipulagið með breytingum á greinargerð til að koma til móts við athugasemdir Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Varðandi athugasemd um stærð lóðar þá kemur fram í deiliskipulaginu að afmörkun og stærð lóða er með fyrirvara um nákvæmari mælingar á staðnum.

Mál nr. 11: 1507005 - Hestvíkurvegur 16, 18, 20, 22, 24 og Réttartjarnarvegur 1, 3 og 5: Nesjar: Deiliskipulagsbreyting.
Fyrir liggur umsókn um breytingu á deiliskipulagi í landi Nesja sem nær til 8 lóða við Hestvíkurveg og Réttartjarnarveg. Ástæða breytingarinnar er að verið er að lagfæra hnitsetta afmörkun þessara 8 lóða en ekki er verið að gera breytingu á skilmálum svæðisins. Að mati sveitarstjórnar er um óverulega breytingu að ræða og samþykkir hana skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar fyrir eigendum þeirra lóða sem breytingin nær til.

 
Mál nr. 12: 1507008 - Kiðjaberg og Hestland: Dreifikerfi hitaveitu: Framkvæmdaleyfi.
Fyrir liggur umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu dreifkerfis hitaveitu í landi Kiðjabergs og Hests í Grímsnes- og Grafningshreppi. Verða lagnir lagðar meðfram vegum á svæðinu þar sem þegar hefur verið lögð rafveita og vatnsveita og er því ekki farið yfir óhreyft land. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að veit verði framkvæmdaleyfið í samræmi við ofangreinda umsókn.

Mál nr. 18: 1507001F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 15-10.
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 1. júlí 2015.

 
b)     94. fundur Skipulagsnefndar Uppsveita, 10. ágúst 2015.

Mál nr. 1, 2, 3, 4, 5 og 21 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 94. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dags. 10. ágúst 2015. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 1: 1507030 - Ásgarður 168229: Ásgarður vegsvæði: Stofnun lóðar.
Fyrir liggur umsókn Vegagerðarinnar, dags. 20. júlí 2015 um stofnun lóðar sem nær til svæðis úr landi Ásgarðs (lnr. 168229) sem fer undir hluta Búrfells vegar. Nær svæðið til þess hluta þar sem vegurinn er færður frá núverandi legu. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar og ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.

Mál nr. 2: 1508004 - Suðurbakki 8: Ásgarður: Deiliskipulagsbreyting.
Fyrir liggur umsókn eigenda lóðarinnar Suðurbakki 8 í landi Ásgarðs, dags. 9. júlí 2015 þar sem óskað er eftir undanþágu frá ákvæðum deiliskipulags um mænisstefnu. Meðfylgjandi eru uppdrættir sem sýna fyrirhugaða legu hússins.

Að mati sveitarstjórnar er um svo óverulegt frávik frá skilmálum deiliskipulagsins að ræða að hagsmunir nágranna skerðast í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn. Í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga er því ekki talin þörf á að gera breytingu á deiliskipulagi svæðisins.

Mál nr. 3: 1501004 - Frístundabyggð Hagavík reitur B: Deiliskipulag.
Fyrir liggur bréf frá Skipulagsstofnun, dags. 10. júlí 2015 varðandi deiliskipulag frístundabyggðar í landi Hagavíkur, reit B. Einnig liggur fyrir bréf skipulagsráðgjafa um hvernig koma megi til móts við athugasemdir Skipulagsstofnunar.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi deiliskipulag með breytingum til að koma til móts við athugasemdir Skipulagsstofnunar. Stærð gestahúss minnkar úr 60 m2 í 40 m2 og uppdráttur er lagfærður.

Mál nr. 4:1508010 - Tjarnarvík lnr. 222808: Íbúðarhús: Deiliskipulag.
Fyrir liggur tillaga að deiliskipulagi sem nær til Tjarnarvíkur (lnr. 222808) úr landi Hagavíkur við Þingvallavatn. Landið er um 37 ha að stærð en skipulagið gerir ráð fyrir einum 2.000 m2 byggingarreit um 100 m frá vatnsbakka þar sem byggja má 300 m2 íbúðarhús og 40 m2 útihús.

Sveitarstjórn hafnar því að byggt verði íbúðarhús á þessu svæði heldur eingöngu frístundahús. Ef gera á ráð fyrir byggingu frístundahúss að þá mælir sveitarstjórn með að afmörkuð verði minni lóð utan um húsið í stað þess að gera ráð fyrir að allt svæðið verði skráð sem frístundahúsalóð.

Mál nr. 5:1504002 - Kiðjaberg: Frístundabyggð: Endurskoðað deiliskipulag.
Fyrir liggur bréf frá Skipulagsstofnun, dags. 4. ágúst 2015 um endurskoðun deiliskipulags Kiðjabergs. Einnig liggur fyrir tölvupóstur skipulagsráðgjafa, dags. 10. ágúst þar sem fram koma viðbrögð við athugasemdum og ábendingum Skipulagsstofnunar.

Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins þar til fyrir liggur greinargerð frá umsækjendum um hvernig bregðast skuli við athugasemdum Skipulagsstofnunar.

Mál nr. 21: 1502002F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 15-11.
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 23. júlí 2015.

c)      Fundargerð 14. fundar stjórnar þjónustusvæðis vegna málefna fatlaðs fólks á Suðurlandi, 12. ágúst 2015.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 
3.        Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II í Þórsstíg 30, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 24. júlí 2015  um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II (sumarhús) í Þórsstíg 30, Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að leyfið verði veitt en óskar jafnframt eftir afriti af rekstarleyfi þegar það er gefið út.

 
4.        Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II í Skyggnisbraut 2b, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 2. júlí 2015  um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II (sumarhús) í Skyggnisbraut 2b, Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að leyfið verði veitt en óskar jafnframt eftir afriti af rekstarleyfi þegar það er gefið út.

 
5.        Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II í Goðhólsbraut 11, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 12. ágúst 2015  um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II (sumarhús) í Goðhólsbraut 11, Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að leyfið verði veitt en óskar jafnframt eftir afriti af rekstarleyfi þegar það er gefið út.

 
6.        Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II í Hraunborgum, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 11. ágúst 2015  um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II (sumarhús) í Hraunborgum, Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að leyfið verði veitt en óskar jafnframt eftir afriti af rekstarleyfi þegar það er gefið út.

 
7.        Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki III í Ljósafossskóla, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 28. júlí 2015  um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki III í Ljósafossskóla, Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að leyfið verði veitt en óskar jafnframt eftir afriti af rekstarleyfi þegar það er gefið út.

 
8.    Fyrirkomulag stjórnunar í Kerhólsskóla.
Fyrir liggur samningur milli Grímsnes- og Grafningshrepps og Skólastofunnar slf. – rannsóknir – ráðgjöf um störf starfsmanns Skólastofunnar, Ingvars Sigurgeirssonar um æskilegt fyrirkomulag stjórnunar í Kerhólsskóla. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samning.

 
9.    Bréf frá Innanríkisráðuneyti vegna stjórnsýslukæru Jóns Péturssonar.
Fyrir liggur bréf frá Innanríkisráðuneytinu, dagsett 26. júní 2015 þar sem fram kemur að kveðinn hafi verið upp úrskurður í máli nr. IRR14110098, kæra Jóns Péturssonar á afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar  Uppsveita bs., sem staðfest er af sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps. Úrskurður ráðuneytisins er sá að málinu er vísað frá. Bréfið er lagt fram til kynningar.

 
10.    Bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga vegna skuldaviðmiða í ársreikningi 2014.
Fyrir liggur bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, dagsett 13. júlí 2015 þar sem fram kemur að skuldahlutfall samstæðu sveitafélagsins í ársreikningi 2014 sé 152% og þar með standist fjármál sveitarfélagsins ekki skuldareglu sveitarstjórnarlaga um 150% skuldaviðmið. Vegna þessa óskar Eftirlitsnefndin eftir að fá upplýsingar frá sveitarstjórn um hvernig skuldaviðmið sveitarstjórnarlaga verði uppfyllt.

Í þegar samþykktri fjárhagsáætlun fyrir fjárhagsárið 2015 sem samþykkt var af sveitarstjórn þann 17. desember 2014 kemur fram að skuldahlutfall sveitarfélagsins á árinu 2015 muni verða 136% og þar með verði skuldaviðmið sveitarstjórnarlaga uppfyllt. Á grundvelli stöðu sveitarfélagsins fyrstu sex mánuði þessa árs er ekki hægt að sjá að það breytist neitt.

 
11.    Opnun tilboða í hitaveituframkvæmd að Kiðjabergi og Hesti.
Fyrir liggja tilboð í hitaveituframkvæmd að Kiðjabergi og Hesti. Kostnaðaráætlun framkvæmdanna er 44.000.000 kr. og bárust fjögur tilboð í verkið. Frá Gröfutækni ehf. að fjárhæð kr. 38.015.600. Íslandsgámum ehf.  65.915.424 kr., Kristjáni Ó. Kristjánssyni 31.541.000 kr. og Ólafi Jónssyni  24.228.000 kr. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að taka tilboði lægstbjóðanda, Ólafs Jónssonar. Á grundvelli samkomulags við sumarhúsaeigendur í Kiðjabergi og Hesti þá hefur þessi framkvæmd ekki áhrif á fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir fjárhagsárið 2015.

 
12.    Bréf frá Björgvini Magnússyni þar sem óskað er eftir endurskoðun á álagningu fasteignagjalda 2014 og 2015 í Kiðjabergi 77.
Fyrir liggur bréf frá Björgvini Magnússyni, dagsett 7. júlí 2015 þar sem óskað er eftir að sveitarstjórn endurskoði álagningu fasteignagjalda fyrir árin 2014 og 2015 á sumarhús bréfritara að Kiðjabergi 77. Gefið var út rekstararleyfi til reksturs gististaðar í flokki II fyrir umrædda fasteign í júlí 2013 og hefur því verið innheimtur fasteignaskattur í flokki C fyrir árin 2014 og 2015. Húsið hefur ekki verið í útleigu alla daga og er nýtt til einkanota þegar það er ekki í útleigu og því er farið fram á að greiða fasteignaskatt í flokki C skv. útleigðum gistinóttum en ekki allt árið. Sveitarstjórn hafnar endurskoðun fasteignagjalda fyrir frístundahúsið að Kiðjabergi 77 miðað við núverandi notkun þess.

 
13.    Bréf frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála vegna kæru á breytingu á aðal- og deiliskipulagi í landi Kerbyggðar við Seyðishóla.
Fyrir liggur bréf frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, dagsett 13. ágúst 2015 þar sem óskað er efir gögnum vegna breytingar á aðal- og deiliskipulagi í landi Kerbyggðar við Seyðishóla. Úrskurðarnefndinni hefur borist kæra vegna breytingarinnar og jafnframt er sveitarfélaginu gefinn kostur á að tjá sig um kæruna. Sveitarstjórn vísar málinu til skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins, Péturs Inga Haraldssonar.

 
14.    Tillaga Landsnets að kerfisáætlun 2015-2024 og umhverfisskýrslu.
Fyrir liggur tillaga Landsnets að kerfisáætlun 2015-2024 um áætlaða þróun notkunar og framleiðslu raforku tengdri flutningskerfinu. Jafnframt liggur fyrir umhverfisskýrsla þar sem lagt er mat á umhverfisáhrif kerfisáætlunar. Frestur til að gera athugasemdir við tillögurnar er til 1. september n.k. Lagt fram til kynningar.

 
15.    Skýrsla SASS um sumarhús – fjölda, staðsetningu og dreifingu um landið.
Fyrir liggur skýrsla Samtaka Sunnlenskra sveitarfélaga um sumarhús, fjölda þeirra, staðsetningu og dreifingu þeirra um landið. Skýrslan lögð fram til kynningar.

 
16.    Stefnumörkun um nýtingu vindafls, kynnisferð til Skotlands 16. – 19. mars 2015.
Fyrir liggur minnisblað um kynnisferð skipulagsnefndar og fleiri til Skotlands í mars s.l. Lagt fram til kynningar.

 
17.    Aðalfundur Vottunarstofunnar Túns.
Fyrir liggur fundarboð aðalfundar Vottunarstofunnar Túns ehf. sem haldinn verður 24. ágúst n.k. í Reykjavík. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að Sigrún Jóna Jónsdóttir verði fulltrúi sveitarfélagsins á aðalfundinum.

 
18.    Bréf frá Öryrkjabandalagi Íslands um aðgengileg ferðasalerni fyrir fatlað fólk á almennum viðburðum og hátíðum.
Fyrir liggur bréf frá Öryrkjabandalagi Íslands, dagsett 21. júlí 2015 um aðgengileg ferðasalerni fyrir fatlað fólk á almennum viðburðum og hátíðum á vegum sveitarfélaga og ríkisins. Bréfið lagt fram til kynningar.

 
19.    Afrit af bréfi frá Vegagerðinni þar sem tilkynnt er um niðurfellingu Ásgarðsvegar af vegaskrá.
Fyrir liggur afrit af bréfi frá Vegagerðinni, dagsett 6. júlí 2015 þar sem tilkynnt er um niðurfellingu Ásgarðsvegar af vegaskrá. Bréfið lagt fram til kynningar.

 
20.    Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um úthlutun úr Námsgagnasjóði 2015.
Fyrir liggur bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 23. júní 2015 um úthlutun sambandsins úr Námsgagnasjóði. Kerhólsskóla var úthlutað styrk að fjárhæð kr. 44.136. Bréfið lagt fram til kynningar.

 
21.    Access Iceland, úttekt á aðgengismálum sveitarfélaga.
Fyrir liggur bréf frá Access Iceland þar sem boðið er upp á úttekt á aðgengismálum sveitarfélaga. Bréfið lagt fram til kynningar.

 
22.    Bréf frá Kvenréttindafélagi Íslands ásamt 19. júní, ársriti Kvenréttindafélags Íslands.
Fyrir liggur bréf frá Kvenréttindafélagi Íslands, dagsett 21. júlí 2015 ásamt 19. júní, ársriti Kvenréttindafélags Íslands. Lagt fram til kynningar.

 
23.    Bréf frá Ríkisskattstjóra ásamt álagningarskrá opinberra gjalda 2015.
Fyrir liggur bréf frá Ríkisskattstjóra, dagsett 20. júlí 2015 ásamt álagningarskrá opinberra gjalda 2015. Lagt fram til kynningar.

 
24.    Fjarskiptamál Grímsnes- og Grafningshrepps.
Rætt var um fjarskiptamál í sveitarfélaginu. Sveitarstjórn felur Tæknisviði Uppsveita að gera úttekt núverandi stöðu  og kostnaðarmeta ljósleiðaravæðingu sveitarfélagsins.

 
25.    Borgarbraut 20.
Á fundi sveitarstjórnar þann 3. júní s.l. var samþykkt breyting á deiliskipulagi að Borgarbraut 20 á Borg. Samþykkt var að grenndarkynna breytinguna fyrir lóðarhöfum að Borgarbraut 8-18. Sveitarstjórn samþykkir að breytingin verði einnig grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum að Borgarbraut 28-32.

 
26.    Skipan fulltrúa í veitunefnd Grímsnes- og Grafningshrepps.
Fyrir liggur að aðalfulltrúi C-lista og jafnframt formaður í veitunefnd, Birgir Leó Ólafsson, hefur beðist lausnar frá störfum. Fulltrúar C-lista tilnefna Gunnar Þorgeirsson sem aðalfulltrúa sinn og formann veitunefndar út kjörtímabilið 2014-2018.

 
27.    Skipan fulltrúa í samgöngunefnd Grímsnes- og Grafningshrepps.
Fyrir liggur að aðalfulltrúi C-lista og jafnframt formaður í samgöngunefnd, Birgir Leó Ólafsson, hefur beðist lausnar frá störfum. Fulltrúar C-lista tilnefna Steinar Sigurjónsson sem aðalfulltrúa sinn og formann nefndarinnar og Björn Snorrason til vara í samgöngunefnd út kjörtímabilið 2014-2018.

 
 
Til kynningar
Sorpstöð Suðurlands.  Fundargerð  241. stjórnarfundar 22.06 2015.
Heilbrigðisnefnd Suðurlands. Fundargerð 165. stjórnarfundar 29.05 2015.
Heilbrigðisnefnd Suðurlands. Fundargerð 166. stjórnarfundar 03.07 2015.
SASS.  Fundargerð  496. stjórnarfundar 07.08 2015.
Samband íslenskra sveitarfélaga.  Fundargerð 829. stjórnarfundar, 03.07 2015.
Hestamannafélagið Trausti, ársreikningur og ársskýrsla 2014.
Vöktun á lífríki og vatnsgæðum Þingvallavatns, gagnaskýrsla fyrir árið 2014.
Bréf frá Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands, dagsett 29. júní 2015 vegna 72. Íþróttaþings ÍSÍ ásamt ársskýrslu ÍSÍ 2015 og tölfræðiriti.
-liggur frammi á fundinum-.
Tímarit Öryrkjabandalags Íslands, 1. tbl. 2015.
-liggur frammi á fundinum-.
Hvati, tímarit Íþróttasambands fatlaðra, 1. tbl. 25. árg. 2015.
-liggur frammi á fundinum-.
Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga, ársskýrsla 2014.
-liggur frammi á fundinum-.
 

 

 

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 11:40

 

 

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?