Fara í efni

Sveitarstjórn

378. fundur 04. nóvember 2015 kl. 09:00 - 10:40 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Hörður Óli Guðmundsson
  • Sigrún Jóna Jónsdóttir
  • Guðmundur Ármann Pétursson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

Oddviti leitar afbrigða

a)      Beiðni um námsvist utan lögheimilissveitarfélags.

 

 
1.    Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 21. október 2015. 
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 21. október 2015 liggur frammi á fundinum.

 
2.      Fundargerðir.
a)      Fundargerð 48. fundar fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 26. október 2015.

Mál nr. 6a, 6c og 6f þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 48. fundargerð fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 26. október 2015.

Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 6a: Opnunartími leikskóladeildar.
Fræðslunefnd óskar eftir afstöðu sveitarstjórnar á að lengja opnunartíma leikskóladeildar í samræmi við könnun sem gerð var meðal foreldra. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að opnunartímanum verði breytt í samræmi við niðurstöðu könnunarinnar, þ.e. frá kl. 07:30 – 16:30.

Mál nr. 6c: Tómstunda- og félagsmálafulltrúi.
Fræðslunefnd óskar eftir að nýlega ráðinn tómstunda- og félagsmálafulltrúi kynni sig og starfið fyrir foreldrum. Sveitarstjóra falið að sjá til þess að svo verði.

 

  
Mál nr. 6f: 9-12 mánaða börn í leikskóladeild.
Fyrirspurn frá fulltrúa fræðslunefndar um hvort aldur leikskólabarna verði lækkaður í 9 mánuði. Fyrir nokkru síðan var sveitarstjóra falið að taka saman kostnað vegna þessa og er um að ræða eitt stöðu gildi auka miðað við að það verði að jafnaði 3 níu mánaða börn í skólanum hverju sinni. Sveitarstjórn hafnar því að tekin verði inn svo ung börn.

 
b)     Fundargerð 11. fundar samgöngunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 30. september 2015.

Mál nr. 1, 2, 3 og 4 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 14. fundargerð fjallskilanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 21. ágúst 2015.

Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 1: Breytingar á reglum um styrki til viðhalds á vegum í frístundabyggð.
Samgöngunefnd leggur til að 2. grein í reglunum verði breytt á þá leið að umsóknarfresturinn verði færður fram til 1. mars ár hvert í stað 15. maí. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi beiðni.

Mál nr. 2: Hraðahindranir og gangstéttir.
Samgöngunefnd leggur til að sveitarstjórn reikni með fjármunum í lagningu gangstétta og uppsetningu hraðahindrana á Borg við gerð fjárhagsáætlunar. Sveitarstjórn mun hafa þessi atriði til hliðsjónar við vinnu fjárhagáætlunar.

Mál nr. 3: Reglur um klæðningar á heimreiðum.
Samgöngunefnd leggur til að reglur um klæðningar á heimreiðar verði gerðar skýrari og að nefndin sjái um að útbúa slíkar reglur. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi beiðni.

Mál nr. 4: Útskot á Biskupstungnabraut.
Samgöngunefnd leggur til að sveitarstjórn skoði í samstarfi við Vegagerðina hvort möguleiki sé á að útfæra útskot á Biskuptungnabraut betur og lagfæra þau. Sveitarstjóra falið að ræða við Vegagerðina.

 
c)      98. fundur Skipulagsnefndar Uppsveita, 22. október 2015.

Mál nr. 12, 13, 22 og 23 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 98. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dags. 22. október 2015. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 12: 1510009 - Grímkelsstaðir 170865: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús.
Fyrir liggur umsókn um leyfi til að byggja sumarhús 82,2 m2og 311,5 m3 úr timbri.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða grenndarkynna umsókn um byggingarleyfi í samræmi við 44. gr. skipulagslaga þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.

Mál nr. 13: 1510037 - Álftavatn 2A lnr. 168307: Álftavatn 1, 1A, 2 og bátaskýli: Stofnun lóðar og staðfesting á lóðamörkum.
Fyrir liggur umsókn dags. 2. október 2015 um stofnun lóðar úr landi Álftavatns 2A undir bátaskýli. Bátaskýlið er í dag skráð á lóð Álftavatns 1 og er í sameiginlegri eign eigenda fjögurra lóða. Meðfylgjandi er lóðablað sem sýnir afmörkun lóðarinnar auk hnitsetta afmörkun lóðanna fjögurra.

 
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við stofnun lóðar undir bátaskýli og ekki er gerð athugsemd við afmörkun lóðanna fjögurra með fyrirvara um samþykki aðliggjandi landeigenda.

Mál nr. 22: 1509007F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 15-15.
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 30. september 2015.

Mál nr. 23: 1510001F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 15-16.
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 15. október 2015.  

 
d)     Fundargerð 28. fundar stjórnar Skipulags- og byggingarfulltrúa Uppsveita bs., 22. október 2015.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 
e)      Fundargerð 12. fundar Skólaþjónustu- og velferðarnefndar Árnesþings, 26. október 2015.

Mál nr. 2 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 12. fundargerð Skólaþjónustu- og velferðarnefndar Árnesþings, 26. október 2015.

Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 2: Gjaldskrá og grunnupphæð fjárhagsaðstoðar fyrir árið 2016.
Fyrir liggja tillögur að gjaldskrá og grunnupphæð fjárhagsaðstoðar fyrir árið 2016 sem samþykkt hefur verið af Skólaþjónustu- og velferðarnefnd Árnesþings. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögur.

 
f)       Fundargerð 22. stjórnarfundar Samtaka orkusveitarfélaga, 27. október 2015.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 
3.        Jafnréttisáætlun.
Lögð fram til fyrri umræðu drög að jafnréttisáætlun fyrir sveitarfélagið skv. lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008. Málinu vísað til seinni umræðu.

 
4.        Bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga vegna ákvæðis sveitarstjórnarlaga um miklar fjárfestingar.
Fyrir liggur bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, dagsett 7. október 2015 þar sem óskað er eftir upplýsingum um hvort einhver fjárfestinga ársins 2014 falli undir ákvæði 66. greinar sveitarstjórnarlaga um mikla fjárfestingu. Sveitarstjóra falið að svara eftirlitsnefndinni.

 
5.        Bréf frá formanni sumarhúsaeigenda við Ásskóga, Guðjóni Péturssyni, vegna nokkurra atriða er varða sumarhúsahverfið við Ásskóga.
Fyrir liggur bréf frá Formanni sumarhúsaeigenda við Ásskóga, Guðjóni Péturssyni, dags. október 2015 þar sem óskað er eftir göngustíg við Sogsveg og lagfæringu á svæðinu undir gáma við Sogsbakka. Jafnframt er gerð athugasemd við breytingu á deiliskipulagi svæðisins, staðsetningu á leikvelli í deiliskipulagi svæðisins og að ekki hafi verið grenndarkynntar breytingar á deiliskipulagi við Ásborgir. Sveitarstjórn sér ekki ástæðu til að breyta gildandi deiliskipulagi og varðandi göngustíg við Sogveginn, er því vísað til endurskoðunar á aðalskipulagi sveitarfélagsins.

 
6.        Breytingar á stofnsamningi Héraðsnefndar Árnesinga.
Fyrir liggja tillögur að breytingum á stofnsamningi fyrir Héraðsnefnd Árnesinga bs. sem samþykkt var á haustfundi Héraðsnefndar Árnesinga þann 15. og 16. október s.l. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögur.

 
7.        Bréf frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála vegna kæru á samþykkt sveitarstjórnar á deiliskipulagi í landi Kiðjabergs.
Fyrir liggur bréf frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, dagsett 26. nóvember 2013 vegna kæru á deiliskipulagsbreytingu í landi Kiðjabergs. Skipulagsfulltrúa falið að taka saman gögn málsins.

 
8.        Héraðsdómur Suðurlands, dómur nr. E250/2014, Pétur Þórarinsson gegn Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur dómur Héraðsdóms Suðurlands frá 21. október s.l. í máli nr. E250/2014, Pétur Þórarinsson gegn Grímsnes- og Grafningshreppi þar sem haldið er fram óvandaðri stjórnsýslu á hendur Grímsnes- og Grafningshreppi við veitingu byggingaleyfa. Grímsnes- og Grafningshreppur var sýknaður af kröfum stefnanda. Dómurinn lagður fram til kynningar.

 
9.        Héraðsdómur Suðurlands, dómur nr. E249/2014, Þorsteinn Gunnarsson gegn Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur dómur Héraðsdóms Suðurlands frá 21. október s.l. í máli nr. E249/2014, Þorsteinn Gunnarsson gegn Grímsnes- og Grafningshreppi þar sem haldið er fram óvandaðri stjórnsýslu á hendur Grímsnes- og Grafningshreppi við veitingu byggingaleyfa. Grímsnes- og Grafningshreppur var sýknaður af kröfum stefnanda. Dómurinn lagður fram til kynningar.

 
10.    Aðalskipulag Mosfellsbæjar 2011-2030, tillaga að breytingu, Selholt, breyting á landnotkun og umhverfisskýrsla.
Fyrir liggur tillaga að breytingu á aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi breytingar.

 
11.    Önnur mál.
a)      Beiðni um námsvist utan lögheimilissveitarfélags.
Fyrir liggur beiðni frá Reykjavíkurborg um námsvist utan lögheimilissveitarfélags fyrir Sindra Má Tinnuson. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða námsvistina með fyrirvara um samkomulag við Kerhólsskóla um skólaakstur og annan viðbótar kostnað.

 

 
Til kynningar
Bréf og skýrsla frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu um niðurstöður úr æskulýðsrannsókninni Ungt fólk 2015 í 5. – 7. bekk grunnskóla.
Skógræktarfélag Grímsnesinga, ársreikningur 2014.
Tónlistarskóli Árnesinga, ársskýrsla 2014.
Hækkum flugið, 37. landsþing KÍ, Selfossi 9.-11. október 2014.
-liggur frammi á fundinum-.

 

 

 

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 10:40

Getum við bætt efni síðunnar?