Fara í efni

Sveitarstjórn

380. fundur 02. desember 2015 kl. 09:00 - 11:15 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Hörður Óli Guðmundsson
  • Sigrún Jóna Jónsdóttir
  • Guðmundur Ármann Pétursson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

Oddviti leitar afbrigða

a)      Erindi frá Sigmari Ólafssyni, skólastjóra Kerhólsskóla.
b)      Kerið, umsókn um framkvæmdarleyfi.

 
1.    Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 18. nóvember 2015.
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 18. nóvember 2015 liggur frammi á fundinum.

 
2.      Fundargerðir.

a)      Fundargerð 49. fundar fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 19. nóvember 2015.
Fundargerðin lögð fram til kynningar. 

b)     Fundargerð 28. fundar atvinnumálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 12. nóvember 2015.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

c)      Fundargerð 17. fundar æskulýðs- og menningarmálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 24. nóvember 2015.

Mál nr. 1, 4 og 5 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 17. fundargerð æskulýðs- og menningarmálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 24. nóvember 2015.

Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 1: Ungmennaráð.
Fyrir liggja drög að samþykkt fyrir Ungmennaráð Grímsnes- og Grafningshrepps. Sveitarstjórn vísar áætluninni til annarrar umræðu.

 
Mál nr. 4: Önnur mál.
Æskulýðs- og menningarmálanefnd fer fram á að sveitarstjórn finni framtíðar staðsetningu fyrir leiksvæði á Borg svo hægt sé að vinna markvist að uppbyggingu þess. Sveitarstjórn mun hafa það til hliðsjónar við vinnu endurskoðunar deiliskipulags sveitarfélagsins.

Mál nr. 5: Opnunartímar í líkamsræktaraðstöðu.
Sveitarstjórn óskar eftir að Æskulýðs- og menningarmálanefnd lagfæri fundargerðina og leggi fram að nýju.

d)     100. fundur Skipulagsnefndar Uppsveita, 26. nóvember 2015.

Mál nr. 8, 9, 20 og 21 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 100. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dags. 26. nóvember 2015. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 8: 1511046 - Garðyrkjubýlið Reykjalundur: Reykjanes: Deiliskipulagsbreyting: Úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.
Fyrir liggur úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 12. nóvember 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi Reykjaness í Grímsnes- og Grafningshreppi, vegna garðyrkjubýlisins Reykjalundar. Niðurstaða nefndarinnar er að ekki eru ágallar á meðferð eða efni hinnar kærðu deiliskipulagsbreytingar og er kröfu um ógildingu hafnað. Lagt fram til kynningar.

Mál nr. 9: 1511050 - Nesjar 170824: Nesjar spennistöð: Stofnun lóðar.
Fyrir liggur umsókn Rarik ohf. dags. 9. nóvember um stofnun 56 m2 lóðar undir spennistöð úr landi Nesja lnr. 170824. Jafnframt liggur fyrir lóðablað dags. 31. ágúst 2015. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við stofnun lóðarinnar með fyrirvara um lagfæringu á lóðablaði í samráði við skipulagsfulltrúa. Ekki eru gerðar athugasemdir við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.

Mál nr. 20: 1511003F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 15-18.
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 11. nóvember 2015.

Mál nr. 21: 1511006F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 15-19.
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 24. nóvember 2015.

e)      Fundargerð 30. fundar stjórnar Skipulags- og byggingarfulltrúa Uppsveita bs.,                  26. nóvember 2015.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 
3.    Fjárhagsáætlun 2016-2019, seinni umræða.
Fyrirliggjandi tillaga að fjárhagsáætlun fyrir árið 2016 er tekin til lokaafgreiðslu. Niðurstöður áætlunarinnar eru eftirfarandi í þúsundum króna:

Rekstrarniðurstaða A-hluta tekjur umfram gjöld                                                 44.641

Rekstrarniðurstaða samstæðu A og B-hluta tekjur umfram gjöld                       27.885                      

Handbært fé frá rekstri A-hluti                                                                            97.303

Handbært fé frá rekstri samstæðu                                                                     115.336

 
Fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum er áætluð samtals 59,5 millj. kr.  Helstu liðir í fjárfestingu eru í eignasjóði, vatnsveitu, hitaveitu og fráveitu.  Ekki er gert er ráð fyrir lántöku vegna fjárfestinga né sölu eigna.

 
Einnig liggur fyrir 3ja ára fjárhagsáætlun og eru helstu lykiltölur samstæðureikningsins í þúsundum króna:

                                                2017                         2018                            2019

Tekjur                                 802.178                   806.599                      811.463

Gjöld                                 702.881                    703.818                      704.239

Fjármagnsgjöld                   52.634                      39.993                          28.711

Rekstrarafgangur                           46.663                        62.788                         78.513

Eignir                             1.648.453                  1.675.363                     1.711.449

Skuldir                              987.583                     951.705                        909.278

Eigið fé                            660.870                      723.658                       802.171

Fjárfestingar (nettó)          30.000                        25.000                         24.000

 
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi fjárhagsáætlun fyrir rekstrarárið 2016 og framlagða 3ja ára áætlun Grímsnes- og Grafningshrepps fyrir árin 2017-2019.

 
4.    Viðauki við áætlun 2015.
Fyrir liggur útfærsla á viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2015. Viðaukinn felur í sér útgjaldaauka í rekstri að fjárhæð kr. 11,8 millj. Þessum útgjaldaauka er mætt með breytingum á fjárfestingu og sölu eigna að fjárhæð kr. 31,7 millj. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi viðauka.

 
5.    Vatnsréttindi við Sogið.
Samþykkt er að óska eftir að Þjóðskrá Íslands meti vatnsréttindi við Sog og Þingvallavatn til fasteignamats vegna virkjanna við Steingrímsstöð, Írafoss og Ljósafoss. Einnig er farið fram á endurmat á jarðhitahlunnindum Nesjavalla.

 
6.    Nýr byggingarfulltrúi.
Fyrir liggur að gengið hefur verið frá ráðningu nýs byggingarfulltrúa hjá Skipulags- og byggingarfulltrúa Uppsveita bs. fyrir aðildarsveitarfélögin. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða ráðningu Rúnars Guðmundssonar og felur sveitarstjóra að tilkynna það til Mannvirkjastofnunar.

 
7.    Kauptilboð í lóðir sveitarfélagsins í Ásborgum.
Á fundi sveitarstjórnar þann 18. nóvember s.l. var sveitarstjóra falið að ræða tilboðsgjafa í þær 10 lóðir sveitarfélagsins í Ásborgum. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að taka tilboði Grímsborga ehf. í áðurnefndar lóðir. Sveitarstjóra falið að ganga frá samningum við tilboðsgjafa. 

 
8.        Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki V og veitingastaðar í flokki II í ION Hótel ehf., Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 18. nóvember 2015  um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki V og veitingastaðar í flokki II í ION Hótel ehf, Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að leyfið verði veitt.

 
9.        Beiðni um styrk frá Landgræðslu ríkisins vegna samstarfsverkefnisins „Bændur græða landið“.
Fyrir liggur beiðni um styrk frá Landgræðslu ríkisins til verkefnisins „Bændur græða landið“. Óskað er eftir styrk að fjárhæð kr. 30.000. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita umbeðinn styrk.

 
10.    Beiðni um styrk frá foreldrafélagi Kerhólsskóla vegna jólaballs.
Fyrir liggur beiðni um styrk frá foreldrafélagi Kerhólsskóla að fjárhæð kr. 30.000 vegna jólaballs þann 18. desember n.k. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita umbeðinn styrk.

 
11.    Beiðni um námsvist utan lögheimilissveitarfélags.
Fyrir liggur beiðni um námsvist utan lögheimilissveitarfélags fyrir Hinrik Ara Laufdal Ingólfsson. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða námsvistina og felur sveitarstjóra að ganga frá málinu.

 
12.    Tölvupóstur frá hjúkrunarstjóra HSU í Laugarási þar sem óskað er eftir að sveitarfélögin í uppsveitum Árnessýslu biðji um breytingu á póstnúmerum.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Önnu Ipsen, hjúkrunarstjóra HSU í Laugarási, dags. 16. desember 2015 þar sem óskað er eftir að sveitarfélögin í uppsveitum Árnessýslu biðji um breytingu á póstnúmerum sveitanna. Mikill ruglingur er hjá HSU vegna bókunarkerfis sem byggir á póstnúmerum og að auki er töluvert um rugling innan Neyðarlínunnar. Oddvita falið að kanna málið.

 
13.    Bréf frá Þjóðskrá Íslands þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins á endurmati fasteignamats á Kringlumýrarvegi 8, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur bréf frá Þjóðskrá Íslands, dagsett 11. nóvember 2015 þar sem óskað er umsagnar sveitarfélagsins á endurmati fasteignamats á Kringlumýrarvegi 8, Grímsnes- og Grafningshreppi. Bréfið lagt fram.

 
14.    Bréf frá Sveini Ívarssyni og Önnu S. Guðmundsdóttur vegna breytinga á frístundahúsi í heilsárshús.
Fyrir liggur bréf frá Sveini Ívarssyni og Önnu Sigríði Guðmundsdóttur, dagsett 23. nóvember 2015 þar sem óskað er að frístundahúsi að Skyggnisbraut 2b verði breytt í heilsárshús. Erindinu hafnað. 

 
15.    Bréf frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu vegna erindis frá skóla- og frístundasviðið Reykjavíkurborgar sem varðar grunnskólagöngu milli lögheimilissveitarfélaga.
Fyrir liggur bréf frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, dagsett 23. nóvember 2015 vegna erindis frá skóla- og frístundasviðið Reykjavíkurborgar sem varðar grunnskólagöngu milli lögheimilissveitarfélaga. Bréfið lagt fram.

 
16.    Bréf frá Innanríkisráðuneytinu þar sem tilkynntar eru breytingar á lögræðislögum nr. 78/1997.
Fyrir liggur bréf frá Innanríkisráðuneytinu, dagsett 23. nóvember 2015 þar sem tilkynntar eru breytingar á lögræðislögum nr. 78/1997. Bréfið lagt fram til kynningar.

 
17.    Beiðni Velferðarnefndar Alþingis um umsögn á tillögu til þingsályktunar um stefnu og aðgerðaráætlun í geðheilbrigðismálum, 338. mál.
Þingsályktunartillagan lögð fram.

 
18.    Bréf frá Yfirfasteignamatsnefnd vegna kæru álagningar fasteignaskatta á Kiðjaberg 77, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur bréf frá Yfirfasteignamatsnefnd, dagsett 19. nóvember 2015 vegna kæru álagningar fasteignaskatta á Kiðjaberg 77, Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn felur lögmanni sveitarfélagsins, Óskari Sigurðssyni hrl. að vinna að málinu fyrir hönd sveitarfélagsins.

 
19.    Skýrsla R3 Ráðgjafar um greiningu og úttekt á starfsemi Skiplags- og byggingarfulltrúa uppsveita og Tæknisviði uppsveita.
Fyrir liggur skýrsla R3 Ráðgjafar um greiningu og úttekt á starfsemi Skiplags- og byggingarfulltrúa uppsveita og Tæknisviði uppsveita. Umræðu frestað til næsta fundar.

 
20.    Minnisblað af ráðstefnunum The role of Nordic municipalities and regions in the green transition og Norræni rafmagnsmarkaðurinn í 100 ár.
Fyrir liggur minnisblað af ráðstefnunum The role of Nordic municipalities and regions in the green transition og Norræni rafmagnsmarkaðurinn í 100 ár. Minnisblaðið lagt fram til kynningar.

 
21.    Önnur mál.

a)      Erindi frá Sigmari Ólafssyni, skólastjóra Kerhólsskóla.
Fyrir liggur uppsagnarbréf frá Sigmari Ólafssyni skólastjóra Kerhólsskóla, dagsett 30. nóvember 2015 þar hann óskar eftir lausn frá störfum. Sveitarstjórn hefur móttekið uppsagnarbréfið og þakkar honum störf í þágu skólans. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að semja við starfsmenn stofnunarinnar um stjórnun það sem eftir er af skólaárinu. Auglýst verður eftir stjórnendum í Kerhólsskóla á vordögum. 

b)     Kerið, umsókn um framkvæmdarleyfi.
Fyrir liggur umsókn um framkvæmdarleyfi til lagfæringar á göngustíg og aðalútsýnissvæðis við Kerið. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi umsókn með fyrirvara um umsögn Umhverfisstofnunar.

 

 
Til kynningar
Sorpstöð Suðurlands.  Fundargerð  243. stjórnarfundar 28.10 2015.
Sorpstöð Suðurlands.  Fundargerð  244. stjórnarfundar 09.11 2015.
SASS.  Fundargerð  500. stjórnarfundar 19.11 2015.
Samband íslenskra sveitarfélaga.  Fundargerð 832. stjórnarfundar, 20.11 2015.
Rauði borðinn, 37. tbl. 26. árg. 2015.
-liggur frammi á fundinum-.
 

 

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 11:15

Getum við bætt efni síðunnar?