Fara í efni

Sveitarstjórn

383. fundur 03. febrúar 2016 kl. 09:00 - 10:40 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Hörður Óli Guðmundsson
  • Sigrún Jóna Jónsdóttir
  • Guðmundur Ármann Pétursson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

Oddviti leitar afbrigða

a)      Samningur um gerð Aðalskipulags fyrir Grímsnes- og Grafningshrepp, 2016 – 2030.

 
1.    Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 20. janúar 2016.
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 20. janúar 2016 liggur frammi á fundinum.  

 
2.      Fundargerðir.

a)      103. fundur Skipulagsnefndar Uppsveita, 21. janúar 2016.

Mál nr. 2, 3, 4, 5, 6, 20 og 21 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 103. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dags. 21. janúar 2016. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 2: 1601031 - Réttarháls 7: Nesjar: deiliskipulagsbreyting.
Fyrir liggur tillaga að breytingu á deiliskipulagi Nesjaskógs í landi Nesja sem nær til lóðarinnar Réttarháls 7. Samkvæmt tillögunni er afmörkuð og hnitsett 5.000 m2 lóð. Lóðin er í dag til í fasteignaskrá en er ekki inn á deiliskipulagi svæðisins. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að auglýsa tillöguna skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Mál nr. 3: 1504035 - Rimahverfi: Frístundasvæði: Klausturhólar: Deiliskipulag.
Fyrir liggur bréf frá Skipulagsstofnun, dags. 30. desember 2015 varðandi deiliskipulag frístundabyggðarinnar Rimahverfi úr landi Klausturhóla. Er þar bent á að setja þurfi skilmála um hámarksbyggingarmagn á stóru lóðunum í stað nýtingarhlutfalls auk þess sem setja þurfi skilmála um hámarkshæð aukahúsa. Að öðrum leyti er ekki gerð athugasemd við að auglýsing um samþykkt deiliskipulagsins verði birt í B-deild stjórnartíðinda. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að gera þá breytingu á skilmálum að auk nýtingarhlutfalls verði gert ráð fyrir að hámarksstærð frístundahúsa verði 600 m2. Einnig að hámarkshæð aukahúsa megi vera sú sama og frístundahúsa.

Mál nr. 4: 1512045 - Álfabyggð: Miðengi: Deiliskipulag.
Lögð fram að nýju tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Miðengis. Svæðið er um 48 ha að stærð og er í aðalskipulagi merkt F21a og að hluta 21b, með aðkomu frá Bústjórabraut. Í deiliskipulaginu er afmarkaðar 56 lóðir á bilinu 5.611 m2 til 11.350 m2. Fyrir liggur umsögn Umhverfisstofnunar, dags. 30. júní 2014 auk þess sem nú liggur fyrir úttekt Fornleifastofnunar á svæðinu. Afgreiðslu málsins var frestað á fundi sveitarstjórnar þann 20. janúar s.l. þar til umsögn Minjastofnunar lægi fyrir. Sú umsögn hefur nú borist og er þar ekki gerð athugasemd við deiliskipulagið. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að auglýsa deiliskipulagið skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Mál nr. 5: 1601006 - Þóroddsstaðir lóð 4: Umsókn um byggingarleyfi: Gestahús.
Fyrir liggur umsókn um leyfi fyrir 23,9 m2 gestahúsi úr timbri og verður húsið flutt á staðinn. Gildandi skilmálar svæðisins gera þó eingöngu ráð fyrir að heimilt sé að vera með 10 m2 geymslu. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að skilmálum hverfisins verði breytt til samræmis við önnur hverfi í sveitarfélaginu, þ.e. að nýtingarhlutfall verði 0.03 og að stærð aukahúsi megi vera allt að 40 m2.

Mál nr. 6: 1601022 - Úlfljótsvatn: Deiliskipulag.
Fyrir liggur skipulags- og matslýsing vegna deiliskipulags fyrir Úlfljótsvatn sem er í eigu Skógræktarinnar og Skátanna. Í gildi er deiliskipulag sem nær til um 2,5 ha svæðis við Útilífsmiðstöð Skáta og fellur það úr gildi með gildistöku nýs skipulags. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi lýsingu og samþykkir samhljóða að kynna hana skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Mál nr. 20: 1512039 - Alifugla-, svína- og loðdýrabú: Fjarlægð bygginga að lóðamörkum.
Farið var yfir hvaða kröfur þurfi að gera til deiliskipulags fyrir starfsemi sem fylgja kvaðir um fjarlægðarmörk. Skipulagsfulltrúa er falið að vinna að gátlista um þau atriði sem fjalla þarf um í deiliskipulagi fyrir slíka starfsemi í samráði við Skipulagsstofnun.

Mál nr. 21: 1601005F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 16-22.
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 13. janúar 2016.

b)     Fundargerð 32. fundar stjórnar Skipulags- og byggingarfulltrúa Uppsveita bs.,                  21. janúar 2016.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

c)      Fundargerð 23. stjórnarfundar Samtaka orkusveitarfélaga, 19. janúar 2016.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 
3.    Sorphirða.
Fyrir liggur minnisblað frá Tæknisviði Uppsveita um leiðir til útboðs á sorphirðu í sveitarfélaginu. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela Tæknisviði Uppsveita að vinna að sameiginlegu útboði með Bláskógabyggð.

 
4.    Ferðaþjónusta fatlaðra.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra og oddvita að vinna útboðsgögn fyrir ferðaþjónustu fatlaðra á grundvelli akstursreglna Skóla- og velferðaþjónustu Árnesþings.

Guðmundur Ármann Pétursson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

 
5.    Hljóðkerfi í Félagsheimilið Borg.
Fyrir liggja tvö tilboð í hljóðkerfi fyrir Félagsheimilið Borg frá HljóðX (ID electronic ehf.) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að taka tilboði A.

 
6.    Bréf frá formanni Félags sumarbústaðaeigenda við Ásskóga, Guðjóni Péturssyni.
Fyrir liggur bréf frá formanni Félags sumarhúsaeigenda við Ásskóga, Guðjóni Péturssyni, dags. 14. janúar 2016. Sveitarstjóra falið að svara erindinu.

 
7.        Bréf frá Innanríkisráðuneytinu sem varðar grunnskólagöngu milli lögheimilissveitarfélaga.
Fyrir liggur bréf frá Innanríkisráðuneytinu, dagsett 15. janúar 2016 sem varðar grunnskólagöngu milli lögheimilissveitarfélaga. Bréfið lagt fram til kynningar.

 
8.        Aðalfundarboð Landssamtaka landeigenda á Íslandi.
Fyrir liggur bréf frá Erni Bergssyni, f.h. stjórnar LLÍ um að aðalfundur Landssamtaka landeigenda á Íslandi verði haldinn þann 18. febrúar n.k. á Hótel Sögu í Reykjavík. Bréfið lagt fram til kynningar.

 
9.        Samningur við Curron ehf. um notkun á Heimaþjónustukerfi Curron ehf.
Fyrir liggur samningur allra sveitarfélagana í uppsveitum Árnessýslu og Flóahreppi við Curron ehf. um notkun á Heimaþjónustukerfi Curron ehf. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrir sitt leyti fyrirliggjandi samning og felur sveitarstjóra / oddvita að undirrita samninginn.

 
10.    Bréf frá Umhverfis- og auðlindaráðuneyti þar sem óskað er eftir umsögn á drögum að breyttri byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps gerir athugasemdir við drög að reglugerð í lið nr. 2.3.5.gr. þar sem fjallað er um minniháttar byggingar. Þar mun verða heimilt að byggja allt að 15 fm hús án leyfis, einungis tilkynningarskylt. Búið er að taka út eldri grein nr. 5 þar sem ekki var heimilt að tengja vatn, rafmagn eða annað við viðkomandi framkvæmd. Hvatt er til að þessi skilgreining verði áfram í reglugerðinni.

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps leggst alfarið gegn fyrirhuguðum breytingum varðandi heimildir til að byggja allt að 25 fm húsnæði s.s. bílskúr eða gestahús sem eingöngu eru tilkynningarskyld. Þessar heimildir  munu kalla á veruleg vandkvæði  með eftirfylgni og eftirlit  með framkvæmdum og túlkun einstaklinga um fjarlægðir frá lóðamörkum, sérstaklega í eldri hverfum þar sem ekki er mjög skilgreint deiliskipulag í gildi.

 Sveitarstjórn sér ekki hvað þessar heimildir leiði til lægra íbúðaverðs þar sem áðurnefndar heimildir snúa ekki að íbúðarhúsnæði beint eða framkvæmdarkostnaði. 

 
11.    Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um uppbyggingu og rekstur fráveitna (gjaldtökuheimildir, réttindi og skyldur fráveitna), 404. mál.
Frumvarpið lagt fram.

 
12.    Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um vatnsveitur sveitarfélaga (skilgreining og álagning vatnsgjalds), 400. mál.      
Frumvarpið lagt fram.

                            
13.    Beiðni Atvinnuveganefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald (heimagisting, veitingastaðir án áfengisveitinga, ótímabundin rekstrarleyfi), 457. mál.
Í tillögum að breytingum á lögunum er verið að rýmka verulega ákvæði um leyfisveitingar. Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps bendir á að heimildir til útleigu í allt að 90 daga án leyfis er ekki í samræmi við jafnræðisreglunni. Einnig skal bent á að 90 dagar á háannartíma á mörgum stöðum á landinu er ferðatímabilið í heild sinni.  Ekki er samræmi í eftirliti og kvöðum hvort það eru 90 dagar eða 91 dagur. Öll hús sem skilgreind eru til ferðaþjónustu bænda eru í C-flokki fasteignaskatts, með þessu móti er verið að hygla einstaklingum í samkeppni við þessa starfsemi. Einnig er nokkuð ljóst að eftirlit sýslumanna á þessari starfsemi verður óyfirstíganlegt þar sem heimildir eru til að leigja út hluta af íbúðarhúsi og hluta af sumarhúsi eða annarri eign sem getur verið í umdæmi fleiri en eins sýslumanns. Sveitarstjórn leggst því alfarið gegn samþykkt frumvarpsins að óbreyttu.

 
14.    Beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um verslun með áfengi og tóbak ofl. (smásala áfengis), 13. mál.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps leggst alfarið gegn því að frumvarpið verði að lögum.

 
15.    Önnur mál.

a)      Samningur um gerð Aðalskipulags fyrir Grímsnes- og Grafningshrepp, 2016 – 2030.
Fyrir liggur samningur um gerð Aðalskipulags fyrir Grímsnes- og Grafningshrepp, 2016 – 2030 við Pétur H. Jónsson, skipulagsfræðing. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða samninginn og felur sveitarstjóra / oddvita að undirrita hann.

 
Til kynningar
Sorpstöð Suðurlands.  Fundargerð  245. stjórnarfundar 18.01 2016.
SASS.  Fundargerð  501. stjórnarfundar 14.12 2015.
SASS.  Fundargerð  502. stjórnarfundar 17.12 2015.
SASS.  Fundargerð  503. stjórnarfundar 22.12 2015.

Getum við bætt efni síðunnar?