Fara í efni

Sveitarstjórn

248. fundur 08. október 2009 kl. 09:00 - 10:35 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Ingvar Ingvarsson
  • Sigurður Jónsson
  • Ásdís Ársælsdóttir
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Hildur Magnúsdóttir
  • Jón G. Valgeirsson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Jón G. Valgeirsson

Oddviti leitaði afbrigða
a)     Fasteignamat 2010.

 1.   Fundargerð hreppsnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 17. september 2009 liggur frammi á fundinum.

2.   Fundargerðir.
      a)   16. fundur skipulags- og byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps, 24.09.2009.
Fundargerðin lögð fram og staðfest. 

       b)   Fundargerð fulltrúaráðs Brunavarna Árnessýslu 26.08.2009.
Fundargerðin lögð fram.  Sveitarstjórn veitir fyrir sitt leyti heimild til þess að Brunavarnir Árnessýslu kanni möguleika á samstarfi við Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins.  

      c)   Fundargerð Umhverfis- og samgöngunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps 28.09.2009.
Fundargerðin lögð fram.  Sveitarstjórn samþykkir þá hugmynd að komið verði upp útikennslusvæði við Grunnskólann Ljósuborg.  Gert er ráð fyrir að það rúmist innan fjárhagsáætlunar skólans.  Þá verði athugað með möguleika á að koma upp svæði  fyrir skólaskóg og matjurtargarð við frekari deiliskipulagsvinnu á Borg.  Þá samþykkir sveitarstjórn að fjármagni verði veitt úr sveitarsjóði til verðlaunaveitingar vegna umhverfisverðlauna að fjárhæð 40.000.  

  

 3.  Úthlutun styrkja til vegabóta í frístundabyggðum.
Samkvæmt reglum sveitarfélagsins um vegbætur í frístundabyggð voru teknar fyrir umsóknir félaga frístundabyggða og sumarhúsaeiganda þar sem óskað er eftir styrk til vegabóta.  17 umsóknir bárust.  Vegna þess hvað umsóknirnar voru margar var ákveðið að veita fleiri en lægri styrki.  Höfð var hliðsjón af úthlutun síðustu ára, hversu nýlegir vegirnir eru, frágangi umsókna og sérstök áhersla lögð á að styrkja vegi þar sem lagt var bundið slitlag á auk fleiri atriða.  Leitað var umsagnar umhverfis- og samgöngunefndar.  Samþykkt er að eftirtaldir aðilar fái styrki til vegabóta árið 2009, samtals að fjárhæð kr. 2.750.000.

Félag sumarhúsaeiganda í Vatnsholtsbyggð í landi Vatnsholts                  kr. 200.000

Félag sumarhúsaeiganda við Selhól í landi Hæðarenda                             kr. 50.000      

Félag sumarhúsaeiganda við Efri Markarbraut í landi Vaðnes                  kr. 300.000    

Félag sumarhúsaeiganda í Kerhrauni                                                         kr. 300.000    

Félag sumarhúsalóðaeiganda við 5. braut við Álftavatn                             kr. 175.000

Félag sumarhúsaeiganda í A og B götu í Norðurkoti                                              kr. 100.000          

Félag sumarhúsaeiganda í Hesti                                                                 kr. 150.000    

Félag sumarhúsaeiganda við Vaðlækjaveg við Álftavatn                            kr. 100.000    

Félag sumarhúsaeiganda í Lyngmóum í landi Þórisstaða                          kr. 75.000      

Félag sumarhúsaeiganda í Öndverðarnesi                                                  kr. 200.000    

Félag sumarhúsaeiganda í Ásskógum í Ásskarðslandi                                kr. 300.000    

Félag sumarhúsaeiganda í Klausturgötu A,B og C  í landi Klausturhóla   kr. 100.000    

Félag sumarhúsaeiganda í Miðborgum í landi Miðengis                            kr. 100.000    

Félag sumarhúsaeiganda í Farengi/Miðborgum í landi Miðengis              kr. 200.000    

Félag sumarhúsaeiganda í Norðurkoti                                                        kr. 200.000    

Félag sumarhúsaeiganda í Klausturhóli í landi Klausturhóls                     kr. 100.000    

Félag sumarhúsaeiganda  við Heiðarbraut og Smámýraveg (Heiðarvinir) kr. 100.000    

 4.  Landamerki Foss og Klausturhóla.
Lagt er fram erindi frá eigendum Foss þar sem óskað er eftir afstöðu sveitarfélagins til þess að landamerki milli Foss og Klausturhóla séu ákveðin með ákveðnum hætti með hnitsetningu.  Sveitarstjórn samþykkir að leita álits frá lögmanni sveitarfélagins gagnvart beiðni Foss þar sem hún felur í sér að land sveitarfélagins úr landi Klausturhóla mun minnka.

 5.  Verksamningur um vegg á Gámasvæði við Seyðishóla.
Lagður er fram verksamningur um vegg á Gámasvæði við Seyðishóla. 

 6.  Verksamningur um reiðstíg og göngubrú frá Borg að Minni-Borgum.
Lagður er fram verksamningur um reiðstíg og göngubrú frá Borg að Minniborgum. 

 7.  Verksamningur um dreifikerfi hitaveitu í Þerneyjarsundi.
Lagður er fram verksamningur um dreifikerfi hitaveitu í Þerneyjarsundi. 

 8. Beiðni um styrk vegna foreldrafélags grunnskóla Bláskógabyggðar.
Lagt er fram erindi frá foreldrafélagi Grunnskóla Bláskógabyggðar um fjárstyrk til þess að halda fyrirlestur á Laugarvatni í nóvember.  Sveitarstjórn samþykkir styrkja félagið um kr. 10.000 vegna verkefnisins. 

 9. Beiðni um styrk vegna uppbyggingu og framkvæmd háskólanáms í Sesseljuhúsi.
Lögð fram beiðni Sólheimum um styrk vegna uppbyggingu og framkvæmd háskólanáms í Sesseljuhúsi.   Sveitarstjórn samþykkir að veita styrk að fjárhæð kr. 200.000 vegna verkefnisins.   Gera verður ráð fyrir þessu í endurskoðaðri fjárhagsáætlun sveitarfélagsins. 

 10.  Úrskurðir samgönguráðuneytisins í stjórnsýslumálunum nr. 19/2009 og 28/2009.
Lagðir eru fram úrskurðir samgönguráðuneytisins í málum nr. 19/2009 Árni Alexandersson gegn Grímnes- og Grafningshreppi og nr. 28/2009 Edda Guðmundsdóttir gegn Grímsnes- og Grafningshreppi vegna ferðaþjónustu fatlaðra og þeira reglna sem settar hafa verið um þjónustusvæði.   Sveitarstjórn samþykkir að leita álits lögmanns sveitarfélagsins vegna úrskurðana.

 11.  Vinna við deiliskipulag á Borg.
Rætt er um vinnu við deiliskipulag á Borg og að nauðsynlegt sér að klára deiliskipulagsvinnu á landi sveitarfélagins á Borg.   Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að ræða við arkitekta sem gætu tekið þessa vinnu að sér og kanna kostnað við verkið. 

 12. Önnur mál.

a)     Fasteignamat 2010.
Fasteignamat fyrir árið 2010 liggur fyrir og er kynnt.  Fyrir liggur að heildarfasteignamat lækkar um 3,36% milli ára. 

 

13. Til kynningar.
a) Uppgjör á framlagi vegna lækkaðra fasteignatekna 2009.
b) Fundarboð vegna Umhverfisþings 9.-10. október 2009.
c) Skólaþing sveitarfélagana 2. nóvember 2009.
d) Ályktun stjórnar Háskólafélags Suðurlands vegna framlaga skv. fjárlögum til Rannskóknarmiðstöðvar í jarðskjálftaverkfræði.
e) Ályktanir landsþings Kvennfélagasambands Íslands til sveitarfélaga.
f) Sumarskóli Bandalags íslenskra leikfélaga.
g) Starfsyfirlit frá ferðamálafulltrúa Uppsveita Árnessýslu.
h) Atvinnuþróunarfélag Suðurlands.  Fundargerð 287. stjórnarfundar 22.09.2009.
i) Sorpstöð Suðurlands.  Fundargerð  176. Stjórnarfundar 11.11.2009.
j) Skólaskrifstofa Suðurlands.  Fundargerð  116. Stjórnarfundar 25.09.2009.
k) Heilbrigðiseftirlit Suðurlands.  Fundargerð  121. Stjórnarfundar 24.09.2009.

 

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl: 10:35.

 

Getum við bætt efni síðunnar?