Fara í efni

Sveitarstjórn

249. fundur 05. nóvember 2009 kl. 09:00 - 11:55 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Ingvar Ingvarsson
  • Sigurður Jónsson
  • Ásdís Ársælsdóttir
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Hildur Magnúsdóttir
  • Jón G. Valgeirsson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Jón G. Valgeirsson

Oddviti leitaði afbrigða

a)     Yfirlýsing vegna lóðaleigusamninga við Eignarhaldsfélagið Fasteign á Borg.

 1.   Fundargerð hreppsnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 8. október 2009 liggur frammi á fundinum.

 

2.   Fundargerðir.
      a)   17. fundur skipulags- og byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps, 28.10.2009.
      Fundargerðin lögð fram og staðfest. 

       b)  Fundargerð 116 fundar Félagsmálanefndar 06.10.2009.
       Fundargerðin lögð fram og staðfest. Varðandi lið 9.3 og 9.4 hefur sveitarstjórn óskað eftir fundi með Svæðisráði fatlaðra á Suðurlandi til að upplýsa um afstöðu til þessara                   málefna. 

           c)   Drög að fundargerð Leik- og Grunskólaráðs Grímsnes- og Grafningshrepps 29.10.2009.
            Drög að fundargerð lögð fram.

 3.  Endurskoðuð fjárhagsáætlun 2009.
Sveitarstjóri lagði fram drög að endurskoðaðri fjárhagsáætlun fyrir árið 2009, fyrir A-hluta sveit­arsjóðs, þ.e. aðalsjóð, eignasjóð og þjónustumiðstöð ásamt B-hluta sem er vatns­veita, hitaveita, félagslegar íbúðir, leiguíbúðir og fráveita.  Er þetta í annað skipti sem fjárhagsáætlun sveitarfélagins er endurskoðuð á þessu ári.  Endurskoðuð áætlun gerir ráð fyrir eftirfarandi breytingum og er eftirfarandi í millj. kr.

                                                            Áætlun I            Áætlun II Áætlun III                        Breyting

         Aðalsjóður                                  61.970                65.656                   65.495        161

         A-hluti                                         74.502                73.356                   73.026        330               

         Saman tekinn A og B hluti            6.850                     525                     3.700     3.175

         Fjárfesting                                114.000                90.875                   51.975   38.903

Samkvæmt yfirliti um sjóðstreymi er gert ráð fyrir að velutfé frá rekstri nemi 63,4 millj. kr., fjárfesting nemi 51,9 millj.  kr., afborgun langtímalána 18,6 millj. kr. og lækkun á handbæru fé um 13,5 millj. kr.

 Ekki er gert ráð fyrir miklum breytingum á tekjum eða útgjöldum sveitarfélagsins á milli endurskoðaðra fjárhagsáætlana.  Dregið hefur verið úr framkvæmdum skv. nýrri framkvæmdaáætlun sem lögð hefur verið fram og jafnframt hefur verið frestað lántöku vegna framkvæmda á þessu ári að fjárhæð kr. 50 millj.   Sveitarstjórn telur áfram að það þurfi að gæta ýtrasta aðhalds í rekstri sveitarfélagsins og leita leiða til að ná fram sem mestum sparnaði við alla útgjaldaþætti þar sem enn sé mikil óvissa um rekstrarumhverfi sveitarfélaga á þessu sem og næstu árum.   Það feli í sér að skoða verði áfram hagræðingu í öllum stofnunum sveitarfélagsins.  Skoða verði launakostnað sveitarfélagsins, draga verði úr yfirvinnu eins og kostur er, draga úr afleysingum í veikindaforföllum, draga úr akturskostnaði, gæta hagkvæmi og mikils aðhalds í innkaupum sveitarfélagsins.  Sveitarstjórn samþykkir áætlunina.

 4.  Álagning gjalda og gjaldskrárbreytingar fyrir árið 2010
Lögð fram drög að hugmyndum um álagningu gjalda og gjaldskrárbreytingar fyrir árið 2010.   Jafnframt er farið yfir bráðabrigðaálagningu úr fasteignaskrá.   Ákvörðum um álagningu gjalda og gjaldskrárbreytingar er frestað til næsta fundar sveitarstjórnar.

 5.  Samkomulag Sorpstöðvar Suðurlands við Sorpu.
Lögð fram gögn frá Lögmannsstofunni Lex vegna kvörtunar Íslenska gámafélagsins ehf á samkomulagi Sorpstöðvar Suðurlands bs og Sorpu bs frá 22. maí 2009 um móttöku og meðhöndlun úrgangs frá starfssvæði Sorpstöðvar Suðurlands.  Þá er lagt fram svar Sorpu og Sorpstöðvar Suðurlands vegna málsins.   Sveitarstjórn hvetur til þess að fundin verði leið til þess að öll sveitarfélög á starfssvæði Sorpstöðvar Suðurlands geti losnað við sitt sorp í Sorpu, óháð því  hvaða fyrirkomulag þau hafa um sorphirðingu.

 6.  Beiðni um styrk við Snorraverkefnið sumarið 2010.
Lögð fram beiðni um styrk við Snorrverkefnið fyrir árið 2010.   Sveitarstjórn hafnar erindinu.

 7. Beiðni um rekstrarstyrk fyrir Kvennaathvarfið.
Lögð fram beiðni um rekstrarstyrk fyrir Kvennaathvarfið vegna næsta starfsárs.   Sveitarstjórn hafnar erindinu.

  
8.  Umsögn vegna endurskoðunar jarða- og ábúðarlaga.
Lögð fram beiðni frá vinnuhópi um endurskoðun jarða- og ábúðarlaga um umsögn og sjónarmið vegna endurskoðun laganna.  Þá eru lagðir fram minnispunktar frá Sigurði Jónssyni hrl vegna spurninga vinnuhópsins sem voru í 13 liðum.

 9. Markaðsstofa Suðurlands.
Lögð fram beiðni frá Markaðsstofu Suðurlands um framlag að fjáhæð kr. 350 á hvern íbúa til að tryggja rekstur og uppbyggingu Markaðsstofu Suðurlands.  Sveitarstjórn fresta afgreiðslu málsins til næsta fundar.

 10. ADSL tenging á Borg.
Rædd er staða ADSL tengingar Símans hf á Borg.

 11. Vegtengingar á Borgarsvæðinu.
Lagðar fram 3 umræðutillögur landeiganda verslunarlóðar á Borg  um vegtengingar að lóðinni af Biskupstungnabraut og Skólabraut.   Sveitarstjórn felur sveitarstjóra og skipulagsfulltrúa að vinna áfram að framgangi málsins með landeigendum á grundvelli umræðutillögu nr. 1.   Hildur Magnúsdóttir víkur sæti við afgreiðslu málsins.

 12. Almenningsbókasafn.
Lagt er fram erindi frá Bókasafni Árborgar um að bókasafnið þjónusti íbúa, skóla og gesti Grímsnes- og Grafningshrepps sem almenningsbókasafn.  Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að ræða við forsvarsmenn Bókasafnsins um mögulega aðkomu sveitarfélagsins að bókasafninu.

 13. Önnur mál.

a)     Yfirlýsing vegna lóðaleigusamninga við Eignarhaldsfélagið Fasteign á Borg.

Lögð fram yfirlýsing vegna lóðaleigusamninga fasteigna Eignarhaldsfélagsins Fasteignar á Borg þar sem fram kemur að sveitarfélagið sé eigandi að leiktækjum o.fl. framkvæmdum á lóðunum og eigi einnig endurgjaldslausan byggingarétt á skólalóðinni en lóðaleigusamningum verður síðan aflýst að lóðunum.

 

14. Til kynningar

a) Bókun stjórnar FOSS 05.10.2009.
b) Ályktun Barnaheilla til sveitarfélaga.
c) Bréf frá Menntamálráðherra vegna stefnu um að notendahugbúnaður verði á íslensku.
d) Bréf frá Skipulagsstofnun vegna afgreiðslu aðalskipulags 2008-2020.
e) Skýrsla um árangursmat 2007-2009 vegna Menningarráðs Suðurlands.
f) Bréf vegna hagnýtingar á nýlegum rannsóknarniðurstöðum í skólastarfi.
g) Bréf fá FSU til Mennamálaráðherra vegna óskar skólanefndar FSU um útibú í Rangárþingi.
h) Fundargerð minni sveitarfélaga þann 30.09.2009.
i) Sorpstöð Suðurlands.  Fundargerð  177. stjórnarfundar 25.09.2009.
j) Skólaskrifstofa Suðurlands.  Fundargerð  117. stjórnarfundar 14.10.2009.
k) SASS.  Fundargerð  427. stjórnarfundar 25.09.2009.
l) SASS.  Fundargerð  428. stjórnarfundar 14.10.2009.
m) SASS.  Fundargerð  40. aðalfundar 15. og 16. október 2009.
n) Ályktanir ársþings SASS.

 

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl: 11:55.

 

Getum við bætt efni síðunnar?