Fara í efni

Sveitarstjórn

403. fundur 18. janúar 2017 kl. 09:00 - 11:25 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Hörður Óli Guðmundsson
  • Sigrún Jóna Jónsdóttir
  • Guðmundur Ármann Pétursson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

1.    Lögreglustjórinn á Suðurlandi.

Á fundinn komu starfsmenn Lögreglustjórans á Suðurlandi, Kjartan Þorkelsson, Víðir Reynisson og Oddur Árnason og fóru yfir starfsemi lögreglu og almannavarna.

 
2.    Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 21. desember 2016.  
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 21. desember 2016 liggur frammi á fundinum.

 
3.      Fundargerðir.

a)      Fundargerð 19. fundar æskulýðs- og menningarmálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 30. maí 2016.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

b)     Fundargerð 124. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 22. desember 2016.

Mál nr. 10, 11, 12, 13, 14 og 17 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 124. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dags. 22. desember 2016. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 10: 1611047 - Kóngsvegur 21 lnr 169352, Kóngsvegur 21A lnr 220186 og Farbraut 5 lnr 169393: Breytt deiliskipulag: Fyrirspurn.
Fyrir liggur endurskoðuð tillaga að breytingu á deiliskipulagi Norðurkots sem varðar Kóngsveg 21 og 21a og Farbraut 5. Nú er gert ráð fyrir að byggingarreitur sé 10 m frá lóðarmörkum en ekki 5 m eins og í fyrri tillögu. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við breytinguna. Að mati sveitarstjórnar er um óverulega breytingu að ræða og samþykkir hana samhljóða skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar fyrir eigendum lóða sem breytast.

 
Mál nr. 11: 1612029 - Snæfoksstaðir lnr 168278: Afmörkun lóðar fyrir mastur: Deiliskipulag.
Fyrir liggur tillaga að deiliskipulagi 600 m2 lóðar í landi Snæfoksstaða fyrir allt að 25 m hátt mastur og um 7,5 m2 fjarskiptahúss. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga.

Mál nr. 12: 1612038 - Þrastalundur lóðir 1-4: Stækkun deiliskipulagsmarka og uppbygging hótels: Fyrirspurn.
Lögð fram fyrirspurn V63 ehf., dagsett 19. desember 2016 um stækkun á deiliskipulagssvæði við Þrastaland, þannig að byggja megi gistiskála/hótel í tengslum við núverandi starfsemi Þrastalundar. Meðfylgjandi er uppdráttur sem sýnir fyrirhugaða staðsetningu gistiskála/hótels auk þrívíddarmynda af tillögum að útliti húsanna. Sveitarstjórn vísar málinu til vinnu við endurskoðunar aðalskipulags.

Mál nr. 13: 1611026 - Nesjavellir 209139: Umsókn um byggingarleyfi: Kjallari og glerskáli.
Fyrir liggur umsókn Hengils Fasteigna ehf., dagsett 19. september 2016 um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við núverandi Ion Hótel á Nesjavöllum. Samkvæmt umsókn að glerskála með kjallara sem tengist norðurhluta núverandi húss. Viðbyggingin verður samtals 284,8 m2. Þar sem um er að ræða tiltölulega litla stækkun telur sveitarstjórn ekki þörf á að vinna deiliskipulag vegna umsóknarinnar heldur megi gefa út leyfi á grundvelli grenndarkynningar. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að kynna fyrirhugaða stækkun fyrir Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Minjastofnun og Orkuveitunni. Ef engar athugasemdir berast verði afgreiðslu málsins vísað til byggingarfulltrúa.

Mál nr. 14: 1608018 - Ásborgir 44, 46 og 48: Ásgarður: Sameining lóða: Deiliskipulagsbreyting.
Lögð fram að nýju að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillaga að breytingu á deiliskipulagi Ásborga sem nær til lóða 44, 46 og 48. Tillagan var auglýst 13. október 2016 með athugasemdafresti til 25. nóvember auk þess sem hún var kynnt sérstaklega fyrir lóðarhöfum innan svæðisins. Tvö athugasemdabréf bárust. Fyrir liggur minnisblað Óskars Sigurðssonar hrl., dagsett 19. desember 2016 um innkomnar athugasemdir. Að mati sveitarstjórnar er óheppilegt að gera verulegar breytingar á gildandi deiliskipulagi á sama tíma og í gangi eru dómsmál við sveitarfélagið í sama hverfi vegna fyrri breytinga. Sveitarstjórn hafnar því að farið í frekari breytingar á svæðinu fyrr en búið er að leysa úr málum sem nú er fyrir dómi.

Mál nr. 17: 1612003F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 16-44.        
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 14. desember 2016.

c)      Fundargerð 125. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 10. janúar 2017.

Mál nr. 9 og 13 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 125. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dags. 10. janúar 2017. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 9: 1701014 - Kiðjaberg 96 lnr. 198263: Færsla á byggingarreit: Fyrirspurn.
Fyrir liggur umsókn frá Jens Sandholt, dagsett 5. janúar 2017 um færslu á byggingarreit lóðar nr. 96 í landi Kiðjabergs í samræmi við meðfylgjandi uppdrátt. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi breytingu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar fyrir eigendum aðliggjandi lóða.

Mál nr. 13: 1701001F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 16-45.        
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 4. janúar 2017.

d)     Fundargerð 23. fundar stjórnar byggðarsamlagsins Bergrisans bs., 19. desember 2016.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 
4.    Ljósleiðari í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Á haustdögum auglýsti sveitarfélagið í samstarfi við Hrunamannahrepp og Bláskógabyggð eftir áhugasömum aðilum í lagningu ljósleiðara á svæðinu. Erindi bárust og í framhaldi hefur verið unnið að undirbúningi að sækja um styrk til Fjarskiptasjóðs um mótframlag vegna ljósleiðaravæðingar í dreifbýli. Skilað hefur verið inn frumgögnum til sjóðsins í svokallaðan A hluta úthlutunarinnar. Fjarskiptasjóður hefur móttekið þau gögn og samþykkt. Umsóknarfrestur í B hluta rennur út þann 25. janúar n.k. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að sækja um í B hluta á grundvelli reglna Fjarskiptasjóðs.

 
5.        Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II að Heiðarbraut 22, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 23. desember 2016 um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II að Heiðarbraut 22, Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að leyfið verði veitt en óskar jafnframt eftir afriti af rekstarleyfi þegar það er gefið út.

 
6.        Bréf frá Katli Sigurjónssyni þar sem óskað er eftir viðræðum við forsvarsmenn sveitarfélagsins vegna áforma um leyfi til vindmælinga og rannsókna á svæði innan lögsögumarka sveitarfélagsins.
Fyrir liggur bréf frá Katli Sigurjónssyni, dagsett 4. janúar 2017 þar sem óskað er eftir viðræðum við forsvarsmenn sveitarfélagsins vegna áforma um leyfi til vindmælinga og rannsókna á svæði innan lögsögumarka sveitarfélagsins. Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins þar endurskoðun aðalskipulags liggur fyrir.

 
7.    Kerfisáætlun Landsnets 2016 – 2025, ósk um ábendingar og athugasemdir.
Fyrir liggur tölvupóstur frá forsvarsmönnum Landsnets hf., dags. 19. desember 2016 þar sem óskað er eftir athugasemdum og ábendingum um Kerfisáætlun Landsnets 2016 -2025. Jafnframt liggur fyrir bréf sveitarstjóra, Ingibjargar Harðardóttur, f.h. sveitarstjórnar þar sem tekið er undir athugasemdir Sambands íslenskra sveitarfélaga. Umsagnarfrestur rann út þann 10. janúar s.l. Sveitarstjórn staðfestir bréf sveitarstjóra.

 
8.    Dagur  leikskólans 2017.
Fyrir liggur bréf frá forsvarsmönnum starfshóps um dag leikskólans, dagsett 4. janúar 2017 þar sem vakin er athygli á degi leikskólans þann 6. febrúar n.k. Bréfið lagt fram til kynningar.

 
9.        Bréf frá Minjastofnun Íslands vegna skráningar menningarminja; fornleifa, húsa og mannvirkja.
Fyrir liggur bréf frá forsvarsmönnum Minjastofnunar Íslands, dagsett 10. janúar 2017 þar kallað er eftir skilaskyldum gögnum vegna skráningar menningarminja; fornleifa, húsa og mannvirkja. Með skilaskyldum gögnum er átt við gögn sem orðið hafa til við skráningu menningarminja eftir             1. janúar 2013. Bréfið lagt fram til kynningar.

 
10.    Afrit af bréfi Björns Jónssonar hrl. til Lögheimtunnar ehf. vegna álagningar fasteignagjalda á Undirhlíð 36, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur afrit af bréfi frá Birni Jónssyni hrl. til Lögheimtunnar ehf., dagsett 19. desember 2016 vegna innheimtu á álagningu fasteignagjalda fyrir Undirhlíð 36, Grímsnes- og Grafningshreppi. Bréfið lagt fram til kynningar. 

 

Til kynningar
Sorpstöð Suðurlands.  Fundargerð  251. stjórnarfundar 13.12 2016.
SASS.  Fundargerð  515. stjórnarfundar 16.12 2016.
Samband íslenskra sveitarfélaga.  Fundargerð 845. stjórnarfundar, 16.12 2016.
Hjálparsveitin Tintron, ársreikningur 2015.
Samtök sunnlenskra sveitarfélaga. Niðurstöður könnunar um húsnæðismál á Suðurlandi.
Bréf frá stjórn Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum, dags. 31.12 2016 vegna stöðu kjarasamnings félagsmanna.
Bréf frá stjórn Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum, dags. 09.01 2017 þar sem vakin er athygli á heimasíðu félagsins vegna athugasemda KÍ við yfirlýsingu
samninganefndar sveitarfélaga.
Velferð, málgagn og fréttabréf Hjartaheilla, 2. tbl. 28. árg. 2016.
-liggur frammi á fundinum-.

Getum við bætt efni síðunnar?