Fara í efni

Sveitarstjórn

250. fundur 19. nóvember 2009 kl. 09:00 - 12:00 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Ingvar Ingvarsson
  • Sigurður Jónsson
  • Ólafur Ingi Kjartansson
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Hildur Magnúsdóttir
  • Jón G. Valgeirsson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Jón G. Valgeirsson

Oddviti leitaði afbrigða
a)     Tengigjöld vegna kirkjunnar að Stóru-Borg.

1.   Fundargerð hreppsnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 5. nóvember 2009 liggur frammi á fundinum.

 2.   Fundargerðir.

      a)  Fundargerð 116 fundar Félagsmálanefndar 06.10.2009.
       Fundargerðin lögð fram og staðfest. 

      b)  Héraðsnefnd Árnesinga.  Fundargerð  50. fundar  29.10.2009.
      Fundargerðin lögð fram. 

 3.  Dög að nýjum samþykktum og gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu.
Lögð fram drög að nýjum samþykktum og gjaldskrá fyrir sorphiðu og sorpeyðingur í sveitarfélaginu til fyrri umræðu.   Á fundinn mætir Halldór Karl Hermannsson sviðsstjóri Þjónustu og framkvæmdasviðs Bláskógabyggðar og gerir grein fyrir samþykktum og útreikningum á forsendum gjaldskrár.  Umræður urðu um fyrirliggjandi tillögur.   Samþykkt að óska eftir umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands áður en seinni umræða í sveitartjórn á sér stað.

 4.  Fyrirspurn um fyrirkomulag sorphirðu á svæðinu.
Lögð er fram fyrirspurn frá Íslenska Gámafélaginu hf um fyrirkomulag sorphirðu á svæðinu vegna valkvæðar þjónustu.   Sveitarstjórn er að setja nýjar samþykktir, gjaldskrá og reglur um sorphiðu og sorpeyðingu í sveitarfélaginu og mun þeirri vinnu ekki ljúka fyrr en í desember.  Þar til þeirri vinnu er lokið er ekki hægt að svara fyrirspurninni en það mun verða í framhaldi af þeirri afgreiðslu.

 5. Sorplosun í Sorpu.
Lagt fram erindi frá Sorpstöð Suðurlands um hvort sveitarfélagið muni ekki nýta sér samning um móttöku á sorpi og endurvinnanlegum efnum við Sorpu en móttaka  mun byrja þann 1. desember nk.   Sveitarstjórn staðfestir að hún mun nýta sér fyrirliggjandi samning við Sorpu

 6.  Álagning gjalda og gjaldskrárbreytingar fyrir árið 2010.
Sveitarstjórn ræddi álagninu gjalda og gjaldskrármál.  Sveitarstjórn samþykkti að álagningarhlutfall útsvars fyrir 2010 verði óbreytt 12,74%.   Umræðu um álagningu annarra gjalda og gjaldskrármála var frestað til næsta fundar sveitarstjórnar. 

 7. Markaðsstofa Suðurlands.
Lögð fram beiðni frá Markaðsstofu Suðurlands um framlag að fjáhæð kr. 350 á hvern íbúa til að tryggja rekstur og uppbyggingu Markaðsstofu Suðurlands en afgreiðslu málsins var frestað á síðasta fundi sveitarstjórnar  Sveitarstjórn samþykkir að veita umbeðinn rekstrarstyrk með fyrirvara um að samstaða náist um verkefnið hjá sveitarfélögum á Suðurlandi. 

 8.  Hitaveitumál í Hraunborgum.
Lagt er fram bréf frá íbúa í sumarhúsi í Hraunborgum þar sem kvartað er yfir því að skipt hafi verið út mæli í hitaveitu yfir í hemil.   Sveitarstjórn vill árétta að hún hafi samþykkt og sett þær reglur að allir notendur hitaveitu Grímsnes- og Grafningshepps í frístundabyggðum noti hemil.  Um þetta hafi einnig verið samið í samningi við Sjómannadagsráð þegar sveitarfélagið yfirtók hitaveituna í Hraunborgum.  Tilgangurinn er m.a. að tyggja að notendur fái jafnara hitastig til notkunar í lagnakerfi sem er með fáa notendur.   Sveitarstjón hafnar því að hemli verði skipt út fyrir mæli.

 9. Endurgreiðslur ríkisins vegna refaveiða.
Lagt er fram bréf frá Umhverfisstofnun þar sem tilkynnt sé að ekki sé gert ráð fyrir neinum framlögum frá ríkinu til endurgreiðslu vegna refaveiða vegna ársins 2010.   Sveitarstjórn lýsir furðu sinni á þessari ákvörðun sem greinilega hafi verið samþykkt án nokkurs samráðs við sveitarfélögin.  Þessi ákvörðun geti leitt til þess að refaveiðar verði lagðar af í sveitarfélaginu.   Sveitarfélagið skorar á Umhverfisráðherra að endurskoða þessa ákvörðun.

 10.  Beiðni samtakanna Heimili og Skóla um styrk vegna átaks gegn eineltis í grunnskólum.
Lögð  er fram beiðni frá samtökunum Heimili og Skóla um styrk vegna átaks gegn einelti í grunnskólum.   Sveitarfélagið samþykkir að veita kr. 10.000 í styrk vegna verkefnisins. 

 

 11. Beiðni Alþingis um athugasmendir við frumvarp til laga um kosningar til Alþingis.
Lögð er fram beiðni Allsherjanefndar Alþingis um athugasemdir við framvarp til laga um kosningar til Alþingis.   Sveitarstjórn telur að þær umsagnir sem hún hefur þegar gert við frumvarp til laga um kosningar til sveitarstjórnar eigi einnig við um þetta frumvarp.

 12. Eignarhaldsfélagið Fasteign.
Lögð er fram skýrsla sem KPMG gerði fyrir Eignarhaldsfélagið Fasteign um samanburð á  eignar- og restrarformi fasteigna hjá eigendum EFF.  Þá eru lagðar fram upplýsingar um lækkaðar leigugreiðslur á fasteignum félagsins á árinu 2010.    Sveitarstjórn fagnar nauðsynlegri lækkun á leiguverði.

 13. Reiðleiðakort í uppsveitum.
Ræddar eru hugmyndir um að útbúið verði reiðleiðakort í Árnessýslu.   Sveitarstjórn lýsir ánægju með verkefnið og óskar eftir því að sveitarfélagið hafi aðkomu að því.

 14. Dómur í málinu E-385/2008.
Lagður er fram héraðsdómur í málinu E-385/2008, Þór Ingólfsson og Þórdís Tómasdóttir gegn Grímsnes- og Grafningshreppi o.fl. en sveitarfélagið var sýknað af öllum kröfum stefnanda.

 15. Stefna vegna ferðaþjónustu fatlaðra.
Lögð er fram stefna þar sem sveitarfélaginu er stefnt vegna ferðaþjónustu fatlaðra.    Sveitarstjórn felur lögmanni sveitarfélagins að taka til varna í málinu en jafnframt að stveitarstjóra og oddvita verði falið að leita sátta varðandi deilur um ferðaþjónustu fatlaðra og samvinnu vegna flutnings á málefnum fatlaðra til sveitarfélagana.

 16. Endurmat á fasteignarmati jarðarinnar Nesjavalla.
Ræddir eru möguleikar á því að láta endurmeta fasteignarmat vegna jarðarverðs og hitaréttinda jarðarinnar Nesjavalla þar sem notkun jarðarinnar mikið til bundin við orkuframleiðslu.  Málinu frestað.

 17. Önnur mál.
a)     Tengigjöld vegna kirkjunnar að Stóru-Borg.
Lögð fram beiðni frá sóknarnefnd Mosfellsskóknar um að tengigjöld á heitu og köldu vatni verði felld niður við Stóru-Borgarkirkju.  Sveitarstjórn samþykkir að stykja framkvæmdir við Stóru-Borgarkirju með þeim hætti að fella niður tengigjöld í heitu og köldu vatni enda taki sveitarfélagið engan þátt í kostnaði við lagnir.

 18. Til kynningar
a) Bréf frá Jöfnunarsjóði Sveitarfélaga um útlhlutun aukaframlags 2009
b) Bréf frá Jöfnunarsjóði Sveitarfélaga um áætlað tekjujöfnunarframlag 2009
c) Bréf frá Fornleifanefnd ríkisins vegna deiliskipulags Öndverðanes.
d) Skýrslur vegna kerfisáætlunar Landsnets og orkujöfnuður 2012-2013.
e) Skólaskrifstofa Suðurlands.  Fundargerð  4. aðalfundar 15.10.2009.
f) Heilbrigðisnefnd Suðurlands.  Fundargerð  122. stjórnarfundar 14.10.2009.
g) Heilbrigðiseftirlit Suðurlands.  Fundargerð  4. aðalfundar 15.10.2009.
h) Sorpstöð Suðurlands.  Fundargerð  178. stjórnarfundar 02.10.2009.
i) Sorpstöð Suðurlands.  Fundargerð  179. stjórnarfundar 14.10.2009.
j) Sorpstöð Suðurlands.  Fundargerð  180. stjórnarfundar 23.10.2009.
k) Atvinnuþrónuarfélag Suðurlands.  Fundargerð  288. Stjórnarfundar 04.11.2009.
l) SASS.  Fundargerð  429. stjórnarfundar  13.11.2009.

 

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl: 12:00.

 

Getum við bætt efni síðunnar?