Fara í efni

Sveitarstjórn

422. fundur 06. desember 2017 kl. 09:00 - 11:15 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Hörður Óli Guðmundsson
  • Sigrún Jóna Jónsdóttir
  • Guðmundur Ármann Pétursson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

1.    Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 22. nóvember 2017.  

Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 22. nóvember 2017 liggur frammi á fundinum.

 
2.      Fundargerðir.

a)      Fundargerð 145. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 23. nóvember 2017.

Mál nr. 10, 11, 12 og 17 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 145. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dags. 23. nóvember 2017. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 10: 1711046 - Klausturhólar lnr. 168258: Klausturhólar Gamli bær: Stofnun lóðar.
Fyrir liggur umsókn Þórleifar Hoffmann Gunnarsdóttur og Guðmundar Jóhannessonar, dags. 18. nóvember 2017 um stofnun 2.800 m2 lóðar undir gamalt íbúðarhús á jörðinni Klausturhólar lnr. 168258. Er óskað eftir að lóðin fái heitið Goðhóll og liggur rökstuðningur fyrir í meðfylgjandi tölvupósti, dags. 21. nóvember 2017. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við stofnun lóðarinnar né fyrirhugað heiti hennar. Ekki eru gerðar athugasemdir við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.

Mál nr. 11: 1501013 - Ásabraut 1-40 og Lokastígur 1-10: Ásgarður: Deiliskipulagsbreyting.
Lögð fram að nýju tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem nær til lóða nr. 1-40 við Ásabraut og Lokastíg 1-10 úr landi Ásgarðs. Tillaga var grenndarkynnt með bréfi, dags. 4. október og gefinn frestur til 1. nóvember til að koma með athugasemd. Á fundi skipulagsnefndar 14. september var mælt með að tillagan yrði samþykkt með fyrirvara um staðfestingu á samkomulagi við lóðarhafa sem gert höfðu athugasemdir á kynningartíma. Það samkomulag liggur ekki fyrir og nú er liðið meira en ár síðan athugasemdafrestur rann út og þarf því að kynna tillöguna að nýju ef vilji er til að halda áfram með málið. Sveitarstjórn felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna deiliskipulagsbreytinguna að nýju fyrir öllum lóðarhöfum á svæðinu auk jarðarinnar Ásgarðs.

Mál nr. 12: 1709036 - Leyndarholt lnr. 224673: Nýbyggingar: Deiliskipulag.
Fyrir liggur tillaga að deiliskipulagi fyrir landið Leyndarholt úr landi Brjánsstaða. Lýsing deiliskipulagsins var kynnt skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga og liggja fyrir umsagnir Minjastofnunar, Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, Skipulagsstofnunar og Vegagerðarinnar. Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir byggingu íbúðarhúss, skemmu og hesthúss. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að tillagan verði kynnt skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Mál nr. 17: 1711003F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 17-67.        
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 15. nóvember 2017.

b)     Fundargerð oddvita vegna reksturs Seyrustaða á Flúðum, 23. nóvember 2017.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að taka þátt í verkefninu og er oddvita / sveitarstjóra falið að skrifa undir samstarfssamning sveitarfélaganna.

 
3.    Kauptilboð í Minni-Borg.
Fyrir liggur kauptilboð Grímsnes- og Grafningshrepps í jörðina Minni-Borg, Minni-Borg sláturhús og Móaflöt 2-11 ásamt öllu því sem að eignunum fylgir og fylgja ber, að engu undanskyldu.  Kauptilboð sveitafélagsins hljóðar upp á 115 millj. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tilboð.

 
4.        Staða fjárhagsáætlunar 2017.
Farið var yfir stöðu bókhalds og borið saman við fjárhagsáætlun ársins 2017 eftir fyrstu 11 mánuði ársins.

 
5.        Viðauki við áætlun 2017.
Fyrir liggur útfærsla á viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2017.

 
Rekstrarniðurstaða A-hluta tekjur umfram gjöld                                                 73.549

Rekstrarniðurstaða samstæðu A og B-hluta tekjur umfram gjöld                        81.736                     

Handbært fé frá rekstri A-hluti                                                                          123.482

Handbært fé frá rekstri samstæðu                                                                     142.584

 
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi viðauka.

 
6.        Fjárhagsáætlun 2018-2021, seinni umræða.
Fyrirliggjandi tillaga að fjárhagsáætlun fyrir árið 2018 er tekin til lokaafgreiðslu. Niðurstöður áætlunarinnar eru eftirfarandi í þúsundum króna:

Rekstrarniðurstaða A-hluta tekjur umfram gjöld                                                 81.669

Rekstrarniðurstaða samstæðu A og B-hluta tekjur umfram gjöld                        68.279                     

Handbært fé frá rekstri A-hluti                                                                          104.248

Handbært fé frá rekstri samstæðu                                                                     125.597

 
Fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum er áætluð samtals 57,6 millj. kr.  Helstu liðir í fjárfestingu eru í eignasjóði, vatnsveitu og fráveitu.  Ekki er gert er ráð fyrir lántöku vegna fjárfestinga en gert ráð fyrir sölu eigna úr eignasjóði fyrir samtals 60 millj. kr.

 
Einnig liggur fyrir 3ja ára fjárhagsáætlun og eru helstu lykiltölur samstæðureikningsins í þúsundum króna:

                                                2019                         2020                            2021

Tekjur                              1.053.204                  1.058.458                    1.064.238

Gjöld                                  962.262                    959.698                      961.883

Fjármagnsgjöld                  42.758                       36.759                          31.020

Rekstrarafgangur                           48.184                        62.001                         71.335

Eignir                             1.681.259                  1.713.836                     1.752.543

Skuldir                             921.980                      892.557                        859.929

Eigið fé                            759.279                      821.279                       892.614

Fjárfestingar (nettó)          73.000                        60.000                         50.000

 
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi fjárhagsáætlun fyrir rekstrarárið 2018 og framlagða 3ja ára áætlun Grímsnes- og Grafningshrepps fyrir árin 2019-2021.

 
7.        Tómstundastyrkir.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að tómstundarstyrkur verði hækkaður úr 30.000 kr. á ári í 40.000 kr. á ári og að auki úthlutunarreglur rýmkaðar.

 
8.        Nemendastyrkir.
Ræddar voru reglur um nemendastyrki og er sveitarstjóra falið að leggja fram drög að reglum á næsta fundi.

 
9.        Beiðni um styrk frá foreldrafélagi Kerhólsskóla vegna jólaballs.
Fyrir liggur beiðni frá foreldrafélagi Kerhólsskóla um styrk að fjárhæð kr. 50.000 vegna leikrits og jólaballs dagana 19. og 20. desember n.k. Sveitarstjórn samþykkir að veita umbeðinn styrk.

 
10.    Beiðni um styrk við Snorraverkefnið sumarið 2018.
Fyrir liggur beiðni frá Snorrasjóð um styrk til Snorraverkefnisins sumarið 2018 þar sem markmið verkefnisins er að veita ungu fólki af íslenskum ættum í Norður – Ameríku tækifæri til að kynnast rótum sínum á Íslandi í 6 vikna sumarverkefni. Sveitarstjórn hafnar erindinu

 
11.    Minnisblað frá Lex Lögmannsstofu vegna persónuverndarúttektar fyrir sveitarfélög á Suðurlandi.
Fyrir liggur minnisblað frá Lex Lögmannsstofu vegna persónuverndarúttektar fyrir sveitafélög á Suðurlandi. Minnisblaðið lagt fram til kynningar.

 
12.    Bréf frá Yfirfasteignamatsnefnd þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins vegna kæru til nefndarinnar í máli nr. 11/2017, Illagil 21.
Fyrir liggur bréf frá Yfirfasteignamatsnefnd, dagsett 23. nóvember 2017 þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins vegna kæru eigenda Illagils 21 á álagningu fasteignaskatts. Sveitarstjórn felur lögmanni sveitarfélagsins, Óskari Sigurðssyni hrl. að gæta hagsmuna sveitarfélagsins.

 
13.    Tölvupóstur frá Sigurði Ó. Jónssyni, skipulags-og byggingarfulltrúa Sveitarfélagsins Ölfuss vegna breytinga á deiliskipulagi virkjunar á Hellisheiði.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Sigurði Ó. Jónssyni, skipulags- og byggingarfulltrúa Sveitarfélagsins Ölfuss, dags. 24. nóvember 2017 vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi virkjunar á Hellisheiði.  Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við tillöguna.

 
14.    Tölvupóstur frá Hrafnkeli Á. Proppé, svæðisskipulagsstjóra höfuðborgarsvæðisins þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins vegna breytingar á svæðisskipulaginu „Höfuðborgarsvæðið 2040“.
Fyrir liggur bréf frá Hrafnkeli Á. Proppé, svæðisskipulagsstjóra, dagsett 30. nóvember 2017 þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins á svæðisskipulaginu „Höfuðborgarsvæðið 2040“. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við tillöguna.

 
15.    Gjaldskrá Félagsheimilisins Borgar.
Lögð fram endurskoðuð gjaldskrá Félagsheimilisins Borgar þar sem einstakir liðir hennar hafa verið leiðréttir.

Veislur:

Fermingar – afmæli, dagveislur               70.000 kr.         

Brúðkaup – afmæli, kvöldveislur              90.000 kr. 

Ættarmót, öll helgin                                145.000 kr.

Ættarmót, sólarhringur                            70.000 kr.

 
Fundir:

Kaffistofa                                          25.000 kr.

Stóri salur                                         40.000 kr.

Allt húsið                                          55.000 kr.

Ráðstefnur, námskeið o.þ.h.             55.000 kr.

 
Annað:

Leiga fyrir innansveitarfólk            23.000 kr.

        

Leiga á húsi pr.klst                          5.000 kr.  lágmarkstímar eru 5 klst.

Dansleikir                                         samningsatriði

Dúkaleiga, pr. dúk                           1.240 kr.

 

Staðfestingargjald, óafturkræft er 30% af gjaldskrá.

Allar fjárhæðir eru með virðisaukaskatti.

 

Breytingar þessar taka gildi frá og með 1. janúar 2018.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi gjaldskrá.

 

Til kynningar
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands. Fundargerð aðalfundar 19.10 2017.
SASS.  Fundargerð  526. stjórnarfundar 10.11 2017.
Samband íslenskra sveitarfélaga.  Fundargerð 854. stjórnarfundar, 24.11 2017.
Tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 04.12 2017 vegna bókunar stjórnar sambandsins til Umhverfis- og auðlindaráðherra um vernd og endurheimt votlendis.
Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 30.11 2017 vegna bókunar stjórnar sambandsins um þá umræðu sem hefur verið í samfélaginu í kjölfar átaksins „Í skugga valdsins“. Stefna sambandsins fylgir bréfinu.
Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 30.11 2017 vegna bókunar stjórnar sambandsins um forsendur fyrir stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands ásamt skýrslu nefndarinnar.

Getum við bætt efni síðunnar?