Fara í efni

Sveitarstjórn

252. fundur 17. desember 2009 kl. 15:00 - 17:05 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Ingvar Ingvarsson
  • Sigurður Jónsson
  • Ólafur Ingi Kjartansson
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Hildur Magnúsdóttir
  • Jón G. Valgeirsson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Jón G. Valgeirsson

Oddviti leitaði afbrigða

a)        Beiðni um styrk frá Hjálparsveitinni Tintron.

b)        Samningar um snjómokstur.

c)        Skólaskrifstofa Suðurlands.  Fundargerð 118. Stjórnarfundar 26.11.2009.

 1.   Fundargerð hreppsnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 3. desember 2009 liggur frammi á fundinum.

2.   Fundargerðir.

      a)  Fundargerð 118 fundar Félagsmálanefndar 06.10.2009.

Fundargerðin lögð fram og staðfest.

 3. Fjárhagsáætlun 2010, seinni umræða.
Fyrirliggjandi tillaga að fjárhagsáætlun fyrir árið 2010 var tekin fyrir í lokaumræðu.
Niðurstöður áætlunarinnar eru eftirfarandi í þúsundum króna:

         Rekstrarniðurstaða A-hluta tekjur umfram gjöld                          70.335

         Rekstrarniðurstaða samstæðu A og B-hluta tekjur umfram gjöld 27.359                            Handbært fé frá rekstri A-hluti                                                      68.545

         Handbært fé frá rekstri samstæðu                                                 72.171

Fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum er áætluð samtals kr 52,7 millj. kr.  Helstu liðir í fjárfestingu eru, hita og kaldavatnsveita..  Ekki er gert er ráð fyrir lántöku vegna fjárfestinga.

Samþykkt er að forsendur fjárhagsáætlunarinnar breytist með eftirfarandi hætti:

Styrkur til Hjálparsveitarinnar Tintron hækki um kr. 350.000  vegna tækjakaupa og framlag til framkvæmda vegna félagsheimilis hækki um kr. 1.000.000.

 Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun með framkomnum breytingum.  Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að skoða fjárhagsáætlun sveitarfélagins þegar niðurstaða ársreiknings 2009 liggur fyrir með tilliti til aðstæðna.  Fulltrúar C-listans sitja hjá við afgreiðslu málsins.

 4. Innkaupareglur sveitarfélagsins.
Lagðar fram innkaupareglur fyrir sveitarfélagið.  Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi innkaupareglur sem taka munu gildi þann 1. janúar 2010

 5.  Sala á lóðum í eigu sveitarfélagsins.
Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að leita samninga við fasteignasölu um að sjá um sölu á lóðum í eigu sveitarfélagins og leigulóða á Borg.

 6.  Makaskipti á landi á Borg.
Lagður er fram undirritaður samningur um makaskipti á landi á Borg.  

 7.  Útleiga á skála í Kringlumýri.
Lögð fram beiðni frá Kerhestum ehf að leita samninga við sveitarfélgið um að leigja skálann í Kringlumýri til 10 ára.    Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að ganga til samninga við Kerhesta á grundvelli fyrirliggjandi tilboðsins.

 8. Málþing um fyrirhugaðrar tilfærslu málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga.
Lagt fram erindi frá SASS þar sem tilkynnt er að SASS muni standa fyrir málþingi um fyrirhugaðar tilfærslu málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga þann 8. janúar nk.

 9. Jafnréttisáætlun.
Lagt fram erindi frá Jafnréttisstofu vegna jafnréttisáætlunar sveitarfélagsins.  Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að vinna að gerð jafnréttisáætlunar fyrir sveitarfélagið.

 10. Beiðni Samgöngunefndar Alþingis um umsögn vegna frumvarp til sveitarstjórnarlaga.
Lögð fram beiðni Samgöngunefndar Alþingis um umsögn vegna frumvarp til sveitarstjórnarlaga vegna fjölda sveitarstjórnarmanna.  Sveitarstjórn telur ekki þörf á að fjölga í sveitarstjórnum umfram þær reglur sem nú eru í gildi.

 

 11. Beiðni Samkeppniseftirlitsins um umsögn vegna umræðuskjals um banka og fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækja.
Lögð er fram beiðni Samkeppniseftirlitsins um umsögn vegna umræðuskjals um banka og fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækja.

 12. Skipun í vettvangsstjórn almannavarna í sveitarfélaginu.
Lögð er fram beiðni frá Almannavarnanefnd Árnessýslu um að sveitarstjórn skipi 3 aðila í vettvangstjórn almannavarna í sveitarfélginu.   Sveitarstjórn skipar Gunnar Þorgeirsson, Karl Þorkelsson og Halldór B. Maríasson í vettvangsstjórn almannavarna í sveitarfélaginu.

 13. Lóðaleigusamningur við Orkuveitu Reykjavíkur vegna dælustöðvar.*
Lögð fram drög að lóðaleigusamningi milli sveitarfélagisns og Orkuveitu Reykjavíku vegna dælustöðvar við Þingvallaveg.     Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að ganga frá lóðaleigusamningi við OR á grundvelli draganna. 

 14. Afsetning á seyru.
Lögð eru fram drög að verksamningi milli Grímsnes- og Grafningshrepps og Bláskógabyggðar við K2 tækniþjónustu um greiningarvinnu á seyrulosunarmálum sveitarfélaganna.   Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að ganga frá samningi við K2 tækniþjónustu um verkið. 

 15. Samkomulag við Símann um ADSL þjónustu á Borgarsvæðinu.
Lögð eru fram drög að samkomulagi við Símann hf um að koma upp ADSL-búnaði á Borg.   Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að ganga frá samningi og við Símann um uppsetningu á ADSL-búnaði á Borg og samþykkir í því skyni að greiða kr. 1.000.000 til Símans með fyrirvara um að flutningsgeta verði fullnægjandi.  Jafnframt felur sveitarstjórn sveitarstjóra að segja upp samningi við Emax/Material um nettengingar og ganga til samninga við Símann um netþjónustu fyrir sveitarfélagið.

 16. Stækkun leikskólalóðar.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að ganga til samninga við Íbúarlánasjóð um kaup á hluta af lóð Borgarbrautar 32 sem nemur 300m2 til að stækka leikskólalóðina en kaupverðið nemur kr. 150.000.

 17. Næsti fundur sveitarstjórnar.
Samþykkt er að fella niður næsta fund sveitarstjórnar þann 7. janúar nk.  Næsti fundur sveitarstjórnar verður þann 21. janúar 2010, kl. 9:00.

  

 

18. Önnur mál.

a)        Beiðni um styrk frá Hjálparsveitinni Tintron.

Lögð fram beiðni frá Hjálparsveitinni Tintron um styrk vegna rekstrarkostnaðar og tækjakaupa.   Sveitarstjórn samþykkir að auka framlag vegna árins 2010 um kr. 350.000 auk þess að greiða út samþykkt framlög skv. fjárhagsáætlun 2009.

 b)        Samningar um snjómokstur.

Lögð fram samningsdrög frá Vegagerðinni vegna snjómokstursamninga á þeim vegum sem sveitarfélagið greiðir helming á móti Vegagerðinni.   Annars vegar er um að ræða drög að samningi við Árna Þorvaldsson vegna snjómokstur í Grafningi og  og hins vegar við Tæki og Tól ehf vegna Grímsnes.   Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að ganga frá samningum við ofangreinda aðila um snjómokstur í sveitarfélaginu á grundvelli ofangreindra samningsdraga og athugasemda sem fram komu á fundinum.   Sigurður Jónsson víkur sæti við afgreiðslu málsins.  Sveitarstjórn vill þó mótmæla því að Vegagerðin taki aðeins þátt í helmingsmokstri þrjá daga í viku í stað 5 áður.  Um er að ræða verulega þjónustuskerðingu og þessi meinti sparnaður Vegagerðarinnar er eingöngu illa dulbúinn tilfærsla á kostnaði fyrir sveitarfélögin.

c)        Skólaskrifstofa Suðurlands.  Fundargerð 118. Stjórnarfundar 26.11.2009.

Fulltrúar C-listans leggja til við sveitarstjórn að tekið verði undir ályktanir stjórnar skólaskrifstofunnar vegna liðar 3 og 4 í 118. fundargerð varðandi skólasktur vegna fósturbarna og einingabært nám grunnskólanemanda í framhaldsskólum.  Samþykkt samhljóða.   

 19. Til kynningar
a) Bréf frá Ferðamálastofu um styrki til úrbóta á ferðamannastöðum 2010.
b) Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um tilfærslu á þjónustu við fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga.
c) Ársskýrsla Heilbrigðisstofnunar Suðurlands fyrir starfsárið 2008.
d) Bréf frá Ragnárþingi Ytra vegna athugasemda við gerð Skóknaráætlunar 20/20.
e) Upplýsingar um söluframlag Varasjóðs húsnæðismála.
f) Athugasemdir,  umsagnir og svör vegna tillögu að aðalskipulagi Ölfus 2002-2014.
g) Bréf frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands vegna samþykktar um sorphirðu og sorpeyðingu í Grímsnes- og Grafningshreppi. 
h) Bréf frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands vegna gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu í Grímsnes- og Grafningshreppi. +
i)Heilbrigðisnefnd Suðurlands.  Fundargerð  123. stjórnarfundar  03.12.2009.
j) Atvinnuþróunarfélag Suðurlands.  Fundargerð  289. stjórnarfundar  02.12.2009.
k) Sorpstöð Suðurlands.  Fundargerð  181. stjórnarfundar  11.11.2009.
l) Sorpstöð Suðurlands.  Fundargerð  182. stjórnarfundar  20.11.2009.
m) Sorpstöð Suðurlands.  Fundargerð  183. stjórnarfundar  27.11.2009.

 

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl: 17:05.

 

Getum við bætt efni síðunnar?