Fara í efni

Sveitarstjórn

434. fundur 24. maí 2018 kl. 16:00 - 17:00 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Björn Kristinn Pálmarsson í fjarveru Harðar Óla Guðmundssonar
  • Jón Örn Ingileifsson í fjarveru Sigrúnar Jónu Jónsdóttur
  • Guðmundur Ármann Pétursson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

Oddviti leitar afbrigða við útsenda dagskrá.

Samþykkt samhljóða.
a)      Dómur Hæstaréttar nr. 543/2017.
b)      Fundargerð oddvitanefndar UTU.

 
1.    Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 16. maí 2018.  
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 16. maí 2018 liggur frammi á fundinum.

 
2.        Fundargerð 157. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 24. maí 2018.
Lögð fram 157. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dags. 24. maí 2018. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 19: Leyndarholt lnr. 224673: Nýbyggingar: Deiliskipulag – 1709036.
Fyrir liggur að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 41. gr skipulagslaga, tillaga að deiliskipulagi sem nær til 7,5 ha spildu úr landi Brjánsstaða lnr. 168233 sem kallast Leyndarholt lnr. 224673. Stofnað hefur verið lögbýli á landinu og samkvæmt deiliskipulagstillögunni er gert ráð fyrir byggingu íbúðarhúss, hesthúss og skemmu. Fyrir liggur umsögn Minjastofnunar sem gerir engar athugasemdir. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að tillagan verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Mál nr. 20: Nesjavallavirkjun lnr. 170925: Uppbótarhola NJ-30: Framkvæmdaleyfi – 1804072.
Lögð fram að nýju umsókn Orku náttúrunnar um framkvæmdarleyfi til borunar á uppbótarholu NJ-30 með það að markmiði að mæta rýrnun á gufuforða Nesjavallavirkjunar. 

Fyrir liggur umsögn frá Skipulagsstofnun þar sem stofnunin telur að það hafi verið gert ráð fyrir borun NJ-30 í áðurnefndu mati frá árinu 2000. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands gerir ekki athugasemd við umbeðið framkvæmdarleyfi. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að framkvæmdaleyfi verði veitt til borunnar á uppbótarholu NJ-30 í samræmi við umsókn.

 
Mál nr. 21: Nesjavallavirkjun 170925: Tilraunaniðurrennsli: Hola NJ-18: Framkvæmdaleyfi – 1804051.
Lögð er fram á nýju umsókn Orku náttúrunnar kt. 521213-0190, dags. 11. apríl 2018, um tímabundið framkvæmdaleyfi fyrir yfirborðslögn frá niðurrennslisveitu (NN-7) að holu NJ-18 vegna niðurrennslis í jarðhitageyminn, í tilraunaskyni. Fyrir liggja jákvæðar umsagnir frá Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun og Heilbrigðiseftirliti Suðurlands fyrir framkvæmdinni. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að veitt verði framkvæmdarleyfi í samræmi við fyrirliggjandi umsagnir.

Mál nr. 22: Hæðarendi lnr. 168254: Náttúrulaug og aðstaða fyrir baðgesti: Deiliskipulag – 1602041.
Lögð fram að nýju endurskoðuð deiliskipulagstillaga, dags. 7. maí 2018 um baðstað í landi Hæðarenda lnr. 168254 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Fyrir liggur umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa gildistöku hennar í B-deild Stjórnartíðinda.

Mál nr. 23: Austurbrúnir 11 L189681 og 13 L190427: Breyting á lóðamörkum og byggingarreitum: Deiliskipulagsbreyting – 1805043.
Lögð fram umsókn Margrétar Pálsdóttur, dags. 15. maí 2018. Óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi Ásgarðs í Grímsnesi. Breytingin felur í sér að mörk lóða milli Austurbrúna 11 lnr. 189681 og Austurbrúna 13 lnr. 190427 færast um 10 metra til vestur, þannig að lóð nr. 11 minnkar úr 6.730 m2 í 5.947m2 og lóð nr. 13 stækkar úr 6.417 m2 í 7.396 m2. Byggingarreitir færast sem því nemur og verða 10 metra frá lóðarmörkum. Að mati sveitarstjórnar er breytingin óveruleg og samþykkir hana samhljóða skv. 2. mgr. 43 gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

Mál nr. 24: Þverholtsvegur 10 L169596: Óbyggileg lóð: Breytt notkun lóðar – 1805046.
Lögð er fram umsókn Stefaníu Flosadóttur, dags. 9. maí 2018. Óskað er eftir breytingu á notkun lóðar Þverholtvegur 10 lnr. 169596 í nytjaland sem í dag er skráð sem frístundarlóð. Fram kemur í umsókn að rafmagnslína gangi þvert yfir landið og er því ekki nothæft til sumarhúsabyggingar. Sveitarstjórn hafnar erindinu.

Mál nr. 25: Minni-Borg 168263: Minni-Borg 2: Stofnun lóðar – 1804011.
Lagt fram lagfært lóðablað dags. 17. maí 2018 sem sýnir afmörkun 29,2 ha lóðar úr landi Minni-Borgar lnr. 168263 og Minni- Borg golfvöllur lnr. 208755. Gert ráð fyrir að hún fái heitið Minni-Borg 2. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða breytta stærð og afmörkun lóðarinnar og ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.

Mál nr. 26: Neðan-Sogsvegar 14 L169341: Norðurkot: Deiliskipulagsbreyting – 1805051.
Lögð er fram umsókn Herdísar Kjartansdóttir, dags. 15. maí 2018. Óskað er eftir breytingu á núgildandi deiliskipulagi Neðan-Sogsvegar lóð 14, lnr. 169341. Breytingin snýr að því að settur er inn byggingarreitur á lóð 14 ásamt því að lóðin er nú afmörkuð í samræmi við samþykkta afmörkun skv. lóðarblaði dags. 10. febrúar 2017. Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins, lagfæra þarf gögn í samráði við Skipulagsfulltrúa.

Mál nr. 27: Snæfoksstaðir lóð 100 L169639: Breytt nýtingarhlutfall lóðar: Deiliskipulagsbreyting – 1805054.
Lögð er fram umsókn Einars Vals Oddsonar, dag. 17. maí 2018 þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi Rauðhólahverfis í landi Snæfoksstaða í Grímsnesi. Breytingin felst í að nýtingarhlutfall á Snæfoksstaðarlóð nr. 100 lnr. 169639, sem í dag er 0,003 verður 0,005. skv. fasteignaskrá er lóðin skráð 8400 m2 að stærð. Að mati sveitarstjórnar er breytingin óveruleg og samþykkir hana samhljóða skv. 2. mgr. 43. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á að grenndarkynna breytinguna. Óskað er eftir að heiti lóðanna 99-104 verði breytt til samræmis reglugerðar um skráningu staðfanga 557/2017.

Mál nr. 28: Grafningsvegur efri (nr.360-02): Endurbygging og lagning slitlags milli Nesjavalla og Hagavíkur: Framkvæmdaleyfi – 1805053.
Lögð er fram umsókn Vegagerðarinnar, dags. 11. maí 2018 ásamt greinargerð dags. 07. maí 2018 þar sem óskað er eftir framkvæmdarleyfi við endurbyggingu og lagningu bundins slitlags á Grafningsvegi efri (nr. 360-02) frá Nesjavöllum og rétt lengra en Hagavík. Fram kemur í umsókn að áformað er að hefja framkvæmdir með vorinu og að þeim ljúki haustið 2018. Fyrirhuguð efnistaka verður við Stangarhyl en ekki liggur fyrir framkvæmdarleyfi. Málinu var frestað 22. febrúar 2018. Þar sem fyrirhuguð efnistaka úr þessari námu er orðin meiri en 50.000 m3 þarf að tilkynna hana til Skipulagsstofnunar í samræmi við ákvæði laga nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veitt verði framkvæmdarleyfi við endurbyggingu og lagningu bundins slitlags á Grafningsvegi.

Mál nr. 33: 1804006F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 18- 78.           
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 2. maí 2018.

 
3.        Fundargerð 27. fundar Skólaþjónustu- og velferðarnefndar Árnesþings, 7. maí 2018.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 
4.        Fundargerð 33. fundar stjórnar byggðarsamlagsins Bergrisans bs., 8. maí 2018.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 
5.        Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna leyfis til reksturs veitingastaðar í flokki II í Golfskálanum Öndverðarnesi, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 16. maí 2017 um umsögn vegna leyfis til reksturs veitingastaðar í flokki II í Golfskálanum í Öndverðarnesi, Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að leyfið verði veitt.

 
6.        Bréf frá Kvenfélagi Grímsneshrepps vegna styrks til ritunar 100 ára sögu félagsins.
Fyrir liggur bréf frá formanni Kvenfélags Grímsneshrepps, dagsett 22. maí 2018 þar sem kvenfélagskonur vilja koma fram þökkum til sveitarfélagsins fyrir þann styrk sem sveitarfélagið veitti félaginu til ritunar á 100 ára sögu Kvenfélags Grímsneshrepps. Bréfið lagt fram til kynningar.

 
7.        Samningur vegna innleiðingar nýrra persónuverndarlaga.
Fyrir liggja drög að verkáætlun vegna innleiðingar nýrra persónuverndarlaga frá Lögmannsstofu Lex og Pwc. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að ganga til samninga við Pwc þar sem jafnframt verði tekið tillit til starfssemi Umhverfis- og tæknisviðs uppsveita bs. Oddvita falið að undirrita samninginn.

    

8.        Önnur mál.

a)      Dómur Hæstaréttar nr. 543/2017.
Fyrir liggur dómur Hæstaréttar í máli nr. 543/2017, Sigurður Örn Sigurðsson og Aðalheiður Jacobsen gegn Grímsnes- og Grafningshreppi þar sem dómur Héraðsdóms er staðfestur. Sveitarstjórn fagnar fullnaðarsigri í málinu.

b)      Fundargerð oddvitanefndar UTU.
Fyrir liggur fundargerð oddvitanefndar UTU, dags. 11. maí 2018. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi fundargerð ásamt gjaldskrá vegna móttöku og hreinsun á seyru 2018.

  

Til kynningar
SASS.  Fundargerð  532. stjórnarfundar 03.05 - 04.05 2018.

Getum við bætt efni síðunnar?