Fara í efni

Sveitarstjórn

436. fundur 04. júlí 2018 kl. 09:00 - 10:50 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Ása Valdís Árnadóttir
  • Björn Kristinn Pálmarsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Smári Bergmann Kolbeinsson
  • Bjarni Þorkelsson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

1.    Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 16. júní 2018.

Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 16. júní 2018 liggur frammi á fundinum. 

 
2.      Fundargerðir.

a)      Fundargerð 71. fundar fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 16. maí 2018.

Mál nr. 1 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 71. fundargerð fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, dags. 16. maí 2018. Eftirfarandi dagskrárliður þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 1: Viðhald á húsi og lóð yfir sumartíma.
Fræðslunefnd vill beina því til sveitarstjórnar að loftræstikerfi skólahúsnæðisins verði komið í gagnið sem fyrst. Sveitarstjórn mun taka tillit til þess við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs.

b)     Fundargerð 159. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 28. júní 2018.

Mál nr. 18, 19, 20, 21, 22 og 29 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 159. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dags. 28. júní 2018. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 18: 1710034 - Suðurheiðarvegur 8-10 lnr. 169456: Breytt stærð lands og innri afmörkun lóða: Deiliskipulagsbreyting.
Fyrir liggur að lokinni grenndarkynningu tillaga að breytingu á deiliskipulagi Norðurkots sem nær til lóðanna Suðurheiðarvegur 8-10 þar sem lóðirnar hafa verið mældar upp ásamt því að innri afmörkun þeirra breytist og stærðir í kjölfar þess. Send var grenndarkynning til þeirra tveggja landeigenda sem ekki lá fyrir samþykki og barst athugasemd með bréfi Guðmundar Óla Björgvinssonar frá Lagastoð, dags. 11. júní 2018, f.h. eiganda Norðurkots Kringlumýri þar sem gerð er athugasemd við breytinguna á þeim forsendum að ekki liggi fyrir eða sjáist glögglega á gögnum að afmörkun sem liggur að óskiptu landi Norðurkots og Norðurkots Kringlumýri fari ekki inn á það land. Þá liggja fyrir viðbrögð umsækjanda við athugasemdinni í tölvupósti sem barst þann 18. júní 2018, þar sem kemur m.a. fram að ítrekað hafi verið reynt að ná sambandi við þá sem gerðu athugasemdir og boðist til að hittast, en án árangurs. Á fundi sveitarstjórnar þann 8. nóvember 2017 var það mat sveitarstjórnar að breytingin væri óveruleg og samþykkti hana samhljóða skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sveitarstjórn felur skipulagsfulltrúa að senda skipulagstillöguna til Skipulagsstofnunar og auglýsa í B-deild stjórnartíðinda. Þar sem ekki liggja fyrir undirskriftir allra eigenda aðliggjandi landeigna er ekki tekin afstaða til landamerkja milli Suðurheiðarvegar 8-10 og óskipts lands Norðurkots og Norðurkots Kringlumýri.

Mál nr. 19: 1806050 - Öndverðarnes I: Frístundabyggð: Stækkun aukahúss: Deiliskipulagsbreyting.
Fyrir liggur umsókn frá Sigurði H. Sigurðssyni f.h. stjórnar Öndverðarness ehf., dags. 13. júní 2018 um skilmálabreytingu á gildandi deiliskipulagi sumarhúsabyggðar í Öndverðarnesi I. Lóðir á svæðinu eru frá 2800 m2-7097 m2 að stærð. Óskað er eftir að í texta skilmála um aukahús verði leyft að byggja allt að 40 m2 aukahús í stað 25 m2 í gildandi skipulagi.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að gerð verði breyting á gildandi deiliskipulagi þar sem verði leyft að byggja allt að 40 m2 gesthús/geymslu/gróðurhús á lóðum sem eru 4.000 m2 og stærri. Á lóðum sem eru minni en 4.000 m2 skuli notast við gildandi skilmála, þ.e. 25 m2. Einnig samþykkir sveitarstjórn samhljóða að ákvæði um hámarksstærð húsa sem er 250 m2 í gildandi skilmálum skuli felld út þar sem það fer yfir nýtingarhlutfallið 0,03 vegna stærðar lóða innan skipulagssvæðisins. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga.

Mál nr. 20: 1805051 - Neðan-Sogsvegar 14 L169341: Norðurkot: Deiliskipulagsbreyting.
Fyrir liggur umsókn frá Páli Gunnlaugssyni f.h. lóðarhafa um breytingu á gildandi deiliskipulagi. Breytingin felur í sér skv. meðfylgjandi uppdrætti að lóð 14 er stækkuð úr 13.800 m2 í 14.795,5 m2 og lóð 14B er stækkuð úr 18.000 m2 í 37864,5 m2. Þá er gert ráð fyrir byggingarreit á lóð 14. Jafnframt liggur fyrir samþykki eigenda aðliggjandi lóða vegna ytri afmörkunar lóða 14 og 14B á samþykktu lóðablaði, dags. 10. febrúar 2017 en þær eru í dag skráðar í Þjóðskrá sem ein lóð með stærðina 52.660 m2.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að tillagan verði auglýst skv. 1.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Mál nr. 21: 1806051 - Miðengi L168261: Byggingarreitur B stækkaður: Deiliskipulagsbreyting.
Fyrir liggur umsókn Helgu Gústavsdóttur f.h. landeigenda, dags. 18. júní 2018 um breytingu á gildandi deiliskipulagi á bæjartorfunni Miðengi, landnr. 168261. Breytingin felst í að byggingarreitur B fyrir útihús stækkar til norðurs og verður 6.500 m2 (var áður 3.500 m2).

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við breytinguna og er hún að mati sveitarstjórnar óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn felur skipulagsfulltrúa að auglýsa deiliskipulagsbreytinguna í B-deild stjórnartíðinda. Þar sem ekki er verið að auka við byggingarmagn né um aðra hagsmunaaðila að ræða er ekki talin þörf á grenndarkynningu.

Mál nr. 22: 1806054 - Borgarhólsbraut 4 L169685: Hvítárbraut 27A L225120: Staðfesting á afmörkun lóða.
Fyrir liggur umsókn Eyjólfs Guðjónssonar, dags. 15. júní 2018 um staðfestingu á afmörkun og breytingu á stærðum lóðanna Borgarhólsbraut 4, landnr. 169685, stærð 10.784.4 m2 og Hvítárbraut 27A landnr. 225120, stærð 10.401,7 m2, úr landi Vaðness skv. uppfærðu lóðablaði dags. 6. júní 2018. Árið 2014 var tekin fyrir umsókn um skiptingu Borgarhólsbrautar 4 í tvennt skv. lóðablaði, dags. 2. desember 2013 sem var samþykkt með fyrirvara um samþykki eigenda aðliggjandi lóða. Nýlega lá fyrir samþykki eigenda aðliggjandi lóða á lóðablaðinu frá 2013 en í millitíðinni hafði lóðin Hvítárbraut 27A verið stofnuð sem misræmismál byggt á eldri þinglýstum gögnum en engin nákvæm afmörkun lóðanna hafði legið fyrir. Afmörkun lóðanna hefur ekki breyst á milli lóðablaða og er því núna einungis verið að sækja um staðfestingu á afmörkun ásamt breytingu á stærð þeirra í fasteignaskrá þar sem núverandi skráð stærð þeirra beggja er 10.000 m2.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við afmörkun lóðanna og breytingu á stærð lóða. Ekki eru gerðar athugasemdir við landskipti skv. 13. gr. jarðalaga.

Mál nr. 29: 1806002F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 18- 81.       
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 13. júní 2018.

c)      Fundargerð 53. fundar stjórnar Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita bs., 21. júní 2018.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

d)     Fundargerð 54. fundar stjórnar Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita bs., 28. júní 2018.

Mál nr. 1 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 54. fundargerð stjórnar Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita bs., dags. 28. júní 2018. Eftirfarandi dagskrárliður þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 1: Starfsmannamál.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrir sitt leyti að Rúnar Guðmundsson, byggingarfulltrúi verði einnig skipulagsfulltrúi sveitarfélagsins þar til annað verði ákveðið.

e)      Fundargerð 12. fundar Héraðsnefndar Árnesinga bs., 10. apríl 2018.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

f)       Fundargerð 34. fundar stjórnar byggðarsamlagsins Bergrisans bs., 18. júní 2018.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

g)      Fundargerð aukaaðalfundar Bergrisans bs., 18. júní 2018.

Mál nr. 6 og 8 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram fundargerð aukaaðalfundar Bergrisans bs., dags. 18. júní 2018. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 6: Bygging sjö íbúða þjónustukjarna fyrir fatlaða.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrir sitt leyti að byggður verði sjö íbúða þjónustukjarni á Selfossi, sem íbúðalánasjóður hefur samþykkt að veita stofnframlög fyrir.

Mál nr. 8: Úrræði fyrir börn með fjölþættan vanda.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrir sitt leyti að keypt verði húsnæði fyrir nýtt úrræði barna með fjölþættan vanda. Jöfnunarsjóður mun taka þátt í rekstrarkostnaði úrræðisins.

 
3.        Námsstyrkir starfsfólks Kerhólsskóla.
Fyrir liggja tvær umsóknir starfsmanna Kerhólsskóla um styrk til að stunda nám í kennarafræðum. Umsóknirnar eru í samræmi við stefnu sveitarfélagsins um fjölgun faglærðra starfsmanna við Kerhólsskóla. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að styrkja umsækjendur til náms í kennarafræðum skv. lið nr. 1 í reglum sveitarfélagsins. Að auki er samþykkt samhljóða að veita styrk að fjárhæð kr. 150.000 skv. 4. lið reglnanna um kostnað við skólagjöld og til bókakaupa.

Björn Kristinn Pálmarsson vék sæti við afgreiðslu málsins.

 
4.        Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 1/2018, Kerhraun 52, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar frá 22. júní s.l. í máli nr. 1/2018 vegna kæru eigenda Kerhrauns 52, Grímsnes- og Grafningshreppi um álagningu fasteignaskatta. Úrskurðurinn lagður fram til kynningar.

 
5.        Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki IV í  Hótel Grímsborgum, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 19. júní 2018 um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki IV í Hótel Grímsborgum, Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að leyfið verði veitt.

 

Til kynningar
SASS.  Fundargerð  533. stjórnarfundar 01.06 2018.
Samband íslenskra sveitarfélaga.  Fundargerð 861. stjórnarfundar, 29.06 2018.
Háskólafélag Suðurlands ehf. Fundargerð 10. aðalfundar, 12.06 2018.
Háskólafélag Suðurlands ehf., ársskýrsla 2017.
Háskólafélag Suðurlands ehf., ársreikningur 2017.
-liggur frammi á fundinum-.

Getum við bætt efni síðunnar?