Fara í efni

Sveitarstjórn

437. fundur 01. ágúst 2018 kl. 09:00 - 11:10 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Ása Valdís Árnadóttir
  • Björn Kristinn Pálmarsson
  • Smári Bergmann Kolbeinsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Bjarni Þorkelsson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

1.    Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 4. júlí 2018.

Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 4. júlí 2018 liggur frammi á fundinum. 

 
2.      Fundargerðir.

a)      Fundargerð 23. fundar æskulýðs- og menningarmálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 25. apríl 2018.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

b)     Fundargerð 158. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 14. júní 2018.

Mál nr. 16, 17, 18, 19, 20, 21, 22 og 26 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 158. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dags. 14. júní 2018. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 16: 1805074 - Borgarbraut 5 (L204149): Tilkynningarskyld framkvæmd; Íbúðarhús – viðbygging.
Fyrir liggur tilkynning um tilkynningarskylda framkvæmd, dags. 25. maí 2018 frá löggildum hönnuði Þorsteini Aðalbjörnssyni fyrir 40 m2 viðbyggingu á íbúðarhúsi sem er skráð samtals 208,1 m2 að stærð, á lóðinni Borgarbraut 5, Grímsnes- og Grafningshreppi. Lóðin er skráð samkvæmt fasteignarmati 1.880 m2 að stærð.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að byggt verði við núverandi íbúðarhús og vísar umsókninni til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

Björn Kristinn Pálmarsson vék sæti við afgreiðslu málsins.

Mál nr. 17: 1806007 - Ásborgir í landi Ásgarðs: Breytt notkun lóða: Deiliskipulagsbreyting.
Fyrir liggur umsókn Grímsborga ehf., dags. 1. júní 2018. Óskað er eftir breytingu á núgildandi deiliskipulagi þar sem landnotkun lóða er breytt úr íbúðahúsalóðum í lóðir fyrir gisti og/eða veitingahús. Svæðið er skv. núgildandi aðalskipulagi skilgreint sem blönduð landnotkun íbúðarsvæðis og svæði fyrir verslun og þjónustu.

Að mati sveitarstjórnar er breytingin óveruleg og samþykkir hana samhljóða skv. 2. mgr. 43 gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöður grenndarkynningar fyrir lóðarhöfum á svæðinu og umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.

Mál nr. 18: 1806010 - Stofusund 1 L168789: Hraunkot L168252: Stækkun lóðar.
Fyrir liggur umsókn Eflu verkfræðistofu og Sjómannadagsráðs, dags. 7. júní 2018 þar sem óskað er eftir breytingu á stærð lóðarinnar Stofusund 1 lnr. 168789. Í dag er hún skráð 1,0 ha að stærð en verður 10 ha samkvæmt lóðarblaði. Stækkunin kemur úr jörðinni Hraunkot lnr. 168252.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við stækkun lóðar samkvæmt lóðarblaði með fyrirvara um samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Mál nr. 19: 1806012 - Jórugil 1 L202407: Sameining lóða, stækkun og breytt afmörkun: Deiliskipulagsbreyting.
Fyrir liggur umsókn Eflu verkfræðistofu og GT2, dags. 7. júní 2018 þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðarinnar í Illagili í landi Nesja lnr. 170824. Breytingin felur í sér að Jórugil 1,3 og 5 verður að  eini lóð og mun fá heitið Jórugil 1. Auk þess breytist afmörkun lóðarinnar. Stærð lóðarinnar fer úr 22.200 m2 í 39.078 m2. Lóðum á svæðinu mun því fækka úr 23 í 21 og verðar lóðirnar á svæðinu því á bilinu 5000 m2 til 39.078 m2 að stærð.

Að mati sveitarstjórnar er breytingin óveruleg og samþykkir hana samhljóða skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar fyrir lóðarhöfum aðliggjandi lóða.

Mál nr. 20: 1501013 - Ásabraut 1-40 og Lokastígur 1-10: Ásgarður: Deiliskipulagsbreyting.
Lögð fram að nýju tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem nær til lóða nr. 1-40 við Ásabraut og Lokastíg 1-10 úr landi Ásgarðs. Tillagan var grenndarkynnt í annað sinn með bréfi, dags. 28. nóvember 2017. Búið er að lagfæra uppdrátt til samræmis við athugasemdir sem bárust og fundar sem haldin var með stjórn sumarhúsafélags og lóðarhöfum 31. janúar 2018.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Leita þarf umsagna frá Vegagerð og Heilbrigðiseftirlit Suðurlands.

Mál nr. 21: 1806018 - Krókur í Grafningi L170822: Rannsóknarhola á Folaldahálsi: Umsagnarbeiðni.
Fyrir liggur bréf frá Skipulagsstofnun, dags. 18. maí 2018 þar sem óskað er eftir umsögn Grímsnes- og Grafningshrepps vegna borunar á rannsóknarholu á Folaldahálsi að Króki í Grafningi. Jafnframt liggur fyrir greinargerð ÍSOR, dags. 4. apríl 2018 þar sem nánar er gerð grein fyrir framkvæmdinni. Í umsögn skal koma fram hvort Grímsnes- og Grafningshreppur telji að nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, mótvægisaðgerðum og vöktun. Einnig er óskað eftir að í umsögn komi fram, eftir því sem við á, hvaða leyfi framkvæmdin er háð og varðar starfssvið umsagnaraðila.

Samkvæmt aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps er áætlaður borstaður nærri svæði á náttúruminjaskrá. Í greinargerð aðalskipulags kemur jafnframt fram að ekki er litið á svæði á náttúrminjaskrá sem verndarsvæði í heild sinni en á þeim svæðum verði farið varlega í framkvæmdir og leitað umsagna Umhverfisstofnunar ef hætta er á röskun náttúruminja við framkvæmdir sbr. 38 gr. náttúruverndarlaga nr. 44/1999 (nú 3. mgr. 37 gr. náttúruverndarlaga nr. 60/2013. Þó umfang framkvæmdarinnar bendi ekki til þess að hætta sé á umtalsverðum umhverfisáhrifum er holan í námunda við svæði á náttúruminjaskrá og framkvæmdaleyfisskyld skv. skipulagslögum nr. 123/2010. Í greinargerðinni kemur fram staðsetning og stærð borplans en lýsingu vantar á útfærslu borunar s.s. tækjakosts, skolvatnsöflunar, efnistöku til borplans, efnis til frágangs að framkvæmdum loknum, losun borsvarfs, o.þ.h. Jafnframt er ekki gerð grein fyrir mögulegum áhrifum af raski, vatns- og efnisöflun og -losun, eða hvort núverandi slóð þoli flutninga á tækjum og efni. Sveitarstjórn veitir framkvæmdaleyfi byggt á 13. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Bent er á að gögn um leyfi til framkvæmda þurfa að uppfylla 7. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012, sem innsend gögn vegna ákvörðunar um matsskyldu gera ekki. Telur nefndin að ekki sé gerð nægjanlega grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, mótvægisaðgerðum og vöktun en vísar endanlegri afgreiðslu til sveitastjórnar.

Sveitarstjórn telur að fyrirliggjandi gögn ISOR skýri nægilega vel áætlaða framkvæmd vegna rannsóknarborholu á Folaldahálsi. Fyrir liggja skýringar á litlu raski, vatns- og efnisöflun auk efnislosunar.  Þá liggur fyrir álit Minjastofnunar þar sem fram kemur að það álit að framkvæmdin skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Einnig kemur fram hjá Minjastofnun að verði vatnið nýtanlegt þurfi að fá fornleifafræðing til að ganga svæðið/lagnaleiðina með tilliti til hugsanlegra fornleifa.

Einnig liggur fyrir jákvæð umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og umsögn Orkustofnunar.

Sveitarstjórn telur að umrædd framkvæmd sé ekki þess eðlis að hún skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Jafnframt telur sveitarstjórn að nægilega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, mótvægisaðgerðum og vöktun. Sveitarstjórn mælir með að gefið verði út framkvæmdaleyfi samkvæmt 13. gr. skipulagslaga  nr. 123/2010 og reglugerðar nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi.

 
Mál nr. 22: 1806019 - Nesjavellir 1-13: Deiliskipulag: Kæra til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.
Fyrir liggur til kynningar stjórnsýslukæra, dags. 25. maí 2018 þar sem kærendur krefjast þess að ógilt verði ákvörðun Grímsnes- og Grafningshrepps frá 04. apríl 2018, sem var birt í B-deild Stjórnartíðinda þann 27. apríl 2018 um breytingu á deiliskipulagi frístundalóða við Þingvallavatn, Nesjavellir 1-13.

Sveitarstjórn felur lögfræðingi sveitarfélagsins, Óskari Sigurðssyni hrl. og skipulagsfulltrúa að svara nefndinni og senda inn gögn sem málið varðar.

Mál nr. 26: 1805006F – Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 18 – 80.    
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 30. maí 2018.

c)      Fundargerð nefndar oddvita/sveitarstjóra í yfirstjórn velferðarmála í Árnesþingi (NOS),     10. júlí 2018.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

d)     Fundargerð 13. fundar Héraðsnefndar Árnesinga bs., 16. júlí 2018.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.        Næsti fundur sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að næsti fundur sveitarstjórnar verði miðvikudaginn 22. ágúst 2018 kl. 9:00.

  

4.        Grafningsvegur efri, framkvæmdaleyfi.
Grafningsvegur efri (nr.360-02): Endurbygging og lagning slitlags milli Nesjavalla og Hagavíkur: Framkvæmdaleyfi

Á fundi skipulagsnefndar þann 24. maí 2018 var umsókn Vegagerðarinnar tekin fyrir þar sem óskað var eftir framkvæmdarleyfi vegna endurbóta á Grafningsvegi. Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps staðfesti eftirfarandi bókun saman dag.

„Mál nr. 28: Grafningsvegur efri (nr.360-02): Endurbygging og lagning slitlags milli Nesjavalla og Hagavíkur: Framkvæmdaleyfi - 1805053.

Lögð er fram umsókn Vegagerðarinnar, dags. 11. maí 2018 ásamt greinargerð dags. 7. maí 2018 þar sem óskað er eftir framkvæmdarleyfi við endurbyggingu og lagningu bundins slitlags á Grafningsvegi efri (nr. 360-02) frá Nesjavöllum og rétt lengra en Hagavík. Fram kemur í umsókn að áformað er að hefja framkvæmdir með vorinu og að þeim ljúki haustið 2018. Fyrirhuguð efnistaka verður við Stangarhyl en ekki liggur fyrir framkvæmdarleyfi. Málinu var frestað 22. febrúar 2018. Þar sem fyrirhuguð efnistaka úr þessari námu er orðin meiri en 50.000 m2 þarf að tilkynna hana til Skipulagsstofnunar í samræmi við ákvæði laga nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum.“ Skipulagsstofnun hefur verið send tilkynning af Veggerðinni um endurbætur á ofangreindum vegakafla með vísan í 6. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000.

Þá hefur oddviti sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps sent á skipulagsstofnun bréf, dags. 30. maí 2018 og vísar þar til 2. viðauka í lögum nr. 106/2000 um hvort framkvæmdin skuli háð mati á umhverfisáhrifum.

Sveitarstjórn hefur samþykkt á fundi sínum 24. maí 2018 að veita framkvæmdaleyfi fyrir endurbyggingu vegar og bundins slitlags á veginn milli Nesjavalla og Hagavíkur.

Skipulagsstofnun hefur með bréfi,  dags 28. júní 2018 lagt mat á það hvort umrædd framkvæmd skuli háð mati á umhverfisáhrifum eða ekki og er niðurstaða Skipulagstofnunar er eftirfarandi:

„Á grundvelli fyrirliggjandi gagna er það niðurstaða Skipulagsstofnunar að fyrirhuguð framkvæmd sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif með tilliti til framkvæmdarinnar, staðsetningar hennar og eiginleika hugsanlegra áhrifa hennar sbr. þau viðmið sem tilgreind eru í 2. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.“

Samkvæmt 14. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 má kæra ákvörðunina til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er til 7. ágúst 2018.

 
Þar sem ofangreint álit Skipulagsstofnunar liggur fyrir er það mat sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps að gefa skuli út framkvæmdaleyfi vegna framkvæmdarinnar. Skipulagsfulltrúa, Rúnari Guðmundssyni er falið að gefa út framkvæmdaleyfi til samræmis við umfang verks.

 
5.        Bréf frá Forsætisráðuneyti þar sem boðað er til fundar um málefni þjóðlendna á Gömlu Borg þann 27. ágúst n.k.
Fyrir liggur bréf frá Regínu Sigurðardóttur f.h. Forsætisráðuneytisins, dagsett 10. júlí 2018 þar sem kynntur er fundur Forsætisráðuneytisins um málefni þjóðlendna. Fundurinn verður haldinn þann 27. ágúst 2018 á Gömlu Borg, Grímsnes- og Grafningshreppi. Bréfið lagt fram til kynningar.

  
6.        Bréf frá Sveini Ívarssyni og Önnu S. Guðmundsdóttur vegna álagningar fasteignagjalda fyrir Skyggnisbraut 2a og 2b.
Fyrir liggur bréf frá Sveini Ívarssyni og Önnu S. Guðmundsdóttur, dagsett 6. júlí 2018 þar sem gerðar eru athugasemdir við álagningu fasteignagjalda að Skyggnisbraut 2a og 2b. Sveitarstjóra falið að svara bréfinu.

 
7.        Tölvupóstur frá Saman-hópnum þar sem kynnt er forvarnarstarf og verkefni hópsins.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Saman-hópnum, dags. 13. júlí 2018 þar sem kynnt er forvarnarstarf og verkefni hópsins. Tölvupósturinn lagður fram til kynningar.

 
8.        Tölvupóstur frá Þóri Stephensen þar sem sveitarfélaginu er boðin þátttaka í að skrá nafn sitt á minningarsíðu bókarinnar „Stefán sterki“.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Þóri Stephensen, dags. 13. júlí 2018 þar sem ítrekað er að sveitarfélaginu hafi verið boðin þátttaka í að skrá nafn sitt á minningarsíðu bókar Þóris um Stefán sterka Stephensen. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að kaupa eitt eintak af bókinni.

 
9.        Tölvupóstur frá Sigurjóni Njarðarsyni, sérfræðingi Matvælastofnunar þar sem vakin er athygli á grein Sigurjóns í Bændablaðinu, dags. 19. júlí 2018 um lausgöngu búfjár og fjallskil.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Sigurjóni Njarðarsyni sérfræðingi Matvælastofnunar, dags. 24. júlí 2018 þar sem þar sem vakin er athygli á grein hans í Bændablaðinu, dags. 19. júlí 2018 um lausgöngu búfjár og fjallskil. Tölvupósturinn lagður fram til kynningar.

 
10.    Bréf frá Orkustofnun þar sem vakin er athygli á drögum að borholureglum til umsagnar á heimasíðu Orkustofnunar.
Fyrir liggur bréf frá Jónasi Ketilssyni f.h. Orkustofnunar, dagsett 5. júlí 2018 þar sem vakin er athygli á drögum að borholureglum til umsagnar á heimasíðu Orkustofnunar. Bréfið lagt fram til kynningar.

 
11.    Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II að Stapa 10, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 16. júlí 2018 um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II að Stapa 10, Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins.

 
12.    Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II að Selmýrarvegi 9, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 13. júlí 2018 um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II að Selmýrarvegi 9, Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins. 

 
13.    Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II að Freyjustíg 14, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 16. júlí 2018 um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II að Freyjustíg 14, Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins.

 
14.    Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II í Ljósafoss Hostel, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 17. júlí 2018 um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II í Ljósafoss Hostel, Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að leyfið verði veitt með fyrirvara um jákvæða umsögn byggingarfulltrúa og Brunavarna Árnessýslu.

 
15.    Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki III í Ljósafoss Hostel, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 17. júlí 2018 um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki III í Ljósafoss Hostel, Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að leyfið verði veitt með fyrirvara um jákvæða umsögn byggingarfulltrúa og Brunavarna Árnessýslu.

 
16.    Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki III að Seli, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 18. júlí 2018 um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki III að Seli, Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að leyfið verði veitt með fyrirvara um jákvæða umsögn byggingarfulltrúa og Brunavarna Árnessýslu. 


17.   
Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II í Minni-Borgum, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 24. júlí 2018 um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II í Minni-Borgum, Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að leyfið verði veitt með fyrirvara um jákvæða umsögn byggingarfulltrúa og Brunavarna Árnessýslu.

 
18.    Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna leyfis til reksturs veitingastaðar í flokki II í Minni-Borgum, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 24. júlí 2018 um umsögn vegna leyfis til reksturs veitingastaðar í flokki II í Minni-Borgum, Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að leyfið verði veitt með fyrirvara um jákvæða umsögn byggingarfulltrúa og Brunavarna Árnessýslu.

 

  
Til kynningar
Sorpstöð Suðurlands.  Fundargerð  266. stjórnarfundar 26.06 2018.
Sorpstöð Suðurlands.  Fundargerð  aukaaðalfundar 27.06 2018.
SASS.  Fundargerð  534. stjórnarfundar 26.06 2018.
Skógræktin, ársrit 2017.
-liggur frammi á fundinum-.

Getum við bætt efni síðunnar?