Fara í efni

Sveitarstjórn

253. fundur 21. janúar 2010 kl. 09:00 - 11:00 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Ingvar Ingvarsson
  • Ásdís Ársælsdóttir
  • Ólafur Ingi Kjartansson
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Hildur Magnúsdóttir
  • Jón G. Valgeirsson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Jón G. Valgeirsson

 1.   Fundargerð hreppsnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 17. desember 2009 liggur frammi á fundinum.

 2.   Fundargerðir.
      a)   19. fundur skipulags- og byggingafulltrúaembættis uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps, 22.12.2009.
      Fundargerðin lögð fram og staðfest.

      b)  Fundargerð 4. stjórnarfundar skipulags- og byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps bs., 22.12.2009.

       Fundargerðin lögð fram og staðfest.

      c)  Fundargerð fjallskilanefndar 15.12.2009.

       Fundargerðin lögð fram.  Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að ræða við hlutaðeigandi vegna girðingarmála.

      d)  Fundargerðir 119 og 120  fundar Félagsmálanefndar 28.12.2009 og 12.01.2010.

       Fundargerðirnar lagðar fram og staðfestar.

 

3. Veglagning að lóðinni Brúnavegi 14.
Lagt fram bréf Skipulagsfulltrúa uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps varðandi veglagningu að lóðinni Brúnavegi 14.   Sveitarstjórn felur skipulagsfulltrúa í samráði við sveitarstjóra að halda fund með hagsmunaaðilum til að leita sátta í málinu.

 4. Umsögn vegna niðurfellingar á fasteignamati á vatnsveitutöknum.
Lagt fram erindi frá Fasteignaskrá vegna beiðni Orkuveitu Reykjavíkur að fasteignamat verði fellt niður af vatnsgeymum í samræmi við 4. tl. 26. gr. laga  um skráningu og mat fasteigna.   Sveitarstjórn  mótmælir að niðurfelling á fasteignamati eigi við um hitaveitutanka því skilja beri 4. tl. 26. gr. laga um skráningu og mat fasteigna þannig að undantekningarákvæðið eigi einungis við um kaldavatnsveitur enda ber sveitarfélögum engin skylda til reksturs hitaveitna öfugt við kaldavatnsveitur.   Sveitarstjórn felur sveitarstjóra og lögmanni sveitarfélagsins að vinna að framgangi málsins.

 5.  Drög að samningi vegna söfnunar á spilliefnum.
Lögð fram drög að samningi við Efnamóttökuna ehf um framkvæmd, söfnun og förgun á raf- og raftækjaúrgangi.  Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að ganga til samninga við Efnamóttökuna á grundvelli fyrirliggjandi samningsdraga

 6.  Beiðni frá Íbúðarlánasjóði um afslátt á gjöldum.
Lögð fram beiðni frá Íbúðarlánasjóði um afslátt af gjöldum þar sem sjóðurinn hefur leyst til sín fjölda uppboðsíbúða og umtalsverður fjöldi þeirra kunni að standa auðar.     Sveitarstjórn hafnar erindinu en tekur fram að sveitarfélagið mun aðstoða við að  koma umræddum íbúðum í notkun sem allra fyrst.

 7. Beiðni um svæði til verkunar seyru.
Lagt fram bréf frá Holræsa- og Stífluþjónustu Suðurlands þar sem lýst er áhyggjum um stöðu skolps og fráveitumála og sértaklega um að sveitarfélögin tilnefni svæði til verkunar seyru.  Þá er lögð fram skýrsla K2 tækniþjónustu ehf um forkönnun á möguleikum að meðhöndla seyru á svæðinu en skýrslan var unnin að beiðni Grímsnes- og Grafningshrepps og Bláskólabyggðar.  Sveitarstjórn tekur undir nauðsyn þess að finna svæði undir verkun á seyru.  Vinna við möguleika um afsetningu á seyru er þegar byrjuð, m.a. í samstarfi við Bláskógabyggð, og mun þeirri vinnu verða haldið áfram á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga.

 8. Jafnréttisáætlun sveitarfélagins.
Lögð jafnréttisáætlun fyrir sveitarfélagið.  Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi jafnréttisáætlun.

 9. Beiðni um fjárstyrk frá Klúbbnum Geysi.
Lögð fram beiðni fá Klúbbnum Geysi um styrk vegna starfsemi sinnar við endurhæfingu á fólki með geðræna sjúkdóma.  Sveitarstjórn hafnar erindinu.

 10. Beiðni um umsögn vegna rekstrar- og veitingaleyfi í Ásborgum 1.
Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti fyrirhugaðan afgreiðslutíma skv. umsókninni og staðfestir að staðsetning íbúðarhúsins í Ásborgum 1 sé skv. reglum sveitarfélagins

 11. Stjórnsýslukæra vegna framkvæmdar á sorphirðu.
Lögð fram stjórnsýslukæra frá Landsambandi sumarhúsaeiganda varðandi gjaldskrá sorphirðu og svar sveitarfélagins við henni.

 12. Hluthafafundur Eignarhaldsfélagsins Fasteignar hf.
Lögð fram fundargerð hluthafafundar Eignarhaldsfélagsins Fasteignar hf þann 12. janúar sl.  Sveitarstjórn leggur áherslu á að sú vinna sem farin er af stað að Fasteign verði eingöngu félag um eignir og rekstur sveitarfélagana verði kláruð sem fyrst.

 13. Tilfærsla á málefnum fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga.
Lagðir fram minnispunktar um fund sveitarfélagana í Uppsveitum Árnessýslu og Flóa um félagsmál með félagsmálastjóra á Borg þann 14. janúar sl.  Sveitarstjórn tekur undir ályktun fundarins að SASS standi þegar fyrir fundi hjá aðildarsveitarfélögunum um fyrirkomulag á tilfærslu á málefnum fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga.

 14. Fyrirspurn frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu vegna ferðaþjónustu fatlaðra.
Lögð fram fyrirspurn frá Samgöngu og sveitarstjórnarráðuneytinu vegna ferðaþjónustu fatlaða vegna íbúa á Sólheimum.   Sveitarstjóra og lögmanni sveitarfélagins er falið að svara erindinu í samráði við Félagsmálastjóra.  

 15. Drög að samningi um fyrirkomulag sorphirðu í þéttbýlinu á Sólheimum.
Lögð fram drög að samningi um  fyrirkomulag á sorphirðu heimilina í þéttbýlinu á Sólheimum þar sem Sólheimar ses sjá um sjá um að koma heimilissorpi frá heimilum til þjónustuverktaka sveitarfélagins.   Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að ganga frá samningi við Sólheima á grundvelli draganna.

 16. Samingar um snjómosktur.
Lagðir fram undirritaðir samningar um þann snjómokstur í sveitarfélaginu sem skiptist í helminga milli Vegargerðarinnar og sveitarfélagsins við annars vegar Tæki og tól ehf og hins vegar Árna Þorvaldsson.

 17. Samningar um dælustöð í Vaðnesi.
Lagðir fram undirritaðir og þinglýstir samningar um rekstur dælustöðvar í Vaðnesi og uppgjör framkvæmdarkostnaðar vegna dæluhússins

 18. Tillaga að nýjum nöfnum á sauðfjárveikivarnarhólfum og litamerkingar sauðfjár í Árnessýslu.
Lögð fram tillaga frá Matvælastofnun um ný nöfn á sauðfjárveikivarnarhólfum og litamerkingar sauðfjár í Árnssýslu.   Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við tillögur um breytingar á litamerkingum.  Hins vegar bendir sveitarstjórn á að ástand sauðfjárveikivarnargirðinga sé óviðunandi og erfitt í framkvæmd að fella línubrjóta meðan girðingarnar halda ekki sauðfé. 

19. Endurgreiðslur frá ríkinu vegna refaveiða.
Lagt fram bréf frá Umhverfisstofnun þar sem tilkynnt er að ríkið mun endurgreiða að hluta kostað sveitarfélaganna við refaveiðar vegna  ársins 2010.   Sveitarstjórn fagnar þessari breytingu frá áður fyrirhugaðum niðurskurði. 

 20. Stofnun vinnuhóps vegna fyrirhugaðar stækkunar Grunnskólans Ljósuborgar.
Sveitarstjórn samþykkir að stofnaður verði 6 manna vinnuhópur vegna fyrirhugðar stækkunar Grunnskólans Ljósuborgar til þess að hægt verði að taka taka 9. bekk inn í skólann haustið 2011 og þörf á stækkun leikskólans Kátuborgar.    Hópinn skipa, sveitarstjóri, tveir tilnefndir af sveitarstjórn úr meiri og minni hluta, skólastjórum grunn- og leikskóla, arkitet og ráðgjafi sveitarstjórnar.  Sveitarstjóra falið að boða til fyrsta fundar þegar tilnefningar liggja fyrir.

 

21. Til kynningar.
a) Sameiginleg svæðisáætlun um meðhöndlum úrgangs 2009-2020.
b) Yfirlit um verkefni hjá Markaðsstofu Suðurlands.
c) Bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga um úthlutun framlaga vegna nýbúafræðslu 2010.
d) Bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga um úthlutun framlaga vegna sérþarfa fatlaðra nemanda  2010.
e) Álit Samkeppniseftirlitsins nr. 3/2009, Skipulag, lóðaúthlutanir og samkeppni.
f) Álit Samkeppniseftirlitsins nr. 4/2009, Opinber útboð, samkeppni og samkeppnishindranir.
g) Bréf frá Félags- og tryggingamálaráðuneyti vegna grunnfjárhæðar fjárhagsaðstoðar sveitarfélagana. 
h) Athugasemdir vegna grenndarkynningar á breytingum á deiliskipulagi við Sogsveg 30.
i) Skýrsla Mennta og menningarmálaráðuneytisins vegna innleiðingu laga um leik- og grunnskóla.
j) Niðurstaða hagræðikönnunar sveitarfélaga í skóla og fræðslumálum
k) Greinargerð Náttúrustofu Vesturlands um umhverfisvottun Íslands.
l) Niðurstöður tilraunaverkefnis um minkasíu í  Ölfusi, Öxará og Grímsnes.
m) Úthlutun úr Sprotasjóði 2009.
n) Ársreikningur Brunavarna Árnessýslu fyrir 2008.
o) Tilkynning um niðurfellingu á kæru vegna meinta brota á skipulags- og byggingarlögum vegna framkvæmda á sumarhúsalóðum í Kiðjabergi.
ó) Ársskýsla Sesseljuhús umhverfissetur vegna 2009.
p) Bréf frá Umboðsmanni barna vegna niðurskurðar hjá sveitarfélögunum sem varðar börn.
r) Bréf frá Félags- og tryggingarmálaráðuneytinu vegna eignamarka við útreikning húsaleigubóta.
s) Bréf frá Félags- og tryggingarmálaráðuneytinu vegna tekju- eignamarka við útreikning félagslegra leiguíbúða.
t) Bréf frá Samgöngu og sveitarstjórnarráðuneytisins um fjárhagsáætlanir og fleira.
u) Minnisblað vegna fundar með fulltrúum sveitarfélagsins, sambands íslenskra sveitarfélaga og verkefnisstjórnar um breytta verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga 04.11.2009.
v) Fundargerð fundar vegna reiðleiðakorts af Uppsveitum Árnessýslu þann 14.12.2009
x) Tónlistarskóli Árnesinga.  Fundargerð  151. skólanefndar  12.10.2009.
y) Atvinnuþróunarfélag Suðurlands.  Fundargerð  290. stjórnarfundar  13.01.2010.
ý) SASS.  Fundargerð  430. stjórnarfundar  11.11.2009.
þ) Sorpstöð Suðurlands.  Fundargerð  28 aðalfundar  15.10.2009.
æ) Sorpstöð Suðurlands.  Fundargerð  framhaldsaðalfundar  20.11.2009.
ö) Sorpstöð Suðurlands.  Fundargerð  184. stjórnarfundar  11.12.2009.

 Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl: 11.00.

 

Getum við bætt efni síðunnar?