Fara í efni

Sveitarstjórn

445. fundur 05. desember 2018 kl. 09:00 - 12:10 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Ása Valdís Árnadóttir
  • Björn Kristinn Pálmarsson
  • Smári Bergmann Kolbeinsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Bjarni Þorkelsson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

1.    Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 21. nóvember 2018.  

Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 21. nóvember 2018 liggur frammi á fundinum.

 

2.        Fundargerðir.

a)      Fundargerð 26. fundar æskulýðs- og menningarmálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 16. nóvember 2018.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

b)     Fundargerð 167. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 28. nóvember 2018.

Mál nr. 11, 12, 13, 14 og 22 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 167. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dags. 28. nóvember 2018. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 11: 1811018 - Sogsvirkjanir; H20 og H22; Breytt landnotkun; Aðalskipulagsbreyting.
Pétur H. Jónsson f.h. Landsvirkjunar leggur fram ósk um breytingu á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020, skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og er meðfylgjandi skipulagslýsing til samræmis við 1. mgr. 30 gr. sömu laga. Landsvirkjun vinnur að gerð deiliskipulags fyrir Sogsvirkjanir í Grímsnes- og Grafningshreppi. Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir stöðvarnar og svæðið í kring. Aðalskipulagsbreyting og deiliskipulagi er ætlað að staðfesta núverandi landnotkun á svæðinu.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að lýsing á fyrirhugaðri breytingu aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020 verði kynnt almenningi skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga og er skipulagsfulltrúa falið að senda Skipulagsstofnun tillöguna til umsagnar.

Mál nr. 12: 1811046 - Nesjavallavirkjun L170925; Borun vinnsluholu NJ-31 á orkuvinnslusvæði; Framkvæmdaleyfi.
Fyrir liggur beiðni frá Orku náttúrunnar um framkvæmdaleyfi til að bora vinnsluholu/uppbótarholu á orkusvæði Nesjavallavirkjunar sbr. umsókn, dags. 18. nóvember 2018 og lýsingu verks, dags. 28. nóvember 2018. Framkvæmdin er í samræmi við gildandi skipulagsáætlanir og mat á umhverfisáhrifum og einnig í samræmi við aðalskipulag Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020. Markmiðið með borun uppbótarholu er að mæta rýrnun á gufuforða virkjunarinnar. Framkvæmdin felst í eftirfarandi: Gerð borholustæðis, borun vinnsluholu og lagning jarðstrengs ofanjarðar. Framkvæmdin tekur til vinnsluholu NJ-31 sem staðsett verður á borsvæði Nesjavallavirkjunar þar sem nú þegar hafa verið boraðar NJ-11, NJ-23, NJ-24 og NJ-25.

Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins og óskar eftir frekari gögnum sem sýna samantekt varðandi boranir á svæðinu.

Mál nr. 13: 1811022 - Dvergahraun 26 L202573 og 28 L202170; Sameining lóða.
Fyrir liggur umsókn frá Guðnýju Stefánsdóttur um sameiningu tveggja lóða í eina. Um er að ræða lóðirnar Dvergahraun 26 L 202573 og Dvergahraun 28 L 202170.

Sveitarstjórn hafnar umsókn um sameiningu lóðanna Dvergahraun 26 og 28. Sveitarstjórn telur að ekki eigi almennt að breyta gildandi deiliskipulögum með sameiningum lóða.

Mál nr. 14: 1811020 - Öndverðarnes lóð 11 L170101; Öndverðarnes 2 lóð; Staðfest afmörkun og breytt heiti lóðar.
Helgi Þór Ágústsson óskar eftir að lóð hans í Öndverðarnesi 11 L 170101, fái breytt heiti til samræmis við nærliggjandi lóðir og fái heitið Öndverðarnes 2 lóð L170101. Hann telur að skráningin Öndverðarnes 11 hafi verið misskilið og átt að vera rómverskir II. Einnig óskar hann eftir staðfestingu á afmörkun lóðar til samræmis við meðfylgjandi gögn sem sýna afmörkun lóðar með hnitum samkvæmt lýsingu afsals 80-925 (maí 1978) upp á 10.000m2 lóðar.

Skoða þarf betur önnur heiti innan svæðisins og málinu því frestað.

Mál nr. 22: 1811004F – Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 18 – 90.    
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 21. nóvember 2018.

c)      Fundargerð 190. fundar fagráðs Tónlistarskóla Árnesinga, 26. nóvember 2018.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

d)     Fundargerð 14. fundar Héraðsnefndar Árnesinga bs., 22. október 2018.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 
3.        Fjárhagsáætlun 2019-2022, seinni umræða.
Fyrirliggjandi tillaga að fjárhagsáætlun fyrir árin 2019-2022 er tekin til lokaafgreiðslu.

       Helstu lykiltölur samstæðureikningsins í þúsundum króna:

                                                2019                         2020                            2021                      2022

Tekjur                              1.082.039                  1.096.923                    1.103.136             1.109.970

Gjöld                                 934.512                    932.039                       935.566                 938.958

Fjármagnsgjöld                  43.608                       33.601                          22.476                   11.954

Rekstrarafgangur                        103.919                      131.283                      145.095                 159.058

Eignir                             1.769.877                  1.870.225                     1.981.107             2.102.462

Skuldir                             951.616                     920.682                         886.468               848.766

Eigið fé                            818.261                      949.544                    1.094.638             1253.696

Fjárfestingar (nettó)          93.000                        78.000                       100.500                100.000

Ekki er gert er ráð fyrir lántöku né sölu eigna vegna fjárfestinga.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi fjárhagsáætlun fyrir rekstrarárin 2019-2022.

 
4.        Endurskoðun aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps.
Fyrir liggur niðurstaða um skipulag Borgarsvæðisins eftir íbúafund þann 8. október s.l.

Helstu niðurstöður eru þessar:

  • Stækkun íbúabyggðar verði norðan Biskupstungnabrautar.
  • Tjaldsvæðið verði áfram á sama stað og stækki til vesturs.
  • Hugað verði að útivistarsvæði norðan við núverandi íbúabyggð.
  • Iðnaðarsvæði verði í landi Minni-Borgar vestan Sólheimavegar.
  • Íþróttavöllur verði vestan við Íþróttamiðstöðina.

Sveitarstjórn er sammála um að skilgreindum þéttbýliskjörnum í sveitarfélaginu verði ekki fjölgað heldur verði núverandi byggðakjarnar styrktir, líkt og kveðið er á um í texta endurskoðunar aðalskipulagsins. Með því verði stuðlað að betri nýtingu innviða og annarrar fjárfestingar.

 
5.        Samningur um hönnun og uppsetningu á nýjum vef, www.gogg.is
Fyrir liggur samningur um hönnun, efnisumsjón, forritun og uppsetningu á nýjum vef www.gogg.is  við Stefnu ehf. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samning og felur oddvita / sveitarstjóra að skrifa undir samninginn.

 
6.        Beiðni um styrk frá foreldrafélagi Kerhólsskóla vegna jólaballs.
Fyrir liggur beiðni um styrk frá foreldrafélagi Kerhólsskóla að fjárhæð kr. 30.000 vegna jólaballs þann 19. desember n.k. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita umbeðinn styrk.

 
7.        Beiðni um styrk frá Landgræðslu ríkisins vegna samstarfsverkefnisins „Bændur græða landið“.
Fyrir liggur beiðni um styrk frá Landgræðslu ríkisins til verkefnisins „Bændur græða landið“. Óskað er eftir styrk að fjárhæð kr. 36.000. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita umbeðinn styrk.

 
8.        Afrit af bréfi frá Þjóðskrá Íslands þar sem kynnt er breytt fasteignamat eigna á Úlfljótsvatni, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur afrit af bréfi frá Þjóðskrá Íslands til eiganda eigna á Úlfljótsvatni, dagsett 21. nóvember 2018 þar sem kynnt er breytt fasteignamat eignarinnar. Bréfið lagt fram til kynningar.

 
9.        Afrit af bréfi frá Vegagerðinni þar sem tilkynnt er um niðurfellingu Nesjavallavegar nr. 3843 af vegaskrá.
Fyrir liggur afrit af bréfi frá Vegagerðinni, dagsett 20. nóvember 2018 þar sem tilkynnt er um niðurfellingu Nesjavallavegar af vegaskrá. Bréfið lagt fram til kynningar.

 
10.    Landsréttur, dómur nr. 400/2018, Grímsnes- og Grafningshreppur gegn íslenska ríkinu.
Fyrir liggur dómur Landsréttar frá 16. nóvember s.l. í máli nr. 400/2018, Grímsnes- og Grafningshreppur gegn íslenska ríkinu þar sem deilt er um reglur um úthlutun úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga en um hann eru ákvæði í lögum nr. 4/1995, um tekjustofna sveitarfélaga, og reglugerð nr. 960/2010 sem sett var á grundvelli þeirra. Grímsnes- og Grafningshreppur er eitt fimm sveitarfélaga sem höfðuðu mál á hendur íslenska ríkinu vegna skerðingar framlags úr Jöfnunarsjóði vegna áranna 2013-2016. Skerðingin á rætur að rekja til breytinga sem urðu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga með lögum nr. 139/2012 og á reglugerð um Jöfnunarsjóð með reglugerð nr. 1226/2012. Niðurstaða dómsins er að íslenska ríkið er sýknað af kröfum Grímsnes- og Grafningshrepps og málskostnaður milli aðila felldur niður í héraði og fyrir Landsrétti.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að áfrýja málinu til Hæstaréttar og felur lögmanni sveitarfélagsins Óskari Sigurðssyni hrl. að gæta hagsmuna sveitarfélagsins.

 
11.    Beiðni Velferðarnefndar Alþingis um umsögn á frumvarp til laga um breytingu á lögum um húsnæðisbætur (réttur námsmanna og fatlaðs fólks), 140. mál.
Frumvarpið lagt fram til kynningar.

 
12.    Birt til umsagnar frá Umhverfis- og auðlindaráðuneyti verkefni nefndar um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu.
Birt er til umsagnar frá Umhverfis- og auðlindaráðuneyti verkefni nefndar um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins.

 

Til kynningar
Sorpstöð Suðurlands.  Fundargerð  273. stjórnarfundar 20.11 2018.
Sorpstöð Suðurlands.  Aðalfundargerð 18.10 2018.
SASS.  Fundargerð  539. stjórnarfundar 16.11 2018.
SASS.  Aðalfundargerð 18.10 og 19.10 2018.
Hjálparsveitin Tintron, ársskýrsla 2017.
Hjálparsveitin Tintron, ársreikningur 2017.
Hjálparsveitin Tintron, ársreikningur 2016.

Getum við bætt efni síðunnar?