Fara í efni

Sveitarstjórn

458. fundur 05. júní 2019 kl. 09:00 - 12:00 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Ása Valdís Árnadóttir
  • Björn Kristinn Pálmarsson
  • Smári Bergmann Kolbeinsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Bjarni Þorkelsson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ása Valdís Árnadóttir

 

 

1.    Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 15. maí 2019.  

Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 15. maí 2019 liggur frammi á fundinum.

 
2.        Fundargerðir.

a)      Fundargerð 2. fundar íbúaþings 2019 í Grímsnes- og Grafningshreppi, 29. apríl 2019.
Lögð fram til kynningar.

b)     Fundargerð 177. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 22. maí 2019.
Lögð fram 177. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dags. 22. maí 2019. Eftirfarandi

dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 16 Biskupstungnabraut 3 (L169583); Umsókn um byggingarleyfi; Sumarhús með bílgeymslu – 1905035.
Lögð er fram umsókn Ísleifs Ottesen og Svölu Ólafsdóttur dags. 24. apríl 2019 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að byggja sumarhús með bílgeymslu 205,3 m2 á sumarhúsalóðinni Biskupstungnabraut 3 (L169583) í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Sveitarstjórn synjar fyrirliggjandi umsókn en gerir ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi fyrir húsi sem samræmist skilmálum gildandi deiliskipulags.

Fyrirvari er gerður um að umsækjandi sæki um stofnun lóðar Biskupstungnabraut 3A í samræmi við gildandi deiliskipulag. Einnig er gerður fyrirvari um að aðkoma lóðar verði skv. gildandi deiliskipulagi.

Mál nr. 17 Tjarnholtsmýri 1-15 (oddatölur); Bjarnastaðir 1; Breytt notkun lóða; Deiliskipulagsbreyting – 1701063.
Í framhaldi af bókun skipulagsnefndar 13. febrúar 2019 og með staðfestingu sveitastjórnar vegna endurskoðunar á deiliskipulagi þar sem farið var fram á við umsækjanda ásamt skipulagsfulltrúa að funda um málið með Vegagerðinni vegna Tjarnholtsmýri 1-15, í Grímsnes- og Grafningshreppi, er lögð fram lagfærð deiliskipulagstillaga. Vegagerðin hefur með tölvupósti 20.5.2019, staðfest breytta og lagfærða tillögu, þar sem gert er ráð fyrir fækkun á aðkomu/innkeyrslum inn á lóðir í Tjarnholtsmýri.

Auk þess er í skipulagsskilmálum gerð grein fyrir afstöðu vegagerðarinnar er varðar framtíðarvegtengingar inn á Sólheimaveg 354.

Sveitarstjórn samþykkir að ný lagfærð tillaga verði kynnt þeim aðilum sem gerðu athugasemdir við fyrri tillögu og ef ekki koma athugasemdir við nýja/lagfærða tillögu, verði tillagan send Skipulagsstofnun til afgreiðslu í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Mál nr. 18 Kerið 1 L172724; Gestastofa og bílastæði; Deiliskipulag – 1904009.
Lögð eru fram deiliskipulagstillaga fyrir Kerið Grímsnes- og Grafningshreppi. Tillagan er unnin af Landmótun sf, Argos ehf og Alta ehf. Deiliskipulagssvæðið afmarkast af landamerkjum Kerfélagsins ehf. til norð- og suðausturs og miðlínu Biskupstungnabrautar til norðvesturs. Deiliskipulagssvæðið er um 27 ha að stærð. Gert er ráð fyrir að afmarkaðar verði tvær lóðir austast á svæðinu undir gestastofu, bílastæði og þjónustubyggingar. Þá er gert ráð fyrir einni lóð norð-vestur af Kerinu. Tillagan gerir ráð fyrir nýrri aðkomu austast á svæðinu og mun núverandi aðkomu að Kerinu verða lokað.

Leitað verður eftir umsögnum frá Vegagerðinni, Minjastofnun Íslands, Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands og Heilbrigðiseftirliti Suðurlands.

Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og mælist til að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Mál nr. 21: 1905001F – Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 19 – 100.
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 15. maí 2019.

c)      Fundargerð oddvita/sveitarstjóra í yfirstjórn velferðarmála í Árnesþingi (NOS),

21. maí 2019.
Lögð fram til kynningar fundargerð NOS þar sem tilkynnt var um ráðningu Ragnheiðar Hergeirsdóttur í starf forstöðumanns skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings. Sveitarstjórn býður Ragnheiði velkomna til starfa.

d)     Fundargerð 7. fundar stjórnar Byggðasafns Árnesinga, 16. apríl 2019.
Lögð fram til kynningar.

e)      Fundargerð 1. fundar byggingarnefndar Búðarstígs, 16. apríl 2019.
Lögð fram til kynningar.

 
f)       Fundargerð 2. fundar byggingarnefndar Búðarstígs, 23. apríl 2019.
Lögð fram til kynningar.

 
3.    Sumarleyfi sveitarstjórnar og næstu fundir hennar.
Samþykkt er samhljóða að sveitarstjórn verði í sumarleyfi fyrri fund í ágúst. Næstu fundir sveitarstjórnar verða því 19. júní, 3. júlí, 17. júlí og 21. ágúst kl. 9:00.

 
4.    Sumarlokun á skrifstofu Grímsnes- og Grafningshrepps.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að skrifstofa Grímsnes- og Grafningshrepps verði lokuð vegna sumarleyfa starfsmanna frá 22.  júlí til og með 11. ágúst 2019.

 
5.    Sorpmál í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að setja saman stýrihóp til eins árs sem samanstendur af fulltrúa umhverfisnefndar, starfsmanni áhaldahúss, starfsmanni gámasvæðis og fulltrúum sveitarstjórnar. Stýrihópurinn mun vinna áfram að bættri flokkun, betri þjónustu og betra aðgengi í sorpmálum í sveitarfélaginu.

 
6.    Afréttargirðing í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur að girða þarf afréttargirðingu innan sveitarfélagsins samkvæmt gömlum samningi. Sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu.

 
7.    Erindi frá umhverfisnefnd Kerhólsskóla.
Fyrir liggur erindi frá umhverfisnefnd Kerhólsskóla þar sem óskað er eftir að fá vísindamann til að kanna hvort neysluvatnið í sveitinni er hreint eða mengað. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að umhverfisnefnd fái aðgang að mælingum sem Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hefur gert á neysluvatni sveitarfélagsins og hvetur jafnframt umhverfisnefnd til að fá kynningu á framkvæmd mælinga og niðurstöðum frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands.

 
8.    Ályktun frá Furuborgum félagi í frístundabyggð um umsóknarfrest um vegstyrki.
Fyrir liggur ályktun sem samþykkt var á aðalfundi Furuborga, félags í frístundabyggð þann 19. maí 2019. Þar sem skorað er á sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að breyta fresti vegna umsókna um vegstyrki þannig að fresturinn renni út 15. apríl ár hvert í stað 1. mars eins og nú er. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa ályktuninni til samgöngunefndar sveitarfélagsins.

 
9.    Umsókn frá Furuborgum félagi í frístundabyggð um styrk vegna tjóns af völdum  náttúruhamfara.
Fyrir liggur styrkumsókn frá  Furuborgum, félag í frístundabyggð dagsett 28. maí 2019. Sótt er um styrk vegna tjóns af völdum náttúruhamfara sem urðu veturinn 2018. 

Sveitarstjórn hafnar styrkumsókn.

 
10.    Tilkynning frá Íslandspósti um fyrirhugaða póstnúmerabreytingu.
Fyrir liggur bréf frá Hannesi Guðmundssyni fyrir hönd póstnúmeranefndar Íslandspósts dags. 13. maí 2019 þar sem kynntar eru breytingar á póstnúmerkerfi Íslandspósts. Sveitarfélagið Grímsnes- og Grafningshreppur mun við þessar breytingar fá sér póstnúmer og verður póstnúmerið 805 Selfoss í stað 801 Selfoss. Bréfið lagt fram til kynningar.

 
11.    Bréf frá Sagafilm um kaup á sýningarrétti af þáttaröðinni Hvað höfum við gert? fyrir grunn- og leikskóla.
Fyrir liggur bréf frá Þresti Frey Gylfasyni og Tinnu Jóhannsdóttur dagsett 29. maí 2019 þar sem sveitarfélaginu er boðið að kaupa afnot af þáttaröðinni Hvað höfum við gert? til sjö ára í leik- og grunnskólum. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að kaupa sýningarréttinn til sjö ára fyrir 50.000.-.

 
12.    Erindi frá UNICEF um samræmt verklag vegna gruns um ofbeldi og vanrækslu.
Fyrir liggur bréf frá Bergsteini Jónssyni framkvæmdarstjóra UNICEF á Íslandi dags. 22. maí 2019 þar sem sveitarfélög eru hvött til að setja sér heildstætt og samræmt verklag vegna gruns um ofbeldi og vanrækslu fyrir allar stofnanir sem starfa með börnum. Bréfið lagt fram til kynningar.

 
13.    1904013 – Minni- Bær land (192690); Umsókn um byggingarleyfi; Sumarhús.
Í framhaldi af afgreiðslufundi byggingarfulltrúa dags. 16. apríl 2019, er lögð fram umsókn Önnu Kristínar Geirsdóttur, móttekin 02. apríl 2019, um skráningu á þegar byggðu sumarhúsi 62,1 m2, á landi Minni-Bæjar (L192690) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Landið er skv. þjóðskrá skráð „Annað land“ og er óráðin stærð (ca. 20ha). Ekki liggur fyrir gildandi deiliskipulag á svæðinu.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi. Ekki er talin þörf á grenndarkynningu.

 
14.    Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II í Stofusundi 1, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 13. maí 2019 um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II í Stofusundi 1, Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins.

 
15.    Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II í Þóroddsstaðir lóð 2, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 20. maí 2019 um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II í Þóroddsstaðir lóð 2, Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins.

 
16.    Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II í Þóroddsstaðir lóð 4, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 27. maí 2019 um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II í Þóroddsstaðir lóð 4, Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins.

 
17.    Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II í Þóroddsstaðir lóð 7, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 20. maí 2019 um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II í Þóroddsstaðir lóð 7, Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins.

 
18.    Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II í Þóroddsstaðir lóð 21, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 20. maí 2019 um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II í Þóroddsstaðir lóð 21, Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins.

 
19.    Bréf frá orlofsnefnd húsmæðra í Árnes- og Rangárvallasýslu ásamt skýrslu um starfsemi þess og ársreikningi fyrir árið 2018.
Fyrir liggur bréf frá orlofsnefnd húsmæðra í Árnes- og Rangárvallasýslu, dagsett 14. maí 2019 ásamt skýrslu um starfsemi þess og reikningi fyrir árið 2018. Lagt fram til kynningar.

 
20.    Bréf frá Minjastofnun Íslands um undirbúning tillögu að friðlýsingu Laxabakka, Öndverðarnesi 2.
Fyrir liggur bréf frá Kristínu Huld Sigurðardóttur og Pétri H. Ármannssyni fyrir hönd Minjastofnunar Íslands dags. 21. maí 2019 þar sem lagt er til að Laxabakki, Öndverðarnesi 2, fyrrum sumarhús Ósvalds Knudsen verði friðað. Sveitarstjórn gefst kostur á að koma á framfæri formlegum og efnislegum athugasemdum við friðlýsingartillöguna og friðlýsingarskilmála. Lagt fram til kynningar.

 
21.    Leiðbeiningar handa sveitarfélögum um nafngiftir býla, gatna, sveitarfélaga og náttúrufyrirbæra frá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
Fyrir liggur bréf frá Aðalsteini Hákonarsyni verkefnisstjóra á nafnfræðisviði hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum dags. 26. apríl 2019 þar sem verið er að kynna Leiðbeiningar handa sveitarfélögum um nafngiftir býla, gatna, sveitarfélaga og náttúrufyrirbæra. Lagt fram til kynningar.

 
22.    Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um samstarfsvettvang sveitarfélaganna fyrir heimsmarkmiðin og loftslagsmál.
Fyrir liggur bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um samstarfsvettvang sveitarfélaganna fyrir heimsmarkmiðin og loftslagsmál dags. 24. maí 2019 þar sem boðað er til stofnfundar samstarfsvettvangs ásamt því að óskað er eftir tengilið. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að Ása Valdís Árnadóttir verði tengiliður.

 
23.    Bréf frá Karli Björnssyni framkvæmdarstjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem sveitarfélög eru hvött til að taka Grænbókina um stefnu um málefni sveitarfélaga til umræðu og kynnt er minnisblað framkvæmdarstjóra um Grænbókina.
Fyrir liggur bréf frá Karli Björnssyni framkvæmdarstjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 29. maí 2019 þar sem sveitarfélög eru hvött til að taka Grænbókina um stefnu um málefni sveitarfélaga til umræðu og kynnt er minnisblað framkvæmdarstjóra um Grænbókina. Bréfið lagt fram til kynningar.

 
24.    Beiðni Atvinnuveganefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um matvæli (sýklalyfjanotkun), 753. mál.
Frumvarp lagt fram til kynningar.

 
25.    Beiðni Velferðarnefndar Alþingis um umsögn á tillögu til þingsályktunar um hagsmunafulltrúa aldraðra, 825. mál.
Þingsályktun lögð fram til kynningar.

 

 
26.    Beiðni Velferðarnefndar Alþingis um umsögn á tillögu til þingsályktunar um stöðu barna 10 árum eftir hrun, 256. mál.
Þingsályktun lögð fram til kynningar.

 
27.    Beiðni Velferðarnefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar, nr. 100/2007 (hækkun lífeyris), 844. mál.
Frumvarp lagt fram til kynningar.

 
28.    Umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 135/2019, „Verkefni nefndar um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu“.
Fyrir liggur að birt er til umsagnar frá Umhverfis- og auðlindarráðuneytinu verkefni nefndar um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Lagt fram til kynningar.

 
29.    Birt til umsagnar frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu grænbók um stefnu ríkisins í málefnum sveitarfélaga.
Fyrir liggur að birt er til umsagnar frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu grænbók um stefnu ríkisins í málefnum sveitarfélaga. Oddvita falið að skila inn umsögn.

 
Til kynningar
Sorpstöð Suðurlands. Fundargerð 280. stjórnarfundar 14.05.2019.
Heilbrigðisnefnd Suðurlands. Fundargerð 196. stjórnarfundar 09.05 2019.
Skógræktarritið, 1.tbl. Skógræktarfélag Íslands.
Ég og þú, yfirlit yfir skráningu einstaklinga 2018, Þjóðskrá Íslands.
Ársskýrsla Þjóðskrá Íslands 2018.
Ársskýrsla Byggðastofnun 2018.
Ársreikningur Límtré Vírnet ehf. 2018.

Getum við bætt efni síðunnar?