Fara í efni

Sveitarstjórn

257. fundur 18. mars 2010 kl. 09:00 - 10:45 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Ingvar Ingvarsson
  • Sigurður Jónsson
  • Ólafur Ingi Kjartansson
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Hildur Magnúsdóttir
  • Jón G. Valgeirsson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Jón G. Valgeirsson

Oddviti leitaði afbrigða

a)        Ráðning á starfsmönnum í sumarstörf og sumarafleysingar

 b)        Kennslukvóti vegna skólaársins 2010/2011.

 1.   Fundargerð hreppsnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 4. mars 2010 liggur frammi á fundinum.

 2.   Fundargerðir.

      a)  Fundargerð 122. og 123.  fundar Félagsmálanefndar 24.02 og 02.03.2010.

Fundargerðirnar lagðar fram og staðfestar

      b)  Fundargerð Húsnefndar Félagsheimilisins Borg 08.03.2010.

Fundargerðin lögð fram og staðfest hvað varðar ráðstöfun bóta og fyrirhugaðar framkvæmdir.

       c)  Drög að fundargerð Leik- og grunnskólaráðs  04.03.2010.

Drög að fundargerð lögð fram.

      d)  Fundargerð vinnuhóps vegna húsnæðisþarfa skólana 16.03.2010.

Fundargerðin lögð fram.

 

 3.  Krafa frá Íslenska Gámafélaginu um breytingar á fyrirkomulagi valkvæðar þjónustu í sorpmálum.
Lagt fram erindi Íslenska Gámafélagsins hf þar sem farið var fram á breytingar á fyrirkomulagi valkvæðar þjónustu í sorpmálum frístundabyggða.   Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum í samstarfi við Bláskógabyggð.  

 4.  Staðfesting á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020.
Lögð fram auglýsing um staðfestingu á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2010.

 5. Aukaaðalfundur Sorpstöðvar Suðurlands.
Aukaaðalfundur Sorpstöðvar Suðurlands verður haldinn þann 22. mars nk. þar sem tekin er fyrir tillaga um að komið verði upp umhleðslu- og flokkunarstöð á Selfossi.  Sveitarstjórn samþykkir að koma að upp umhleðslu- og flokkunarstöð og felur Jón G. Valgeirssyni, sveitarstjóra að vera fulltrúi sveitarfélagsins á fundinum.

 6. Aðalfundur Vottunarstofunnar Túns ehf.
Aðalfundur Vottunarstofunnar Túns ehf verður haldinn föstudaginn 19. mars nk og felur sveitarstjórn Gunnari Á. Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Túns ehf að vera fulltrúi sveitarfélagsins á fundinum. 

 7.  Beiðni Bandalags íslenskra skáta um niðurfellingu fasteignagjalda á Útilífsmiðstöðinni á Úlfljótsvatni.
Lögð fram beiðni Bandalags íslenskra skáta um niðurfellingu fasteignagjalda á Útilífsmiðstöðinni á Úlfljótsvatni.  Sveitarstjórn hafnar erindinu

 8.  Beiðni Bergmáls líknar og vinafélags um breytingu á skráningu í fasteignamat á húsnæði félagsins á Sólheimum og um styrk vegna rekstrar hússins.
Lögð fram beiðni Bergmáls líknar- og vinafélags um breytingu á skráningu í fasteignamat á húsnæði félagsins á Sólheimum og um styrk vegna rekstrar hússins.   Sveitarstjórn frestar málinu til næsta fundar.

 9.  Samningur við Markaðsstofu Suðurlands.
Lagður fram þjónustusamningur milli Markaðsstofu Suðurlands ses og sveitarfélagins þar sem sveitarfélagð greiðir kr. 350 kr. á hvern íbúa sveitarfélagins.   Sveitarstjórn samþykkir að fresta undirritun samningsins þar til fyrir liggur hvort eða hvaða sveitarfélög ætla að vera með í samstarfinu þar sem fyrir liggur að Árborg, Ölfus og Vestmannaeyjar ætla ekki að vera með.

 10.  Beiðni Umhverfisnefndar Alþingis um umsögn vegna frumvarpa til laga um skipulagsmál,  laga um mannvirki og laga um brunavarnir.
Sveitarstjórn gerir ekki sérstakar athugasemdir að sinni við frumvarp til laga um mannvirki og lög um brunavarnir að öðru leyti en því að engin rök séu fyrir því að stofna sérstaka byggingastofnun heldur eigi að sameina Skipulags- og Brunamálastofnun í eina stofnun.   Ekki liggur fyrir neitt kostnaðarmat hvað slík ný stofnun myndi kosta en það eru rök fyrir að fækka og sameina stofnanir frekar en búa til eina nýja.  Þá er einnig bent á að ekki liggur fyrir hvað þessi nýju frumvörp fela í sér mikinn viðbótarkostnað fyrir sveitarfélögin.

 Sveitarstjórn gerir athugasemdir við eftirfarandi atriði í frumvarpi til skipulagslaga.   Í fyrsta lagi að ráðherra hafi ekki sérstaka tímafresti til að afgreiða aðalskipulagstillögur sveitarfélaga.   Í öðru lagi að sveitarfélögum sé ekki heimilt að setja á gjaldskrá varðandi skipulagsmál.   Afgreiðsla á skipulagsmálum getur verið flókin, tímafrek og vandasöm og felur í sér mikinn útlagðan kostnað við þá vinnu.   Ekki er óeðlilegra að innheimta gjöld vegna skipulagsvinnu frekar en byggingarleyfisgjöld sem gert er ráð fyrir að verði áfram innheimt í lögum um mannvirki.   Það er eðlileg krafa að sveitarfélag fái greiddan sannarlega útlagðan kostnað við skipulagsvinnu.   Að öðrum kosti væri réttlátt að Skipulagssjóður greiði fyrir þá vinnu.   Minnt er á að ekki er jafnræði með sveitarfélögum.  Stærri sveitarfélög hafa fengið beint til sín svo nefnt skipulagsgjald en önnur ekki.    Í þriðja lagi eru gerðar athugasemdir við fyrirkomulag landskipulag að Skipulagsstofnun geti verið umsagnaraðili um aðalskipulag sveitarfélaga ef þeir eiga líka að sjá um að vinna landskipulagið.

 11.  Hitaveitu- og kaldavatnslögn frá Kiðjabergsvegi að Borg.
Lögð fram drög að samningum við landeigendur á Stóru-Borg og Fossi um heimild til að leggja hitaveitu- og kaldavatnslögn frá Kiðjabergsvegi að Borg.   Sveitarstjóra falið að ganga til samninga við landeigendur á grundvelli draganna og jafnframt að láta bjóða út verkið við lagningu á lögnunum og semja við Verkís að sjá um útboð á verkinu.   Hildur Magnúsdóttir víkur sæti við afgreiðslu málsins.    

 12.  Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf.
Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf verður haldinn þann 26. mars nk.  Sveitarstjórn felur Jóni G. Valgeirssyni, sveitarstjóri umboð til að mæta á fundinn fyrir hönd sveitarfélagins og Ingvar G. Ingvarsson til vara. 

 13.  Aðalfundur Eignarhaldsfélags Suðurlands hf.
Aðalfundur Eignarhaldsfélags Suðurlangs hf verður haldinn þann 26. mars nk.  Sveitarstjórn felur Jóni G. Valgeirssyni, sveitarstjóra umboð til að mæta á fundinn fyrir hönd sveitarfélagins og Ingvar G. Ingvarsson til vara. 

 14.  Hitaveitumál í Hraunborgum.
Lagt er fram erindi eiganda sumabústaðar að Melhúsasundi 1 í Hraunborgum varðandi hitastig vatns sem hann fær við bústað sinn.   Sveitarstjórn tekur fram að hitaveitan ábyrgist ekki sérstakt hitastig vatns við inntök í hús en leitast við að það sé ásættanlegt miðað við aðstæður viðkomandi aðila og leitar leiða til úrbóta ef umkvartanir verða.   Sveitarstjórn bendir á að til þess að halda uppi ásættanlegu hitastigi í dreifikerfi hitaveitunnar þurfi rennsli að vera jafnt og stöðugt og er bent á að nauðsynlegt sé að viðkomandi aðili láti skipta út mæli fyrir hemil til að tryggja stöðugt hitastig til hans.  Er það í samræmi við þá ákvörðun að hemlakerfi verði alfarið tekið upp í sumarhúsbyggðum.

 15.  Næsti fundur sveitarstjórnar.
Samþykkt er að fella niður næsta fund sveitarstjórnar þann 1. apríl nk.  Næsti fundur sveitarstjórnar verður þann 15. apríl 2010, kl. 9:00.

 
16. Önnur mál

 a)     Ráðning á starfsmönnum í sumarstörf og sumarafleysingar

Sveitarstjórn samþykkir að heimila sveitarstjóra að ráða í sumarafleysingar 2 störf vegna starfsmanna í áhaldahúsi og unglingavinnu, 1 starfsmann á skrifstofu sveitarfélagsins og 5 stöðugildi í íþróttamiðstöð.

 

b)     Kennslukvóti vegna skólaársins 2010/2011.

Lögð fram tillaga að kennslukvóta Grunnskólans Ljósuborgar vegna skólaársins 2010/2011.   Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi kennslukvóta enda rúmist það innan fjárhagsáætlunar. 

 

17. Til kynningar
a) Yfirlit frá Jöfnunarsjóði vegna framlaga á árinu 2009.
b) Yfirlit frá Jöfnunarsjóði vegna áætlaða framlaga á árinu 2010.
c) Tilkynning um frestun úrskurðar vegna kæru Landsambands sumarhúsaeiganda.
d) Afstaða ríkissaksóknara vegna kæru um brot á byggingar- og skipulagslögum.
e) Svar til samgönguráðuneytisins vegna málefna ferðaþjónustu fatlaðra.
f) Dagur umhverfisins þann 25. apríl 2010.
g) Erindi frá Skipulagsstofnun um staðfestingu á fundargerðum skipulags- og byggingarnefndar.
 

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl: 10:45

Getum við bætt efni síðunnar?