Fara í efni

Sveitarstjórn

258. fundur 15. apríl 2010 kl. 09:00 - 13:10 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Ingvar Ingvarsson
  • Sigurður Jónsson
  • Ólafur Ingi Kjartansson
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Hildur Magnúsdóttir
  • Jón G. Valgeirsson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Jón G. Valgeirsson

Oddviti leitaði afbrigða

a)        Beiðni um styrk frá Golfklúbbi Kiðjabergs.

 1.   Fundargerð hreppsnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 18. mars 2010 liggur frammi á fundinum.

 2.  Ársreikningur Grímsnes- og Grafningshrepps 2009.
Ársreikningur sveitarfélagsins fyrir árið 2009 lagður fram til fyrri umræðu. Á fundinn mætti Einar Sveinbjörnsson endurskoðandi og útskýrði reikninginn.  Oddviti þakkaði Einari góð störf.  Ársreikningi vísað til annarar umræðu.

 3.  Húsnæðismál skólana.
Lögð fram geinargerð nefndar um húsnæðismál grunn- og leikaskólans.  Á fundinn mætti Sigríður Magnúsdóttir arkitekt og fór yfir efni greinargerðarinnar en þar er gert ráð fyrir þremur meginhugmyndu um lausnir.      Sigríði þakkað fyrir greinargott yfirlit um greinargerð nefndarinnar.    Sveitarstjórn samþykkir að setja greinargerðina í áframhaldandi kynningarferli.

 4.  Deiliskipulag á Borg.
Á fundinn mæta þau Oddur Hermannsson og Svanhildur Gunnlaugsdóttir landslagsarkitektar og kynna hugmyndir að deiliskipulagi á landi sveitarfélagins á Borg.   Oddi og Svanhildi er þakkað fyrir gott yfirlit.   Sveitarsjórn samþykkir að unnið verði áfram í tillögunum á grundvelli umræðna á fundinum varðandi vegtengingar og að tillögurnar verði kynntar á íbúafundi.

 

5.   Fundargerðir.

      a)   21. fundur skipulags- og byggingafulltrúaembættis uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps, 22.03.2010.

Fundargerðin lögð fram, farið yfir hana og hún rædd og síðan staðfest.

       b)  Fundargerð 124 fundar Félagsmálanefndar 06.04.2010.

Fundargerðin lögð fram, farið yfir hana og hún rædd og síðan staðfest.

 
6.  Beiðni Bergmáls líknar og vinafélags um breytingu á skráningu í fasteignamat á húsnæði  félagsins á Sólheimum og um styrk vegna rekstrar hússins.
Sveitarstjórn fallar aftur um beiðni Bergmáls líknar- og vinafélags um breytingu á skráningu í fasteignamat á húsnæði félagsins á Sólheimum og um styrk vegna rekstrar hússins en málinu var frestað á síðasta fundi sveitarstjórnar.   Sveitarstjórn hafnar því að breyta skráningu húsnæðisins í fasteignamati en samþykkir að veita Bergmáli kr. 200.000 í rekstrarstyrk.  Gera verður ráð fyrir þessu í endurskoðaðri fjárhagsáætlun.

7.  Umsókn um rekstrarleyfi vegna Þrastarlundar.
Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti fyrirhugaðan afgreiðslutíma skv. umsókninni og staðfestir að staðsetning veitningahússins í Þrastarlundi sé skv. reglum sveitarfélagins.

 8.  Beiðni Samgöngunefndar Alþingis um umsögn vegna frumvarps til laga um sveitarstjórnarlög.
Lögð fram beiðni Samgöngunefndar Alþingis um umsögn vegna breytinga á sveitarstjórnarlögum sem varða skil á fjármálaupplýsingum.  Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við frumvarpið.

 9.  Samstarfssamningur vegna sölumeðferðrar á eignum sveitarfélagins.
Lögður fram undirritaður samstarfssamningur vegna sölumeðferðar á eignum sveitarfélagins við Fasteignasölu Lögmanna Suðurlandi ehf.

 10. Tillaga um skipulag málefna fatlaðra á starfssvæði SASS.
Lögð fram tillaga um skipulag málefna fatlaðra á starfssvæði SASS sem unnin var af Sigurði H. Helgasyni fyrir starfshóp aðildarsveitarfélaga SASS.   Sveitarstjórn lýsir sig samþykka framangreindum tillögum og ýtrekar fyrri afstöðu sína að ef þess er nokkur kostur standi öll sveitarfélög á starfssvæði SASS sameiginlega að þessum málaflokki.

 11. Landamerki Foss og Klausturhóla.
Lagður fram uppdráttur þar sem sýnir land sveitarfélagsins sunnan Biskupstungabrautar og það svæði sem kann að vera óvissa um hvort tilheyri sveitarfélaginu eða Fossi.  Sveitarstjórn samþykkir að fresta málinu til næsta fundar.

 12.  Aðalfundur Veiðifélags Árnesinga.
Lagt er fram aðalfundarboð Veiðifélags Árnesinga sem fram fer þann 20. apríl nk.   Sveitarstjórn tilnefnir Guðmund Þorvaldsson  fulltrúa sveitarfélagsins á fundinum.

13.  Hestmannafélagið Trausti 50. ára.
Hestamananfélagið Trausti verðu 50 ára á árinu og í tilefni þess samþykkir sveitarstjórn í samstarfi við Bláskógabyggð að gera styrktarsamning við Trausta um árlegt framlag til félagins sem sérstaklega sé ætlað til að styrkja íþrótta, tómstunda og æskulýðsstarf í sveitarfélaginu.    Þá leggur sveitarfélagið til endurgjaldslaus afnot af félagsheimilu Borg vegna afmælishátíðar Trausta þann 17. apríl nk

 14.  Beiðni Kerhrauns sumarhúsafélags um úrbætur á kaldavatnsveitu.
Lagt fram erindi Kerhrauns sumarhúsafélags um úrbætur í kaldavatnsveitu á svæði félagins.  Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að vinna að lausn málsins .   

 15.  Kjörstaður vegna sveitarstjórnarkosninga 29. maí nk.
Sveitarstjórn samþykkir að kjörstaður vegna sveitarstjórnarkosninga þann 29. maí nk. verði í stjórnsýsluhúsinu á Borg í fundarsal sveitarstjórnar á 2. hæð.   Einnig er samþykkt að bjóða upp á kaffiveitingar á meðan kjörfundi stendur.

 16.  Tilnefning fulltrúa í starfshóp um mat á sameiningarkostum sveitarfélaga.
Lagt fram erindi frá SASS þar sem óskað er eftir því að sveitarfélagið skipi fulltrúa í starfshóp um mat á sameiningarkostum sveitarfélaga.   Sveitarstjórn samþykkir að skipa Ingvar Ingvarsson oddvita í starfshópinn.

 17.  Kauptilboð í sumarhúsalóðina Klausturhólar 38.
Lagt fram kauptilboð í sumarhúsalóðina Klausturhólar 38 að fjárhæð kr. 1.000.000.  Sveitarstjórn samþykkir að gera gagntilboð að fjárhæð kr. 1.500.000.

 18.  Önnur mál.

a)        Beiðni um styrk frá Golfklúbbi Kiðjabergs.

Lögð fram beiðni um styrk frá Golfklúbbi Kiðjabergs vegna íslandsmótsins í höggleik sem haldinn verður á vellinum 22-26. júlí nk.  Sveitarstjórn samþykkir að styrka verkefnið um kr. 180.000 og jafnframt að halda áfram samstarfi við klúbbinn um unglingavinnu.

19. Til kynningar
a) Bréf frá Félagi íslenskra atvinnuflugmanna um framtíð Reykjavíkurflugvallar.
b) Bréf frá Skipulagsstofnun um greiðslu kostnaðar vegna aðalskipulagsgerðar.
c) Bréf til Skipulagsstofnunar vegna kröfu á greiðslu á auknum kostnaði við aðalskipulag Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2010.
d) Upplýsingar frá kjörstjórn í Grímsnes- og Grafningshreppi vegna þjóðaratkvæðagreiðslu þann 6. mars sl.
e) Minnispunktar vegna fundar um Matvæli og nýsköpun í Uppsveitum Árnesssýslu.
f) Bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga um endurgreiðslu á hækkuðu tryggingargjaldi.
g) Árskýrsla  og ársreikningur Fræðslunets Suðurlanda 2009.
h) Árskýrsla Vaxtasamnings Suðurlands og Vestmannaeyja 2009
i) Erindi frá Mennta- og Menningarmálaráðuneytinu um skýrslu um samræmd könnunarpróf 2009.
í) Tilynning um málflutning í hæstaréttarmálinu 184/2009.
j) Bréf frá Fornleifanefnd vegna deiliskipulags frístundabyggðar í landi Nesja.
k) Ályktanir til sveitarstjórna á 88. Héraðsþingi Skarphéðins 13.03.2010.
l) Bréf frá Árborg vegna fundargerðar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.
m) Sorpstöð Suðurlands.  Fundargerð  187. stjórnarfundar  17.03.2010.
n) Sorpstöð Suðurlands.  Fundargerð  188. stjórnarfundar  29.03.2010.
o) Sorpstöð Suðurlands.  Fundargerð  aukaaðalfundar  22.03.2010.
ó) SASS.  Fundargerð  432. stjórnarfundar  26.03.2010.
p) Eignarhaldsfélag Suðurlands ehf.  Fundargerð  aðalfundar  26.03.2010.
r) Atvinnuþróunarfélag Suðurlands.  Fundargerð  291. stjórnarfundar  03.03.2010.
s) Tónlistarskóli Árnesinga.  Fundargerð  152 skólanefndar  15.02.2010.
t) Heilbrigðisnefnd Suðurlands.  Fundargerð  125 stjórnarfundar 08.04.2010.
u) Brunavarnir Árnessýslu.  Fundargerð  95 stjórnarfundar  12.01.2010.
ú) Brunavarnir Árnessýslu.  Fundargerð  96 stjórnarfundar  08.02.2010.
v) Brunavarnir Árnessýslu.  Fundargerð  97 stjórnarfundar  01.03.2010.
x) Brunavarnir Árnessýslu.  Fundargerð  98 stjórnarfundar  25.03.2010.
y) Brunavarnir Árnessýslu.  Fundargerð  80 fulltrúarráðsfundar  22.12.2009.
þ) Brunavarnir Árnessýslu.  Fundargerð  81 fulltrúarráðsfundar  21.01.2010.
æ) Brunavarnir Árnessýslu.  Fundargerð  82 fulltrúarráðsfundar  19.02.2010.
 

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl: 13:10

 

Getum við bætt efni síðunnar?