Fara í efni

Sveitarstjórn

462. fundur 17. júlí 2019 kl. 09:00 - 11:00 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Ása Valdís Árnadóttir
  • Björn Kristinn Pálmarsson
  • Smári Bergmann Kolbeinsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Bjarni Þorkelsson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

1.    Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 3. júlí 2019.  

Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 3. júlí 2019 liggur frammi á fundinum.

 2.        Fundargerðir.

a)      Fundargerð 180. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 10. júlí 2019.

Mál nr. 9, 10, 11, 12, 13 og 14 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.

Lögð fram 180. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dags. 10. júlí 2019. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 9: 1906061 - Nesjar lóð L170913; Réttarháls 3; Breyting á heiti, afmörkun og stærð lóðar.

Fyrir liggur umsókn Einars S. Ingólfssonar, dags. 21. júní 2019 um staðfestingu á afmörkun og breytingu á stærð og heiti lóðarinnar Nesjar L170913 skv. meðfylgjandi lóðablaði. Stærð lóðar breytist úr 1.250 m2 í 1.931 m2 skv. nákvæmari mælingu. Óskað er eftir að heiti lóðarinnar verði Réttarháls 3 í stað Nesjar lóð. Þá er óskað eftir að ekki verði gerðar athugasemdir við landskipti skv. 13. gr. jarðarlaga. Fyrir liggur samþykki landeigenda og lóðarhafa lóðarinnar á hnitsettri afmörkun ásamt áður samþykktu hnitsettu lóðablaði fyrir aðliggjandi lóð.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða afmörkun og breytingu á skráningu og heiti lóðarinnar miðað við fyrirliggjandi gögn. Ekki eru gerðar athugasemdir við landskipti skv. 13. gr. jarðalaga.

Mál nr. 10: 1906005 - Ormsstaðir L168271 og Ormsstaðir II L225840; Sameining jarða.

Fyrir liggur umsókn Tómasar J. Brandssonar, dags. 24. maí 2019 þar sem óskað er eftir að sameina Ormsstaði II L225840 við jörðina Ormsstaði L168271. Ekki liggur fyrir nein afmörkun eða staðsetning fyrir L225840 né hnitsett afmörkun fyrir L168271. Sami eigandi er að báðum landeignunum og er sameiningin til hagræðingar og einföldunar vegna m.a. þinglýsinga skjala.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða sameiningu jarðanna og gerir ekki athugasemdir við staðfestingu á sameiningu skv. 15. gr. jarðalaga.

 Mál nr. 11: 1905011 - Nesjar L170878 (Tjarnarlaut 1); Nesjar L170824; Stækkun lóðar og breytt heiti.

Fyrir liggur umsókn Stefáns Haraldssonar, dags. 30. apríl 2019 um staðfestingu á afmörkun lóðarinnar Nesjar L170878 skv. meðfylgjandi lóðablaði. Stærð lóðarinnar breytist úr 5.000 m2 í 8.387 m2 skv. mælingu og kemur stækkunin úr landi Nesja L170824. Ekki hefur áður legið fyrir nákvæm afmörkun lóðarinnar. Einnig er sótt um að heiti lóðarinnar verði Tjarnarlaut 1 í stað Nesjar. Þá er óskað eftir að ekki verði gerðar athugasemdir við landskipti skv. 13. gr. jarðarlaga. Fyrir liggur samþykki lóðareigenda sem einnig eru eigendur aðliggjandi lóðar, Tjarnarlautar 2, ásamt samþykki eigenda upprunalandsins á hnitsettri afmörkun lóðarinnar.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða afmörkun og breytingu á skráningu og heiti lóðarinnar miðað við fyrirliggjandi gögn. Ekki eru gerðar athugasemdir við landskipti skv. 13. gr. jarðalaga.

Mál nr. 12: 1907032 - Hagavíkurlaugar 1 L198331 og 2 L198332; Hagavíkurlaugar; Breytt afmörkun og sameining lóða.

Fyrir liggur umsókn Hróðnýjar Njarðardóttur f.h. Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 3. júlí 2019 um sameiningu tveggja landeigna skv. meðfylgjandi mæliblaði. Um er að ræða sameiningu landsins Hagavíkurlaugar 2 L198332 (skráð stærð 2.21 km2) við Hagavíkurlaugar 1 L198331 (skráð stærð 5,98 km2) sem fengi heitið Hagavíkurlaugar. Samhliða er óskað eftir samþykki á leiðréttingu landamerkja milli Ölfusafréttar L216117 og Hagavíkurlaugar L198331. Verið er að ganga frá staðfestingu þjóðlendunnar L216117 og hefur komið í ljós að afmörkun hennar og L198331 skarast. Skv. landspildublaði fyrir Ölfusafrétt þar sem fram kemur lýsing á afmörkun þjóðlendunnar sbr. Hrd. 198/2009 er um að ræða landamerki við punkta ol19 við Hengilssyllur og ol20 við rauðleitan Melhnjúk fyrir framan Kýrgilshnjúka. Fyrir liggur að Forsætisráðuneytið gerir ekki athugasemdir við breytta afmörkun Hagavíkurlauga sem liggur upp að L216117. Jafnframt eru mörk Hagavíkurlauga lagfærð til samræmis við áður samþykkta afmörkun Nesjavallavirkjunar L170925. Eftir breytta afmörkun og sameiningu er L198331 með stærðina 7,56 km2 skv. mæliblaði.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða breytta afmörkun, sameiningu landeignanna og breytta skráningu skv. fyrirliggjandi gögnum með fyrirvara um samþykki sveitarfélagsins Ölfuss á afmörkun milli þjóðlendunnar og Hagavíkurlauga.

Mál nr. 13: 1906047 - Villingavatn L170831; Stekkjarflöt; Stofnun lóðar.

Fyrir liggur umsókn Jóns M. Halldórssonar f.h. eiganda, dags. 5. júní 2019 um stofnun nýrrar 25.000 m2 landeignar úr landi Villingavatns L170831. Aðkoma að lóðinni er um núverandi veg. Óskað er eftir að landið fái heitið Stekkjarflöt. Fyrir liggur rökstuðningur eiganda fyrir heitinu.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða stofnun lóðarinnar og heitið Stekkjarflöt. Ekki eru gerðar athugasemdir við staðfestingu landskipta skv. 13. gr. jarðalaga.

Mál nr. 14: 1906060 - Snæfoksstaðir frístundabyggð; Endurskoðun deiliskipulags.

Fyrir liggur umsókn Böðvars Guðmundssonar, dags. 18. júní 2019 f.h. Skógræktarfélags Árnesinga um endurskoðun og uppfærslu á deiliskipulagi 93 ha frístundasvæðis í landi Snæfoksstaða. Umsókninni fylgir lýsing á skipulagsverkefninu skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi lýsingu dagsetta 5. júní 2019. Skipulagsfulltrúa er falið að senda Skipulagsstofnun lýsinguna til umsagnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og kynna lýsinguna almenningi skv. sömu grein skipulagslaga.

  b)     Fundargerð stjórnarfundar Bergrisans, 26. júní 2019.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 3.        Laun sveitarstjórnarmanna og nefndarlaun.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að laun sveitarstjórnar verði eftirfarandi:

1)      Laun oddvita verði 75% af grunnlaunum sveitarstjóra vegna vinnu hans í hlutverki oddvita, þ.e. dagleg þátttaka í ákvarðanatöku og annarra starfa í þágu sveitarfélagsins auk aksturs í þágu sveitarfélagsins skv. akstursdagbók.

2)      Sveitarstjórnarmenn aðrir en oddviti og sveitarstjóri fá greidd 10% af þingfararkaupi á mánuði.

3)      Varamenn fá greidd 5% af þingfararkaupi fyrir hvern setinn fund.

4)      Fundir hjá sveitarstjórnarmönnum öðrum en oddvita og sveitarstjóra eru greiddir. Fyrir heilan dag er greitt 3% af þingfararkaupi en fyrir hálfan dag er greitt 1,5% af þingfararkaupi. Að auki er greiddur akstur skv. akstursdagbók. Til þess að greitt verði fyrir fundi þarf viðkomandi sveitarstjórnarmaður að vera kjörinn af sveitarstjórn til fundarsetunnar eða á annan hátt mælst til þess af sveitarstjórn að hann mæti. Sveitarstjóra/oddvita ber að staðfesta fundarsetuna og koma þeim upplýsingum til launafulltrúa.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að laun nefndarmanna sveitarfélagsins verði eftirfarandi:

1)      Formenn nefnda fá greidd 2% af þingfararkaupi fyrir fund. Ekki verður greitt sérstaklega fyrir akstur.

2)      Almennir nefndarmenn fá greitt 1% af þingfararkaupi fyrir hvern fund. Ekki verður greitt sérstaklega fyrir akstur.

3)      Hjá kjörstjórn er kjörfundur vegna sveitarstjórnarkosninga metinn sem sex fundir en aðrir kjörfundir svo sem Alþingiskosningar sem fimm fundir. Greitt verður sérstaklega fyrir akstur samkvæmt akstursdagbók.

 4.        Bréf frá Halldóru S. Sveinsdóttur formanns Bárunnar, stéttarfélags þar sem farið er yfir stöðu mála í kjaramálum félagsmanna Bárunnar, stéttarfélags.

Fyrir liggur bréf frá Halldóru S. Sveinsdóttur formanns Bárunnar, stéttarfélags, dagsett 2. júlí 2019 þar sem farið er yfir stöðu mála í kjaramálum félagsmanna Bárunnar, stéttarfélags. Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur að undanförnu samið við önnur sambönd og félög um frestun viðræðna og friðarskyldu til 15. september 2019. Einnig hefur verið samið um innágreiðslu upp á 105.000 kr. um næstu mánaðarmót. Kjaradeilu Bárunnar (félag innan Starfsgreinasambands Íslands) var hinsvegar vísað til sáttasemjara þann 28. maí 2019 og fer Báran, stéttarfélag fram á að sveitarfélögin greiði starfsfólki Bárunnar slíka innágreiðslu þann 1. ágúst n.k. Sveitarstjórn hafnar innágreiðslunni  til starfsmanna Bárunnar þar sem Samband íslenskra sveitarfélaga fer með fullnaðarumboð til kjarasamningagerðar fyrir hönd sveitarfélaganna í landinu. Umboð þetta er fullnaðarumboð og eftir að það hefur verið gefið er sveitarfélaginu ekki heimilt að hafa afskipti af kjarasamningagerð. Sveitarfélagið skuldbindur sig til að hlíta markmiðum og stefnu sambandsins í kjaramálum og þeim kjarasamningum sem sambandið gerir fyrir þess hönd í öllum atriðum, með staðfestingu stjórnar sambandsins.

 5.        Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna leyfis til reksturs veitingastaðar í flokki II í Golfskálanum Öndverðarnesi, Grímsnes- og Grafningshreppi.

Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 4. júlí 2019 um umsögn vegna leyfis til reksturs veitingastaðar í flokki II í Golfskálanum Öndverðarnesi.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að leyfið verði veitt með fyrirvara um jákvæða umsögn byggingarfulltrúa og Brunavarna Árnessýslu.

 6.        Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 805/2019 þar sem kærð var ákvörðun sveitarstjórnar um synjun á aðgangi að upplýsingum um álögð fasteignagjöld.

Fyrir liggur úrskurður frá Úrskurðarnefnd um upplýsingamál í máli nr. 805/2019 þar sem kærð var ákvörðun sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 8. ágúst 2018 um að synja kærðu um aðgang að upplýsingum um álögð fasteignagjöld, annarsvegar fyrir frístundahús og hinsvegar fyrir lögbýli fyrir árin 2016, 2017 og 2018. Niðurstaða úrskurðarnefndarinnar er að kröfu kæranda var vísað frá. Lagt fram til kynningar.

 7.        Bréf frá Þóri Ólafssyni og Eiríki Benónýssyni f.h. Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga um hlutverk nefndarinnar og með hvaða hætti sveitarfélög standa að eftirliti og framkvæmd fjárfestinga á árinu 2019.

Fyrir liggur bréf frá Þóri Ólafssyni og Eiríki Benónýssyni f.h. Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga dagsett 18. mars 2019 þar sem kynnt er verklag nefndarinnar með fjárfestingum og eftirlit með framvindu fjárfestinga á árinu 2019. Bréfið lagt fram til kynningar.

Með tölvupósti þann 4.júlí 2019 er bréf nefndarinnar ítrekað og einnig látið fylgja form til útfyllingar á óskum nefndarinnar. Nefndin óskar eftir yfirliti um stöðu einstaka verkefna í  árslok 2019 (hlutfallsleg staða gagnvart verkáætlun), samanlagður útlagður kostnaður,  gildandi fjárheimild og breytingar á henni á árinu og mat á stöðu verkefnis, bæði lokið og áætlað ólokið, gagnvart gildandi fjárheimild. Jafnframt verði horft til verkefna sem unnið er að á árinu 2019 hvort sem þau eiga upphaf á árinu 2019 eða fyrr. Óskað verður eftir að framangreint yfirlit sýni framangreinda þætti fyrir hvern ársfjórðung ársins og verður það nánar tilgreint undir lok ársins.

 8.        Afrit af bréfi frá Vegagerðinni þar sem tilkynnt er um niðurfellingu Selvegar nr. 3796-01 af vegaskrá.

Fyrir liggur afrit af bréfi frá Vegagerðinni, dagsett 11. júlí 2019 þar sem tilkynnt er um niðurfellingu Selvegar nr. 3796-01 af vegaskrá. Sveitarstjórn gerir athugasemdir við framlögð gögn og felur sveitarstjóra að koma athugasemdum á framfæri í samræmi við umræður á fundinum.

 9.        Afrit af bréfi frá Þjóðskrá Íslands þar sem kynnt er breytt fasteignamat eigna að Tjarnarlaut 2, Grímsnes- og Grafningshreppi.

Fyrir liggur afrit af bréfi frá Þjóðskrá Íslands til eiganda eigna að Tjarnarlaut 2, dagsett 28. júní 2019 þar sem kynnt er breytt fasteignamat eignarinnar. Bréfið lagt fram til kynningar.

 10.    Bréf frá Þórunni Sigurðardóttur f.h. Örnefnanefndar þar sem því er beint til sveitarfélaga að hafa frumkvæði að því að gefa stöðum nöfn þegar þörf er á og sporna við óviðunandi nafni sem annars gæti fest í sessi.

Fyrir liggur bréf frá Þórunni Sigurðardóttur f.h. Örnefnanefndar, dagsett 26. júní 2019 þar sem því er beint til sveitarfélaga að hafa frumkvæði að því að gefa stöðum nöfn þegar þörf er á og sporna við óviðunandi nafni sem annars gæti fest í sessi. Að reynt verði að finna leiðir til að bregðast við ef ensk nöfn á íslenskum stöðum eru líkleg til að festast í sessi. Einnig er bent á að nafnatillögur skulu sendar til umsagnar til Örnefnanefndar eins og lög kveða á um. Bréfið lagt fram til kynningar.

 11.    Bréf frá Katrínu B. Ríkharðsdóttur, framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu þar sem boðað er til landsfundar um jafnréttismál sveitarfélaga dagana 4.-5. september 2019.

Fyrir liggur bréf frá Katrínu B. Ríkharðsdóttur, framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu, dagsett 5. júlí 2019 þar sem boðað er til landsfundar um jafnréttismál sveitarfélaga dagana 4.-5. september 2019. Meðal umfjöllunarefna verða jafnréttisáætlanir, jöfn meðferð, jafnlaunavottun, kynferðisleg og kynbundin áreiti, kynjasamþætting og staðalmyndir. Bréfið lagt fram til kynningar.

 12.    Félagsmálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 170/2019, „Leiðbeiningar fyrir sveitarfélög varðandi samráðshópa og notendaráð skv. lögum nr. 40/1991 m.s.b.

Fyrir liggur að Félagsmálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 170/2019, „Leiðbeiningar fyrir sveitarfélög varðandi samráðshópa og notendaráð skv. lögum nr. 40/1991 m.s.b.“. Lagt fram til kynningar.

 13.    Bréf frá Umhverfisstofnun þar sem óskað er umsagnar við drögum að stefnu um meðhöndlun úrgangs.

Fyrir liggur bréf frá Umhverfisstofnun, dagsett 12. júlí 2019 þar sem kynnt er ósk Umhverfis- og auðlindaráðuneytis um að Umhverfisstofnun vinni tillögur að nýrri stefnu um meðhöndlun úrgangs fyrir allt landið. Jafnframt liggja fyrir lokadrög að áðurnefndri stefnu og óskað eftir umsagnar sveitarfélagsins við þeim. Sveitarstjórn lýsir yfir ánægju með tillögurnar í nýrri stefnu um meðhöndlun úrgangs fyrir allt landið. Þó hefði sveitarstjórn viljað sjá tillögur að samræmdri flokkun á landsvísu.

 14.    Minnisblað frá Sigurði Ármann Snævarr sviðsstjóra hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga um forsendur fyrir vinnslu fjárheimilda ársins 2020 og fjárhagsáætlana til þriggja ára.

Fyrir liggur minnisblað frá Sigurði Ármann Snævarr sviðsstjóra hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 1. júlí 2019 um forsendur fyrir vinnslu fjárheimilda ársins 2020 og fjárhagsáætlana til þriggja ára. Lagt fram til kynningar.

 15.    Ályktun um heimavist við Fjölbrautarskóla Suðurlands.

Fyrir liggur tillaga vinnuhóps um heimavist við FSu að sameiginlegri ályktun sveitarfélaga á Suðurlandi;

Eftirtalin sveitarfélög sem eru eigendur að Fjölbrautarskóla Suðurlands (FSu) krefjast þess að starfrækt verði heimavist við skólann. Sveitarfélögin skora á mennta- og menningarmálaráðherra að beita sér í málinu og skora jafnframt á skólanefnd og stjórnendur skólans til að vinna að uppbyggingu heimavistar.

Greinargerð:

Frá og með árinu 2016 var starfsemi heimavistar við Fjölbrautarskóla Suðurlands hætt. Ungmenni af stóru svæði sem þessi sveitarfélög spanna eiga þess ekki kost að nýta sér almenningssamgöngur til að sækja nám og því er um alvarlegan forsendubrest samstarfs um skólann að ræða. Til þess að ungmenni þessa svæðis njóti jafnréttis til náms er mikilvægt að unnið verði hröðum höndum við að koma upp heimavist við skólann.

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps þakkar vinnuhópnum fyrir ályktunina og felur sveitarstjóra að undirrita hana fyrir sína hönd.

 Til kynningar

  • SASS.  Fundargerð  547. stjórnarfundar 28.06 2019.

 

Getum við bætt efni síðunnar?