Fara í efni

Sveitarstjórn

466. fundur 02. október 2019 kl. 09:00 - 11:55 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Ása Valdís Árnadóttir
  • Björn Kristinn Pálmarsson
  • Smári Bergmann Kolbeinsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Bjarni Þorkelsson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

Oddviti leitar afbrigða við útsenda dagskrá.

Samþykkt samhljóða.

a)      Persónuverndarfulltrúi.

 1.    Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 18. september 2019.  

Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 18. september 2019 liggur frammi á fundinum.

 2.        Fundargerðir.

a)      Fundargerð 28. fundar æskulýðs- og menningarmálanefndar Grímsnes- og

Grafningshrepps, 13. mars 2019.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 b)     Fundargerð 31. fundar æskulýðs- og menningarmálanefndar Grímsnes- og

Grafningshrepps, 16. júní 2019.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 c)      Fundargerð 32. fundar æskulýðs- og menningarmálanefndar Grímsnes- og

Grafningshrepps, 17. júní 2019.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 d)     Fundargerð 33. fundar æskulýðs- og menningarmálanefndar Grímsnes- og

Grafningshrepps, 26. september 2019.

Mál nr. 1 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.

Lögð fram 33. fundargerð æskulýðs- og menningarmálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, dagsett 26. september 2019. Eftirfarandi dagskrárliður þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 1 Tilnefning í ungmennaráð.

Nefndin leggur til að samþykkt fyrir ungmennaráð Grímsnes- og Grafningshrepps verði breytt a eftirfarandi hátt:

1.gr. er:

Ungmennaráð er ráðgefandi um málefni er tengjast ungu fólki á aldrinum 13 til 18 ára í sveitarfélaginu, í umboði sveitarstjórnar, eftir því sem nánar kemur fram í samþykkt þessari.

Verður:

1.gr. Ungmennaráð er ráðgefandi um málefni er tengjast ungu fólki á aldrinum 13 til 20 ára í sveitarfélaginu, í umboði sveitarstjórnar, eftir því sem nánar kemur fram í samþykkt þessari.

7.gr. er:

Ungmennaráð skal skipað fimm fulltrúum og fimm til vara á aldrinum 13 til 18 ára. Allir fulltrúar skulu hafa lögheimili í Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn óskar eftir því að eftirfarandi nefndir og stofnanir tilnefni árlega fulltrúa í ungmennaráðið og skal tilnefningin eiga sér stað fyrir 1. október ár hvert.

• Nemendaráð grunnskólans skal tilnefna 3 fulltrúa og 3 til vara á aldrinum 13 – 16 ára.

• Æskulýðs- og menningarmálnefnd tilnefnir 2 fulltrúa og 2 til vara á aldrinum 16 - 18 ára.

Starfstími ungmennaráðs skal vera frá 10. október til 30. september, ár hvert.

Verður:

Ungmennaráð skal skipað fimm fulltrúum og fimm til vara á aldrinum 13 til 20 ára. Allir fulltrúar skulu hafa lögheimili í Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn óskar eftir því að eftirfarandi nefndir og stofnanir tilnefni árlega fulltrúa í ungmennaráðið og skal tilnefningin eiga sér stað fyrir 1. október ár hvert.

• Nemendaráð grunnskólans skal tilnefna 3 fulltrúa og 3 til vara á aldrinum 13 – 16 ára.

• Æskulýðs- og menningarmálnefnd tilnefnir 2 fulltrúa og 2 til vara á aldrinum 16 - 20 ára.

Starfstími ungmennaráðs skal vera frá 10. október til 30. september, ár hvert.

Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og felur oddvita / sveitarstjóra að vinna áfram að málinu.

 e)      Fundargerð 50. fundar atvinnumálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 22. september 2019.

Mál nr. 3 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.

Lögð fram 50. fundargerð atvinnumálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, dagsett 22. september 2019. Eftirfarandi dagskrárliður þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 3 Uppgjör á dagatali.

Atvinnumálanefnd leggur til að þjónustudagatal sveitarfélagsins fyrir 2020 verði gefið út með sama hætti og undanfarin ár og óskar eftir leyfi til þess.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að þjónustudagatal 2020 verði gefið út.

 f)       Fundargerð 19. fundar samgöngunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 26. september 2019.

Mál nr. 2 og 3 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar

Lögð fram 19. fundargerð samgöngunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, dagsett 26. september 2019. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

       Mál nr. 2 Breytingar á reglum um styrk til viðhalds á vegum í frístundabyggð.

Farið yfir reglur um styrk til viðhalds á vegum í frístundabyggð. Samgöngunefnd leggur til að skerpa á 2. grein reglnanna. “Félög frístundabyggða og sumarhúsaeigenda sækja um styrk til sveitastjórnar fyrir 1. mars ár hvert á þar til gerðu eyðublaði. Skilyrt er að kostnaðaráætlun fylgi fyrirhugaðri framkvæmd. Í lok apríl ár hvert liggur fyrir hverjir munu fá úthlutað styrk og verður styrkurinn greiddur út eftir framvísun afrits af reikningi, þó eigi að síðar en 31. desember það ár sem styrkurinn er veittur.”

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi breytingar.

Mál nr. 3 Malbikun gangstétta á Borg.

Samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2020 verði gert ráð fyrir fjármunum til uppbyggingar gangstétta og göngustíga í þéttbýliskjarnanum Borg. Einnig verði komið upp varanlegum hraðahindrunum á svæðinu og gangbrautir og aksturslínur endurmálaðar. Samgöngunefnd telur þetta mikilvægan þátt í því að efla umferðaröryggi á svæðinu, jafnt fyrir akandi umferð sem og gangandi eða hjólandi. Þá muni framkvæmdin einnig geta haft það í för með sér að eftirsókn í óbyggðar lóðir á svæðinu aukist og önnur uppbygging á svæðinu haldi áfram, sem er í samræmi við stefnu sveitarfélagsins um að fjölga byggðum lóðum á svæðinu.

Sveitarstjórn fagnar tillögunni og vísar henni til fjárhagsáætlunargerðar.

 g)      Fundargerð 184. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 25. september 2019.

Mál nr. 18, 19 og 20 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.

Lögð fram 184. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dagsett 25. september 2019. Eftirfarandi dagskrárliður þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 18: 1909031 - Kringla 4 L227914; Frístundabyggð; Deiliskipulag

Fyrir liggur umsókn Más Jóhannssonar, dags. 9. maí 2019 um gerð nýs deiliskipulags frístundasvæðis á jörðinni Kringlu 4. Umsókninni fylgir lýsing og tillaga að skipulagsuppdrætti á skipulagsverkefninu.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi lýsingu og er skipulagsfulltrúa falið að senda Skipulagsstofnun lýsinguna til umsagnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og kynna lýsinguna almenningi skv. sömu grein skipulagslaga.

Mál nr. 19: 1904009 - Kerið 1 L172724; Gestastofa og bílastæði; Deiliskipulag

Lögð fram að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, deiliskipulagstillaga fyrir Kerið, í Grímsnes- og Grafningshreppi. Tillagan var auglýst 26. júní 2019, með athugasemdarfresti til 7. ágúst 2019. Umsagnir bárust frá Vegagerðinni, Umhverfisstofnun, Minjastofnun Íslands, Náttúrufræðistofnun Íslands og Heilbrigðiseftirliti Suðurlands og Skógræktarfélagi Árnesinga.

Sveitarstjórn telur að uppdráttur og greinargerð hafa verið uppfærðir til samræmis við athugasemdir og ábendingar umsagnaraðila og felur skipulagsfulltrúa að svara aðilum hverjum fyrir sig, með ítarlegum hætti sbr. fylgigagn, minnisblað dags. 10.9.2019 „Viðbrögð við umsögnum og athugasemdum sem bárust við auglýsta tillögu að deiliskipulagi Kersins" .

Athugasemdir Skógræktarfélags Árnesinga eru eftirfarandi:

„Framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Árnesinga bendir á að mörk deiliskipulagssvæðis séu ónákvæm og ekki gerð grein fyrir landamerkjahnitum, og er gerð krafa um að landamerkjapunktur K, sem getið er um í dómi aukadómsþings Árnessýslu í landamerkjamáli milli Miðengis og Snæfoksstaða frá 24.4.1983, verði sýndur og Kerfélagið sanni tilveru og staðsetningu landamerkjapunkts K. („þúfa á vestari Vatnskersbrún“)

Þá er bent á að á deiliskipulagsuppdrætti sé gönguleið við Kerið sýnd, og fari sú gönguleið inn á landasvæði Snæfoksstaða, og að Skógræktarfélagið sætti sig ekki við að Kerfélagið láti skipuleggja inn á land Snæfoksstaða.“

Svar sveitarstjórnar:

Sveitarstjórn leggur til að landamerki verði ekki sýnd á uppdrætti, einungis hnit fyrir afmörkun deiliskipulagsins. Varðandi göngustíg, þá er hann sýndur á uppdrætti í samræmi við núverandi legu hans við Kerið. Á uppdrætti er tekið fram að lega göngustíga sé til skýringar og því ekki um bindandi ákvæði að ræða. Sveitarstjórn vill árétta að með samþykkt á deiliskipulagstillögu er ekki tekin afstaða til landamerkja eða afmörkunar lands.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu og er skipulagsfulltrúa falið að senda hana Skipulagsstofnun til afgreiðslu samkvæmt 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Mál nr. 20: 1909002F – Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 19 – 106.

Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 19. september 2019.

 h)     Fundargerð 33. fundar Skólaþjónustu- og velferðarnefndar Árnesþings, 25. september 2019.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 i)       Fundargerð sveitarfélaga í uppsveitum Árnessýslu og Flóahrepps um mögulega sameiginlega vatnsöflun og stofnveitu, 20. september 2019.

Þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.

Hugmyndir um sameiginlega vatnsveitu fyrir sveitarfélögin Bláskógarbyggð, Hrunamannahrepp, Skeiða- og Gnúpverjahrepp, Grímsnes- og Grafningshrepp og Flóahrepp. Skoðuð verði nýting á lindum ofan byggðar í Árnessýslu nánar tiltekið í Fljótsbotnum. Lagt er til að skipaður verði starfshópur sem falið verði að skoða nánar möguleika á sameiginlegri vatnsöflun og stofnlögn, meta kostnað og vinna þarfagreiningu. Gera þarf ráð fyrir kostnaði við hönnunarvinnu í fjárhagsáætlun næsta árs og því mikilvægt að liggi fyrir á næstunni hvaða sveitarfélög hafi áhuga á að taka þátt í verkefninu. Óskað er eftir tilnefningu tveggja til þriggja aðila frá hverju sveitarfélagi í starfshópinn, sem myndi hefja störf í október 2019.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að taka þátt í vinnu við forathugun þessa verkefnis og að fulltrúar sveitarfélagsins í starfshópnum verði Ingibjörg Harðardóttir, Ása Valdís Árnadóttir og umsjónarmaður aðveitna.

 j)       Fundargerð 193. fundar stjórnar Tónlistarskóla Árnesinga, 20. september 2019.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 k)     Fundargerð 11. fundar stjórnar Byggðasafns Árnesinga, 26. september 2019.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 3.        Skólaakstur.

Fyrir liggur að forsendur í samningi um skólaakstur 2017-2021 eru brostnar vegna fjölgunar barna í bílunum á báðum akstursleiðum. Sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu.

Björn Kristinn Pálmarsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

 4.        Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II að Heimaási, Grímsnes- og Grafningshreppi.

Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 23. september 2019 um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II að Heimaási, Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að leyfið verði veitt með fyrirvara um jákvæða umsögn byggingarfulltrúa og Brunavarna Árnessýslu. Smári Bergmann Kolbeinsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

 5.        Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.

Fyrir liggur að tilnefna þurfi fulltrúa sveitarfélagsins á ársfund Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem haldinn verður í dag, 2. október. Samþykkt er að Smári Bergmann Kolbeinsson verði fulltrúi sveitarfélagsins.

 6.        Beiðni um styrk frá Skálholtskórnum vegna ferðar til Ungverjalands.

Fyrir liggur beiðni um styrk frá Skálholtskórnum vegna ferðar kórsins til Ungverjalands. Sveitarstjórn hafnar styrkbeiðninni.

 7.        Bréf frá Sigríði B. Sigurjónsdóttur f.h. Tré lífsins þar sem kannað er með áhuga sveitarfélagsins á Minningargörðum.

Fyrir liggur bréf frá Sigríði B. Sigurjónsdóttur f.h. Tré lífsins, dagsett 20. september 2019 þar sem kannað er með áhuga sveitarfélagsins á Minningargörðum. Sveitarstjórn hafnar erindinu.

 Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn á frumvarp til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt, nr. 50/1988 (endurgreiðsla virðisaukaskatts), 26. mál.

Frumvarpið lagt fram til kynningar.

 Beiðni Velferðarnefndar Alþingis um umsögn á tillögu til þingsályktunar um rannsóknir á þunglyndi meðal eldri borgara, 22. mál.

Þingsályktunartillagan lögð fram til kynningar.

 10.  Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn á frumvarp til laga um ráðstafanir til hagkvæmra uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta, 122. mál.

Frumvarpið lagt fram til kynningar.

 Beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um umsögn á frumvarp til laga um skráningu einstaklinga (heildarlög), 101. mál.

Frumvarpið lagt fram til kynningar.

 Minnisblað frá starfshópi og verkefnisstjórn um svæðisskipulag fyrir Suðurhálendið.

Fyrir liggur minnisblað frá starfshópi og verkefnisstjórn um svæðisskipulag fyrir Suðurhálendið þar sem óskað er þátttöku sveitarfélaganna í vinnu við gerð svæðisskipulags fyrir Suðurhálendið og jafnframt að tilnefndir verði tveir fulltrúar sveitarfélagsins í þá vinnu. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að taka þátt í vinnu við svæðisskipulag fyrir Suðurhálendið og heimilar SASS að ganga til samninga við Eflu á grundvelli fyrirliggjandi gagna. Sveitarstjórn skipar eftirtalda aðila sem aðalmenn í starfshóp um svæðisskipulagsvinnuna: Ása Valdís Árnadóttir og Björn Kristinn Pálmarsson og til vara Smári Bergmann Kolbeinsson og Bjarni Þorkelsson.

 Birt til umsagnar frá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga drög að sóknaráætlun Suðurlands 2020-2024.

Fyrir liggur að birt er tilumsagnar frá Samtökum Sunnlenskra sveitarfélaga drög að sóknaráætlun Suðurlands 2020-2024. Lagt fram til kynningar.

 Beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um umsögn á frumvarp til laga um breytingu á lögum um grunnskóla, nr. 91/2008, með síðari breytingum (framlög til sjálfstætt rekinna grunnskóla), 16. mál.

Frumvarpið lagt fram til kynningar.

 Birt til umsagnar frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, með síðari breytingum, ogsveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 .

Fyrir liggur að birtar eru tilumsagnar frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu reglur um fjárhagslegan stuðning Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til að greiða fyrir sameiningu sveitarfélaga. Sveitarstjóra falið að vinna að málinu í samráði við lögmann sveitarfélagsins, Óskar Sigurðsson hrl.

 16.    Önnur mál.

a)      Persónuverndarfulltrúi.

Fyrir liggur fundargerð fundar oddvita og sveitarstjóra sveitarfélaganna í uppsveitum Árnessýslu og Flóahreppi þar sem fram kemur áhugi á því að öll sveitarfélög Árnessýslu sameinist um persónuverndarfulltrúa sem heyra myndi undir Héraðsskjalasafn Árnesinga. Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps óskar eftir að málið verði tekið fyrir á haustfundi Héraðsnefndar Árnesinga.

 Til kynningar

  • Sorpstöð Suðurlands.  Fundargerð  284. stjórnarfundar 04.09 2019.
  • Heilbrigðisnefnd Suðurlands. Fundargerð 199. stjórnarfundar 25.09 2019.
  • Bréf frá Klöru E. Finnbogadóttur f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga og Sigríði K. Hrafnkelsdóttur verkefnisstjóra Forvarnardagsins 2019, dagsett 20. september 2019 þar sem kynnt er að forvarnardagurinn verði haldinn í 14. sinn þann 2. október n.k.
Getum við bætt efni síðunnar?