Fara í efni

Sveitarstjórn

469. fundur 06. nóvember 2019 kl. 09:00 - 13:45 Stjórnsýsluhúsið Borg
Starfsmenn
 • Björn Kristinn Pálmarsson
 • Smári Bergmann Kolbeinsson
 • Ingibjörg Harðardóttir
 • Karl Þorkelsson í fjarveru Ásu Valdísar Árnadóttur
 • Bjarni Þorkelsson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

1.    Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 16. október 2019.  

Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 16. október 2019 liggur frammi á fundinum.

 2.        Fundargerðir.

a)      Fundargerð 83. fundar fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 21. október 2019.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 b)     Fundargerð 185. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 30. október 2019.

Mál nr. 25, 26, 27, 28, 29, 30, 31, 32, 33, 34, 35, 36, 37, 38 og 44 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.

Lögð fram 185. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dagsett 30. október 2019. Eftirfarandi dagskrárliður þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 25: 1909070 - Ljósafossstöð L168926; Stækkun bílaplans og uppsetning rafhleðslustöðvar; Framkvæmdaleyfi.

Fyrir liggur umsókn Jóhanns Snorra Bjarnasonar f.h. Landsvirkjunar, dags. 20. september 2019 um framkvæmdaleyfi vegna stækkunar á bílaplani og uppsetningu á rafhleðslustöð fyrir bifreiðar. Þá er samtímis gert ráð fyrir uppfærslu rotþróar.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi umsókn og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð nr. 772/2012 með fyrirvara um yfirferð byggingarfulltrúa vegna endurnýjunar á rotþró skv. ákvæðum byggingarreglugerðar.

 Mál nr. 26: 1909068 - Villingavatn lóð (L170976); umsókn um byggingarleyfi; sumarhús – viðbygging.

Fyrir liggur umsókn Þorleifs Eggertssonar f.h. Sigurðar Sigurðssonar, dags. 13. september 2019 um byggingarleyfi til að byggja við sumarhúsið 21,8 m2 á sumarhúsalóðinni Villingavatn lóð (L170976) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð eftir stækkun á sumarhúsi verður 65,5 m2. Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins.

Mál nr. 27: 1909057 - Villingavatn (L170954); umsókn um byggingarleyfi; sumarhús.

Fyrir liggur umsókn Stefáns D. Ingólfssonar f.h. Páls Enos, dags. 19. september 2019 um byggingarleyfi til að byggja sumarhús 122,4 m2 á sumarhúsalóðinni Villingavatn (L170954) í Grímsnes- og Grafningshreppi ásamt niðurrifum á sumarhúsi mhl 01, 37,4 m2 og bátaskýli mhl 02, 31,1 m2. Ekki liggur fyrir deiliskipulag á lóðinni. Sveitarstjórn mælist til að hús verði fært fjær vatni.

Mál nr. 28: 1910075 - Ásabraut 23 L193300 og 25 L204666; Sameining lóða.

Fyrir liggur umsókn Rögnvalds Einarssonar, dags. 21. október 2019 þar sem sótt er um að sameina lóðirnar Ásabraut 23 L193300 og Ásabraut 25 L204666 í eina lóð.

Til samræmis við fyrri afgreiðslur sambærilegra mála hafnar sveitarstjórn að lóðirnar verði sameinaðar þar sem ekki er talið æskilegt að breyta fjölda frístundahúsalóða innan þegar samþykktra hverfa.

Mál nr. 29: 1910058 - Nesjar L170916; Meyjarvík; Breytt stærð og heiti lóðar.

Fyrir liggur umsókn Einars S. Ingólfssonar, dags. 16. október 2019 um staðfestingu á afmörkun og breytingu á stærð og heiti lóðarinnar Nesjar L170916. Óskað er eftir að lóðin fái heitið Meyjarvík. Stærð lóðar breytist úr 85.000 m2 í 68.600 m2 skv. nákvæmari mælingu. Þá er óskað eftir að ekki verði gerðar athugasemdir við landskipti skv. 13. gr. jarðarlaga. Fyrir liggur samþykki landeigenda aðliggjandi landa á hnitsettri afmörkun ásamt áður samþykktu hnitsettu lóðablaði fyrir Nesjar Stapavík. Jafnframt liggur fyrir rökstuðningur um heiti landsins.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða afmörkun og breytingu á skráningu lóðar skv. fyrirliggjandi umsókn og einnig nafngiftina Meyjarvík. Ekki eru gerðar athugasemdir við staðfestingu landskipta skv. 13. jarðalaga.

Mál nr. 30: 1906056 - Hamrar 3 L224192; Stofnun þriggja lóða; Deiliskipulag.

Í framhaldi af fundi sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps 3. júlí 2019 þar sem afgreiðslu stofnun þriggja lóða í landi Hamra 3, L224192, var frestað er nú lögð fram fyrirspurn Þorsteins Garðarssonar um hvort heimilað verði að staðsetja fyrirhugað sumarhús á einni af fyrirhugaðri lóð í 50 m fjarlægð frá Hvítá miðað við lágflæði árinnar. Umsækjandi leggur fram greinargerð þar sem m.a. er vitnað í vatnalög. Þá tekur fyrirspurnin einnig til um hvort heimilað verði að leggja veg að fyrirhugðu húsi. Í aðalskipulagi er landið skilgreint landbúnaðarland.

Sveitarstjórn felst ekki á sjónarmið í greinargerð fyrirspyrjenda um árbakka og hafnar beiðni um fjarlægð byggingareitar frá árbakkanum. Fallist er á að miða árbakkann við "græna línu" í greinargerð fyrirspyrjanda enda sýna eldri loftmyndir þá afstöðu árbakkans einnig.

Mál nr. 31: 1910063 - Vaðlækjarvegur 8 L169070 (Miðengi L168261); Stækkun lóðar og tilfærsla slóða; Deiliskipulagsbreyting.

Fyrir liggur umsókn Jóns Ármanns Guðjónssonar, dags. 15. október 2019 um breytingu á gildandi deiliskipulagi frístundabyggðar í Miðengi, vegna lóðarinnar Vaðlækjarvegur 8, L169070. Umsóknin felst í tilfærslu spildu sem á er götuslóði sem liggur á milli lóða 6 og 10 við Vaðlækjarveg upp að lóð 8. Spildan sem um ræðir er hluti af landareign Miðengis, L168261, en bætist við lóðina Vaðlækjarveg 8 sem stækkar úr núverandi skráningu 7.700 m2 í 8.352 m2. Með stækkuninni er tryggt aðgengi að lóðinni til framtíðar. Ekki eru gerðar tillögur að öðrum breytingu frá gildandi deiliskipulagi.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða breytingu á gildandi deiliskipulagi skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. sömu laga.

Mál nr. 32: 1910074 - Nesjar; Nesjaskógur; Endurskoðun deiliskipulags.

Fyrir liggur umsókn Gunnars Jónassonar, dagsett 22. október 2019 um endurskoðun á gildandi deiliskipulagi og skipulagslýsingu, dags. 10. október 2019, í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr.123/2010, sem gerir grein fyrir fyrirhugaðri breytingu á gildandi deiliskipulagi frístundabyggðar F1, Nesjar-Nesjaskógur, í Grímsnes- og Grafningshreppi. Ástæða breytingar er að fá allar fyrri breytingar skipulags inn á sama uppdrátt ásamt skilmálum auk eftirfarandi áhersluþátta: a) Deiliskipulagssvæðið stækkað úr 45ha í 48 ha. b) Lóðir teiknaðar inn á hnitasettan loftmyndagrunn eftir mælingum á staðnum og núverandi deiliskipulagi m.s.br. Deiliskipulagsskilmálar verða uppfærðir, þannig að þeir uppfylli nútíma kröfur. c) Lóðir hnita- og málsettar. e) Flóttaleiðir skipulagðar og gerð grein fyrir vatnstöku slökkviliðs. Áætluð skipulagsbreyting er í samræmi við gildandi aðalskipulag Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi lýsingu dagsetta 10. október 2019. Skipulagsfulltrúa falið að senda Skipulagsstofnun lýsinguna til umsagnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og kynna lýsinguna almenningi skv. sömu grein skipulagslaga.

Mál nr. 33: 1910064 - Þóroddsstaðir L168295; Langirimi; Stækkun frístundasvæðis og samræming götu- og númerakerfis; Deiliskipulagsbreyting.

Fyrir liggur umsókn Bjarna Bjarnasonar, dagsett 17. október 2019 um breytingu á neðra svæði á gildandi deiliskipulagi sumarhúsahverfis í landi Þóroddsstaða, L168295. Þá er lögð fram skipulagslýsing dags. 15. október 2019, í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr.123/2010, sem gerir grein fyrir fyrirhugaðri breytingu á gildandi deiliskipulagi frístundabyggðar F44 í landi Þóroddsstaða. Deiliskipulagsbreytingin tekur til um 50 ha svæðis og mun meginmarkið með breytingunni vera að uppfæra fyrri breytingar til samræmis við nútíma kröfur. Þá verður horft til eftirfarandi þátta: Lóðir teiknaðar inn á hnitasettan loftmyndagrunn eftir mælingum á staðnum og núverandi deiliskipulagi m.s.br. Deiliskipulagsskilmálar verða uppfærðir, þannig að þeir uppfylli nútíma kröfur. Lóðir hnita- og málsettar. Að lóðir í nýju deiliskipulagi hafi eitt samræmt götu og númerakerfi. Að svæðið fái heitið Langirimi. Flóttaleiðir skipulagðar og gerð grein fyrir vatnstöku slökkviliðs. Áætluð skipulagsbreyting er í samræmi við gildandi aðalskipulag Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi lýsingu, dagsetta 15. október 2019. Skipulagsfulltrúa falið að senda Skipulagsstofnun lýsinguna til umsagnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og kynna lýsinguna almenningi skv. sömu grein skipulagslaga. Bjarni Þorkelsson vék sæti við afgreiðslu málsins.

Mál nr. 34: 1910010 - Tjarnarhólar; Útivistar og göngusvæði; Deiliskipulag.

Fyrir liggur umsókn Böðvars Guðmundssonar, dagsett 2. október 2019 fyrir hönd Skógræktarfélags Árnesinga um deiliskipulag Tjarnarhóla í landi Snæfoksstaða, L168278, Grímsnes- og Grafningshreppi. Þá er lögð fram skipulagslýsing dags. 1. október 2019, í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr.123/2010, sem gerir grein fyrir fyrirhuguðu deiliskipulagi við Tjarnarhóla og Kerhól (Kerið). Í fyrirhuguðu deiliskipulagi sem tekur til um 35ha svæðis, er gert ráð fyrir uppbyggingu svæðisins í þágu ferðamanna með gerð bílastæða, göngustíga, gerð upplýsingaskilta og byggingu tveggja þjónustuhúsa. Aðkoma að svæðinu er um núverandi gatnamót Vaðness og Snæfoksstaða frá Biskupstungnabraut.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi lýsingu dagsetta 1. október 2019. Skipulagsfulltrúa falið að senda Skipulagsstofnun lýsinguna til umsagnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og kynna lýsinguna almenningi skv. sömu grein skipulagslaga.

Mál nr. 35: 1905077 - Úlfljótsvatn L170830; Slóðagerð og TTS flekjun; Framkvæmdaleyfi.

Fyrir liggur umsókn og tilkynning um mat á umhverfisáhrifum Brynjólfs Jónssonar f.h. Skógræktarfélags Íslands, dagsett 27. maí 2019 um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu vinnuslóða og TTS flekkjunar vegna gróðursetningar á Loftlagsskógi Kolviðar. Umsóknin flokkast sem framkvæmd í flokki C og er óskað eftir afstöðu sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 og reglugerðar 660/2015, um hvort framkvæmdin skuli háð mati á umhverfisáhrifum eða ekki. Svæðið sem um ræðir er um 110 ha að stærð, og er áætlað að gróðursetja um 250 þúsund plöntur af ýmsum tegundum, svo sem birki, sitkagreni, lerki, víði og reynivið og verður almennt miðað við 2500 plöntur á hvern hektara. Svæðið afmarkast að austan af Úlfljótsvatni, frá Hvammsvík að Borgarvík í suðri. Landið liggur að mörkum Villingavatns í vestri.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að skipulagsfulltrúi gefi út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð 772/2012. Sveitarstjórn telur að framkvæmdin sé ekki þess eðlis að umfangi að hún skapi neikvæð umhverfisáhrif og telur að umhverfisáhrif verið góð fyrir svæðið í heild. Það er því mat sveitarstjórnar að framkvæmdin sé ekki þess eðlis að hún kalli á mat á umhverfisáhrifum.

Mál nr. 36: 1910059 - Nesjar L170917; Austurnes; Breytt stærð og heiti lóðar.

Fyrir liggur umsókn Ástu Einarsdóttur, dagsett 16. október 2019 um staðfestingu á afmörkun og breytingu á stærð og heiti lóðarinnar Nesjar L170917. Óskað er eftir að lóðin fái heitið Austurnes. Stærð lóðar breytist úr 27.500 m2 í 28.700 m2 skv. nákvæmari mælingu. Þá er óskað eftir að ekki verði gerðar athugasemdir við landskipti skv. 13. gr. jarðarlaga. Fyrir liggur samþykki landeigenda aðliggjandi landa á hnitsettri afmörkun. Jafnframt liggur fyrir rökstuðningur um heiti landsins.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða afmörkun og breytingu á skráningu lóðar skv. fyrirliggjandi umsókn og einnig nafngiftina Austurnes. Ekki eru gerðar athugasemdir við staðfestingu landskipta skv. 13. jarðalaga.

Mál nr. 37: 1909028 - Syðri - Brú lóð (L179186); umsókn um byggingarleyfi, vélageymsla.

Fyrir liggur umsókn Jónínu Loftsdóttur, dagsett 29. ágúst 2019 um byggingarleyfi til að byggja vélageymslu 75 m2 á sumarhúsalóðinni Syðri-Brú (L179186) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Ekki liggur fyrir deiliskipulag á svæðinu.

Sveitarstjórn synjar umsókn um byggingu geymslu á Syðri-Brú L179186. Lóðin er skráð sem sumarhúsalóð og í gildandi aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020 er ekki getið um heimildir til annars á ódeiliskipulögðum lóðum en sumarhúss og gestahúss allt að 40 m2 að stærð.

Mál nr. 38: 1906057 - Bjarkarlækur L224049; Íbúðarhús, gestahús og skemma; Lögbýli; Deiliskipulag.

Fyrir liggur deiliskipulagstillaga Eflu f.h. Halls, dagsett 15. ágúst 2019 á nýju deiliskipulagi fyrir spilduna Bjarkarlæk í Grímsnes- og Grafningshreppi. Deiliskipulagssvæðið tekur til alls lands Bjarkalækjar sem er um 9,5 ha að stærð. Gert er ráð fyrir tveimur byggingarreitum undir íbúðarhús, bílskúr og gestahús auk skemmu og hesthúss með aðkomu af Biskupstungnabraut um Bjarkarveg. Skipulagslýsing var kynnt 24. júlí 2019 og var tillagan einnig kynnt almenningi með auglýsingu þann 11. september 2019.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Óska skal efir umsögnum frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Vegagerðinni, og Minjastofnun Íslands.

Mál nr. 44: 1909004F – Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 19 – 107.

Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 3. október 2019.

1910001F – Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 19 – 108.

Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 16. október 2019.

 c)      Fundargerð 68. fundar stjórnar Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita bs., 14. október 2019.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 d)     Fundargerð frá fundi Oddvitanefndar UTU, 30. október 2019.

Mál nr. 2, 3 og 4 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.

Lögð fram fundargerð oddvitanefndar UTU, dagsett 30. október 2019. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

       Mál nr. 2: Staða á rekstri og fjárhagsáætlun 2020.

Farið var yfir stöðu reksturs og tillögu að fjárhagsáætlun ársins 2020. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsáætlun ársins 2020 með fyrirvara um nánari skýringar á hækkun gjaldskrár.

Í ljósi umræðna á fundi um seyrumál á Borg þann 30.október 2019 og á fundi sveitarstjórnar leggur sveitarstjórn til að ráðningu þjónustufulltrúa verði frestað um sinn.

Jafnframt leggur sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps til að það verði skoðað hvort selja eigi þann hluta rekstrarins sem snýr að hreinsun rotþróa, sem jafnan er sinnt af einkaaðilum.

Mál nr. 3: Gjaldskrá Seyrustaða 2020.

Fyrir liggur tillaga að gjaldskrá Seyrustaða fyrir árið 2020. Tillagan hljóðar upp á 2,5% hækkun og að auki er gjaldskráin í samræmi við tillögu að nýrri kostnaðarskiptingu, sjá lið númer 4. Sveitarstjórnar hafnar tillögu að gjaldskrá Seyrustaða í samræmi við bókun sveitarstjórnar í lið númer 4. Jafnframt liggur ekki fyrir hver er ástæða hækkunar upp á 2,5% nema að það sé í samræmi við lífskjarasamninginn. Sveitarstjórn vill fá upplýsingar um hver er raunveruleg þörf á að hækka gjaldskrána.

Mál nr. 4: Kostnaðarskipting.

Fyrir liggur tillaga að breytingu á kostnaðarskiptingu milli sveitarfélaganna við verkefnið. Tillagan hljóðar upp á að 5% af kostnaði við seyrustaði , hreinsibifreið og þjónustufulltrúa verði fastur kostnaður og skiptist jafnt á aðildarsveitarfélögin. Jafnframt að það verði skoðað aftur að ári hvort samningnum skuli breytt aftur þá.

Í gildi er samstarfssamningur um verkefnið og telur sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps ekki ástæðu til að gera breytingar á honum að svo stöddu. Ekki liggur fyrir hver fastur kostnaður verkefnisins er né neinn útreikningur á því að fastur kostnaður sé 5% af rekstrinum. Greina þarf betur hver fastur kostnaður er og gögn að liggja fyrir því til hliðsjónar. Leggur sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps til að málið verði skoðað betur og þegar niðurstöður liggja fyrir þá verði samstarfssamningnum breytt. Einnig leggur sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps til að fleiri þættir í samningnum verði skoðaðir svo sem vægi hvers og eins í verkefninu.

 e)      Fundargerð aðalfundar Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings, 23. október 2019.

Mál nr. 3 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.

Lögð fram aðalfundargerð oddvita/sveitarstjóra í yfirstjórn velferðarmála í Árnesþingi (NOS), dags. 23. október 2018. Eftirfarandi dagskrárliður þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 3: Fjárhagsáætlun ársins 2020.

Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings fyrir fjárhagsárið 2020. Ekki er gert ráð fyrir verulegum breytingum á rekstri frá áætlun líðandi árs. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrir sitt leyti fyrirliggjandi tillögu.

 f)       Fundargerð 12. fundar stjórnar Byggðasafns Árnesinga, 29. október 2019.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 g)      Fundargerð 5. fundar byggingarnefndar Búðarstígs, 29. október 2019.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 h)     Fundargerð stjórnar byggðasamlagsins Bergrisans bs., 7. október 2019.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 i)       Fundargerð stjórnar byggðasamlagsins Bergrisans bs., 22. október 2019.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 3.        Niðurstöður verðkönnunar í tryggingar Grímsnes- og Grafningshrepps.

Fyrir liggja niðurstöður verðkönnunar Consello f.h. sveitarfélagsins í tryggingar fyrir Grímsnes- og Grafningshrepp. Þrjú tilboð bárust og var tilboð Sjóvá lægst. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að samnið verði við Sjóvá og felur sveitarstjóra / oddvita að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.

 4.        Umsókn um leikskóla- og grunnskóladvöl utan lögheimilissveitarfélags.

Fyrir liggur umsókn Bjarna Bjarnasonar og Freyju Rósar Haraldsdóttur um að börn þeirra fái skólavist utan lögheimilissveitarfélags við Bláskógaskóla á Laugarvatni. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að börnin fái að stunda nám í Bláskógaskóla á Laugarvatni út skólaárið 2019-2020 þar sem töluvert er liðið á skólaárið. Jafnframt verður gert er ráð fyrir börnunum við undirbúning næsta skólaárs í Kerhólsskóla. Bjarni Þorkelsson vék sæti við afgreiðslu málsins.

 5.        Bréf frá Sveitarfélaginu Árborg vegna sameiningarviðræðna sveitarfélaga í Árnessýslu.

Fyrir liggur bréf frá Gísla H. Halldórssyni f.h. Sveitarfélagsins Árborgar um að kanna hug sveitarfélaga í Árnessýslu til sameiningar sveitarfélaganna og viðræðna þar að lútandi. Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps fagnar því að bæjarráð Sveitarfélagsins Árborgar skuli nú stíga fram og lýsa vilja til að nálgast nágranna sína og samstarfsaðila á jafningjagrunni til að kanna forsendur sameiningar sveitafélaganna. Sveitarfélögin í Árnessýslu voru síðast í viðræðum um sameiningu á árunum 2016 til 2017 en ekki virtist vera vilji sveitarfélaganna þá til sameiningar. Skammt er liðið frá þessum viðræðum og ljóst að það eru ekki öll sveitafélög innan Árnessýslu tilbúin í viðræður aftur. Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps telur ekki rétt að ræða sameiningar sveitarfélaga í Árnessýslu nema öll sveitarfélögin taki þátt í þeim viðræðum.

 6.        Beiðni um styrk frá Sjóðnum góða.

Fyrir liggur beiðni um styrk frá Sjóðnum góða. Tilgangur Sjóðsins góða er að veita þeim sem ekki eiga fyrir nauðþurftum aðstoð fyrir jólahátíðina. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita styrk til Sjóðsins góða að fjárhæð kr. 200.000.

 7.        Beiðni um rekstrarstyrk vegna rekstrarársins 2020 frá Samtökum um kvennaathvarf.

Fyrir liggur bréf frá Brynhildi Jónsdóttur f.h. Samtaka um kvennaathvarf, dagsett 20. október 2019 þar sem óskað er eftir styrk til reksturs samtakanna árið 2020 að fjárhæð kr. 100.000.  Sveitarstjórn hafnar erindinu.

 8.        Beiðni um rekstrarstyrk vegna rekstrarársins 2020 frá Stígamótum.

Fyrir liggur bréf frá Guðrúnu Jónsdóttur f.h. Stígamóta, dagsett 10. október 2019 þar sem óskað er eftir fjárstyrk til reksturs samtakanna á árinu 2020.  Sveitarstjórn hafnar erindinu

 9.        Ályktun frá stéttarfélögum Starfsgreinasambands Íslands í Suðurkjördæmi.

Fyrir liggur ályktun frá stéttarfélögum Starfsgreinasambands Íslands í Suðurkjördæmi vegna vinnubragða sveitarfélaganna við gerð kjarasamninga. Lagt fram til kynningar.

 10.    Bréf frá Capacent vegna ráðgjafarþjónustu fyrirtækisins í forskoðun á kostum sameiningar.

Fyrir liggur bréf frá Capacent þar sem kynnt er ráðgjafarþjónustu fyrirtækisins í forskoðun á kostum sameiningar. Bréfið lagt fram til kynningar.

 11.    Bréf frá Lilju Alfreðsdóttur, mennta-og menningarmálaráðherra og Guðrúnu Nordal, forstöðumanns Stofnunar Árna Magnússonar þar sem minnt er á dag íslenskrar tungu, þann 16. nóvember n.k.

Fyrir liggur bréf frá Lilju Alfreðsdóttur, mennta-og menningarmálaráðherra og Guðrúnu Nordal, forstöðumanns Stofnunar Árna Magnússonar þar sem þar sem minnt er á dag íslenskrar tungu, þann 16. nóvember n.k. Bréfið lagt fram til kynningar.

 12.    Beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um umsögn á frumvarp til laga um grunnskóla (ritfangakostnaður), 230. mál.

Frumvarpið lagt fram til kynningar.

 13.    Bréf frá Karli Björnssyni framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem minnt er á að sveitarfélög geri jafnréttisáætlun.

Fyrir liggur bréf frá Karli Björnssyni framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 30. október 2019 þar sem sveitarfélög sem ekki hafa sett sér jafnréttisáætlun eru hvött til að  gera slíkt. Bréfið lagt fram til kynningar.

 14.    Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 31. október 2019.  

Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 31. október 2019 liggur frammi á fundinum.

 Til kynningar

 • SASS. Fundargerð 549. stjórnarfundar 27.09 2019.
 • Samband íslenskra sveitarfélaga.  Fundargerð 875. stjórnarfundar, 25.10 2019.
 • Heilbrigðiseftirlit Suðurlands, fjárhagsáætlun 2020.
 • Heilbrigðiseftirlit Suðurlands, gjaldskrá ársins 2020.
 • Skógræktarfélag Grímsneshrepps. Fundargerð aðalfundar 11.04 2019.
 • Skógræktarfélag Grímsneshrepps. Fundargerð auka aðalfundar 14.05 2019.
 • Skógræktarfélag Grímsneshrepps, ársreikningur 2018.
 • Heilbrigðisstofnun Suðurlands, ársskýrsla 2018.

-liggur frammi á fundinum-.

Getum við bætt efni síðunnar?