Fara í efni

Sveitarstjórn

271. fundur 15. desember 2010 kl. 09:00 - 11:30 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Hörður Óli Guðmundsson
  • Ingvar G. Ingvarsson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

 Oddviti leitaði afbrigða

 a)     Beiðni um styrk frá Foreldrafélögum Leikskólans Kátuborgar og Grunnskólans Ljósuborgar.
b)     Skoteldaleyfi. 

 1.   Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps.  
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 1. desember 2010 lá frammi á fundinum.

 2.     Fjárhagsáætlun 2011, síðari umræða.
Fyrirliggjandi tillaga að fjárhagsáætlun fyrir árið 2011 var tekin fyrir í lokaumræðu. Niðurstöður áætlunarinnar eru eftirfarandi í þúsundum króna:

Rekstrarniðurstaða A-hluta tekjur umfram gjöld                                              68.343

Rekstrarniðurstaða samstæðu A og B-hluta tekjur umfram gjöld                    22.739  

Handbært fé frá rekstri A-hluti                                                                         95.371

Handbært fé frá rekstri samstæðu                                                                     89.088

Fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum er áætluð samtals kr 107 millj. kr.  Helstu liðir í fjárfestingu eru í eignasjóði og hita og kaldavatnsveita.  Ekki er gert er ráð fyrir lántöku vegna fjárfestinga.

 

 Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun.  Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að skoða fjárhagsáætlun sveitarfélagins þegar niðurstaða ársreiknings 2010 liggur fyrir með tilliti til aðstæðna.

 3.     Breyting á framsetningu fjárhagsáætlunar 2010.
Fyrir liggja minnispunktar til sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafninghrepps frá KPMG vegna breytinga á framsetningu fjárhagsáætlunar 2010. Í mars og apríl 2010 gaf reikningsskila- og upplýsinganefnd sveitarfélagaút tvö álit, annars vegar um færslu leigusamninga fasteigna og annarra mannvirkja og hins vegar um færslu á lóðum og lendum. Í álitunum er stjórnendum sveitarfélaga bent á að yfirfara framsetningu gildandi fjárhagsáætlana með tilliti til þessa reglna og afgreiða viðeigandi breytingar. sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti fjárhagsáætlun fyrir árið 2010 á fundi sínum hinn 17. desember 2009. Þá lágu framangreind álit ekki fyrir. Í samþykktri áætlun er heildargreiðsla til Fasteignar gjaldfærð, sem húsaleiga á viðkomandi málaflokka í aðalsjóð og í fjárhagsáætlun 2010 er ekki búið að færa inn leigueign eða leiguskuld og endurmat á lóðum, með tilliti til framangreindra álita. Framsetning á fjárhagsáætlun 2010 hefur nú verið breytt í samræmi við ofangreind álit reikningsskila- og upplýsingarnefndar. Í breyttri framsetningu á áætlun 2010 er heildargreiðsla til Fasteignar hf. færð hjá eignasjóð og skipt í rekstrarkostnað leigueignar, gjaldfærða vexti og afborgun á leiguskuld. Hjá eignasjóð er afskriftir af leigueign og innri húsaleigutekjur færðar. Húsaleiga eignasjóðs er síðan gjaldfærð á viðeigandi málaflokka hjá aðalsjóði. Leigueign, leiguskuld og endurmat á lóðum er einnig fært í upphafsstöðu efnahags 2010. Samþykkt af sveitarstjórn.

4.     Fundargerðir.

a)     Fundargerð 131. fundar félagsmálanefndar Uppsveita Árnessýslu og Flóa, 24.11 2010.
Fundargerðin lögð fram og hún staðfest.

 b)    Fundargerð 132. fundar félagsmálanefndar Uppsveita Árnessýslu og Flóa, 01.12 2010.
Fundargerðin lögð fram. Vegna liðar nr. 11, reglur um fjárhagsaðstoð, eru þær staðfestar af sveitarstjórn. Fundargerðin staðfest að öðru leiti.

 c)     Fundargerð 2. fundar umhverfisnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 23.11 2010.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 d)    Fundargerð 6. fundar stjórnar Skipulags- og byggingarfulltrúaembættis uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps, 29.11 2010.
Fundargerðin lögð fram og hún staðfest. Gert hefur verið ráð fyrir hlut Grímsnes- og Grafningshrepps í fjárhagsáætlun 2011.

 e)     Fundargerð 1. fundar samráðshóps um sameiningu leik- og grunnskóla, 02.12 2010.
Fundargerðin lögð fram.

 5.   Gjaldskrá vegna búfjáreftirlits.
Fyrir liggur tillaga að gjaldskrá vegna búfjáreftirlits. Samkvæmt lögum nr. 103/2002 um búfjárhald skal kostnaður við búfjáreftirlit greiðast af sveitarfélögum. Sveitarstjórn er þó heimilt að krefja umráðamann búfjár um þann kostnað sem hlýst af viðbótar heimsóknum í samræmi við gildandi gjaldskrá hverju sinni. Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi samþykkt. Gjald þetta skal vera kr. 6.500 fyrir hverja viðbótar heimsókn.

 6.   Gjaldskrá og reglur vegna lása og lykla í frístundabyggð.
Fyrir liggur tillaga að gjaldskrá vegna lása og lykla í frístundabyggð. Sveitarstjórn samþykkir að hver lás sé seldur á kostnaðarverði kr. 20.000 og hver lykill kosti kr. 1.500. Að auki skal tryggja sölu að minnsta kosti 20 lyklum við kaup á fyrsta lás.

 7.   Framlenging á ráðningarsamningi við yfirmann framkvæmda- og veitusviðs.
Fyrir liggur að ráðningarsamningur við Börk Brynjarsson rennur út þann 31. desember n.k. Sveitarstjórn samþykkir að framlengja ráðningarsamning hans til eins ár þ.e. til 31.12 2011. Sveitarstjóra falið að ganga frá samningi í samræmi við fyrri samning.

 8.   Viðbót við ráðningarsamningur forstöðumanns íþróttamiðstöðvar.
Fyrir liggur viðbótarráðningarsamningur við forstöðumann íþróttamiðstöðvar. Sveitarstjórn staðfestir samninginn.

 9.   Samningur um þjónustu trúnaðarlæknis.
Fyrir liggur samningur um sameiginlega þjónustu trúnaðarlæknis uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps. Sveitarstjórn samþykkir að taka þátt í verkefninu og felur sveitarstjóra að undirrita samkomulagið.

 10.  Eignarhaldsfélagið Fasteign  hf.
Fyrir liggur samþykkt af hluthafafundi Fasteignar hf. um að veita stjórn félagsins heimild til að bjóða með ákveðnum fyrirvörum, hluthöfum félagsins að kaupa leigueignir sínar gegn t.d. yfirtöku lána sem til eru komin vegna fjármögnunar viðkomandi eigna eða uppgreiðslu þeirra og gegn því að hluthafar framselji samhliða hluti sína í Eignarhaldsfélaginu Fasteing hf. Sveitarstjórn samþykkir að reyna þá lausn til enda.

 11.  Samningur um innheimtu.
Fyrir liggja drög að nýjum samningi um innheimtuþjónustu við innheimtu fyrirtækin Intrum á Íslandi ehf. og Lögheimtuna  ehf. Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga frá samningi á grundvelli fyrirliggjandi fyrirliggjandi draga.

 12.  Beiðni um styrk frá Landgræðslu ríkisins.
Fyrir liggur beiðni um styrk kr. 30.000 frá Landgræðslu ríkisins vegna samstarfsverksefnisins Bændur græða landið. Sveitarstjórn samþykkir að veita þennan styrk.

 13.  Beiðni um styrk vegna eldvarnarátaksins 2010.
Fyrir liggur beiðni Landsambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna um styrk vegna eldvarnarártaksins 2010. Á fundi sveitarstjórnar þann 1. desember s.l. var afgreiðslu málsins frestað og óskað eftir frekari upplýsingum. Þær upplýsingar liggja nú fyrir og samþykkir sveitarstjórn að veita 10.000 kr. styrk til verkefnisins.

 14.  Lóðaskil á Borg.
Fyrir liggur ósk frá Matthíasi Nóasyni og Vigdísi Hansen um riftun lóðaleigusamninga að Hraunbraut 10. Sveitarstjórn samþykkir lóðaskilin á grundvelli fyrirliggjandi samninga.

 15.  Erindi frá sveitarfélaginu Árborg.
Fyrir liggur fundarboð frá sveitarfélaginu Árborg vegna áforma sveitarfélagsins um úrsögn úr Skólaskrifstofu Suðurlands. Samkvæmt fundarboðinu á fundurinn að vera fimmtudaginn 16. desember kl. 13:30. Fundartíma var svo breytt í miðvikudaginn 15. desember kl. 13:00.

 16.  Vegtollar.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps mótmælir harðlega fyrirhuguðum vegtollum. Með þessum aðgerðum er vegið freklega að landsbyggðinni og íbúum þess. Skorað er á samgönguráðherra að nota þegar innheimtar tekjur af eldsneyti og bílum til samgöngubóta.

 17.  Brennuleyfi.
Fyrir liggur beiðni frá Sólheimum um brennuleyfi fyrir þrettándabrennu á Sólheimum 6. janúar n.k. Sveitarstjórn samþykkir að veita brennuleyfið.

 18.  Skoðunarmenn sveitarfélagsins.
Varamaður Kjartans Þ. Guðmundssonar verður Sigrún Jóna Jónsdóttir.

 19.  Hæstaréttardómur í Kiðjabergsmálinu.
Hæstaréttardómur í máli nr. 80/2010 liggur frammi til kynningar.

 20.  Tilboð í Borgarbraut 34.
Samþykkt er að bjóða í húseign og lóð að Borgabraut 34. Oddvita er falið vinna í málinu.

 21.  Næsti fundur sveitarstjórnar.
Samþykkt er að fella niður næsta fund sveitarstjórnar þann 5. janúar nk.  Næsti fundur sveitarstjórnar verður þann 19. janúar 2011, kl. 9:00.

 22.  Önnur mál.

a)     Beiðni um styrk frá Foreldrafélögum Leikskólans Kátuborgar og Grunnskólans Ljósuborgar.
Fyrir liggur beiðni frá Foreldrafélögum Leikskólans Kátuborgar og Grunnskólans Ljósuborgar um styrk kr. 30.000 vegna jólaballs þann 26. desember n.k. Sveitarstjórn samþykkir að veita þennan styrk.

 b)    Skoteldaleyfi.
Fyrir liggur beiðni frá Hjálparsveitinni Tintron um leyfi til að halda flugeldasýningu á gamlárskvöld. Sveitarstjórn samþykkir að veita leyfið.

           

Til kynningar
Skólaskýrsla 2010 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
-liggur frammi á fundinum-.
Fundargerð oddvitafundar frá 29.11 2010.
Heilbrigðisnefnd Suðurlands. Fundargerð 130. stjórnarfundar 19.11 2010.
Fundargerð 53. fundar Héraðsnefndar Árnesinga 05.11 2010.
Atvinnuþrónuarfélag Suðurlands.  Fundargerð  297. stjórnarfundar 03.12 2010.
Atvinnuþrónuarfélag Suðurlands.  Fundargerð  30. aukaaðalfundar 03.12 2010.
Ályktun frá Barnaheill – Save the children á Íslandi til ríkistjórnar og sveitarfélaga.
Ályktun fundar stjórna 8. Svæðadeilda FSL og FL.
Brunavarnir Árnessýslu.  Fundargerð  100. stjórnarfundar  26.11 2010.
SASS.  Fundargerð  439. stjórnarfundar 10.12 2010.
Fundargerð 1. fundar stjórnar þjónustusvæðis málefna fatlaðra, 12.10 2010.
Fundargerð 2. fundar stjórnar þjónustusvæðis málefna fatlaðra, 12.11 2010.
Fundargerð 3. fundar stjórnar þjónustusvæðis málefna fatlaðra, 10.12 2010.

           

Ekki fleira tekið fyrir og fundið slitið kl. 11:30

 

Getum við bætt efni síðunnar?