Fara í efni

Sveitarstjórn

275. fundur 02. mars 2011 kl. 09:00 - 10:40 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Björn Kritinn Pálmarsson
  • Ingvar G. Ingvarsson
  • Sigurður Karl Jónsson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

Oddviti leitaði afbrigða

a)     Hækkun á hlutafé í Ragnárbökkum, hestamiðstöð Suðurlands ehf.
b)     Gjaldskrá vegna samþykktar um hundahald í Grímsnes- og Grafninghreppi.

1.   Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps.  
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 16. febrúar 2011 lá frammi á fundinum.

2.     Fundargerðir.

a)     32. fundur skipulags- og byggingafulltrúaembættis uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps, 17.02 2011.

Mál nr. 1, 2, 4, 5, 6, 7, 8, 12 og 13 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Fundargerðin lögð fram.  Farið yfir mál nr. 1, 2, 4, 5, 6, 7, 8, 12 og 13, þau rædd og staðfest af sveitarstjórn.

 

b)    Fundargerð 7. fundar stjórnar Skipulags- og byggingarfulltrúaembættis uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps bs.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.   Skipulagsmál.

a)     Verklýsing á aðalskipulagsbreytingu, Ásborgir.
Lögð fram lýsing í samræmi við 30. gr. skipulagslaga vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðalskipulagi sveitarfélagsins við Ásborgir.  Í gildandi aðalskipulagi er svæðið skilgreint sem íbúðarsvæði en fyrir liggur beiðni um að nýta megi íbúðarhús á svæðinu sem gisti- og/eða veitingahús. Vegna umfangs fyrihugaðrar starfsemi er gert ráð fyrir að landnotkun svæðisins breytist í blandaða landnotkun íbúðarsvæðis og verslun og þjónustu. Gert er ráð fyrir að kynna fyrirliggjandi lýsingu fyrir öllum lóðarhöfum á svæðinu auk þess sem hún verður send til umsagnar Skipulagsstofnunar og Umhverfisstofnunar.

b)    Verklýsing á aðalskipulagsbreytingu, Miðengi (lóðir 17 og 17a)
Lögð fram lýsing í samræmi við 30. gr. skipulagslaga vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðalskipulagi sveitarfélagsins á tveimur frístundahúsalóðum úr landi Miðengis við Sogsveg.  Í gildandi aðalskipulagi er svæðið skilgreint sem frístundabyggð en fyrir liggur beiðni um að breyta tveimur þegar byggðum frístundahúsum í íbúðarhús (nr. 17 og 17a) og er þess vegna gert ráð fyrir að breyta landnotkun lóðanna tveggja í íbúðarhúsalóðir. Sveitarstjórn samþykkir breytta landnotkun og telur um óverulega breytingu að ræða og vísar málinu til skipulagsfulltrúa til frekari úrvinnslu.

4.   Samþykkt um hundahald, seinni umræða.
Lögð fram samþykkt um hundahald til seinni umræðu. Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi samþykkt.

5.   Reglur um vegstyrki í frístundabyggð.
Fyrir liggja drög að endurbættum reglum um vegstyrki til viðshalds á vegum í frístundabyggðum. Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi drög með áorðnum breytingum.

6.   Framtíðarskipan félagsþjónustu í Uppsveitum og Flóa, Hveragerði og Ölfusi.
Fyrir liggur niðurstaða vinnuhóps um framtíðarskipan félagsþjónustu í Uppsveitum Árnessýslu og Flóa, Hveragerði og Ölfusi. Tilgangur samstarfsins er að efla samstarf milli sveitarfélaganna á svæðinu á sviði félagsþjónustu með það að markmiði að minnka faglega einangrun starfsmanna og skapað  teymi starfsmanna sem vinnur að því að efla og bæta þjónustu við íbúa. Niðurstaða hópsins er að skipuð verði ein sameiginleg velferðarnefnd fyrir svæðið og að ráðinn verði einn sameiginlegur félagsmálastjóri er hefur yfirumsjón með félagsþjónustu sveitarfélaganna, sjái um stefnumótun og sjái um stærri og þyngri mál. Jafnframt verði starfandi félagsráðgjafi á hverju svæði sem sér um öll almenn störf í samræmi við reglur þar um. Sveitarstjórn samþykkir að taka þátt í samstarfinu og felur Gunnari Þorgeirssyni, oddvita að vinna að nánari útfærslu og samning um þjónustuna.

7.   Vettvangstjórnanámskeið Almannavarna Árnessýslu.
Fyrir liggur bréf frá Almannavörnum Árnessýslu um að haldið verði vettvangsstjórnanámskeið fyrir fulltrúa í aðgerðarstjórnum sveitarfélaga í Árnessýslu. Sveitarstjórn samþykkir að bjóða einum fulltrúa frá Hjálparsveitinni Tintron á námskeiðið og að auki muni Gunnar Þorgeirsson, oddviti sitja námskeiðið.

8.   Bréf frá Innanríkisráðuneytinu vegna ferðaþjónustu fatlaðra á Sólheimum, 15.02 2011.*
Fyrir liggur bréf frá Innanríkisráðuneytinu, dags. 15.02 2011 þar sem er óskað er eftir að sveitarfélagið svari því hvort farið sé eftir úrskurðum ráðuneytisins um ferðaþjónsutu fatlaðra, hvernig gildandi reglum sé framfylgt og hvaða ferðaþjónusta standi íbúum á Sólheimum til boða. Lögmaður sveitarfélagsins hefur þegar svarað bréfinu, þar sem svara þurfti erindinu innan sjö daga.

9.   Svarbréf Grímsnes- og Grafningshrepps við bréfi Innanríkisráðuneytisins frá 15.02 2011.
Lagt fram svarbréf frá lögmanni sveitarfélagsins, Sigurði Jónssyni hrl, við bréfi frá Innanríkisráðuneytinu dagsett 15. febrúar s.l. Sigurður Karl tekur ekki afstöðu til svarbréfsins.

10.  Bréf frá Óskari Sigurðssyni hrl. vegna málshöfðunar Orkuveitu Reykjavíkur.
Fyrir liggur bréf frá Óskari Sigurðssyni hrl. um að Orkuveita Reykjavíkur hafi höfðað mál fyrir Héraðsdómi Suðurlands að nýju til að freista þess að hnekkja úrskurðum Óbyggðanefndar í málum nr. 6/2004, Ölfus, og nr. 5/2004, Grímsnes- og Grafningshreppur. Sveitarstjórn felur lögmanni sveitarfélagsins að gæta hagsmuna sveitarfélagsins í málinu.

 
11.  Beiðni Menntamálanefndar Alþingis um umsögn um tillögu til þingsályktunar um mikilivægi fræðslu um kristni og önnur trúarbrögð og lífsviðhorf.
Lagt fram.

12.  Beiðni frá Sýslumanninum á Selfossi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II í Óskasteini.*
Fyrir liggur beiðni frá Sýslumanninum á Selfossi um að sveitarfélagið veiti umsögn til reksturs gististaðar í flokki II í Óskasteini, Þórsstíg 17 í Ásgarðslandi. Sveitarstjórn vísar því til Skipulags- og byggingarfulltrúa Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps að veita umsögn vegna leyfisins.

13.  Grashóll.
Ítrekaðar kvartanir hafa borist frá eigendum frístundahúsa í landi Syðri-Brúar vegna umgengi á lóðinni Grashól. Á myndum sem byggingarfulltrúi tók á vettvangi má sjá að á lóðinni eru bæði gámar án leyfis, bílhræ auk annarra hluta. Í samræmi við 1. mgr. 56. gr. mannvirkjalaga leggur sveitarstjórn fyrir lóðarhafa að gengið sé frá  lóðinni á viðeigandi hátt í samráði við embætti skipulags- og byggingafulltrúa.

 
14.  Önnur mál

a)     Hækkun á hlutafé í Rangárbökkum, hestamiðstöð Suðurlands ehf.
Fyrir liggur erindi af hluthafafundi Rangárbakka ehf. og Rangárhallarinnar ehf. að óska sameignlega eftir að hluthafar beggja félaga leggi til í samræmi við núverandi eignarhlut 4,5 milljónir til  fjárhagslegrar endurskiplagningar og björgunaraðgerða. Grímsnes- og Grafningshreppur á 0,37% hlut og óskað er eftir að sveitarfélagið leggi fram 16.650 kr. sem kæmi til hækkunar á hlutafé hlutafé sveitarfélagsins í Rangárbökkum ehf. Jafnframt er sveitarfélaginu boðið að auka hlut sinn enn frekar. Sveitarstjórn samþykkir að leggja fram þessar 16.650 kr. en  hafnar boði um hlutafjáraukningu.

 b)    Gjaldskrá vegna samþykktar um hundahald í Grímsnes- og Grafninghreppi.
Fyrir liggur gjaldskrá vegna samþykktar um hundahald í sveitarfélaginu. Handsömunargjald verður kr. 10.000 og geymslugjald kr. 2.000 á dag. Sveitarstjórn samþykkir gjaldskrána.

Til kynningar
Ályktunar mótmælafundar Félags tónlistarskólakennara, Félags íslenskra hljómlistarmanna, Samtökum tónlistarskólastjóra og tónlistarnemendum um samstöðu á framhald tónlistarskólanna.
Skólavogin, kynningarbæklingur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
-liggur frammi á fundinum-.
Bréf frá Ungmennafélagi Íslands vegna umsókna til að halda Landsmót UMFÍ 50+.
Bréf frá Innanríkisráðuneyti um uppgjör framlaga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á árinu 2010.
Fundargerð 7. fundar framkvæmdarráðs Almannavarna Árnessýslu, 02.02 2011.
Sorpstöð Suðurlands.  Fundargerð  198. stjórnarfundar 24.02 2011.
Bréf frá Stofnun Vilhjálms Stefánssonar um Fishernet verkefnið.
Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna staðgreiðsluuppgjörs 2010.
Auglýsing eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga.
Ályktun frá stjórn Félags leikskólakennara vegna niðurskurðar til leikskóla hjá sveitarfélögum landsins.
Bréf frá Landgræðslu ríkisins um afgreiðslu umsóknar til Landbótasjóðs 2011.
Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um XXV. Landsþing Sambandsins.

 

          

Ekki fleira tekið fyrir og fundið slitið kl. 10:40

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?