Fara í efni

Sveitarstjórn

483. fundur 20. maí 2020 kl. 13:00 - 15:20 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Sveitarstjórn
  • Ása Valdís Árnadóttir
  • Björn Kristinn Pálmarsson
  • Smári Bergmann Kolbeinsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Steinar Sigurjónsson
  • Bjarni Þorkelsson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ása Valdís Árnadóttir

Oddviti leitar afbrigða.

Samþykkt samhljóða

a)       Kauptilboð í Baulurima 39

b)      Gagnvirkt ferðalag – Markaðsstofa Suðurlands

c)       Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna rekstrarleyfis til sölu veitinga í flokki II kaffihús í Öndverðarnes 1, Grímsnes- og Grafningshreppi.

d)      Kynning frá Landsvirkjun

 

 1.  Ársreikningur Grímsnes- og Grafningshrepps.

Ársreikningur sveitarfélagsins fyrir árið 2019 lagður fram til seinni umræðu. Helstu niðurstöður samantektar A og B hluta eru eftirfarandi:

 Rekstrarniðurstaða A hluta                                               kr.         564.792.027

Rekstrarniðurstaða A og B hluta saman                         kr.        607.426.292

Eigið fé                                                                                 kr.     1.357.047.985

Skuldir                                                                                  kr.       986.151.384

Eignir                                                                                    kr.    2.343.199.369

Veltufé frá rekstri                                                               kr.       247.544.059

 Ársreikningur samþykktur samhljóða og áritaður af sveitarstjórn.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að halda íbúafund um ársreikning sveitarfélagins í Félagsheimilinu Borg, fimmtudaginn 11. júní kl. 19:30.

 Ingibjörg Harðardóttir yfirgaf fundinn en Steinar Sigurjónsson tók sæti sem varamaður.

 2.  Fundargerðir.

a)      Fundargerð 35. fundar æskulýðs- og menningarmálanefndar, 6. maí 2020.

Mál nr. 1 og 2 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.

Lögð fram 35. fundargerð æskulýðs- og menningarmálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, dags. 6. maí 2020. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar:

Mál nr. 1: 17. júní hátíðarhöld og takmarkanir vegna Covid-19 heimsfaraldurs.

Fyrir liggur tillaga æskulýðs- og menningarmálanefndar um að hátíðarhöldum vegna þjóðhátíðardags Íslendinga 17. júní verði aflýst vegna óvissu um fjöldatakmarkanir og ástand í samfélaginu á næstu misserum vegna kórónaveirunnar. Nefndin vil leggja til að þeirri orku og fjármagni sem hefur verið ráðstafað fyrir þetta verkefni verði eytt í aukið framlag til skipulagðs æskulýðsstarfs í sumar og styrkingu þess.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að aflýsa 17. júní hátíðarhöldum árið 2020 eins og nefndin leggur til.

Mál nr. 2: Leikjanámskeið og skipulagt æskulýðsstarf í sumar

Fyrir liggja tillögur æskulýðs- og menningarmálanefndar um að í fyrsta lagi verði uppskeruhátíð ungmennafélagsins styrkt af sveitarfélaginu og hún verði opin öllum börnum og ungmennum í sveitafélaginu þar sem fjöldatakmarkanir og nándarregla á ekki við þann hóp. Í öðru lagi að opnunartímabil félagsmiðstöðvarinnar Zetor verði lengt inn í sumarið í samráði við Gerði Dýrfjörð og í þriðja lagi að lögð verði aukin orka og tryggt fjármagn til að starf í Vinnuskólanum verði markvisst og sterkt með aukinni fræðslu og námskeiðum. Að síðustu hvetur nefndin sveitastjórn til að kynna sér stöðu ungmenna og möguleikann á að bjóða upp á sumarstörf hjá hreppnum og/eða í samvinnu við fyrirtækin á svæðinu. Það má sjá fordæmi að slíku hjá öðrum sveitarfélögum.

Sveitarstjórn tekur jákvætt í að haldin verði uppskeruhátíð og hvetur stjórn ungmennafélagsins til að vera í sambandi við oddvita þegar nánari upplýsingar liggja fyrir. Sveitarstjórn hefur nú þegar samþykkt lengri opnunartímabil fyrir félagsmiðstöðina og jafnframt auglýst sumarstarf á vegum sveitarfélagsins.

 b)      Fundargerð 195. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 13. maí 2020.

Mál nr. 11, 12 og 30 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar

Lögð fram 195. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dagsett 13. maí 2020. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 11: 2004062 - Sogsvegur 18 L169548; Norðurkot; Skipting lands; Deiliskipulagsbreyting.

Fyrir liggur umsókn frá Helga Birgissyni lögmanni fh. landeiganda óskipts lands Norðurkots L169548 um heimild fyrir breytingu á deiliskipulagi í samræmi við samning um slit sameignar og skiptingu óskipts jarðarhluta Norðurkotslands í Grímsnes- og Grafningshreppi (Sogsvegur 18). Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við aðumsækjandi annist gerð tillögu deiliskipulagsbreytingar í samræmi við samning um skiptingu óskipts lands Norðurkots L169548.Mál nr. 12: 2005024 - Heiðarbraut 22 L208468; Breytt stærð byggingarreits fyrir aukahús; Deiliskipulagsbreyting.Fyrir liggur umsókn frá Steinunni Þorsteinsdóttur fh. Kaki efh. um breytingu á deiliskipulagi Minnibæjar í Grímsnesi nr.7301 frá 2006. Í breytingunni felst að skilmálum er varðar hámarks byggingarmagn úthúsa er breytt úr 25 m2 í 40 m2. Skilmálar deiliskipulags breytast ekki að öðru leiti. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og að tillagan fái málsmeðferð á grundvelli 1.mgr.43.gr.skipulagslaga nr.123/2010. Sveitarstjórn mælist jafnframt til þess að skilmálum um að nýtingarhlutfall lóða megi að hámarki vera 0,03 verði bætt við skilmála skipulagsins.  

Mál nr. 30: 2005001F – Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 20 – 120.
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 6. maí 2020.

c)       Fundargerð 14. stjórnarfundar Bergrisans, 3. mars 2020
Fundargerðin lögð fram til kynningar. 

d)      Fundargerð 15. stjórnarfundar Bergrisans, 1. apríl 2020.
Fundargerðin lögð fram til kynningar. 

e)       Fundargerð 16. stjórnarfundar Bergrisans, 5. maí 2020.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

f)       Fundargerð framkvæmdarráðs Almannavarna Árnessýslu, 27. janúar 2020.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

g)      Fundargerð framkvæmdarráðs Almannavarna Árnessýslu, 8. maí 2020.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

h)      Fundargerð 7. fundar stjórnar Brunavarna Árnessýslu, 28. apríl 2020
 Fundargerðin lögð fram til kynningar.

i)        Fundargerð 75. fundar stjórnar byggðasamlags UTU, 26. febrúar 2020.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

j)       Fundargerð 76. fundar stjórnar byggðasamlags UTU, 1. apríl 2020.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.  Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna leyfis til sölu veitinga í flokki III í Félagsheimilinu Borg, Grímsnes- og Grafningshreppi.

Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 11. maí 2020 um umsögn vegna leyfis til veitingasölu í flokki III í Félagsheimilinu Borg, Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að leyfið verði veitt með fyrirvara um jákvæða umsögn byggingarfulltrúa og Brunavarna Árnessýslu.

4.  Tölvupóstur frá Ólöfu Harðardóttur f.h. úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindarmála þar sem tilkynnt er um kæru vegna ákvörðunar byggingarfulltrúa um að breyta ekki skráningu á sumarbústað í íbúðarhús.

Fyrir liggur tölvupóstur frá Ólöfu Harðardóttur f.h. Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 6. maí 2020 þar sem tilkynnt er um stjórnsýslukæru. Einnig er óskað eftir gögnum og sveitarfélaginu gefinn kostur á að tjá sig um kröfuna. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela lögmanni sveitarfélagsins, Óskari Sigurðssyni hrl. að gæta hagsmuna sveitarfélagsins.

5.  Tölvupóstur frá Hermanni Sigurðssyni vegna skipulagsmála.

Fyrir liggur tölvupóstur frá Hermanni Sigurðssyni, dags. 9. maí 2020 vegna mistaka við gerð deiliskipulags frístundahúsabyggðar í landi Ásgarðs, Hluta III.

Jafnframt er lagt fram svarbréf lögmanns sveitarfélagsins, Óskars Sigurðssonar hrl. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða svarbréf Óskars og felur honum að gæta hagsmuna sveitarfélagsins.

6.  Bréf frá Karli Björnssyni framkvæmdarstjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga um umfjöllun sambandsins um dóm Hæstaréttar frá 14. maí 2019.

Fyrir liggur bréf frá Karli Björnssyni framkvæmdarstjóra, Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 12. maí 2020 um umfjöllun sambandsins um dóm Hæstaréttar frá 14. maí 2019. Lagt fram til kynningar.

7.  Bréf frá Guðmundi Erni Sverrissyni fjármálastjóra, fyrir hönd Bandalags íslenskra skáta um áhrif samkomubanns á Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni.

Fyrir liggur bréf frá Guðmundi Erni Sverrissyni fjármálastjóra, dags. 30. apríl 2020 fyrir hönd Bandalags íslenskra skáta um áhrif samkomubanns á Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni. Óskað er eftir að Grímsnes- og Grafningshreppur veiti Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni undanþágu frá greiðslu fasteignagjalda frá 1. maí 2020 til ársloka árið 2020. Til vara er óskað eftir 60% afslætti af fasteignagjöldum fyrir sama tímabil. Til þrautavara er óskað eftir frestun gjalddaga fasteignagjalda á tímabilinu um 12 mánuði. Sveitarstjórn hafnar erindinu og oddvita falið að kynna mögulegar úrlausnir vegna Covid-19.

8.  Aðalfundur Háskólafélags Suðurlands 2020.

Fyrir liggur bréf frá Sigurði Sigursveinssyni fyrir hönd Háskólafélags Suðurlands, dagsett 15. maí 2020 um að aðalfundur félagsins verði haldinn þann 26. maí n.k. í fjarfundi. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að Ása Valdís Árnadóttir verði fulltrúi sveitarfélagsins á fundinum.

9.  Beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga til laga um breytingu á barnalögum, nr. 76/2003, með síðari breytingum (skipt búseta barns), 707. mál.

Frumvarpið lagt fram til kynningar.

10. Beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um útlendinga og atvinnuréttindi útlendinga (alþjóðleg vernd, brottvísunartilskipunin, dvalar- og atvinnuleyfi), 717. mál.

Frumvarpið lagt fram til kynningar.

11.  Beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um breytingu á lögum um uppbyggingu og rekstur fráveitna, nr. 9/2009, með síðari breytingum (átak í fráveitumálum), 776. mál.

Frumvarpið lagt fram til kynningar.

12.  Beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um svæðisbundna flutningsjöfnun (niðurlagning flutningsjöfnunarsjóðs olíuvara), 734. mál.

Frumvarpið lagt fram til kynningar.

13.  Beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga til laga um fjarskipti, 775. mál

Frumvarpið lagt fram til kynningar

 14.  Önnur mál

 

a)      Kauptilboð í Baulurima 39

Fyrir liggur kauptilboð í sumarhúsalóðina Baulurima 39 í Klausturhólalandi að fjárhæð kr. 1.300.000.-. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að gera gagntilboð og felur oddvita að vinna málið áfram.

 b)      Gagnvirkt ferðalag – Markaðsstofa Suðurlands

Fyrir liggur tölvupóstur frá Dagnýju H. Jóhannsdóttur, framkvæmdastjóra Markaðsstofu Suðurlands dags. 15. maí 2020 þar sem verkefnið Gagnvirkt ferðalag er kynnt og jafnframt er óskað eftir stuðningi Grímsnes-og Grafningshrepps að upphæð 114.377 kr., sem skiptist í 75.000 kr. grunnframlag hvers sveitarfélags og 80 kr. per. íbúa.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að taka þátt í verkefninu.

 c)       Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna rekstrarleyfis til sölu veitinga í flokki II kaffihús í Öndverðarnes 1, Grímsnes- og Grafningshreppi.

Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dags. 15. maí 2020 um umsögn vegna rekstrarleyfis til sölu veitinga í flokki II í Öndverðarnesi 1, Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að leyfið verði veitt með fyrirvara um jákvæða umsögn byggingarfulltrúa og Brunavarna Árnessýslu.

 d)      Kynning frá Landsvirkjun

Á fundinn mættu Auður Nanna Baldvinsdóttir og Albert Guðmundsson frá Landsvirkjun og kynntu mögulega vetnisvinnslu við Ljósafossstöð.

  Til kynningar

  • Samband íslenskra sveitarfélaga. Fundargerð 882. stjórnarfundar, 29.04 2020.
  • Heilbrigðisnefnd Suðurlands. Fundargerð 204. stjórnarfundar 05.05 2020.
Getum við bætt efni síðunnar?