Fara í efni

Sveitarstjórn

485. fundur 16. júní 2020 kl. 09:00 - 12:25 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Sveitarstjórn
  • Ása Valdís Árnadóttir
  • Karl Þorkelsson í fjarveru Björns Kristins Pálmarssonar
  • Smári Bergmann Kolbeinsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Bjarni Þorkelsson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

1.  Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 6. maí 2020.  

Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 6. maí 2020 liggur frammi á fundinum.

 2.  Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 20. maí 2020.  

Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 20. maí 2020 liggur frammi á fundinum.

3.  Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 3. júní 2020.  

Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 3. júní 2020 liggur frammi á fundinum.

 4.  Fundargerðir.

a)      Fundargerð 87. fundar fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 19. maí 2020.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 b)     Fundargerð 88. fundar fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 8. júní 2020.

Mál nr. 1 og 4 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.

Lögð fram 88. fundargerð fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, dags. 8. júní 2020. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 1: Skóladagatal 2020- 2021.
Skóladagatal 2020 – 2021 lagt fram til staðfestingar.

Sveitarstjórn samþykkir skóladagatal 2020-2021 samhljóða.

Mál nr. 4: Framkvæmdir á skólahúsnæði og lóð yfir sumartímann.
Kynnt voru þau atriði sem þarfnast úrbóta, bæði hvað varðar viðhald og viðbætur á skólalóð og húsnæði. Sveitarstjóra falið að vinna að úrlausn málsins í samstarfi við skólastjóra og í samræmi við fjárhagsáætlun sveitarfélagsins.

 c)      Fundargerð 197. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 10. júní 2020.

Mál nr. 8, 9, 10, 11, 12, 13 og 18 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.

Lögð fram 197. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dagsett 10. júní 2020. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 8: 1906060 - Snæfoksstaðir frístundabyggð; Breyting deiliskipulags svæði D.

Fyrir liggur umsókn Skógræktarfélags Árnesinga, dags. 18. júní 2019 er varðar breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar að Snæfoksstöðum svæði D. Í breytingunni felst fjölgun frístundalóða úr 48 lóðum í 50. Þar af eru 49 frístundalóðir byggðar og ein óbyggð. Ennfremur er innan svæðisins gert ráð fyrri einni landbúnaðarlóð sem tengist starfsemi skógræktarinnar. Málið er tekið fyrir eftir auglýsingu í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemd barst við skipulagið á auglýsingatíma og er hún meðfylgjandi sem fylgiskjal.

Deiliskipulagsbreyting að Snæfoksstöðum var auglýst með athugasemdafrest frá 11. mars -22. apríl 2020. Athugasemd barst frá lóðarhafa innan svæðisins sem gerði athugasemd við nýjar lóðir sem skilgreindar voru við Nautavakir 8 og 12 innan deiliskipulags. Tekið hefur verið tillit til athugasemda og hafa viðkomandi lóðir verið felldar út innan tillögunnar eftir auglýsingu auk þess sem afmörkun lóðar Nautavakavegar 8 er lagfærð í samræmi við athugasemd og mælingu á staðnum.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi deiliskipulag með ofangreindum breytingum eftir auglýsingu. Niðurstaða sveitarstjórnar verði kynnt þeim sem athugasemdir gerðu við skipulagsbreytingu. Skipulagsbreyting tekur gildi með birtingu í B-deild stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunnar á grundvelli 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Mál nr. 9:  2006002 - Kiðjaberg; Lóð 27 og 28; Færsla lóðar; Deiliskipulagsbreyting.

Fyrir liggur umsókn Kiðjabergs ehf., dags. 29. maí 2020 er varðar breytingu á deiliskipulagi Kiðjabergs. Í breytingunni felst að lega lóðar nr. 27 Hlíð Kiðjabergi breytist með þeim hætti að hún er færð fast upp að lóð nr. 28. Stærð lóðar og byggingarreitir halda sér óbreyttir utan þessarar tilfærslu í samræmi við framlögð gögn. Ástæða breytinganna er lág lega lóðarinnar sem verður til þess að lóðin getur orðið útsett fyrir flóðum úr Hvítá.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða breytingu á deiliskipulagi Kiðjabergs og að hún fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Mál nr. 10: 1909068 - Villingavatn lóð (L170976); umsókn um byggingarleyfi; sumarhús – viðbygging.

Fyrir liggur umsókn Þorleifs Eggertssonar fyrir hönd Sigurðar Sigurðssonar, dags. 13. september 2019 um byggingarleyfi til að byggja við sumarhúsið 21,8 m2 og 18 m2 gestahús á sumarhúsalóðinni Villingavatn lóð (L170976) lóðarstærð 2565 m2 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð eftir stækkun á sumarhúsi verður 65,5 m2.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Ef engar athugasemdir berast vegna grenndarkynningar er málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

Mál nr. 11: 2006014 - Vesturkantur 3A L179669; Vesturkantur 4 L169443; Vesturkantur 7 L169462; Sameining lóða.

Fyrir liggur umsókn Kristínar B. Hjaltadóttur, dags. 4. júní 2020 um sameiningu þriggja lóða. Óskað er eftir að sameina lóðirnar Vesturkantur 3A L179669, Vesturkantur 4 L169443 og Vesturkantur 7 L169462 í eina landeign sem yrði um 2,5 ha eftir sameiningu skv. skráningu í fasteignaskrá. Lóðirnar eru innan deiliskipulags sem nær yfir frístundasvæði í landi Norðurkots.

Sveitarstjórnin hafnar því að lóðirnar verði sameinaðar þar sem ekki er talið æskilegt að breyta fjölda frístundahúsalóða innan þegar samþykktra hverfa.

Mál nr. 12: 2006012 - Gilvegur 3 L194826; Ormstaðir; Breyting á byggingarskilmálum; Deiliskipulagsbreyting.

Fyrir liggur umsókn frá Jóni Inga Sigvaldasyni og Valborgu Sigrúnu Jónsdóttur, dags. 5. júní 2020 um breytingu á deiliskipulagi sumarhúsalóðarinnar Gilvegi 3 í landi Ormsstaða. Í breytingunni felst að heimildir fyrir notkun byggingarefna eru auknar, byggingarheimild sumarbústaðar er aukin úr 100 m2 í 200 m2. Mænishæð er aukin úr 5 m í 6 m. Heildir fyrir þakhalla eru auknar úr 14-60° í 2-60° auk þess sem heimilað er að byggja tvö smærri hús á lóðinni sem ekki mega vera stærri en 40 m2. Heimildum fyrir byggingar innan byggingarreits er breytt í samræmi við það. Óskað er eftir því að breytingin fá málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi skipulagsbreytingu taki hún til skipulagssvæðisins í heild. Sveitarstjórn telur að umsótt breyting sé of umfangsmikil til að geta fallið undir 2. mgr. skipulagslaga nr. 123/2010 og samþykkir að málið fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga og verði sérstaklega kynnt fyrir sumarhúseigendum innan deiliskipulagssvæðisins eða sumarhúsafélagi sé það til staðar auk landeiganda upprunalands. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að nýtingarhlutfall lóða verði skilgreint 0,03 innan skipulagsskilmála í samræmi við aðalskipulag.

Mál nr. 13: 2006015 - Dvergahraun 28; Aukning á byggingamagni; Breyting á byggingareit; Deiliskipulagsbreyting.

Fyrir liggur umsókn Guðnýjar Stefánsdóttur, dags. 5. júní 2020 er varðar breytingu á deiliskipulagi lóðar Dverghrauns 28 innan frístundabyggðar Farborgar í landi Miðengis. Í umsókninni felst aukning á byggingarmagni útihúsa úr 40 m2 í 80 m2 auk þess sem heimilt verði að fara út fyrir byggingarreit með geymslurými 5x3.5 m að stærð neðanjarðar. Þakhalli á niðurgröfnu geymsluhúsnæði geti verið 0°.

Sveitarstjórn hafnar fyrirliggjandi breytingu á deiliskipulagi. Umsóknin er ekki í samræmi við gildandi aðalskipulag Grímsnes- og Grafningshrepps.

Mál nr. 18: 2005005F – Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 20 – 122.

Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 3. júní 2020.

 d)     Fundargerð 41. fundar Skólaþjónustu- og velferðarnefndar Árnesþings, 2. júní 2020.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 e)      Fundargerð 17. fundar stjórnar Bergrisans, 3. júní 2020.

Mál nr. 4 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.

Lögð fram 17. fundargerð stjórnar Bergrisans, dags. 3. júní 2020. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 4: Verklagsreglur um stuðningsfjölskyldur og reglur um NPA.

Fyrir liggja verklagsreglur um stuðningsfjölskyldur og reglur um NPA. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrir sitt leyti fyrirliggjandi verklagsreglur.

 f)       Fundargerð 18. fundar Héraðsnefndar Árnesinga bs., 12. maí 2020.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 g)      Fundargerð 205. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands, 2. júní 2020.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 h)     Fundargerð 293. fundar Sorpstöðvar Suðurlands, 26. maí 2020.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 i)       Fundargerð stjórnar Rangárbakka, þjóðarleikvangs íslenska hestsins ehf., 27. apríl 2020.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 5.  Kjörskrá og kjörfundur.

Kjörskrá vegna kosninga til forseta Íslands er lögð fram og yfirfarin. Á kjörskrá eru 364 aðilar, 195 karlar og 169 konur. Sveitarstjórn felur oddvita að árita kjörskránna. Jafnframt er oddvita veitt fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna forsetakosninga 27. júní n.k. í samræmi við 27. gr. laga nr. 24/2000, sbr. lög nr. 36/1945. Kjörskráin mun liggja frammi á skrifstofu sveitarfélagins til 25. júní n.k.    

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að kjörstaður vegna kosninga til forseta Íslands þann 27. júní n.k. verði í stjórnsýsluhúsinu á Borg í fundarsal sveitarstjórnar á 2. hæð. Einnig er samþykkt að bjóða upp á kaffiveitingar á meðan kjörfundi stendur.

6.  Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis í máli nr. SRN19050056, kæra Innovation Now á stjórnsýslu Grímsnes- og Grafningshrepps.

Fyrir liggur úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis í máli nr. SRN19050056, kæra Innovation Now á stjórnsýslu Grímsnes- og Grafningshrepps. Að mati sveitartjórnar stenst úrskurðurinn ekki lögfræðilega og samþykkir sveitarstjórn samhljóða að bera hann undir dómstóla. Lögmanni sveitarfélagsins, Óskari Sigurðssyni hrl. er falið að gæta hagsmuna sveitarfélagsins.

7.  Bréf frá Kristni Ólafssyni framkvæmdastjóra Bandalags íslenskra skáta þar sem óskað er eftir samstarfi við sveitarfélagið um starf ungra skáta.

Fyrir liggur bréf frá Kristni Ólafssyni framkvæmdarstjóra Bandalags íslenskra skáta, dagsett 3. júní 2020 þar sem óskað er eftir samstarfi við sveitarfélagið um starf ungra skáta. Sveitarstjórn felur oddvita að vinna málið áfram.

8.  Aðalfundur Eignarhaldsfélags Suðurlands.

Fyrir liggur bréf frá Bjarna Guðmundssyni f.h. stjórnar Eignarhaldsfélags Suðurlands, dagsett 12. júní 2020 um að aðalfundur félagsins verði haldinn þann 26. júní n.k. í Hveragerði. Fulltrúi sveitarfélagsins er Smári Bergmann Kolbeinsson og til vara Björn Kristinn Pálmarsson. Bréfið lagt fram til kynningar.

9.  Bréf frá Minjastofnun Íslands um friðlýsingu Laxabakka, Öndverðarnesi 2.

Fyrir liggur bréf frá Kristínu Huld Sigurðardóttur f.h. Minjastofnunar Íslands dags. 4. júní 2020 þar sem tilkynnt er um friðlýsingu Laxabakka, Öndverðarnesi 2, fyrrum sumarhús Ósvalds Knudsen. Bréfið lagt fram til kynningar.

10.  Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Samorku um átak í fráveituframkvæmdum.

Fyrir liggur bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Samorku, dags. 2. júní 2020 þar sem greint er frá átaki í fráveituframkvæmdum. Bréfið lagt fram til kynningar.

Getum við bætt efni síðunnar?